Dagur - 21.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 21. apríl 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.),_______
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B.
JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR,
HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Álver á suðvesturhorni
landsins er hinn versti kostur
I byrjun níunda áratugarins var
mikið rætt um að reisa nýtt álver
hér á landi og var Eyjafjörður oft-
ast nefndur í því sambandi. Þá brá
svo við að nokkur hópur manna
lýsti sig algerlega andvígan þess-
ari hugmynd, fyrst og fremst af
ótta við mengun sem frá slíku
iðjuveri stafaði. Eins og flestum er
kunnugt var öllum ákvörðunum
um byggingu nýs álvers á íslandi
síðan frestað um sinn, vegna
lækkandi heimsmarkaðsverðs á
áli. Nú er að nýju stefnt að bygg-
ingu nýs álvers hér á landi. Samn-
ingar þar að lútandi eru komnir
vel á veg og segja má að það sé
líklegra en nokkru sinni fyrr að af
framkvæmdum verði, þótt enn sé
það engan veginn öruggt. Sem
fyrr telja Eyfirðingar sig standa
vel að vígi þegar ákvörðun um
staðarval verður tekin og óneitan-
lega mælir margt með Eyjafirði.
Ljóst er að andstæðingum álvers
við Eyjafjörð hefur fækkað mjög
frá því umræðan var sem mest fyrr
á þessum áratug. Kemur þar
margt til. Mestu ræður örugglega
sú staðreynd að þær vonir sem
landsmenn bundu við nýjar og
öflugar atvinnugreinar á lands-
bygginni, hafa að mestu brugðist.
Loðdýraræktin breyttist úr draumi
í martröð á skömmum tíma,
fiskeldið hefur enn sem komið er
ekki reynst sú lyftistöng fyrir
íslenskt atvinnulíf sem búist var
við og loks hefur stöðugur sam-
dráttur í hefðbundinni búvöru-
framleiðslu og þar með fullvinnslu
landbúnaðarafurða, haft veruleg
áhrif til hins verra á atvinnulíf í
dreifbýli og flestum þéttbýlisstöð-
um á landsbyggðinni.
Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir enn
allt á hornum sér þegar rætt er um
álver við Eyjafjörð, þótt fullyrða
megi að þeir séu í miklum minni-
hluta íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu.
Álversandstæðingar hafa m.a.
sett sjónarmið sín fram í greinum í
Degi og hefur þar mest borið á
ótta við hugsanlega mengun svo
og hvatningu til að ráðast fremur í
að efla atvinnulíf á svæðinu með
einhverjum öðrum hætti en stór-
iðju. Fátt er reyndar um tillögur í
þeim efnum og helst að lagt sé til
að stórefla matvælaframleiðslu.
Slíkar tillögur verða því miður að
teljast óraunhæfar eins og sakir
standa.
Stefán G. Jónsson, forstöðu-
maður rekstardeildar Háskólans á
Akureyri, ritaði grein í Dag sl.
fimmtudag þar sem svarar nokkr-
um fullyrðingum sem fram hafa
komið í fyrrnefndum greinum
álversandstæðinga að undan-
förnu. Þar bendir hann á að í dag
sé vandamál að fá starfsfólk til
kennslu og rannsókna við Háskól-
ann á Akureyri og að meiri mögu-
leikar væru á því að fá fólk á
svæðið, væri atvinnulíf blómlegra.
„Ef ekki er fyrirsjánaleg meirihátt-
ar uppbygging á Eyjafjarðarsvæð-
inu,“ segir Stefán, „verður það
hlutskipti margra þeirra, sem
ljúka námi við rekstrardeild
háskólans og einnig þeirra sem
ljúka iðnnámi frá Verkmennta-
skólanum að leita að atvinnu ann-
ars staðar.“ Hvað mengunarþátt-
inn varðar bendir Stefán á að
mengun sé ekkert séreinkenni
álvera, heldur fylgi hún mannlegri
starfsemi í meiri eða minni mæli,
þótt hún sé auðvitað nokkuð sem
reynt sé að lágmarka. Einnig að
sums staðar í Evrópu sé mengun
frá landbúnaði umtalsverð, þótt
fáum detti í hug að leggja hann
niður af þeim sökum.
í lokaorðum greinar sinnar segir
Stefán m.a.:
„Ef álver verður byggt á íslandi
væri það hinn versti kostur ef það
risi á suðvesturhorni landsins.
