Dagur - 28.04.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 28. apríl 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 - SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr,),________
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B.
JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR,
HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Endurheimt
glataðra landgœða
Átakið „Landgræðslu-
skógar 1990“ stendur nú
sem hæst en í dag munu
aðstandendur þess ganga
í hús og safna fé til stór-
felldari trjáplöntunar en
dæmi eru um áður.
Þessu átaki er ætlað að
valda straumhvörfum í
gróðursögu íslands. Talið
er að yfir 80% þeirra land-
gæða, sem fólust í gróðri
og jarðvegi hér á landi,
hafi tapast frá landnámi.
Héðan í frá er ætlunin að
stíga stærri skref til að
endurheimta glötuð land-
gæði en okkur hefur auðn-
ast fram að þessu. Nú í
vor verða ein og hálf millj-
ón trjáplantna gróðursett-
ar í gróðursnautt en friðað
land en auk þess verður
ráðist í aðrar gróðurbæt-
andi aðgerðir á landinu,
svo sem sáningu. í þess-
um tilgangi hefur sérstök
fagnefnd valið 73 svæði
um land allt, þar sem nýir
skógar munu vaxa upp í
gróðursnauðu landi og
breiðast út í fyllingu
tímans. í þeim hópi eru
þrjú á Eyjafjarðarsvæðinu
og verða 112 þúsund
plöntur gróðursettar þar
innan skamms. Aðstand-
endur átaksins leggja
sérstaka áherslu á að
virkja sem flesta lands-
menn við plöntunina í vor
og sumar. Takmarkið er
að ná til allrar þjóðarinn-
ar. Þetta er ekki aðeins
gert til að afla sjálfboða-
liða í plöntunina heldur
ekki síður til að auka
skilning á skógrækt og
landgræðslu og á því
hversu miklir möguleikar
okkar eru til að snúa við
óheillaþróun liðinna alda.
Það er ásetningur að-
standenda skógræktar-
átaksins að starfið við
landgræðsluskógana á
þessu ári verði upphafið
að aukinni ræktun slíkra
skóga í framtíðinni. Ljóst
er að árangurinn verður
takmarkaður ef framhald-
ið verður ekki tryggt. Við-
tökur þjóðarinnar koma til
með að ráða mestu um
hver framvindan verður
og hversu góður árangur
næst. Það er þess vegna
full ástæða til að hvetja
alla sem vettlingi geta
valdið að leggja sitt lóð á
vogarskálina. Það er
mögulegt með tvennum
hætti. Annars vegar með
því að láta fé af hendi
rakna til þessa góða
málefnis og hins vegar
með því að taka virkan.
þátt í plöntun trjánna
þegar þar að kemur.
Málefnið er sannarlega
engum óviðkomandi. Við
stöndum í mikilli skuld við
landið okkar, skuld sem
forfeður okkar stofnuðu til
á landnámsöld og við höf-
um síðan aukið frá kyn-
slóð til kynslóðar. Þessa
skuld þurfum við að
greiða. Fyrsta afborgun er
í dag. BB.
ri
til umhugsunar
í vítahring steinsteypunnar
Það er kunnara en M þurfi að segja að íslenska þjóðin liföi öldum
saman við bágborinn húsakost. Hún bjó í kofum sem hróflað var
upp úr landsins gæðuni. Mold og steinum var blandað saman,
stundum listilega og þær fáu spýtur sem fyrir hendi voru í skóga-
leysinu voru notaðar í rafta. Til að bera þekjurnar uppi. Svo gréri
grasið yfir. Torfkofamir samlöguðust náttúrunni að útliti og fólkið
skreið inn í sína hulduhóla.
Margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir fábrotnum
húsakynnum fyrri tíðar. Torfbæjum til sveita. Timburkofum og
steinkumböldum á eyrum og malarkömbum við sjávarsíðuna.
Bröggum hernámsáranna. Lágt var undir loft. Stigar þröngir og
skonsur. Óþéttir gluggar. Vindgnauð og dragsúgur. Saggi á veggj-
um og hin ókrýndu „heimilisdýr" í holum eða á milli þilja ef vitur
köttur var ekki á heimilinu til að halda þeim í skefjum og éta
nokkur með reglulegu millibili.
