Dagur - 19.05.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. maí 1990 - DAGUR - 13
poppsíðon ]
Bonnie Raitt:
Stúlkan á gallabuxunum slær í gegn
Poppsíðan sagði frá því fyrir all-
nokkru að söngkonan/gítar-
leikarinn Ronnie Raitt hlaut fern
Grammy verðlaun við úthlutun
þeirra í febrúar s.l. Komu þessar
útnefningar nokkuð á óvart en
þær hlaut hún sem besta popp-
söngkona ársins, besta rokk-
söngkona ársins, fyrir bestu
plötu ársins Nick of time og loks
fyrir þátttöku í bestu blúsupptöku
ársins á plötu gamla blúsmeist-
arans John Lee Hooker í laginu
l’m in the Mood. (Platan heitir
The Healer og fékk Hokker verð-
laun fyrir hana.) En þótt
útnefningar hafi komið á óvart
voru flestir sammála því að hún
væri vel að þeim komin.
Bonnie Lynn Raitt eins og hún
heitir fullu nafni fæddist fyrir
fjörutíu árum í bænum Burbank í
Kaliforníu, dóttir leikarans John
Raitt og konu hans Marjorie.
Fyrstu sjö æviár Bonnie var mikill
flækingur á fjölskyldunni á milli
Los Angeles og New York vegna
leikstarfa föðursins (Auk Bonnie
áttu Raitt-hjónin tvo syni) en árið
1957 settist hún að í Los Ange-
les og bjó þar næstu átta árin.
Bonnie var ekki há í loftinu þegar
tónlistaráhuginn vaknaði. Til að
Hitt og þetta
Alannah Myles
Söngkonan þokkafulla frá Tor-
onto í Kanada Alannah Myles
sem svo rækilega hefur slegið í
gegn með laginu Black Velvet er
þó ekki allskostar sæl þessa
daganna. Myles sem selt hefur
fyrstu plötuna sína í nær tveim
milljónum eintaka, segir að fólk
eigi til að saka hana um hroka-
fulla framkomu í viðtölum og að
frægðin hafi stigið henni til
höfuðs. Eru það aðallega sam-
landar hennar sem hér eiga í
hlut, en þar í landi merkir sjálfs-
traust það sama og hroki að
sögn söngkonunnar. „Ég hefði
aldrei náð svona langt ef ég hefði
ekki haft trú á sjálfri mér og ég
leyni því ekki að ég tel mig hafa
unnið til frægðarinnar, en að hún
hafi stigið mér til höfuðs er ekki
satt.“
Pretenders
Hin ágæta sveit Pretenders er nú
rétt nýbúinn að senda frá sér
nýja plötu. Nefnist hún Packed
og meðal þeirra ellefu laga sem
eru á henni er endurgerð af
gamla Jimi Hendrix laginu May
this be Love og lag eftir fyrrum
meðlim Smiths sálugu Johnny
Marr sem heitir When will I see
you. Síðan til að fylgja plötunni
eftir hyggst hljómsveitin fara í
tónleikaferð um England í haust.
The Pogues
Ýmsir breskir tónlistarmenn hafa
einnig verið miklir boltasparks-
aðdáendur og eru þeir félagarnir
í The Pogues ágætt dæmi um
það. Eru þeir nú í hljóðveri ásamt
írsku þjóðlagasveitinni The
Dubliners að taka upp lag í tilefni
af Heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu sem hefst á Ítalíu í
byrjun næsta mánaðar. Heitir
lagið Jack’s Heros og er óður til
írska landsliðsins og þjálfara
þess Jack Charlton.
Talk Talk
Breska sveitin Talk Talk reynir nú
að ná vinsældum á ný með
endurútgáfu á laginu It’s My Live
en með því náði hljómsveitin gíf-
urlegum vinsældum um alla
Evrópu og Bandaríkin árið 1984.
Verður síðan áður útgefin plata
sveitarinnar Natural History
sömuleiðis gefin út á ný í lok
þessa mánaðar.
byrja með var það leikur á píanó
sem heillaði, en þegar hún var
átta ára var henni gefinn gítar í
jólagjöf sem afi hennar kenndi
henni fyrstu gripin á og fljótlega
eftir það lagði hún píanóleik á
hilluna. Bonnie hafði upphaflega
ekki ætlað sér að verða virkur
tónlistarmaður en mál æxluðust
þannig að á Menntaskólaárum
sínum tróð hún upp hér og þar til
að verða sér úti um aukapening
og á einum staðnum sá útsend-
ari Warner Brothers útgáfunnar
hana og fljótlega eftir það var
gerður samningur við hana.
Bonnie var á samningi hjá Warn-
er í fimmtán ár eða frá 1968 til
1983. Hljóðritaði hún margar
góðar plötur á þessu tímabili
m.a. Give it up (1972) og Home
Plate (1975) svo einhverjar séu
Umsjón:
Magnús Geir
Guömundsson
nefndar. Þá var hún iðin viö að
fara í tónleikaferðir og að troða
upp með öðrum frægum nöfnum
eins og t.d. gamla blúsgoðinu
Muddy Waters.
En 1983 fer að síga á ógæfu-
hliðina hjá Bonnie Raitt. Warner
ákveður að segja upp samning-
um við hana vegna lélegrar
plötusölu og vegna deilna og þá
slitnar upp úr sambandi hennar
og Rob Fraborn í kjölfarið en auk
þess að vera ástmaður Bonnie
var Fraborn samstarfsmaður
hennar. Höfðu þessi áföll mjög
slæm áhrif á Bonnie og leiddist
hún næstu misserin út í ofdrykkju
og ofát en meö hjálp góðra vina
tókst henni að ná sér upp á ný
árið 1987. Eftir útkomu Nick of
time á síðasta ári á merki Capitol
og alla þá velgengni sem fylgt
hefur á eftir segist Bonnie Raitt
himinsæl og síðan til að kóróna
allt saman hefur hún fundið ást-
ina á ný í leikaranum Michael O’
Keefe.
r
Skrífstofa
F ramsoknarílokksins
Hafnarstræti 90, Akureyri,
símar: 21180 og 11180 verður opin bæði á
laugardag og sunnudag.
Stuðningsmenn B-iistans
eru hvattir tii að líta inn og taka
þátt í lokasókninni.
.— ■ ....- *
dUKI í bitaformi en traustur sem fyrr
MUNDU EFTIR OSTINUM