Yrði þá um allmargra ára skeið
næsta vonlítið að hafa áhrif á þann
fólksstraum sem þangað liggur en
þangað leitar fólkið sem fjármagn-
ið er. ...Ég tel því eðlilegt að ef
álver rís á íslandi þá snúi lands-
byggðarfólk bökum saman um að
það verði byggt úti á landi." Full
ástæða er til að taka undir þessi
orð Stefáns G. Jónssonar. í þeim
kristallast kjarni þessa stærsta
byggðamáls þjóðarinnar. BB.
úr hugskotinu
Vorvindar súrir
Það er komið sumar. Svo segja að niinnsta kosti alman-
ökin, þó svo að veðurguðirnir, máttarvöldin eða hvað
sem við nú annars tölum um segja, því þó að heldur
hafi veðrin mildast, þá er nú enn eftir dálegur slatti af
því formi vatns sem við í daglegu tali nefnum snjó,
óbrigðull minnisvarði um það, að margra dómi endemi,
sem síðastliðinn vetur kallast. Afleiðingin er meðal
annars sú, að uppselt var í allar sólarlandaferðir urn
páskahátíðina, og hjá sumum ferðaskrifstofum voru
meira að segja komnir biðlistar fyrir mörgum vikum.
Harðindi
En þó svo að þessi vetur sem nú er að geispa golunni
muni í annálum sjálfsagt ekki hljóta þau eftirmæli, að
hann hafi verið mildur og gjöfull, þá er hann nú líkast
til ekkert einsdæmi í sögu þessa lands. Það er eins og
mann rámi í það, að hafa einhvers staðai lesið, að fyrir
þetta einni öld eða svo hafi snjóa aldrei almennilega
leyst í byggð eitt sumarið, og að það hafi sn jóað í Eyja-
firði alla mánuði þess árs. Að sjálfsögðu urðu afleið-
ingarnar harðindi, fellir og mikill landflótti til Vestur-
heims.
Vissulega hefur mikið vatn til sjávar runnið á þeirri
rúmu öld sem liðin er síðan þetta var. Hvers kyns tækni
og verkkunnátta hafa margfaldlega aukist, þannig að
líkast til yrði nú tæpast almenn hungursneyð hér, þótt
veturinn tæki nú allt í einu uppá því að fara að fram-
lengja sig fram á næsta haust. En liitt kann svo sem líka
að vera, að einmitt vegna þess hversu háð við erum orð-
in allri þessari tækni, ættum við miklu erfiðara með að
sætta okkur við slíkt. En það er nú einu sinni svo, að
tæknin, svo góð og nauðsynleg sem hún annars er, er
alls enginn Guð almáttugur.
Það hafa sjálfsagt fæstir hugsað þá hugsun til enda
hvað gerast myndi ef í landinu yrðu harðindi á borð við
það sem gerðist undir lok síðustu aldar. Ef engin eða
lítil grasspretta yrði að maður tali nú ekki um ef afiinn
brygðist líka sökum kulda í sjónum að viðbættum
ógæftum. Hætt er við að það gætu orðið einhverjir fleiri
en barasta vondir kratar sem myndu samþykkja inn-
flutning á landbúnaðarvörum, ef einhver gjaldeyrir
væri þá til í landinu til að greiða fyrir þær. Sakar ekkert
í því sambandi, að minna á að innflutningur á olíu
kynni að stóraukast þar sem innlendir orkugjafar
myndu hugsanlega ekki standast aukið álagið, og yrði
þá heldur betur munur að vera olíufursti á íslandi. Éins
dauði er ávallt annars brauð.
Ammoníak í kaupbæti
Það væri annars gaman að vita hvort fyrirbæri það sern
nefnt er Almannavarnir ríkisins hafi nokkurn tímann
tekið það til umfjöllunar hvað gera skyldi ef árferði yrði
einhvern tímann með þeim hætti sem í gömlum heim-
ildum, jtifnvel í gamalla manna minningum, greinir.
Ætli þurfi ef til vill eitt svona ár eða sncrt af því til að
menn fari að ræða opinberlega um að slíkt gæti hent í
sjálfu Dæmalausalandi. Þyrfti jafnvel að fá svo sem
eina ammoníaksprengingu í kaupbæti?
