Dagur - 25.04.1990, Síða 11

Dagur - 25.04.1990, Síða 11
íþróttir Miðvikudagur 25. apríl 1990 - DAGUR - 11 Körfuknattleikur: Hoop hafði sigur gegn „Þórsurum“ Þórsarar. ásaint þeim Val Ingi- mundarsyni og Sturlu Örlygs- syni úr Tindastól, biðu lægri hlut fyrir bandaríska liðinu Hoop í Iþróttahöllinni á Akur- eyri á mánudagskvöld. Hoop, sem er skipað leikmönnum úr háskólaliðum í Boston, sigraði með 9 stiga mun, 98:89, í skemmtilegum en ekkert sér- staklega góðum leik. í för með liðinu voru sex klappstýrur sem sýndu listir sýnar í leikhléi og var ekki annað að sjá en áhorfendur létu sér vel líka. Hoop er skipað leikmönnum sem útskrifast á þessu ári úr háskólum í Boston. Liðið er á ferð um Evrópu og eftir því sem næst verður komist er tilgangur- inn að kynna leikmenn þess en þcir hafa áhuga á að komast á samning í Evrópu. Það verður að segjast eins og er að hér eru alls engir snillingar á fcrð enda væru þeir þá trúlega ekki að leita fyrir sér í Evrópu. ' Hraðinn var í fyrirrúmi í leikn- um á mánudagskvöldið og er óhætt að segja að hann hafi verið of ntikill framan af. Leikmenn tóku hlutunum greinilega hæfi- lega alvarlega og hugsuðu meira um að skemmta sjálfum sér og áhorfendum og er ekkert nema gott um það að segja. Hoop náði fljótlega undirtökunum og leiddi með 5-8 stiga forystu mest allan fyrri hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks virt- ust Bandaríkjamennirnir ætla að „keyra yfir" Þórsara og náðu þeir fljótlega 15 stiga forystu. Þá settu Þórsarar í gang og með Jón Örn Guðmundsson og Sturlu Örlygs- son í fararbroddi náðu þeir að jafna og komast yfir um miðjan hálfleikinn. En Hoop komst yfir aftur og lét forystuna ekki af hendi eftir það. Þórsarar sýndu ágætis takta á köflum og hel'ðu sjálfsagt getað unnið leikinn ef alvaran hefði verið meiri. Úrslitin skiptu Itins vegar litlu máli og sent betur fer var léttleikinn í fyrirrúmi. Valur Ingimundarson var atkvæðamest- ur „Þórsara" þar til hann varð fyrir meiðslum og varð að yfir- gefa völlinn. Þá tóku Sturla og Jón Örn við sér og gáfu „könun- um“ ekkert eftir. Jón Örn skor- aði 19 stig fyrir Þór, Valur 15 og Sturla 14. Eins og fyrr segir eru þessir bandarísku leikmenn engir af- burðamenn. Þeir unnu þennan leik fyrst og fremst á stærðinni en þeir hirtu mikinn meirihluta frá- kasta í leiknum. Einn leikmaður vakti þó athygli fyrir frábæra knattmeðferð en sá mun heita Tim Mucher. Fjöldi áhorfenda var með mesta móti ef miðað er við aðsóknina í vetur en þcir hefðu þó að skaðlausu mátt vera fleiri. Það var heldur betur sláttur á „go-go“ döinununi sem fylgdu Hoop og sýndu allar sínar bestu bliðar í leikhlci í Iþróttahöllinni. Knattspyrna: Nokkrar breytingar hjá Reyni Nokkrar breytingar hafa orðið á knattspyrnuliði Reynis Arskógsströnd frá því í fyrra. Nú nýlega gengu þrír Þórsarar Hollendingur til Hvatar Hollenskur knattspyrnumaður hefur ákveðið að leika með Hvöt frá Blönduósi í 4. deild- inni næsta sumar. Þetta kom fram í DV nýlega. Maðurinn heitir Peter Van Den Bos og er þrítugur að aldri. Hann lék áður með hollenska félaginu Wornter Veerse FC. Úrslit í MM-mótinu Fimm leikir fóru fram í MM-niót- inu um og fyrir síðustu helgi. Á fimmtudag vann Dalvík stórsigur á