Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 19. apríl 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Sumarið er komið
í dag er sumardagurinn fyrsti. Það er gamall
og þjóðlegur siður á íslandi að fagna þessum
degi innilega; bjóða sumarið hjartanlega vel-
komið og vona að það dvelji sem lengst og
sýni sínar bestu hliðar. Þessi dagur hefur ver-
ið hátíðisdagur hér á landi um aldaraðir og
fyrr á tímum hafði hann í hugum fólks á sér
helgi og virðingu sem jafnaðist á við jól og
páska. Skýringin er augljóslega sú að sumar-
dagurinn fyrsti var boðberi vorsins, hann
flutti með sér vissuna um að veturinn væri á
undanhaldi og skammdegið, myrkrið og kuld-
inn, sem hér réðu ríkjum meirihluta ársins,
yrðu senn að víkja fyrir yl og birtu sumarsins.
Sumardagurinn fyrsti var þannig mikill
tímamótadagur ár hvert og veitti landsmönn-
um styrk og þolinmæði til að bíða hinnar
raunverulegu sumarkomu, sem vildi stund-
um dragast á langinn. Þessi dagur er enn
mikill hátíðisdagur með þjóðinni, þótt nú-
tímatækni hafi ef til vill dregið örlítið úr áhrif-
um hans. Við höfum blessunarlega komið
okkur upp margvíslegum búnaði til að milda
áhrif vetrarins á íslenskt samfélag. Við hitum
upp húsin með því að virkja náttúruöflin í
okkar þágu og lýsum upp umhverfið með
aðstoð sömu afla. Þannig hefur okkur tekist
að bægja myrkrinu og kuldanum frá að vissu
marki og gera landið fýsilegra til búsetu.
Skammdeginu náum við hins vegar aldrei að
bægja frá, hvorki hinu sýnilega skammdegi
né því skammdegi sem býr hið innra með
mörgum þegar nóttin er köld og dimm. Stór-
stígar framfarir á sviði samgöngumála hafa
einnig orðið til þess að draga úr þeirri ein-
angrun og skerðingu á ferðafrelsi sem ávallt
fylgir vetrinum og fannferginu á norðlægum
slóðum. Engu að síður er sumarkoman nú
sem fyrr öllum fagnaðarefni.
Við mætum sumri með sól í sinni og bros í
augum og gerum okkur glaðan dag. Á undan-
förnum árum höfum við oft fagnað vorkom-
unni í skugga verkfalla og ófriðar á vinnu-
markaði. í ár er slíkri óvissu ekki fyrir að fara.
Engu að síður bíða mörg og stór vandamál
úrlausnar. Það hefur reynst mörgum vel að
líta einungis á vandamálin sem verkefni sem
þarf að leysa. Sérstæðir töfrar og fegurð hins
íslenska sumars auka flestum bjartsýni og
gefa þeim styrk til að takast á við erfið verk-
efni.
Dagur óskar lesendum sínum og lands-
mönnum öllum gleðilegs sumars. Megi það
færa þjóðinni gæfu og gengi. BB.
Nokkur orð um álver
Álver og atvinnumál
Gunnhildur Bragadóttir ritar
grein í Dag þann 11. þessa mán-
aðar um álver. í grein hennar
virðist koma fram sú skoðun að
húsaleiga og fasteignaverð rjúki
upp úr öllu valdi ef álver rís við
Eyjafjörð og því yrði erfitt að fá
vel menntað ungt fólk til starfa
við Háskólann á Akureyri. Ég
ætla rétt að vona að á næstu árum
verði ekki sá samdráttur hér að
lágt fasteignaverð vcrði það eina
sem í boði er fyrir starfsfólk
háskólans. í dag er vandamál að
fá starfsfólk til rannsókna og
kennslu og verður ekki þenslu
kennt þar um heldur fáránlegri
stefnu stjórnvalda sem gerir skól-
ann ekki samkeppnisfæran. Þó
tel ég sennilegt að meiri mögu-
leikar yrðu að fá fólk hingað ef
atvinnulíf almennt væri blómlegt.
