Dagur - 21.04.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 21.04.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 21. apríl 1990 Jón Hjaltason Frelsið hefur gert sovéska kvikmyndagerðarmenn ráðvillta Sovéski kvikmyndaleikstjórinn Alexei Gherman leitar oft fanga í sögunni. Hann er gagnrýninn á sovéska fortíð og kommúnistaflokkinn. Árið 1983 gerði hann kvikmyndina My Friend Ivan Lapshin um ógnir Stalíns-tímans. En þetta var áður en Gorbachev gaf mönnum leyfi ríkisvaldsins til að vera and-Stalínistar. Nú er Gherman, sem á ættir að rekja til gyðinga, í þann veginn að hefja tökur á kvikmynd um læknasamsærið svokallaða sem hann segir að hafi í raun átt að verða upphafið að ofsóknum á hendur gyðingum í Sovétríkjunum. Ekki alls fyrir löngu var Gherman á ferð um Bandaríkin og þá ræddi Patricia W. Mooney, fréttaritari Newsweek, við hann. Athugum hvað þeim fór á milli. Sp.: Hefur hið nýfengna frelsi hleypt nýju blóði í sovéska kvik- myndagerðarmenn? Sv.: Ég held að það hafi frem- ur skapað óvissu, enginn hefur almennilega vitað hvaða pól ætti að taka í hæðina. Óneitanlega er þó mikill kraftur leystur úr læð- ingi en í hvaða farveg hann fellur er enn ekki Ijóst. Áður var mark- miðið svo ósköp augljóst. Núna er hins vegar allt í óreiðu. Ef manni tókst að segja sannleikann þá var markinu náð en núna er ekki nóg að segja bara sannleik- ann. Nú þarf skáldleg tilþrif og þau eru ekki öllum gefin. Og fólkið er hætt að sækja bíóhúsin. Sp.: Af hverju? Sv.: Vegna þess að hér áður sameinuðust leikarar og áhorf- endur í samsæri sem enginn hafði Alexei Gherman ræðir uni óheft frelsi í sovéska kvikmyndaheiminuni. Vera litla er ein þeirra kvikmynda er sannar mál hans. Natalya Negoda lék Veru. Hér sjáum við liana verjast ágangi aðdáanda. þó beinlínis orð á. Við sögðum eitt og áhorfendurnir byrjuðu þcgar að skilja orðin á aðra lund en þau hljómuðu - þeir svo að segja lásu á milli línanna - og enginn gat staðið okkur að verki. Um leið og þetta var ekki lengur nauðsynlegt áttaði fólk sig á því að það kunni ekki að tala hreint út um hlutina - og þetta er sann- arlega sorglegt því að afleiðingin er sú að bíóhúsin standa meira og minna tóm. Sp.: Hvað vilja íbúar Sovét- ríkjanna fá að sjá í bíói? Sv.: Ég held að fólk sé ákaf- lega ráðvillt. Heimur þess er hruninn og það setur markið ekki hærra en að ná áttum í rústunum. Hið örugga sjálf í tilverunni hef- ur riðað til falls, sjálfsögð sann- indi eru í dag umþenkjanleg, tví- ræð og jafnvel ósönn. Smám saman er það að renna upp fyrir fólkinu að það hefur verið matað á rusli, sannfæring þess hefur ver- ið leidd á villigötur. Sp.: Er það enn svo að þér sé bannað að gera kvikmyndir um einhver tiltekin efni? Sv.: Ennþá hef ég ekki rekið mig á slík bönn. í sovéska kvik- myndaheiminum ríkir mikið djarfræði í dag. Ég gruna jafnvel suma starfsbræður niína um að vera í kapphlaupi um að finna eitthvað sem gæti verið bannað að fjalla um. En það er sennilega nokkuð erfitt. Kannski væri það mótsagnakennt að takast á við vandamál byltingarinnar 1917 og eftirköst hennar. Það er spurningin um hversu víðtæk ógnarstjórn rauðliðanna 1918 var, ógnarstjórn sem fór ekki eftir hinu gamla lögmáli um auga fyrir auga heldur krafðist :þúsund augna fyrir eitt; þúsund ! borgara fyrir líf leiðtogans. Nú á tímum er sagt að Stalín sé sá sem tók ranga beygju á vegi kommún- Alexei Gherman. ismans og eyðilagði allt. En hvernig væri að fara til baka, allt