Nú er þetta ammoníakmál þarna fyrir sunnan að
sjálfsögðu ekkert til að gantast með. Þarna hefur auð-
vitað verið veruleg vá fyrir hendi. Samt getur maður
ekki varist þeirri hugsun, að ýmsir þættir þessa máls séu
harla skringilegir svo ekki sé meira sagt. Maður spyr sig
fyrir það fyrsta hvaða kjánar það hafi verið sem völdu
þessari áburðarverksmiðju stað í túnfæti mesta þéttbýl-
is landsins, og í framhaldi af því hvers vegna hann
Davíð kóngsi, sent mun vera formaður almannavarna-
nefndar í sínu ríki, skuli ekki hafa hreinlega skipað
verksmiðju þessari á brott; þess vegna „norður og
niður" til Húsavíkur (en talið er að nálægt Húsavík sé
til afar heppilegur staður fyrir hana) í stað þess að hafa
haft beinlínis forgöngu um það að reisa íbúðarhverfi
svo að segja við verksmiðjugaflinn.
Samþjöppun
Við þurfum varla að vera að velta vöngum yfir þeim
afleiðingum sem það hefði getað haft ef ammoníakský-
ið hefði nú lagst yfir Reykjavík á páskadagskvöld, frem-
ur en því hvaða afleiðingar einn „ekta“ framlengdur
harðindavetur hefði. Það er enda næsta víst að fáir
ncnna að hugsa nokkuð út í slíka hluti. Það er eins og
einhver þjóðarárátta hjá okkur að vera alltaf sýknt og
heilagt að byrgja börnin fyrir brunnunum, hengja
bakarana fyrir smiðina og hugsa stöðugt um afleiðing-
arnar en ekki orsakirnar. Onnur þjóðarárátta sem
raunar tengist almannavörnum beinlínis er sú að vera
alltaf að þjappa hlutunum saman, helst á sama litla
skikann. Þannig er til að mynda öllu stjórnkerfi
landsins, þjóðhöfðingjaskrifstofu, stjórnarráði, þjóð-
Reynir
Antonsson
skrifar
þingi, að viðbættu öllu yfirmiðstýrðu efnahags- og
bankakerfi, troðið niður í eina agnarlitla Kvos með
þeim afleiðingum, að til að mynda ef nú ammoníak-
sprenging hefði orðið í Gufunesi á virkum degi í ein-
hverri tiltekinni vindátt, þá hefðu ekki barasta nokkrir
tugir þúsunda manna látið lífið; heldur hefði allt stjórn-
kerfið, efnahagskerfið og því þá ekki sjálfar Almanna-
varnir, lamast. Og að sjálfsögðu höfum við í þessum
sama stíl troðið, og ætlum að troða, flestum okkar
stærstu virkjunum niður á mesta jarðskjálftasvæði
landsins, að ógleymdu svo því „smotteríi" að aðalmilli-
landaflugvöllur landsins er á einu virkasta eldstöðva-
svæði landsins, og hans helsti varaflugvöllur alveg mitt
inni í þéttri byggð.
Hraustir menn
Vera má að hérna hafi allir hugsanlegir skrattar verið
dregnir fram og þeir málaðir á vegginn. Við erum nú
einu sinni „Hraustir mcnn", eins og hann Gvendur Jóns
Vesturbæjarprakkari söng hér í eina tíð, og gefumst að
sjálfsögðu aldrei upp þó á móti blási.
Við búum í harðbýlu og að mörgu leyti afar óvægnu
landi, og við vitum af því þó svo við séum ekki svo
gjörn á að játa það, allra síst fyrir útlendingum. Hér
kann að vera komin dulin skýring á því útlendinga-
fjandsamlegu fasi, jafnvel kynþáttafordómum, sem
kváðu vera orðnir landlægir á vissum svæðum, reyndar
þeim svæðum þar sem flestu er saman þjappað og seni
við gjaman segjum í útlandinu að séu upphaf og endir
íslands. Hér er raunar á ferðinni sú hin sama minni-
máttarkennd sem brýst út í gorti og oflátungshætti þeg-
ar menn eru á þriðja eða fjórða glasi í sólarlöndum. En
þessi minnimáttarkennd er óþörf, því margt er gott við
ísland þó svo það sé harðbýlt.
Við verðum að læra á landið og ræða hispurslaust
samskipti okkar við það, og þær hættur sem það lumar
svo sannarlega á. Einnig ættu hinir hraustu synir vík-
ingakónganna ekki að áfellast það fólk sem á erfiðum
vetrum hefur sakir aldurs eða fötlunar, kosið sér mild-
ara umhverfi. Það læðist nefnilega inn í hugskotið sá
grunur að efnhverjir hinna hraustu víkinga yrðu fljótir
að forða sér ef eitthvað færi fyrir alvöru að bjáta á í
Dennalandinu góða.