Dagur - 19.05.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 19.05.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 19. maí 1990 Húsbréf 10% afsláttur Verð: 107 a.h. kr. 8.662,50 133 a.h. kr. 10.296,- 70 a.h. kr. 4.940,10 Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Rafgeymar og hjólbarðar Gott verð. HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 Hið íslenska bókmenntafélag: Vorhefti Skímis Kynningarmynd um húsbréfakerfið verður sýnd í ríkissjónvarpinu mánudaginn 21. maí kl. 22.45. störf, Haraldur Sigurðsson á grein um landmælingar Björns, og Gunnar Harðarson ritar um Njálu og íslenska heimspeki. Tvær aðrar ritgerðir eru um hug- mvndasögu og heimspekileg efni. Stefán Olafsson hugleiðir áhrif ólíkra lífsskoðana á vinnuna í sögu Vesturlanda og Kristján Kristjánsson leggur nytjastefnu í siðfræði á metaskálarnar. Þrjú Skírnismál eru í heftinu. Ólafur Davíðsson veltir fyrir sér sameiningu Evrópu og framtíð þjóðríkja. Stefán Baldursson og Þórólfur Þórlindsson svara grein Halldórs Guðjónssonar um markmið háskóla sem birtist í síðasta hefti Skírnis. Loks leitar Gunnar Karlsson svara við þeirri spurningu, hvort eitthvað megi læra af sögunni. Efni greina um bækur eru einnig fjölbreytt. Kristján Árna- son skrifar um Ijóðabók Stefáns Harðar Grímssonar, „Yfir heið- an morgun“. Garðar Baldvinsson skrifar ítarlega grein um íslensk- ar þýðingar á bókum þriggja blökkukvenna. Útgáfa Iðunnar á „íslensk-enskri orðabók" er viðfangsefni greinar Halldóru Jónsdóttur. í síðustu tveimur greinunum er spilað saman íslenskum skáldsögum og erlend- um fræðiritum. Rory McTurk kannar „Tímaþjóf" Steinunnar Sigurðardóttur í Ijósi frásagna- fræði Gérard Genette og Dagný Kristjánsdóttir les fléttu „Yfir- valds“ Þorgeirs Þorgeirssonar útfrá bók Peter Brooks, „Read- ing for the Plot“. Tilvonandi íbúðakaupendur: Byrjið á að sækja um umsögn ráðgjafastöðvar, áður en þið takið nokkrar skuldbindandi ákvarðanir á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt öryggisatriði fyrir bæði kaupendur og seljendur og algjört skilyrði fyrir íbúðar- kaupum í húsbréfakerfinu. ítarlegt kynningarefni um húsbréfakerfið liggur frammi hjá fasteignasölum um land allt og í afgreiðslu Húsnæðisstofnunar. Vorhefti Skírnis, Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 164. árg. er komið út. Ritstjórar eru Vilhjálmur Árnason og Ástráður Eysteinsson. Skírnir birtist nú í nýjum bún- ingi. Kápuna prýðir myndin „Þistlar" eftir Júlíönu Sveinsdótt- ur. Hrafnhildur Schram skrifar kynningu á Júlíönu í þættinum „Myndlistarmaður Skírnis“. Skáld Skírnis er að þessu sinni Gyrðir Elíasson. Gyrðir er lang- yngstur þeirra höfunda, sem skipað hafa þennan sess og er þetta í fyrsta sinn, sem birt er smásaga undir þessum lið. Meðal annars efnis má nefna tvær ritgerðir um íslenskar forn- bókmenntir og koma þær úr gjörólíkum áttum. Nýsjálenski fræðimaðurinn Russell Poole bregður allnýstárlegu ljósi á dróttkvæði, en íslensk alþýðu- kona, Kristín Geirsdóttir frá Hringveri á Tjörnesi, heldur á lofti hefðbundnum skilningi á stöðu íslensks sagnaefnis. Þrjár ritgerðir fjalla um þenn- an merka mann, Björn Gunn- laugsson. Bergsteinn Jónsson skrifar yfirlit um ævi hans og Einföld og örugg fasteignaviðskipti Nú stendur húsbréfakerfiö öllum opiö við kaup og sölu notaðra íbúða. Með þessum nýja valkosti á að aukast öryggi bæði kaupenda og seljenda, jafnframt því sem stuttur afgreiðslutími og hátt langtímalán á einum stað mun koma báðum aðilum til góða. Húsbréfaviðskipti grundvallast á því að tilvonandi kaupandi hafi í höndum umsögn ráðgjafastöðvar um greiðslugetu sína. Án hennar er hvorki hægt að gera kauptilboð né fá íbúð metna. Þjóðarflokkurinn Hverfafundir Hverfafundir Þjóðar- flokksins verða haldnir: í Hvammi sunnudaginn 20. maí kl. 20.30. í Húsi aldraðra mánudaginn 21. maí kl. 20.30. I Lóni þriðjudaginn 22. maí kl. 20.30. í Sunnuhlíð, starfsmannasal KEA, miðviku- daginn 23. maí kl. 20.30. Komið og kynnið ykkur framsækna bæjarmálastefnu!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.