Dagur - 21.04.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 21. apríl 1990 - DAGUR - 17
r!
efst í huga
Samúð vegna hörmu-
legra slysa í Noregi
Meöal þess sem er mér efst í huga
þessa dagana eru hörmuleg slys sem
oröiö hafa í Noregi undanfarnar tvær
vikur. í þremur stórslysum hafa tæplega
tvö hundruö manns látist og fleiri tugir
slasast. Fyrst ber aö nefna ferjubrunann
mikla, en flestir farþeganna sem létust
voru Norðmenn. Því næst varö flugslys
viö Lofoten þar sem fimm manns létust
og loks á annan dag páska skullu tvær
lestir saman í Osló meö þeim afleiöing-
um aö fjórir létust og tugir særöust.
Þaö er ómögulegt annaö en aö finna
fyrir samúö meö frændum okkar Norö-
mönnum þegar svona fréttir berast.
Þessir atburöir uröu líka til þess aö
undirrituð rifjaöi upp atburö sem átti sér
staö fyrir um 11 árum. Þá var ég búsett í
Noregi og morgun einn þegar ég mætti
til vinnu, var ég varfærnislega spurö aö
því hvort ég heföi heyrt fréttir í útvarpinu
þá um morguninn. Ekki haföi ég gert þaö
svo mér var vinsamlegast bent á aö fá
mér sæti en síðan var mér sagt af mikilli
varúö og blíðu, aö íslensk farþegaflug-
vél heföi farist og meö henni tugir
manna. Þetta voru fyrstu fréttirnar sem
bárust af flugslysinu á Sri Lanka og þaö
var ekki fyrr en síðar um daginn aö ég
frétti hvers kyns var og aö aðeins áhöfn
vélarinnar var íslensk. En sú umhyggja
og samúö sem ég fann frá vandalausum
Norðmönnunum varö mér ógleymanleg
því þeir ályktuöu sem svo aö þegar um
eins fámenna þjóö og sú íslenska er
væri aö ræöa, hlyti ég aö þekkja til ein-
hvers af þeim fjölda sem lést. Hugur
minn hefur því veriö hjá þeim fjölda sem
á um sárt aö binda í Noregi þessa dag-
ana.
Ýmislegt annað er mér ofarlega í
huga þessa dagana. Voriö er á næsta
leiti og í kjölfar þess kemur langþráö
sumar. Ég hef þaö á tilfinningunni aö
þetta veröi meö eindæmum gott sumar
og sé börnin í anda í stuttubuxum alla
daga og sjálfa mig og mína fjölskyldu á
svölunum yfir grillinu sem allra oftast.
Bærinn mun fyllast af túrhestum sem
gefa meira af sér en nokkru sinni fyrr og
berjaspretta verður góö, aö sjálfsögöu.
Af ofangreindu mætti ætla aö ég hafi
eytt stórum hluta vetrarins í heimsóknir
til spákvenna eöa yfir kristalskúlurýni.
En sú er ekki raunin og ekki er ég heldur
haldin spádómsgáfu, sem betur fer. Lík-
lega er hér aðeins um draumóra aö
ræöa, en þaö er gott að láta sig dreyma,
sérstaklega þegar búiö er viö veöurfar
eins og tíðkast á íslandi. Næstu mánuðir
veröa svo aö leiða í Ijós hvort draumar
mínir rætast. Vilborg Gunnarsdóttir.
skák
Skákmenn
og tölvuheflar
í deildakeppni Skáksambands
Islands, sem lauk fyrir
skömmu, var eftirfarandi skák
tefld í 2. deild milli Skákfélags
Eyjafjaröar og Skáksambands
Austurlands. Eyfirðingurinn
Hjörleifur Halldórsson hafði
hvítt og upp koin frönsk vörn.
Hvítt: Hjörleifur Halldórsson
Svart: Brynjólfur Brynjólfsson
1. e4 - e6
2. d3 - d5
3. Rd2 - Rf6
4. g3 - c5
5. Bg2 - Be7
6. Rgf3 - Rc6
7. ()-() - ()-()
8. Hel - b5
9. a4 - b4
l(). e5 - Rd7
11. Rfl - a5
12. h4 - h6
13. Bf4 - Ba6
14. Rh2 - Rb6
15. Bh3 - Dd7
16. Rg4 - Kh7
a b c d "£ f g h
17. Rg5+! - hxg5
18. hxg5 - Hh8
19. Kg2 - Kg8
20. Rf6+!? - Bxf6
21. gxf6 - Rd4
22. Hhl! - Kf8
23. Bxe6! - gefið
Sveit Eyjafjarðar var í 4.-5.
sæti eftir jirjár umferðir, en sveit-
in sigraði andstæðinga sína með
nokkrum mun í síðustu fjórum
umfcrðunum og náði 2. sæti sem
gaf þeim rctt til að tefla í l. deild
næsta vetur. Flesta vinninga fyrir
Eyfirðinga fengu Torfi Stefáns-
son, Hjörleifur Halldórsson og
Smári Olafsson, eða 5 vinninga af
7.
