Dagur - 28.04.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. apríl 1990 - DAGUR - 13
ekki eftirsóknarverö fyrir suma flytjendur,
er hún góð fyrir aðra. Þótt t.d. Bubba
Morthens henti ekki að taka þátt, getur það
hentað öðrum prýðilega. Bæði Söngva-
keppnin og Landslagið eru kærkomin tæki-
færi fyrir höfunda að koma lagasmíðum sín-
um á framfæri. Þarna geta menn vakið
athygli útgefenda á sér og svona keppnir
hvetja menn til að semja lög og reyna að
koma þeim inn í úrslit. Það þýðir ekkert fyr-
ir menn að vera fúlir þótt þeir korni ekki
sínunt lögum áfram. Margir frægir tónlistar-
menn hafa orðir fyrir þvt' að lögum þeirra
hafi verið hafnað. Þá er bara að setjast nið-
ur og semja betra lag."
„Eigum tvímælalaust erindi“
Skiptar skoðanir eru um hvort íslensk dæg-
urlög eigi yfir höfuö erindi á erlendan
markað. Strax-ævintýri Stuðmanna gekk
ekki upp og fleiri má telja sem hafa lent í
hlutverki Garðars Hólm. Hörður hefur sín-
ar skoðanir á þessu eins og öðru:
„Tökum Sykurmolana sem dæmi. Þeir
eru að mínu áliti frábær hljómsveit. Mér
finnst mjög gaman að hlusta á þá. Þeir eru
svo skemmtilega hráirog ferskir. Sykurmol-
arnir eru frumlegir og þeir eiga tvímælalaust
erindi á erlendan markaö. Mezzoforte átti
líka erindi meðan þeir spiluöu saman. Ég
man nú ekki eftir fleiri hljómsveitum t svip-
inn en auðvitað eigum við aö reyna fyrir
okkur á erlendum markaði."
Taliö berst aftur að Söngvakeppninni og
undirbúningi hennar. Hörður segir aö búiö
sé að leggja mikla vinnu í undirbúninginn.
Myndbandiö við lagið veröi tilbúið fljótlega
en ætlunin sé að nota upptöku frá keppninni
í sjónvarpssal. „Viö skjótum smá skrauti
inn í og gerum myndbandið líflegra."
Hljómsveitin Stjórnin fer öll á sviöiö
Júgóslavíu. Reglur keppninnar eru þannig
að ekki má spila af böndum nema þau
hljóðfæri sem menn hafa á sviðinu. Lagið
verður flutt af bandi en ekki „live" eins og
gert var hér heima. Jón Kjell fer út til að
stjórna hljómsveitinni. Höfundar lags og
texta fara auðvitað líka. „Við höfum með
okkur fólk til að sjá um förðun og æfa frarn-
komu á sviðinu. Egill Eðvarðsson fer fyrir
hönd Sjónvarpsins og sennilega einhverjir
fleiri," segir Hörður.
Býsna dýrt spaug
Óhjákvæmilega kemur upp í hugann hversu
mikinn kostnað þátttakan í Evrópusöngva-
keppninni hefur í för með sér fyrir höfund
keppnislags. Höröur glottir þegar kostnað-
arhliðin berst í tal.
„Þetta er búið að vera býsna dýrt spaug.
Eftir keppnina hér heima var ég strax kom-
inn í þó nokkurn mínus. Verðlaunateð scm
skiptist milli mín og textahöfundar nægði
ekki til að greiða þann kostnað sem ég var
búinn að leggja í lagið. Það má líka segja að
ég hafi lagt meiri kostnað í lagið en ég hefði
þurft. Við fengum t.d. danshöfunda til að
hjálpa okkur við sviðsetninguna og í það fór
mikill tími og peningur. Við réöum einnig
sérstakan búningahönnuð til að hanna bún-
inga á okkar fólk. Þetta kostar allt mjög
mikla peninga.
Lagið var orðið plötuhæft þegar við mætt-
um með þaö í keppnina. Ég hafði búist við
að lagið yröi flutt af handi í sjónvarpssal en
svo breytti Sjónvarptð tilhögun keppninnar.
Öll lögin voru flutt í beinni útsendingu af
hljómsveitinni sem Sjónvarpið lagði til."
011 sæti fyrir neðan miðju
óviðunandi
Það var með hálfum huga að blaðamaður
bað Hörð að spá um úrslit keppninnar í vor,
minnugur þess að Sverrir Stormsker ætlaöi
að svipta sig lífi ef hann hafnaði neðar en í
sextánda sætinu. En Svert ir er enn á lífi svo
spurningin var látin vaöa.
„Auðvitað stefnum við á fyrsta sætið - en
fólk má þó ekki misskilja ntig. Ef við stefnd-
urn ekki á fyrsta sætið færum við ekki með
rétt hugarfar í keppnina. Það er auðvitað
með þessa keppni eins og aðrar að maður
mætir til leiks með það markmið að sigra.
Geri maður það ekki, er ekki unnið nógu
vel. Ég held líka að við íslendingar séum
búnir að ofnota sextánda sætið! En án
gríns, held ég að við verðum ofarlega í þess-
ari keppni, þó að ég hafi ekki heyrt hin
lögin. Við skulum orða þetta svo að öll sæti
fyrir neðan miðju séu óviðunandi ..."