TBA, 6:0, og daginn eftir vann Reynir KA 3:2. A laugardaginn gerðu Þór og Dalvík jafntefli, 3:3 og á sunnudag sigraði Dalvfk KA 4:2 og Reynir og Þór skildu jöfn 1:1. til liðs við félagið, þeir Páll Gíslason, Jóhann G. Jóhanns- son og Friðrik Magnússon en áður hafði markvörðurinn Róberg Óttarsson komið úr röðum Leiftursmanna. Páll, Jóhann og Friðrik korna allir úr röðum yngri leikmanna Þórs. Páll var viðloðandi hópinn hjá Þór síðasta sumar en fékk fá tækifæri. Er ekki að efa að þeir Páll Gíslason Ieikur meö Reyni næsta suinar. félagar munu styrkja lið Reynis í baráttunni í sumar. Reynir hefur einnig misst nokkra menn. Nýlega ákvað Ágúst Sigurðsson að leika með Dalvík eins og fram kemur ann- ars staðar á síðunni. Eiríkur Ei- ríksson verður með KA og Þor- valdur Þorvaldsson, þjálfari liðsins, mun ekki leika með lið- inu í sumar. Þá er ekki búist við því að Haraldur Haraldsson verði með í sumar. Knattspyrna: Nýir menn til Dalvíkur Dalvíkingum hefur bæst nokk- ur liðsstyrkur fyrir sumarið. Arnar Freyr Jónsson hefur gengið til liðs við þá en hann lék áður með KA, Ágúst Sig- urðsson skipti nýlega úr Reyni og Jónas Baldursson úr Magna. Dalvíkingar rnisstu einnig tvo menn sem léku með liðinu á síð- asta sumri. Sigfús Kárason gekk til liðs við Þrótt Reykjavík og Ragnar Rögnvaldsson fór í Augnablik. Giiönuindur Björnsson í uppstökki á móti leikmanni Hoop í upphatl síöari hállleiks. Mvndir: Kl. „Átti ekki von á tækifæri strax“ - segir Eyjólfur Sverrisson sem kom inn á hjá Stuttgart um helgina „Þetta kom mér nokkuð á óvart. Ég er búinn að sitja á bekknum fjóra lciki í röð en átti samt ekki von á að fá tæki- færi strax,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í samtali við Dag. Eyjólfur kom inn á hjá Stutt- gart um hclgina þegar liðið sigraði Werder Bremen 3:1 á heiniavelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Eyjólfur fær tækifæri með aðalliði Stuttgart. Eyjólfur kom inn á þegar u.þ.b. stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann sagði að sér hefði gengið nokkuð vel og þjálfarinn hefði verið sáttur við frammi- stöðu hans. Hann sagðist hafa verið nokkuð taugaóstyrkur enda hefðu áhorfendur verið um 30 þúsund. Hann sagði að þrátt fyr- ir að hafa fengið þetta tæki- færi væri hann ekkert sérlega bjartsýnn á að fá að spila meira í vor. „Þjállarinn er að skoða ýmsa hluti, þreifa fyrir sér og gefa mönnum tækifæri. En mér geng- ur vel, þetta var erfitt fyrst en er allt að koma," sagði Eyjólfur. Nú líður að lokum keppnis- tímabilsins í vestur-þýsku úrvals- deildinni og á Stuttgart fjóra leiki eftir. „Næsti leikur er gífurlega mikilvægur en hann er gegn Dortmund á útivelli. Við verðum að vinna hann til að eiga mögu- leika á UFA-sæti. Viö höfum alla burði til þess og erum bjartsýn- ir.“ Eyjólfur sagðist vera búinn að koma sér vel fyrir og kunna ágæt- lega við sig í Stuttgart. Aðspurð- ur um tungumálið sagði hann það ekki vera vandamál. „Ég kunni aðeins í því áður en ég fór út og þetta er fljótt að koma," sagði Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur hefur setiö á bekknum hjá Stuttgart 4 leiki í röð og fór inn á í fyrsta sinn um hclgina.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.