Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. apríl 1990 - DAGUR - 5 hvað er að gerast Háskólinn á Akureyri: PáJl Einarsson með fyrirlestur Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing- ur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands, flytur fyrirlestur á vegum Háskólans á Akureyri laugardaginn 21. apríl næstkom- ándi kl. 14.00. Fyrirlesturinn nefnist Land- rekskenningin og verður hann Leikfélag Akureyrar: Fátækt fólk Leikfélag Akureyrar sýnir Fátækt fólk næstkomandi föstu- dagskvöld kl. 20.30 og á laugar- dagskvöld á sama tíma. Þetta er leikgerð Böðvars Guðntundsson- ar af endurminningabókum Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið. Leikstjóri er Práinn Karlsson, leikmynd og búninga hannaði Sigurjón Jóhannsson, lýsingu hannaði Ingvar Björnsson og tónlist og áhrifshljóð samdi Por- grímur Páll Porgrímsson. Um 40 leikendur taka þátt í sýningunni. Félag frímerkjasafnara á Dalvík og nágrenni: Heldur ínmerkjasýningu í íþróttahúsinu á Dahik Félag frímerkjasafnara á Dalvík og nágrenni fyrirhugar að halda frímerkjasýningu í íþróttahúsinu á Dalvík, 20.-22. apríl nk. Sýn- endur eru á milli 40 og 50 og rammafjöldi um 180. Sýningin skiptist T heiðurs- deild, kynningardeild og sam- keppnisdeild. Opnunartími er: Föstudaginn 20. apríl kl. 20 til 22. Laugardaginn 21. apríl kl. 13 til 22. Sunnudaginn 22. apríl kl. 13 til 20. Mörg unglingasöfn eru til sýnis frá mörgum löndum. Akureyri: Kvennalistinn með opið hús Sumardaginn fyrsta, milli klukk- an 13.00 og 16.00, verður opið hús að Brekkugötu 1 á Akureyri, í tilefni af opnun kosningaskrif- stofu. Kvennalistinn á Akureyri mun kynna stefnuskrá sína til bæjar- stjórnarkosninga á komandi vori ásamt framboðslista. Dagskrá verður á þá leið að kynning fram- boðslista hefst kl. 13.30 og verða kaflar úr stefnuskrá fléttaðir þar inn í. „Jafnt karlar sem konur er áhuga hafa eru hvött til að mæta og huga að því sem í boði verður,“ segir í frétt frá Kvenna- listanum. Sérstimpill verður í tilefni sýn- ingarinnar og pósthús verður opið alla dagana. Laugardaginn 21. apríl verður haldið landsþing frímerkjasafn- ara og einnig heldur John Sören- sen fyrirlestur, sýnir og fræðir áheyrendur um uppsetningu átt- hagasafna. Þá verður spurningakeppni meðal unglinga um frímerkjaút- gáfur á Norðurlöndum tengdar íþróttum. Ýmislegt verður gert fyrir yngri kynslóðina t.d. verður veiðipottur, happdrætti og seld sérstök blokk og umslög nteð merki sýningarinnar. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka fyrir sýnendur, dóm- ara og félaga sem sjá um fram- kvæmdina sýningardagana. haldinn í stofu 24 í húsnæði Háskólans við Þingvallastræti. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Laugardagana 5. og 12. maí næstkomandi t'lytur Páll tvo fyrir- lestra á sama stað og sama tíma. Nefnist sá fyrri Jarðskjálftar og jarðskjálftaspár og sá seinni Eld- gos og eldgosaspár. Gamli Lundur: Sýningu Harðar lýkur í kvöld Sýningu Harðar Jörundssonar f Gamla Lundi fer'nú að Ijúka og er síðasti sýningardagur í dag, sumardaginn fyrsta. Hörðursýnir í kringum 40 vatnslitamyndir aö þessu sinni og er fjórðungur myndanna þegar seldur. Náttúran er ábérandi í vatns- litamyndum Harðar og einnig götumyndir frá Akureyri. Unn- éndur myndlistar cru hvattir til að líta við í Gamla Lundi áður en sýningunni lýkur í kvöld. Tónlistarskólinn á Akureyri: Einleikstónleikar ísalskólans Ásta Óskarsdóttir, 18 ára fiðlu- nemandi við Tónlistarskólann á Akureyri heldur sína fyrstu ein- leikstónleika í sal skólans sumar- daginn fyrsta kl. 20.30. Meðleik- ari Ástu er.Kristinn Örn Kristins- son. Á cfnisskránni er sónata eft- ir Corelli „La Follia", sónata