Er það raunar einnig forsenda
þess að við höldum í það unga
fólk sem verið er að mennta í
rekstrardeild háskólans en meiri-
hluti þess á rætur sínar hcr á
Norðurlandi. Ef ekki er fyrirsjá-
anleg meiriháttar uppbygging á
Eyjafjarðarsvæðinu verður það
hlutskipti margra þeirra sem
ljúka námi við rekstrardeild
háskólans og einnig þeirra sem
Ijúka iðnnámi frá Vcrkmennta-
skólanum að leita að atvinnu
annars staðar. Verulegt atvinnu-
leysi hér og minnkandi vinna
þeirra sem vinnu hafa er stað-
reynd. Uppbygging álvers skapar
fjölda starfa bæði beint og
óbeint. Að sjálfsögðu leysir það
ekki atvinnumál okkar um alla
framtíð en erfitt er að sjá það
sem rök gegn öflugri uppbygg-
ingu hér á svæðinu næstu fimm
árin.
Mengunin
I grein Gunnhildar kentur frani
ótti við mengun og þá enn frekar
í nýlegri grein Stefáns Halldórs-
Stefán G. Jónsson.
sonar á Hlöðum. Mengun er ekk-
ert séreinkenni álvera heldur
fylgir mannlegri starfsemi í meira
eða ntinna mæli og er auðvitað
nokkuð sem við reynum að lág-
marka. Má t.d. benda á að sums
staðar í Evrópu er mengun frá
landbúnaði umtalsverð þótt fáum
detti í hug að leggja hann niður
af þeim sökum. Þegar Stefán tal-
ar um gróðurfarsbreytingar næst
álverinu ætti hann að hugsa til
þeirra gróðurfarsbrcytinga sem
franiræsla mýra og ræktun hefur
haft í för með sér og eru miklu
umfangsmeiri en sú breyting sem
yrði í allra næsta nágrenni álvers-
ins. Hann vitnar einnig í skýrslu
Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins og segir að þar komi fram
að ntiöað við bestu mengunar-
varnir sleppi 1 kg af flúor út í
umhverfið fyrir hvert framleitt
tonn af áli. A bls. 13 í skýrslunni
er hins vegar talað um 0,5 kg af
flúor á tonn af áli þegar um besta
hreinsunarbúnað er að ræða. Er
ástæða til að benda þeim sem
hafa áhuga á málinu að lesa
skýrsluna sjálfir en láta ekki aðra
taka tölur þaðan af handahófi og
túlka þær. Sú staðhæfing að
mjólkurframleiðsla í Eyjafirði
sem er um fimmtungur mjólkur-
framleiðslu landsmanna yrði
mjög í hættu er alls ekki í sam-
ræmi við umfjöllun skýrslunnar.
Mjólkurframleiðsla sú sem legð-
ist hugsanlega af í allra næsta
nágrenni álversins við Dysnes
yrði auðveldlega tekin upp ann-
ars staðar í héraðinu enda fram-
leiðslunni nú haldið niðri með
stjórnvaldsaðgerðum.
Félagslega röskunin
Félagsleg röskun er stundum
skrítið hugtak eða á að skilja það
sem Gunnhildur segir um síldar-
árin „um félagslegu röskunina er
nærtækasta dæmið frá síldarárun-
um og má þá benda á tómu verk-
smiðjurnar á Hjalteyri í því
sambandi" þannig að ekki hafi
átt að nýta sér auðæfi síldarinnar
á sínum tíma. Benda má á að sú
röskun sem felst í gegndarlausum
llutningum af landsbyggðinni og
hlutfallslegum ofvexti höfuð-
borgarsvæðisins er miklu alvar-
legra mál en sú sem felst í að
styrkja byggðakjarna víðsvegar
um landið.
Lokaorð
Ef álver verður byggt á íslandi
væri það hinn vérsti kosíur ef það,
risi á suðvesturhorni landsins.
Yrði þá um allmargra ára skeið
næsta vonlítið að hafa áhrif á
þann fólksstraum sem þangað
liggur en þangað leitar fólkið sem
fjármagnið er. Við lifum ekki á að
syngja í Sjallanum þó ég efist
ekki um að nokkur skemmtun sé
að Pálma Gunnarssyni sem
Gunnhildur talar um í grein
sinni. Ég tel því eðlilegt að ef
álver rís á íslandi þá snúi lands-
byggðarfólk bökum saman um aö
það verði byggt úti á landi.
Stefán G. Jónsson.
Höfundur er forstööumaöur rckstrar-
deildar Háskólans á Akureyri.
lesendohornið
„Heitasta myndbandið var nice“
- Nokkur orð um malfar 1 utvarpi
Útvarpshlustandi
hringdi og sagðist ekki geta orð-
anna bundist vegna lélegrar
íslenskukunnáttu margra
útvarpsmanna.
