Dagur - 28.04.1990, Blaðsíða 11
af erlendum vettvangi
Laugardagur 28. apríl 1990 - DAGUR - 11
Gervihjarta útskúfað
Fyrir aðeins sjö árum var gervi-
hjartað sem kallað var Jarvik-7,
lofsungið sem dæmi um ótrúlega
Gervihjartað sem menn vilja ekki
lengur.
snilli mannsins. Barney nokkur
Clark var sýndur sem talandi
dæmi þessarar miklu snilli, eftir
að skipt hafði verið um hjarta í
honum og sett í hann gervihjarta.
Læknar og fréttamenn töldu að
þetta væri framtíðin; svo var þó
ekki.
Eftir að fylgst hafði verið með
áhrifum Jarvik-7 á um það bil 150
sjúklinga (sem flestir fengu það
til bráðabirgða á meðan að beðið
var eftir lifandi hjarta til ígræðslu)
þá taldi ameríska læknaráðið að
tækið skapaði meiri vanda en það
leysti og í desember afturkallaði
nefndin samþykki sitt og bannaði
notkun þess.
Bannið mun koma sér illa fyrir
Symbion Inc., framleiðanda Jar-
vik-7, en það kemur ekki til ineð
að stöðva leitina að nothæfu
gervihjarta. Eitt vandamálið í
sambandið við bannaða hjartað
voru slöngurnar, sem tengdu það
við utanaðkomandi orku, þær
sköpuðu sýkingarhættu. Upp-
finningamenn vinna nú hörðum
höndum að því að finna aðferð
sem gerir utanaðkomandi orku
óþarfa. Það er ekki talið að
árangurs sé að vænta af þeim til-
raununt fyrr en eftir 10 til 20 ár.
Samt eru nú þegar farnar að
heyrast gagnrýnisraddir þeirra
sent hafa áhyggjur af að þetta
muni í raun takast. Þeir segja að
kostnaðurinn við að lengja líf til-
tölulega fárra dauðvona sjúkl-
inga sé slíkur að hann sé ekki
réttlætanlegur. Réttara sé að
nota féð til þess að bæta almcnna
læknishjálp.
(Þýtt H.G.)
Synishurn seni flutt voru heini f'rá tunglinu hafa vakið upp spurningar uiu hvort |>ar sé koniið ef'nið í bústaði nianna
á tunglinu.
Nýbyggingar á tunglinu
- Liggur byggingarefnið um allt og bíður þess að
menn komi og noti það?
Ef frá eru skilin fáein tæki síðan í
tunglferðunum er þá nokkuð
merkilegt á tunglinu annað en
gígar og eldflaugabrot? Eftir því
sem Brandt Goldsworthy, for-
stjóri Alcoa Goldsworthy fyrir-
tækisins, segir er það mesti mis-
skilningur. Hann segir tunglið
fullt að þeim efnum sem við þurf-
um til þess að framleiða trefja-
gler.
Fyrir nokkrum árum fékk
Goldsworthy hugmynd. „Mér
datt í hug,“ rifjar hann upp, „að
ef hægt væri að framleiða nothæf-
ar trefjar úr tunglgrjóti þá væri
það trúlcga ódýrasta aðferðin til
að byggja nýlendu á tunglinu."
Raunar hafa hann og samstarfs-
menn hans nú þegar framleitt
efni sem líkist trefjagleri úr gervi-
tunglgrjóti þ.e. grjóti sem er
blandað til þess að það hafi sama
efnainnihald og tunglgrjót.
Næsta skref var að finna leið til
þess að framleiða þann háa hita
sem þarf til þess að breyta grjót-
inu í trefjagler. Þá er komið að
hlut flugvélafyrirtækisins
McDonnel Douglas. Það átti
auka sólspegil scm það var ckki
að nota. Með honum var hægt að
ná fram þeim 1650 gráöum celsíus
sem þörf er á til þess að bræða
tunglgrjót og fyrirtækið fcllst á að
lána Goldsworthy tækið. Prófan-
ir á því hvort hægt sé aö nota
gervigrjótiö til þessarar fram-
leiðslu hefjast síðar á þessu ári.
„Ef þetta gengur allt upp þá höi'-
um við allt það byggingarcfni
sem við þörfnumst þar sem viö
komum til með að lenda á tungl-
inu," segir Goldsworthy.
Þýtt: H.G.
Leyndarmálið við háa einkunn
Nemendur takið eftir! Viljið þið
fá hærri einkunn? Sitjið þá hægra
megin í skólastofunni. Kennarar
veita þeirri hlið skólastofunnar
meiri athygli og það kemur fram í
hærri einkunnum.