Víkjum frá þessari skák sem
Gylfi Þórhallsson lét okkur í té
aö einni heimasmíðaðri. Þar er
á ferðinni skák sem undirritað-
ur tefldi við Excellcnce skák-
tölvu á 6. stigi og kemur van-
mátfiir tölvuhcilans þar í Ijós.
Skákin var jöfn í byrjun en úr-
slitin réðust svo að segja strax í
9. leik.
Hvítt: Stefán Sæmundsson
Svart: Excellence
1. e4 - c5
2. Bc4 - Rf6
3. d3 - d5
4. exd5 - Rxd5
5. Df3 - e6
6. Rh3 - Da5 +
7. Bd2 - Db6
8. Rg5 - f6
9. Rxe6! - Dxb2?
10. Dxd5 - Bxe6
11. Dxe6+ - Kd8
12. 0-0 - Rc6
13. Hel - Ke7
14. Rc3 - Dxc2
15. Rd5+ - Kb8
16. De8+ - Rd8
17. Dxd8+ og mát.
Þetta var nú meira til gamans
gert að birta þessa skák (enda
tapa ég oftast fyrir tölvunni á 6.
stigi) en við viljum gjarnan birta
góðar skákir sem oftast í helg-
arblaði Dags. SS
Hvers vegna er nágranni
þinn áskrifandi að
Heima er bezt
Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er
bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hérlendis.
Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást
í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott
og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir
sent heim til þín í hverjum mánuði. Útfylltu þess vegna
strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann
til „Heima er bezt“, pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt
um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru
því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“.
Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti.
x----------------------,-------------------—
Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri.
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu
„Heimaerbezt".
□ Árgjald kr. 2.000,00.
□ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990.
Nafn: '_____________ ' ____________________
Heimili:_____________________________________
Erobik ★ Leikfimi
★ Þrekhringur
5 vikna námskeið hefjast 23. apríl.
Morguntímar-dagtímar-kvöldtímar-barnapössun.
Kennarar nýkomnir af námskeiði með allt það
nýjasta.
Við bjóðum upp á eítirfarandi flokka:
1. Róleg niúsíkleikfimi: Styrkjandi og vaxtarmótandi æfingar,
þol, teygjur, slökun. Hentar jaeim sém eru í lítilli eöa engri
þjálfun. Byrjendur+framhald.
2. Leikfimi og megrun: Styrkjandi og vaxtarmólandi æíingar
með áherslu á maga, rass og læri. Vigtun og mæling. Gott
aðhald. Persónuleg leiðsögn. Tiivaliö fyrir þær sem vilja
léttast um nokkur kíló. Byrjendur+framhald.
3. Magi, rass og læri: (Mjúkt erobikk). Styrkjandi og vaxtar-
mótandi æfingar, þol, teygjur og slökun, Fjörugir tímar,
fjörug tónlist, engin hopp. Byrjendur+framhald.
4. Framhaldstímar í maga, rass og læri: Púltímar-aðeins fyrir
vant fólk í góðu formi.
5. Erobikk: Polþjálfun. Mikið um hopp. Hörkutíniar, mikið
fjör. Strákar’.l Erobikk er tilvaliö fyrir ykkur.
6. Þrekhringur: Stöðvaþjálfun. Erobikk og tæki í sama tíman-
um. Hörkupúl og sviti, mikil hvatning og fjör.
Karlar!! Þetta er tíminn fyrir ykkur.
7. Morguntímar-dagtímar: Magi, rass og læri.
í þessum tímum er hægt aö fá barnapössun.
Athugiö, takmarkaöur fjöldi barna. Pantiö því sem
fyrst.
Innritun og upplýsingar í síma 24979.
Laugardaginn 21. apríl frá kl. 14.00-17.00.
Tryggvabraut 22
Akureyri stmi 24979.
j
Já... en ég nota nú
yfirleitt beltið!
IUMFEROAR
RÁÐ