Dagur - 21.04.1990, Blaðsíða 7
Blátum
Á engum stað utan Þingvallar
við Öxará eru fleiri íslenskir
sögustaðir en í Kaupmanna-
höfn. Einn þessara sögustaða er
Bláturn, sem var hluti af hinni
gömlu Kaupmannahafnarhöll.
Köbenhavns Slot. Eiríkur af
Pommcrn, systursonur Mar-
grétar Valdimarsdóttur atter-
dags, (1397-1459), gerði höllina
að setri sínu árið 1416. Síðan
hefur Kaupmannahöfn verið
konungssetur, og þar sem kon-
ungshöllin stóð áður á Hallar-
hólmanum stendur Kristjáns-
borgarhöll nú, aðsetur danska
þjóðþingsins.
Bláturn gnæfði við inngang-
inn að hinni gömlu Kaup-
mannahafnarhöll. eins og sjá
má af mynd, allt til þess að hann
var brotinn niður árið 1732.
Fyrir þá sem koma til Kaup-
mannahafnar nú, má taka miö
af standmyndinni af Friðriki
VII, framan við Kristjánsborg-.
arhöll, andspænis Holmens
kirke. Bláturn var í raun ríkis-
fangelsi Dana í 300 ár. Þar urðu
margir kunnir menn að gista
svarta dýflissu, þeirra á meðal
nokkrir nafntogaðir íslending-
ar.
Bláturns er fyrst getið sem
fangelsis árið 1494, þegar Hans
konungur af Danmörku, ís-
landi, Noregi og Svíþjóð (1455-
1513) lét varpa ráðuneytisstjóra
sínum (renteskriver) í svarthol-
ið, fyrir sakir sem nú eru
gleymdar. Kunnasti fangi í
Bláturni er hins vegar Leonora
Christina, dóttir Kristjáns IV og
síðari konu hans, Kristínar
Munck. Leonora Christina var
gift Corfitz Ulfeldt sem var rigs-
hofmester („forsætis- og fjár-
málaráðherra") konungs og
valdamesti maður Danmerkur
um langt skeið.
Hálftróðir Leonoru Christ-
inu, Friðrik konungur III, lagði
hins vegar litla rækt við hálfsyst-
ur sína og mág sakaði þau hjón
Hin gamla Kaupinannahafnarhöll, „Kobenhavns Slot“. Bláturn var hluti þeirrar merku byggingar.
Fryggvi
Gíslason
skrifar
um drottinssvik. Corfitz Ulfeldt
komst undan en Friðrik III lét
varpa systur sinni í fangelsi í
Bláturni hinn 8da ágúst 1663,
þar sem hún sat fangin nær 22
ár, eða til loka maímánaðar
1685. í fangelsinu vann
Leonora Christina við hannyrð-
ir, listvefnað en lengst mun dag-
bók hennar úr fangelsinu halda
nafni hennar á loft. Þegar í
ágúst 1663 hóf hún að skrifa
þessa dagbók, sem hún kallaði
Jammers Minde. Við dauða
hennar var handritið að dag-
bókinni sent til sonar hennar,
sem hafði farið landflótta með
föður sínum til Austurríkis.
Hélst handritið í ættinni nær
200 ár og vissu fáir um. Árið
1868 fann danski fræðimaður-
inn F. R. Friis handritið og gaf
það út árið eftir. Jammers
Minde hefur komið út í
íslenskri þýðingu og hefur auk
þess verið lesið í útvarpi.
Jón Ólafsson Indíafari (1593-
1679) gisti dýflissu í Bláturni,
eins og hann segir frá í ævisögu
sinni, og Halldór Laxness lætur
Jón Hreggviðsson gista Bláturn,
sem þó á ekki við rök að
styðjast. Jón bóndi á Rein kom
þar aldrei. Guðmundur Andrés-
son málfræðingur á sér hins
vegar einna sérkennilegasta
sögu þeirra fanga íslenskra sem
gist hafa Bláturn. Guðmundur
fæddist að Bjargi í Miðfirði um
1610, gekk í Hólaskóla en lauk
ekki prófi en varð djákn á
Reynistað í Skagafirði en missti
kjól og kall fyrir hórdómsbrot
1644. Guðmundur samdi síðan
ritgerð um lög þau sem þá giltu
um hórdóm á íslandi, svokali-
aðan Stóradóm. Þótti ritgerðin
bæði guðlast og föðurlandssvik,
enda mun hann hafa sneitt að
valdsmönnum og fyrirfólki í rit-
gerð sinni. Var Guömundur
dæmdur til fangavistar í Blá-
turni 1649 og fluttur utan um
haustið.