„Ég hlusta mikið á útvarp og
finnst einhvern veginn sem sífellt
minni kröfur séu gerðar til þeirra
sem veljast til starfa á útvarps-
stöðvunum hvað íslenskukunn-
áttu varðar. Þetta er sérstaklega
áberandi á Bylgjunni/Hljóðbylgj-
unni og Rás tvö, en mun betra á
Rás eitt. Útsendingum annarra
stöðva næ ég ekki hér á Akur-
eyri.
Mér finnst málfar útvarps-
manna sýnu lakast á Bylgjunni og
sumir sem þar annast daglega
dagskrárgerð ættu að fara rakleitt
á langt og gott íslenskunámskeið
til að losna undan stórvægilegum
og mjög hvimleiðum enskuáhrif-
um. Ég get nefnt mýmörg dæmi
máli mínu til stuðnings en ætla að
láta duga að nefna eitt nýlegt,
eða frá því á annan í páskum.
Eftir hádegið þann ágæta dag var
ónefndur dagskrárgerðarmaður á
Bylgjunni að leika létt lög og
rabba við útvarpshlustendur nrilli
laga. Hann sagðist t.d. vona að
allir hefðu það „nice“ en áttaði
sig svo og sagði að auðvitað ætti
orðið „huggulegt" betur við.
Hann minnti á að söngflokkurinn
Boney M héldi tónleika í Vest-
mannaeyjum þá um kvöldið og
þar myndi flokkurinn örugglega
„taka lagið By the rivers og
Babylon“ eins og hann orðaði
það. Þetta endurtók hann eftir að
hafa leikið umrætt lag. „Að taka
lag" er afleit íslenska mun betra
væri að segja syngja, leika eða
flytja. Þessi sami dagskrárgerðar-
maður kynnti skömmu síðar
erlent popplag með þeim orðum
að myndbandið við þetta lag væri
„heitasta" myndbandið í Banda-
ríkjunum þessa dagana! Þetta
endurtók hann eftir að hafa leik-
ið lagið. Þetta eru aðeins örfá af
fjölmörgum gullkornum um-
rædds dagskrárgerðarmanns. Ég
held að flestir hljóti að vera mér
samntála unt það að málfar af
Samstöðu
Á síðustu ntánuðum hefur mikil
umræða farið fram um byggingu
nýs álvers. í þeirri umræðu hefur
mátt merkja þann gleðilega tón,
að möguleiki sé á, að þessu mikil-
væga fyrirtæki verði valinn staður
við Eyjafjörð. Ekki er vafi á að
betri kostur til að stórbæta
atvinnu- og mannlíf hér á svæðinu
inu, hefur ekki komið fram í
'áraraðir.
Það einkar ánægjulega við
þessar fréttir er, að nú telja fær-
ustu sérfræðingar á sviði
umhverfismála, að mengunar-
hætta frá fyrirtæki sem þessu sé
hverfandi lítil, þannig að við
bæjarbúar munum ekki þurfa að
þessu tagi er ekki boðlegt í
útvarpi.
Ég vil beina þeim eindregnu
tilmælum til dagskrárgerðar-
manna að þeir vandi málfar sitt
og forðist að „sletta útlensku".
Sletturnar þóttu e.t.v. ffnar í eina
tíð en þykja það sern betur fer
ekki lengur. Svo vil ég að lokum
beina þeim tilmælum til allra
útvarpsmanna að þeir hætti að
skeyta orðinu „síðan" aftan við
orðasamböndin „fyrir nokkru",
„fyrir nokkruni dögunt", „fyrir
löngu" og fleiri slík. Orðinu
„síðan" er þar algerlega ofaukið
og er einungis til óprýði."
um álver!
óttast það að finna mengun frá
þessum rekstri. Bændur þurfa
ekki heldur að hræðast mengun-
ina frá slíku iðjuveri, ef að líkum
lætur.
Landsbyggðarmenn allir.
Stöndum saman af einhug um
þennan hugsanlega möguleika í
atvinnumálum okkar. Látum
erlendu aðilana, sem að þessu
fyrirtæki standa, finna að hingað
í byggðarlagið eru þeir velkomnir
með sitt glæsilega nýtísku fyrir-
tæki sem blása mun lífi í allt
atvinnulíf, ekki einungis á Akur-
eyri heldur öllu Norður- og Aust-
urlandi.
Áhugamaður um betra mannlíf.