í e moll eftir Mozart, Rondo Capr- iccioso eftir Sáent Sáens og són- ata í A dúr eftir César Franck. Allt áhugaíólk er velkomið og aðgangur er ókeypis. Tónlistarskólinn á Akureyri: Styrktartónleikar Aðrir styrktartónleikar fyrir Minningarsjóð Þorgerðar S. Ei- ríksdóttur verða haldnir í Akur- eyrarkirkju n.k. laugardag 21. apríl, kl. 17.30. Á þessum tónleikum munu nemendur og kennarar Tónlistar- skólans leika verk eftir Boéll- mann, Corelli, Debussy, Hándel, J.S. Bach, Max Reger, Uber, César Frank og Massaino. Samsetning efnisskrár er mjög fjölbreytt. Flutt verða einleiks- verk fyrir orgel, selló, bariton, fiðlu og söngrödd. Einnig kemur frant blásarakvintett og hópur básúnuleikara. Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur var stofnaður 1973 og hefur hann að markmiði að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Hafa þegar yfir 20 nemendur notið styrkja úr sjóðnum. Akureyri Akureyri verður í sviðsljósinu í Sjónvarpinu sumardaginn fyrsta kl. 20.45 en þá er á dagskrá þátturinn Akureyri - bærinn í skóginum. Þetta er sjötti þáttur Gísla Gestssonar og Valdimars Jóhannessonar í þáttaröðinni Á grænni grein, sem gerðir eru í tilefni skóg- ræktarátaksins Landgræðslu- skóga 1990. Alls gerðu þeir Gísli Gestsson kvikmyndagerðarmaður og Valdi- mar Jóhannesson blaðantaður átta þætti í tengslum við skóg- ræktarátakið. Víðsjá - kvik- myndagerð framleiddi þættina en Ljósmyndavörur hf. stóðu straum af kostnaði við gerð þeirra. Sjónvarpið í kvöld: -bæriimí I þættinum í kvöld verður svip- ast um í gróskumiklunt trjálund- um norðanmanna og hugað að því hvernig unnt er að klæða byggðir þessa lands, sé áhugi og elja fyrir hendi. Rúmar tvær aldir eru liðnar síðan tilraun var gerð til skóg- ræktar í nokkrunt byggðakjörn- um landsins, að tilhlutan danskra stjórnvalda. Tilraunir þessar fóru að mestu út um þúfur, nema á Akureyri, en þar voru þá búsettir nokkrir erlendir aðilar sent haldnir voru brennandi áhuga á skógrækt og lögðu ekki árar í bát. Árangur elju þeirra lét á sér kræla unt síðir, reyndar svo glæsi- lega að til eru gamlar lýsingar af skóginum perutrjám í bænunt er borið hafa ávöxt. Trjárækt á Akureyri óx enn fiskur um hrygg um og upp úr síðustu aldamótum er tekið var til við skipulega skógrækt í görðum bæjarins að tilhlutan útlendinga og íslendinga er heill- ast höfðu af grósku erlendra grunda. í þættinum, sem gerður var á síðastliðnu hausti, veröur brugð- ið upp mörgum glæsilegum sýnis- hornum af trjárækt Akureyringa í tímans rás og hugað að því for- dæmisgildi sem hún hefur fyrir önnur sveitarfélög. Þess má að lokum geta að tón- listin í þættinum er öll eftir Jón Hlöðver Áskelsson. SS Einbýlishiís Bújörð Viltu skipta á einbýlishúsi og bújörð í sæmilegu má- andi? Upplýsingar í síma 41916. Hef opnaö LÆKNINGASTOFU að Hateigsvegi 1, Reykjavík. Tímapantanir í síma 91-10380. Halldór Baldursson, dr. med. Sérgrein: Bæklunarlækningar. Bílaklubbur Akureyrar Aðalfundur laugardaginn 21. apríl kl. 15.00 í Dyn- Iteimum. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. HÓTEL KEA Gkðiíegt srnmr í tilefni sumarkomu FJÖLSKYLDUHLAÐBORÐ Á SÚLNABERGI Blómkálssúpa, reykt grísalæri, ofnsteikt lambalæri. Þú velur sósuna, salatið og annað meðlæti og endar þetta í glæsilegu deserthlaðborði. Verð aðeins kr. 890.- Frítt fyrir börn 0-6 ára Vi gjald fyrir börn 6-12 ára. ★ Veitingasalir II hæð. Laugardagskvöldið 21. apríl Hljómsveitin Styrming ásamt Herði Ólafssyni Eurovisionvinningshafa Síöasti dansleikur Harðar og félaga áður en haldið er til Júgóslavíu ★ Glæsilegur sumarmatseðill. It Hótel KEA J fyrir vel heppnaöa veislu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.