Segir sagan að hann hafi haft
sér það helst til skemmtunar í
turninum um veturinn að horfa
út um fangelsisgluggann á
stjörnur og himintungl. Eitt
sinn hafi hann fallið út um
gluggann og lirapað til jarðar en
lent í vistarverum konungs fyrir
einhverjar undarlegar sakir.
Hafi konungur þá látið taka mál
hans upp að nýju og að lokum
sýknað hann gegn því að hann
færi aldrei aftur til íslands.
Mikill ævintýrablær er á sögn-
inni um það hvernig Guðmund-
ur Andrésson slapp úr Bláturni.
En hinn 12. júní árið 1650 er
Guðmundur skráður í stúdenta-
tölu við Kaupmannahafnarhá-
skóla og bjó á Garði. Sinnti
hann einkum fornum fræðum.
Fyrir tilstilli Ole Worm, sem
bæði var læknir og fornfræðing-
ur og kunnugur mörgum íslend-
ingum, tók Guðmundur að
skýra Eddukvæði og þýddi bæði
Hávamál og Völuspá á latínu og
vann sér fyrir hylli lærðra
manna. Arið 1654 geisaöi mikil
drepsótt í Kaupmannahöfn og
lést Guðmundur Andrésson í
henni. Hann skildi hins vegar
eftir sig í handriti íslenska orða-
bók með latneskum þýðingum
sem gefin var út árið 1688 og
var um langt skeið helsta orða-
bók um íslenskt mál. Þannig
kemur Bláturn við sögu íslands
og íslenskrar tungu.
Laugardagur 21. apríl 1990 - DAGUR - 7
tónlist
Jazzveisla
Á Húsavík er fjölbreytt tónlist-
arlíf. Mikið ber þar á áhuga á
jazzi. Hann kemur ekki síst fram
í því samstarfi, sem er meö Tón-
listarskóla Húsavíkur og Jazz-
þingi. Á vegum þessara aðila er
starfræktur tólf manna jazzkór.
sem kallar sig Norðaustan tólf,
og einnig sautján manna létt-
sveit.
Síðasta vetrardag bauð Jazz-
þing á Húsavík til jazzveislu í
Félagsheimili bæjarins. Þetta er
þriðja veislan af þessu tagi. en
þær hafa verið árlegur hluti af
starfsemi Jazzþings allt frá upp-
hafi félagsskaparins.
Jazzveislan á Húsavík hófst á
söng jazzkórsins undir stjórn
Davids Thompsons. Kórinn flutti
nokkur lög, sem flest eru ný á
söngskrá hans. Raddirnar féllu
vel saman og söngurinn var sem
næst ætíð hljómhreinn og agað-
ur.
Greinilegt er, að í kórnum er
efniviður og geta til góös árang-
urs. í jazzveislu jazzþings skorti
hins vegar verulega á hvað
dirfsku og næmni í túlkun snerti.
Helst var, sem söngfólkið héldi
aftur af sér líkt og það væri ekki
nógu þjálfaö í notkun söngkerfis-
ins og að ónóg æfing vlli því, að
talsvert skorti á öryggi í flutningi.
Næsti réttur var kvartett, sem
skipaður er Haraldi Jóhannssyni.
baritónsaxófónleikara, Siguröi
Friðrikssyni, píanóleikara, Leifi
Vilhelmi Baldurssyni. gítar-
leikara, og Boga Ingólfssyni.
trommuleikara.
Kvartettinn lék snoturlega, en
Ijóst er, að meiri æfingar er þörf.
Grunnurinn hefur verið lagður.
Reynist hann traustur og veröi
byggt ofan á hann af alúö. má
vænta góðra hluta í framtíðinni.
Aðalrétturinn í jazzveislu
Jazzþings var kvartett Tómasar
R. Einarssonar, kontrabassa-
leikara. Auk hans skipa kvart-
ettinn Sigurður Flosason, saxó-
fónleikari, Eyþór Gunnarsson,
píanisti. og Pétur Grétarsson.
trommuleikari. Allir eru þessir
tónlistarmenn ntiklir snillingar á
hljóðfæri sín og sýndu glæsileg
tilþrif í leik sínum og túlkun.