Dr. John Kershner við kennslu-
rannsóknastöðina við háskólann
í Ontario fylgdist með 19 kennur-
um í fimmtán mínútur hverjum
og skráði hjá sér á hálfrar mínútu
fresti hvert þeir horfðu.
„Þeir veittu þeim sem hægra
megin voru mun meiri athygli,"
segir Kershner. Raunar fengu
þeir sem vinstra megin voru
helmingi minni athygli heldur en
þeir sem voru fyrir miðju eða
hægra megin. Skiptingin var
þannig að kennarinn horfði beint
fram 44 prósent tímans, hægra
megin í bekkinn 39 prósent af
tímanum en vinstra megin aðeins
17 prósent tímans. (Hægri og
vinstri er miðað við að þú horfir í
átt að töflunni.)
Kershner fékk það staðfest að
etta hefði áhrif á námsárangur.
átta bekkjum sem hann athug-
aði, voru þeir sem hægra megin
voru í bekknum (vinstra megin
við kennarann) að meðaltali með
betri árangur í stafsetningarpróf-
um en þeir sem voru vinstra
megin.
Hvernig stendur á því að kenn-
arar horfa meira til vinstri en
hægri? Ef til vill er það ekki ann-
að en það að þeim finnst það
þægilegra þegar þeir eru að skrifa
á töfluna. Kershner veltir þó
fleiri skýringum fyrir sér og telur
að það sé mönnum eðlilegt að
augun hvarfli til vinstri þegar
menn eru hugsi. Kershner segir:
„Kannski er skýringuna að finna
í vinstra heilahvelinu. Það kernur
mest við sögu þegar um rök-
semdafærslur er að ræða, eins og
mikið er um í kennslu."
(Þýtt. H.G.)
Ætli þau sitji hægra megin?
SÁÁ-N
Aðalfundur samtaka áhugafólks um áfengisvanda-
málið, verður haldinn mánudaginn 30. apríl 1990, kl.
20.30 í Alþýðuhúsinu á Akureyri Skipagötu 14, 4.
hæð.
Venjuleg adalfundarstörf.
Stjórnin.
Bridge
Firmakeppni B.A.
verður haldin nk. þriðjudag að Félagsborg
kl. 19.30.
Spilað verður með einmennings fyrirkomulagi.
Allir spilarar velkomnir.
Stjórnin.
Stjórn verkamanna-
bústaða Akureyri
Byggingaverktakar
Stjórn verkamannabústaða á Akureyri óskar
eftir að gera verksamninga um byggingu á
allt að 40 íbúðum á Akureyri.
Gert er ráð fyrir að íbúðirnar séu í fjölbýlishús-
um og að stærðir þeirra séu aðallega 2ja og 3ja
herbergja. Heimilt er þó að bjóða einnig fram
íbúðir með öðrum herbergjafjölda og aðra gerð
húsnæðis (t.d. raðhús).
íbúðirnar skulu afhendast eigi síðaren 15 mán-
uðum frá undirskrift samnings. Greiðslur ná yfir
15 mánaða tímabil frá undirskrift samnings.
Um frágang íbúða vísast til almennrar efnis- og
verklýsingar frá Stjórn verkamannabústaða
Akureyri. Verklýsing ásamt frekari upplýsingum
um fráganga og skilmála tilboða verður afhent á
Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4,
Akureyri, frá föstudeginum 27. apríl 1990 kl.
15.00 gegn 5000.- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á Verkfræðistofu Norður-
lands hf. Hofsbót 4, Akureyri fyrir kl. 11.00
fimmtudaginn 10. maí 1990.
Stjórn verkamannabústaða Akureyri.
ÁLVER
VIÐ EYJAFJÖRD?
Upplýsinga- og umræðufundur að Hlíðarbæ,
sunnudaginn 29. apríl kl. 20.30.
Fundarefni:
Álver við Eyjafjörð - Staðan í dag. Siguröur P. Sig-
mundsson, framkvæmdastjóri.
Áhrif flúors á gróður. Hördur Kristinsson, grasa-
frædingur.
Áhrif mengunar á búfé. Sigurborg Daöadóttir, dýra-
læknir.
Félagsleg áhrif. Gunnhildur Bragadóttir, sjúkralidi.
Þjóðhagsleg áhrif, Tómas Gunnarsson, lögfræding-
ur.
Almennar umræður *
Allir velkomnir.
FUNDARBOÐENDUR.