Dagur - 25.04.1990, Síða 5
leiklist
Ýmsar kynjaverur eru á ferð í skóginum, enda er Drauniur á Jónsniessunútt ævintýri.
Myndir: Kl.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri:
Draumur á Jónsmessunótt
Leikfélag Menntaskólans á
Akureyri frunisýnir í kvöld
leikritið Draumur á Jóns-
messunótt eftir William Shake-
speare. Næstu sýningar verða
á fimmtudagskvöld og inánu-
dagskvöld kl. 20.30 í Sam-
komuhúsinu. Þetta er hátíðar-
sýning LMA í tilefni af 50 ára
afrnæli félagsins og fóru út-
sendarar Dags á stúfana til að
fylgjast ineð æfingu í Sam-
komuhúsinu.
Það er ekki algengt að mennta-
skólanemar ráðist í það að setja
upp klassísk verk og hefur LMA
aðeins einu sinni áður á fimmtíu
ára ferli sínum sýnt leikrit cftir
Shakespeare. Það var leikárið
1970-71 er Arnar Jónsson leik-
stýrði sýningu á Rómeó og Júlíu.
Gamanleikir og farsar hafa verið
meira áberandi í verkefnaskránni,
en Draumur á Jónsmessunótt er í
rauninni hreinræktaður gaman-
leikur, ekki þung tragedía.
Alls taka um 22 leikendur þátt
í sýningunni en nærri lætur að 40
nemendur í Menntaskólanum á
Akureyri hafi undanfarnar vikur
eytt frítíma sínunt í „leikfélags-
stúss". eins og það er stundum
kallað. Leikstjóri er Jón Stefán
Kristjánsson, leikari hjá Leikfé-
lagi Akureyrar, og ræddum við
stuttlega við hann.
„Fyrst og fremst ævintýri“
- Um hvað fjallar Draumur á
Jónsmessunótt?
„Þetta er i rauninni fyrst og
fremst ævintýri, ekki þungt og
leiðinlegt eins og menn halda
Jón Stefán Kristjánsson, lcikstjóri.
stunduni unt Shakespeare, held-
ur nokkurs konar Grimms-ævin-
týri. Ungir elskendur fá ekki að
njótast og flýja út i skóg. I þess-
um skógi búa ýmsar kynjavcrur,
álfakóngur og álfadrottning sem
hafa lent upp á kant við hvort
annað, og elskendurnir verða fyr-
ir barðinu á hrekkjarbrögðum
þeirra. Það er ýmislegt á skjön í
þessum skógi. Þarna koma við
sögu handverksmenn sem fara út
í skóginn til að æfa leikrit sent
sýna á við brúðkaup konungsins í
Aþenu og þeif verða fyrir þessum
hremmingum líka. Leikritinu
lýkur þégar allir elskendur hafa
fundist á ný, sæst og fengið að
njótast. Þá er mikil hátíð í höll-
inni og þessir handverksmenn
sýna sitt leikrit í lokin."
- Hér er þá cngin tragedía á
ferð.
„Nei. hér er í aðra röndina ver-
ið að fjalla um ástina, kelcríið og
það að vera skotin, en fyrst og
fremst er þetta ævintýri."
- Nú gerist verkiö í Aþcnu.
Ferðu einhverjar nýjar leiðir í
uppfærslu LMA?
„Við setjum leikritið upp í nú-
tímastíl. Þótt þaö gerist í Aþenu
er landafræði Shakcspears ekki
upp á marga fiska því það eru
engir skógar rétt fyrir utan
Aþenu. Þetta er því laust úr tíma
og rúmi."
„Mikill kraftur í hópnum“
- Gæti verkiö þess vegna snúist
um lífsglaða menntskælinga í
Vaglaskógi?
„Þess vegna. Svo fremi sem
álfar séu ekki sofnaðir út af þar
og geti brugðið á leik."
- Segðu mér, hvernig hefur
gengið að vinna nteð þessum fjöl-
menna hópi?
„Þetta hefur gengið ákaflega
vel. Viö crum með gríðarmikla
saumadeild, en búningarnir eru
hannaðir af mér og deildinni í
sameiningu. Það cr mikill kraftur
í hópnum og unga fólkið kemur
miklu í verk. þótt náttúrlega sé
allt á síðasta snúningi," sagði Jón
Stefán að lokum.
Eftir að hafa fylgst með æfingu
hjá LMA er óhætt að búast viö
fjörugum og fyndnum sýningum
á næstunni. Nemendurnir hafa
lagt ntikla vinnu á sig og þegar
þeir voru inntir nánar eftir því
kom í ljós að námið hefur í mörg-
um tilfellum setið á hakanum
seinni hluta vetrar. Þeir sjá þó
varla eftir því, enda afrakstur erf-
iðisins í sjónmáli. SS
Miðvikudagur 25. apríl 1990 - DAGUR - 5
Flutningabíll
til sölu!
Tilboð óskast í bifreiðina A-644, sem er International
Transtar, árgerð 1980.
Upplýsingar eru veittar hjá Bifreiðadeild KEA, símar
30301 og 30302.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Hestamenn
Akureyri og nágrenni!
Fundur verður haldinn í Skeifunni fimmtudag-
inn 26. apríl kl. 20.30.
Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur flytur
erindi um sýningar og dóma kynbótahrossa.
Almennar umræður.
Fræðslunefnd Léttis.
Iðja félag verksmiðjufólks
Orlofshús
Orlofshús til leigu fyrir félagsmenn í Iðju
félagi verksmiðjufólks.
Félagið hefur til umráða hús á eftirtöldum stöðum:
Tvö hús á lllugastöðum og eitt hús á Svignaskarði í
Borgarfirði.
Eyðublöð fást á skrifstofu félagsins og hjá trúnað-
armönnum.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, Skipagötu
14, sími 23621.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 1990.
Verði eftirspurn eftir húsum meiri en hægt verður að
verða við, ræður að jafnaði sá tími sem viðkomandi
umsækjandi hefur verið félagsbundinn í Iðju, og
hvort hann hefur áður fengið hús á vegum félagsins.
Vikuleiga á orlofshúsi er 7.000.-
Stjórn orlofssjóðs.
'jjíx-iv : * °
bæði bankabréfum og verðtryggðum og
óverðtryggðum veðskuldabréfum.
Vegna þessa hefur ávöxtun t.d. á verðtryggðum veð-
skuldabréíum, lækkað úr 13-14% niður í 1 1-13%.
Þar af leiðandi færðu meira fyrir þessi bréf nú ef þú
lætur Kaupþing annast sölu þeirra. Ef veðsetningar-
hlutfallið er um og undir 50% af brunabótamati eða
sölumati tekur sala slíkra bréfa 1-2 daga.
Sölugengi verðbréfa þann 25. apríl.
Einingabréf 1 4.830,-
Einingabréf 2 ............ 2.643,-
Einingabréf 3 ............ 3.178,-
Skammtímabréf ............ 1,640
tíjKAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700