Kvartettinn kom fram tvisvar í
jazzveislunni. I fyrra skiptið sér-
staklega spillti það mjög, hve
hranalega sá snjalli trommuleik-
ari. Pétur Grétarsson, lék á
trommusettið. Það á ekki að
henda góða tónlistarmenn að láta
hljóðfæri sitt yfirgnæfa í tíma og
ótíma og ónýta þannig þá sam-
fellu, sent verður að einkenna
samleik eigi hann aö njóta sín og
standa undir nafni.
Eftirréttur jazzveislunnar var
leikur léttsveitar Jazzþings og
Tónlistarskólans á Húsavík undir
stjórn Sandy Miles. Vitað var, að
sveitin. sem er ung að árum. var
líkleg til þess að skila sínu lilut-
verki vel, en hún fórtalsvert frant
úr björtustu vónurh. Leikur
hennar var þéttur og öruggur og í
flutningnum var lifandi sveifla og
leikgleði. sem hreif áheyrendur
með sér.
Hann er merkilegur þessi
meiður jazztónlistarinnar. sent
þessi árin er að vaxa upp á Húsa-
vík. Áhugamenn um tónlist
almennt og jazz sérstaklega hafa
fulla ástæðu til þess að fylgjast
meö honum. Þeir ættu ekki að
setja sig úr færi aö njóta ávaxta
hans. þegar þeir eiga þess kost.
Þeir munu ekki ganga burt
snauðari.
Hauktir Ágústsson.
Nýjar keimslubækur
í landfræði íslands
Hjá Námsgagnastofnun eru
konmar út tvær bækur um ísland
sem einkum eru ætlaðar börnum
á aldrinum 10-12 ára. Þær bera
heitin Land og lífog Landshorna
á milli. Höfundur er Torfi Hjart-
arson, Björn Rúriksson tók llest-
ar ljósmyndir.
Land og líf kom út á síðasta
'skólaári. Þar er fjallað um sam-
búö lands og þjóðar í stórum
dráttum og leitast við að skýra
ýnisa lykilþætti í íslenskri nátt-
úru. Bókinni er ætlað að draga
upp einfalda mynd af landinu í
heild, sýna samhengi og vekja
skilning. Hún á ekki síst að sýna
frant á að náttúra landsins býr
yfir miklu og snertir okkur öll.
Landshorna á milli gerir skil á
einstökum landshlutum, lýsir
staðháttum, helstu kennileitum,
byggð og atvinnulífi. í bókinni er
landinu skipt í níu hluta og er
fjallað um hvern hluta í þremur
opnum. Lesendur kynnast börn-
um sem segja frá heimabyggð
sinni og ýmsu sem þar drífur á
daga, rekast á þjóðsögur í stuttri
endursögn og lesa ýmislegt um
lífshætti á fyrri tímum. Fjallað er
um ýmsa þætti atvinnulífs og
staði sem búa yfir óvenjulegu líf-
ríki, náttúrufari eða sérstæðri
byggð.
I báðum bókunum er fjöldi
spurninga og verkefni af margvís-
legum toga. Þeini er ekki síst ætl-
að að gæða efnið lífi og færa það
nær börnum. Myndefnid leikur
einnig mikilvægt hlutverk því að í
bókunum tveimur eru um tvö
hundruð litprentaðar myndir,
Ijósmyndir, teikningar og kort.
Efni beggja bókanna kernur
einnig út á hljóðbókum. Þar er
texti bókanna lesinn inn á hljóm-
band og myndefninu lýst. Að
þesu sinni er bryddað upp á þeirri
nýjung að gæða hljóðbækurnar
lífi með tónlist og umhverfis-
hljóðum. Þær eiga því að gcta
nýst í almennri kennslu þó að
fyrst og fremst séu þær ætlaðar
þeim seni af einhverjum ástæðum
eiga erfit með lestur.
1 ráði er að gefa út verkefna-
hefti og vinnukort með bókunum
og áætlað er að gera myndbönd
um einstaka landshluta.
Unnið við Hamar:
Þórsarar hvattir
til að mæta
Þórsarar vinna þessa dagana af
krafti við félagsheimili sitt.
Hamar, og hafa félagsmenn ekki
látið sig vanta frekar en fyrri
daginn. í dag, laugardag, ert'yrir-
hugað að taka til hendinni svo
um munar og eru allir Þórsarar
og velunnarar félagsins hvattir til
að mæta í Hamar og leggja hönd
á plóg. Sannast þá hið forn-
kveðna að ntargar hcndur vinna
létt verk. Þórsarar! Gefið ykkur
tíma um helgina til að vinna upp-
byggingarstarf í þágu félagsins.