Þegar þjóðin tók að efnast, fyrst lítillega upp úr aldamótum,
meira á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina og nokkuð viðstöðu-
laust eftir 1960, tókst henni að flytja úr húsakynnum sem oft vom
reist af vanefnum og báru bjargaríeysinu fremur vitni en buróum
til að veita skjól og yl í vályndum veðrunt langra vetrarnátta. Þegar
íslendingar höfðu tök á að eignast sement að einhverju marki og
flestir lærðu að hræra steinsteypu hófu þeir að byggja yfir sig á nýj-
an leik. Og þeir byggðu stærra og betur en áður hafði þekkst. Þeir
fóru að reisa sér vegiegri vistarverur en tíðkaðist með nágranna-
þjóðum er áttu sér langar hefðir í húsbyggingum. Það var stórhug-
ur á ferð og dugnaður til að fylgja honum eftir. Möguleikar Islend-
inga til að gera sér mannsæmandi híbýli gjörbreyttust á skömmum
tíma og víst er að þau snöggu umskipti til hins betra hafi átt sinn
þátt í hversu stórtækir við urðum þegar húsagerðarlistin var annars
vegar.
Grundvöllur viðskipta
Eftir því sem byggingar risu og kaupstaðir og þorp tóku á sig
nýjar og glæstari myndir urðu hlutverk steinsteypunnar fleiri
en skýla fólki fyrir verðri og vindum. Þeir sem áttu fjármuni
aflögu umfram hinar brýnu nauðsynjar tóku að festa þá í
steinsteypu. Leigutekjur urðu einn af þáttum ávöxtunar.
Steinsteypan varð líka megin vettvangur frjálsra viðskipta.
Kaup og sala á fasteignum eru nánast einu viðskiptin á Islandi
sem höftum var aldrei komið á að neinu ráði. Lánastofnanir
tóku steinsteypunni sem gulli. Með henni fengust haldbærar
tryggingar fyrir fé sem þær lánuðu viðskiptavinum. Þannig
varð steinsteypan ekki aðeins helsti viðskiptamarkaður
landsmanna heldur einnig einskonar gullfótur til tryggingar
skaðlausum skiptum á peningamarkaði. Auglýsingadálkar
fasteignasalanna voru þær viðmiðanir sem menn mátu eigur
sínar eftir. Þeir hafa, á síðum Morgunblaðsins, þjónað svip-
uðu hlutverki og dálkar kauphalla í stórblöðum hins vestræna
heims.
Offramboð af húsnæði
Þessu hlutverki steinsteypunnar er ekki lokið. Hún mun
áfram varðveita eigur manna. Hún mun áfram verða ávöxt-
unargjafi fjármuna. Viðskipti með húsnæði eiga sér framvegis
stað seni fyrr. Lánastofnanir taka veð í steypu til tryggingar
lánuðu fé. En með aukinni fjölbreytni í íslensku framleiðslu-
og viðskiptalífi koma þeir tímar að steinsteypan getur ekki
borið það uppi á sama hátt og hún hefur gert. Nú þegar hefur
verið steypt það mikið af húsnæði í landinu að offramboð er
orðið. Stór húsakynni standa auð og tóm og dimmar glugga-
tóftir bera athafnaleysinu inan dyra vitni. Þessi hús gefa ekki
af sér ávöxtun. Af þeim þarf hins vegar að greiða ýmsan
kostnað sem taka verður frá annarri starfsemi. Þótt hagkvæmt
geti verið að varðveita eigur í steinsteypu og þær ávaxtað sig
á þann hátt verður það aldrei nema að vissu marki því hvers
virði er húseign sem enginn fæst til að kaupa. Húsbyggingar
lúta þannig lögmálum framboðs og eftirspurnar eins og allt
annað þar sem frjáls markaður fær einhverju uni ráðið.