Og nú er bara að bíða og sjá hvort Hörð-
ur G. Ólafsson sé „spámannlegar vaxinn"
en íslenskir fyrirrennarar hans í Evrópu-
söngvakeppninni. kg
Hörður „Bassi“ Ólafsson
í helgarviðtali um
Evrópusöngvakeppnina og fleira
sé búinn að spila „Lets twist again" nokkur
þúsund sinnum, enda komst það lag ekki
inn á prógrammið hjá Styrmingu.
Það er svolítið skrítin saga bak viö það
hvernig Styrming varð til. Þannig var að það
vantaði hljómsveit á eitt ball. Þá var talað
við mig og Ægir Ásbjörnsson. Þetta var í
miðri viku og ballið um næstu helgi. Við
Ægir fengum til liðs viö okkur Karl Jónsson
trommara úr Herramönnum og Ómar
Bjarnason gítarleikara. Við æfðum í tvo
daga fyrir þetta ball og spiluðum síöan. Aö
nokkrum tíma liðnum komum viö Ægir sam-
an og ég sagði: „Andskotinn hafi það, við
erum búnir að æfa heilt prógramm, við för-
um ekki að hætta núna." Síðan fínpússuð-
um við prógrammið og fengum Kristján
Gíslason hljómborðsleikara og söngvara til
liðs við okkur. Þannig varð Styrming til, eig-
inlega bara óvart."
Tvö lög með þessari frekar óþekktu
hljómsveit eru væntanlcg á safnplötu í apríl
næstkomandi. Annað lagið verður sveifla
eftir Hörð en hitt róleg ballaða eftir Kristján
Gíslason. Ægir Ásbjörnsson samdi textana
við bæði lögin. Það virðist sem sagt nóg að
gera hjá tónlistarmanninum Herði G. Ólafs-
syni.
„Hentar kannski ekki
Bubba Morthens“
„Hjá mér er næst á dagskrá að vinna þrjú til
fjögur lög sem koma út á stórri plötu með
Stjórninni. Sú plata kemur til með að heita
„Éitt lag enn" og kemur út í lok aprfl. „Eitt
lag enn“ verður titillag þeirrar plötu."
Talinu víkur aftur að söngvakeppninni.
Gengi íslands hefur ekki verið nijög glæsi-
legt fram að þessu og deilt hefur verið um
hvort þátttaka sé raunhæf.
„Ég held að keppnin sé mjög góð fyrir
íslenskt tónlistarlíf. Þó svo að keppnin sé
Söngvakeppninni hafa verið tilkynnt.
Hverjar skýringarnar eru vita allir eftir á en
enginn fyrirfram.
„Það er ekki gott að segja hvað veldur.
Við höfunt verið með ágætis lög en þau hafa
kannski verið of róleg. Ég held einnig að
lögin fái ekki næga kynningu í þeim löndum
sem síðan greiða atkvæði. Þess vegna verða
lögin að vera grípandi strax við fyrstu
spilun. Ég held líka að hinar keppnisþjóð-
irnar líti á okkur sem hálfgerða byrjendur
og gefi okkur ekki stig þess vegna. Þetta er
svipað og með handboltalandsliðið, það eru
stundum dalir og stundum fjöll. Við verðum
bara að reyna að sætta okkur við það.“
Alæta á tónlist
Nú víkur talinu að sveitaballabransanum,
sem Hörður hefur gert út á í næstum tuttugu
ár. Hörður glottir þegar hann er spurður um
sveitaböllin. Það er greinilega ntargs að
minnast frá þeim vettvangi.
„Auðvitað bitnar þessi sveitaballabransi á
fjölskyldunni. Ég er heppinn að því leyti að
ég er sjálfstæður atvinnurekandi og hef því
frjálsari hendur um vinnutíma. Fyrstu
árin var rólegt að gera í tannsmíðunum svo
að tekjurnar af spilamennskunni komu sér
vel. Það stendur enginn í spilamennsku
nema hafa gaman af henni, sérstaklega af
sínu hljóðfæri. Sá sem hefur ekki gaman af
sínu hljóðfæri stendur ekki nema tvo, þrjá
mánuði í sveitaballabransanum."
Hörður gengur undir nafninu Bassi meðal
vina og kunningja. Á heimavelli gegnir
hann varla öðru nafni. „Þetta gælunafn
hlaut ég strax í vöggu. Ég held ég hafi ekki
verið farinn að syngja neitt þá, sennilega
bara grenjað."
Aðspurður segist Hörður vera alæta á
tónlist. „Annars hlusta ég ekki mjög mikið á
tónlist og hef ekki keypt mikið af plötum á
seinustu árum. I gegnum spilamennskuna
verður maður þó auðvitað að pæla mikið í
lögum. Það þarf að ákveða hvaða lög á að
spila og þess háttar."
„Lets twist again“ þúsund sinnum
Hörður spilar nú með eigin hljómsveit,
Styrmingu. Áður hafði hann spilað með
hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í sautján
ár en sú hljómsveit hefur verið ein vin-
sælasta sveitaballahljómsveit á íslandi í
fjölda ára.
„Það var afskaplega bindandi að spila
með Geira. Þessi eilífi þeytingur var líka
farinn að verða leiðigjarn. Með minni
hljómsveit ræð ég meira hvar við spilum og
hvenær. Mér finnst líka mikilvægt að ráða
meira hvaða tónlist ég spila. Ég hugsa að ég