Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 11
AOO h IWno lOh — ClllíTiAn — nh
Fimmtudagur 19. apríl 1990 - DAGUR - 11
myndlist
Víðidalstungukirkja:
Fermt á
sunnudag
Sunnudaginn 22. apríl nk.
kl. 11.00 verða þrjú börn fermd
í Víðidalstungukirkju í Breiða-
bólstaðarprestakalli.
Fermingarbörnin eru:
Ásdís Olga Sigurðardóttir,
Kolugili, Víðidal.
Flrönn Bjarnadóttir,
Melrakkadal.
Sigurður Björn Gunnlaugsson,
Nýpukoti, Víðidal.
Páskasýningar
Aðal.steinn Svanur.
að hann er þó nokkuö á snið við
troðnar slóðir.
Haukur Ágústsson.
Tvær myndlistarsýningar voru á
Akureyri yfir páskana. Pær voru
hvor með sínu móti og forvitni-
legar til samanburðar á mynd-
máli.
Hörður Jörundsson opnaði
sýningu í Gamla Lundi 12. apríl.
Sýningin er opin til 19. apríl.
Á sýningu Harðar eru þrjátíu
og níu myndir allar unnar með
vatnslitum. Blær þeirra er þó
ekki sá, sem venjulega er tengdur
þessum miðli, heldur er hann lík-
ari því, sem næst með til dæmis
akryllitum. Hörður er óragur við
að mynda ákveðna og aðskilda
fleti í myndum sínuni. Hann not-
ar líka sterka og ákveðna liti,
sem fara vel saman, og virðist
hafa næmt auga á því sviði. Jafn-
framt er honum lagið að ná hríf-
andi bæbrigðum með litablöndun
og nærfærnislegri samfellu „sjatt-
eringa“, til dæmis á himinlitum.
Myndefni Harðar eru flest sótt
í náttúruna, mest í landslag.
Hann fjallar um þau í natúralist-
ískum stíl en þó með nokkru
skáldlegu ívafi, sem nægir til þess
að lyfta nokkrum myndum á sýn-
ingu hans yfir það venjulega. Til
þes$a má nefna mynd númer eitt,
sem ber heitið Að fjallabaki, óg
mynd númer þrjátíu og sjö, sem
nefnist Suðurnámur í Land-
mannalaugum. I þessum mynd-
um nýtur litnæmi Harðar sín sér-
lega vel og einnig drátthæfni
hans, sem reyndar er greinileg í
fleiri myndum á sýningunni.
Hörður brýtur ekki nýjar leiðir
með þessari sýningu, en hún er
heildstæð og vel sjónar virði.
Aðalsteinn Svanur Sigfússon
opnaði sýningu á ellefu olíuverk-
urn í húsakynnum Myndlistar-
skólans á Akureyri 11. apríl.
Sýningu Aðalsteins Svans lauk
16. apríl.
Verkin á sýningu Aðalsteins
Svans voru flest allstór og sum í
óvenjulegu formi. Stórir vegg-
fletir salarkynna Myndlistarskól-
ans komu sér vel fyrir þessi
málverk; þau hefðu ekki notið
sín í öðru sýningarhúsnæði á
Akureyri.
Myndir Aðalsteins Svans voru
allar meira og minna táknræns
eðlis. I flestum þeirra s'áfu nakt-
ar manneskjur yfir landslagi, en i
öðrum voru táknin annars eðlis
og jöðruðu á stundum við skreyt-
ingu og flúr, sem myndaði
ramma um nokkuð stílfærða,
natúralistíska landslagsmynd. í
nokkrum myndanna brá fyrir til-
hneigingu til samhverfu, sem fór
ekki ætíð nógu vel, þó að stund-
um tækist bærilega.
Ein mynd skar sig nrjög úr á
sýningu Aðalsteins Svans. Hún
var númer eitt og bar heitið
Syndafallið. í þessari mynd naut
sín vel einlægni sú og tákngleði
blönduð votti af „prímitívisma",
sem að mörgu leyti einkenndi
sýninguna.
Sýning Aðalsteins Svans bar
það með sér, að hann er að leita
Kaupfélag Eyfirðinga
Hörður Jörundsson.
fyrir sér um tjáningarform. Það
getur orðið forvitnilegt að fylgj-
ast með honum í leitinni, af því
| FRAMSÓKNARMENN ||d
AKUREYRI
Skrifstofa
Framsóknarflokksins,
Hafnarstræti 90, Akureyri,
verður opin í aprílmánuði alla virka daga frá kl. 13.00-17.00, sím-
inn er 21180.
Starfsmaður verður Sigfríður Þorsteinsdóttir.
Fólk er eindregið hvatt til að líta inn eða hafa samband við skrifstof-
una í síma og láta skrá sig til starfa við kosningaundirbúninginn.
Þá þarf fólk, sem ekki verður heima á kjördag, að fara að huga að
utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Kjörskrá liggur frammi innan skamms og eru stuðningsmenn Fram-
sóknarflokksins beðnir vinsamlegast að hafa samband við skrifstof-
una og láta vita um fólk sem dvelur erlendis við nám eða störf og er
á kjörskrá á Akureyri.
Framsóknarfélag Akureyrar.