Nýjar leiðir
Á sania tíma og við höfurri séð grunna grafna, steypu renna í
mót og fullbúin hús rísa sem enginn virðist hafa þörf fyrir hef-
ur verið að koma betur og betur í ljós að atvinnulíf okkar er
ekki nægilega margbreytilegt til að tryggja þá neyslu og vel-
ferð sem við höfum tamið okkur að njóta. Það þolir illa sveifl-
ur sem verða vegna misjafnra gæfta tii sjávar, breytilegra
fiskigangna og óstöðugs fiskverðs á mörkuðum meginland-
anna í vestri, miðju og austri. Minnkandi tekjur vegna óvið-
ráðanlegra breytinga í sjávarútvegi koma fljótt fram í sam-
drætti. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort við deilum veiðikvóta
niður á fiskiskip, veiðistöð eða látum útvegsmenn kaupa hann
af því opinbera. Þjóðarbú sem byggir að jafn miklu leyti á
einhæfum útflutningi á sjávarafla og viðskiptalíf sem treystir
eins mikið á steinsteypu og hér er viðkvænit fyrir slfkri
röskun.
Augu landsmanna virðast vera að opnast fyrir þessum
staðreyndum. Að við verðum að þróa nýja framleiðslu og
atvinnuhætti ef við ætlum ekki að dragast verulega aftur úr
nágrannaþjóðum okkar hvað þjóðartekjur og hagvöxt varðar.
Þess vegna verðum við að nýta þá þekkingu sem íslenskir ein-
staklingar hafa aflað sér á ýmsum sviðum og ekki vera ragir
við að sækja kunnáttu og reynslu handan um haf ef við þurf-
um þess með. Þess vegna verðum við að veita fjármagni til
eftir Þórö Ingimarsson. I
þessarar starfsemi án þess að fyrst þurfi að eignast steinsteypu
á viðkomandi stöðum.
Steinsteypan fyrst
Þess vegna verða menn að vera reiðubúnir til að taka nokkra
áhættu án þess þó að rasa um ráð fram eins og stundum hefur
viljað brenna við. íslenska fjármagnskerfið, bankar og fjár-
festingarsjóðir hafa verið tregir til að fjármagna nýsköpun í
atvinnulífi og fyr'ir nokkru líkti framámaður í íslensku
athafnalífi Iðnlánasjóði við andhverfu sína. Kallaði hann Iðn-
eyðnisjóð. Forstöðumaður sjóðsins brást ókvæða við og taldi
slík gífuryrði dæmast af sjálfu sér. En báðir höfðu nokkuð til
síns máls. Hingað til hefur svonefnt áhættufjármagn verið lít-
ið þekkt í íslensku viðskiptalífi. Steinsteypa verður að vera
fyrir hendi til tryggingar fjárins hvort sem mönnum líkar.bet-
ur eða verr. Hún verður að vera til hvort sem hún er í raun
einhvers virði eða ekki. Af þeim sökum verður í mörgum til-
fellum að byggja eða festa kaup á steypu til að veðsetja þegar
hefja á einhverja starfsemi. í þessu sambandi er ekki við for-
stöðumenn lánastofnana og fjárfestingarsjóða að sakast. Þeir
starfa eftir þeim lögum og reglum sem sett hafa verið um
starfsemi slíkra stofnana. Það er einfaldlega gert ráð fyrir að
fasteignir séu settar að veði til tryggingar lánveitingum til
atvinnustarfsemi og þar með nýsköpunar. íslenskt atvinnulíf
er á þann hátt komið í vítahring steinsteypunnar. Hún er orð-
in að undirstöðu sem annað byggir á. I byrjun verður að verja
fé til að kaupa á fasteign. Annars er ekki unnt að fá lán til
starfsenúnnar. Á þann hátt er verið að binda fé í algjörlega
óarðbærum hlutum til þess að unnt sé að hefja hin raunveru-
legu störf. Það er því til umhugsunar hvort ekki sé runninn
upp sú tíð í íslensku atvinnulífi að þessu verði að breyta.
Hvort ekki verði að huga að nýjum leiðum til að tryggja fé
sem varið er til nýrra þátta. Það er til umhugsunar hvort ekki
verði í framtíðinni að taka veð í þekkingu, vöruþróun og öfl-
un markaða á erlendri grund svo eitthvað sé nefnt. Það er til
umhugsunar hvort íslenskir stjórnmálamenn ásamt stjórnend-
um og starfsmönnum bankakerfis og fjárfestingasjóða verða
ekki að fara að huga að nýjum leiðum í því efni. Eða erum við
orðin svo föst í því hugarfari sem felst í tiltrúnni á steinsteyp-
una, sem forðum leysti okkur úr álögum illra húsakynna og
upphóf frjáls viðskipti í landinu, að við getum þar engu um
breytt?