til 1917, og athuga hvenær krabbameinið byrjaði að vaxa? Ennþá hefur enginn reynt að gera þetta á hvíta tjaldinu. Sp.: Hvort vilt þú heldur vinna með litfilmur eða svart/hvítar? Sv.: Maður getur gert góðar kvikmyndir í lit en rússneskar kvikmyndir ættu ekki að vera gerðar á litfilmur. Hér í Banda- ríkjunum er allt svo bjart en í Rússlandi er allt eins og þoku- kennt. Ef þú spyrð í hvaða lit Rússland sé yrði svarið; í gráum. Ég held að gæði vestrænna filma séuofmikil fyrirokkur. Frakkar buðust til að senda okkur filmur en ég svaraði. Nei við notum okkar eigin filmuræmur. Frakk- arnir sögðu þá að þær væru léleg- ar og ég játti því. En þær henta okkur; þær gera hlutina ekki fal- legri en þeir eru. Kvikmyndirnar ykkar láta gull glóa í ruslinu. Ég verð að sýna veruleikann án allra góðmálma. Sp.: Hyggur þú á kvikmynda- gerð fyrir vestan? Sv.: Ég geri næstu kvikmynd mína heima því að þar þekki ég mig best. Sögusvið hennar verður í kringum 1953, dánarár Stalíns. Kjarni sögunnar verður hið svo- kallaða samsæri læknanna. Undir lok ævi sinnar fann Stalín upp á því að draga lækna, fyrst og fremst af gyðingaættum, fyrir rétt og ákærði þá fyrir tilraun til að eitra fyrir rússneska framámenn. Allir fremstu læknar landsins voru handteknir. Það sem vakti þó fyrst og fremst fyrir Stalín var að undirbúa jarðveginn fyrir mikla herferð á hendur gyðing- um. Sp.: Sæta gyðingar mikilli and- úð í Sovétríkjunum í dag? Sv.: Ég myndi segja að hún væri meiri en nokkru sinni. Á þessari stundu er andúðin gegn þeim orðin svo mikil að það er tímabært að rísa upp til varnar. Af einhverjum ástæðum eru menn nú dæmdir eftir kynþáttum miklu fremur en eftir því sem þeir hafa framkvæmt í lífinu. Þetta er einmitt ástæða þess að ég vil gera þessa mynd núna. Gorbachev sá til þcss að Kommissarinn, eftir Aleksandr Askoldov, var sýnd í Sovétríkj- unum. Hún hafði verið bönnuð árið 1967 vegna þess að Askoldov þótti draga upp geð- fellda mynd af gyðingum. Það gekk meira að segja svo langt að Kommissarinn var sögð gegnsýrð af Zionisma en ég veit fyrir víst að Gorbachcv sá til þess Dersónu- le.'a að banninu var létt a* mynd- inni. Þess vegna vildi ég mjög ógjarnan að menn tækju orð mín svo að ég væri að kenna honum um þennan „sjúkdóm" sem gyð- ingahatrið er í Sovétríkjunum. Hins vegar er ábyrgð kommún- istaflokksins mikil t þessu máli. Mér stendur ógn af sjálfbirgingi einhvers staðar og þrátt fyrir íslenskra ráðherra. Ég hef hlýtt digurbarkalæti og meint vest- á Jón Baldvin Hannibalsson ut- firskt hugrekki hefur Jón Bald- anríkisráðherra fara fjálglegum vin ákveðið að „styðja" kerfið orðum um friðarhugsjón ís- sent Gotbachev hefur lagt til lenskra jafnaðarmanna jafn- atlögu viö - friðarhugsjón Vest- hliða því að sami maöur hefur firðingsins nær ekki lengra eindregið hvatt til enn frekari tungunni. En hvernig skyldu vígvæðingar íslands. Og þetta verk starfsbróður hans austur í gerist á sama tíma og Mikhael Moskvuborg, mannsins sem Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- þorir, koma við kvikmynda- anna, teflir á tæpasta vað að gerðarmenn þar í landi? Hvaða breyta þeirri heimsmynd sem augum líta þeir nýfengið frelsi; við höfum búið við alla tíð síð- hvernig endurspeglast bylting an seinna stríði lauk. „Hægara Gorbachevs í sovéska kvik- er að styðja en reisa“ stendur myndaheiminum? i Atriði úr sovésku myndinni Is it easy to be young?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.