Dagur - 19.05.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 19. maí 1990
kvikmyndarýni
ij[ Umsjón: Jón Hjaltason
Sá myndarlegi
Borgarbíó sýnir: Johnny myndarlega
(Johnny Handsome).
Leikstjóri: Waltcr Hill.
Aðalhlutverk: Mickey Rourke.
Carolco lnternational 1989.
Hvernig fer þegar óhugnaði göt-
unnar er breytt í laglegan pipar-
svein, glæpamanni í dagfarsprúð-
an verkamann, óspjölluðum
sveini í kvenmannsgull? Um
þetta fjallar Johnny myndarlegi
og það á heldur aumlegan hátt.
Því veldur hinn bandaríski
spennutryllir, eða öllu heldur
löngunin til að skapa einn slíkan.
Bíóið byrjar sem spennumynd.
Aðalsöguhetjan Johnny, sem
Mickey Rourke leikur af sinni
vanaföstu lífsleti, er hörmulega
vansköpuð en innan við ófagran
skrápinn er að finna skynsem-
isveru. Gáfurnar eru notaðar í
miður góðum tilgangi og sögu-
hetjan er sett í steininn. Þar
kynnist hún bandarískri heil-
brigðisþjónustu sem minnir einna
helst á sænsku samtrygginguna,
ef marka má það sem fyrir augun
ber. Afleiðingin er að lýtalæknar
taka til við að laga Johnny.
Útkoman verður lýtalaus
Rourke. Enginn talar um sjúkra-
húsreikninga, bandaríska vel-
ferðarkerfið axlar þá sjálfsagt. í
kjölfarið er Johnny náðaður og
um skeið virðist kvikmyndin ætla
að feta svolítið manneskjulegar
slóðir. En ónei, tryllir var það
heillin. Reynt er að gera Johnny
að hetju en maðurinn kennir svo
mikið í brjósti um sjálfan sig að
hetjuímyndin verður væmin og
slepjuleg. Og svo undir lokin
kemur að skuldajöfnun og
Johnny gefur upp öndina. Ég
gleymdi víst að minnast á það að
Vantar þig dýnur?
í sumarheimilið ★ Hjólhýsið
Tjaldvagninn eða rúmið.
Margar gerðir af svampdýnum í öllum stærðum.
Geri tilboð ef óskað er.
Áklæði og gluggatjaldaefni á mjög góðu verði.
Sendi í póstkröfu.
Svampur og bólstrun,
Austursíðu 2, sími 96-25137
vinur Johnnys (sjálfsagt sá eini)
var drepinn nálægt upphafi
myndar og eftir það hlaut hefnd-
in að verða hlutskipti Johnnys.
Ég efast um að aðstandendur
Johnnys hafi nokkru sinni séð
kjarna myndefnisins; barátta ein-
staklingsins við að verða hann
sjálfur. Fyrst er það samfélagið
sem kastar honum fram og til
baka og ælir honum seinast ofan í
klósettið og vill ekkert af honum
vita. Seinna, þegar félag manna
hefur ákveðið að gefa honum
uppreisn æru og taka hann inn
sem meðlim, hefur hann þunga
byrði blóðhefndarinnar að bera.
í hvorugt sinnið er einstaklingur-
inn eigin herra.
Murphy og Pryor, glerfínir hið ytra, dauðar teiknimyndafígúrur hið innra.
Stemkarlinn
Borgarbíó sýnir: Gleðinætur í Hariem
(Harlem Nights).
Leikstjóri: Eddie Murphy.
Aðalhlutverk: Eddic Murphy og Richard
Pryor.
Paramount Pictures 1989.
Bandarískir auglýsingaskrumarar
gældu við þá ímynd að þessi
fyrsta kvikmynd Murphys sem
leikstjóra mætti í fyllingu tímans
líkja við The Sting, hún yrði þó
ögn betri og vitaskuld „svört“.
Eitt og annað gekk á við gerð
myndarinnar, leikkonan Michael
Michele höfðaði mál á hendur
Murphy fyrir kynferðislega
áreitni og brot á samningi en
hann hafði þá rekið hana úr
Gleðinóttum í Harlem. í hennar
stað kom Jasmine Guy (betur
þekkt í sjónvarpsþáttunum A
Different World) í hlutverk flá-
ráðu ástkonunnar. En því miður,
allt kom fyrir ekki og Murphy tók
loks land á Akureyri mér til sárr-
ar raunar.
Gallinn við Gleðinæturnar er
sá að leikstjórinn (og handrits-
höfundurinn) Murphy hefur alls
ekki getað gert upp við sig hvort
hann ætlaði að gera gamanmynd
með svolitlu krimma ívafi eða
glæpamynd á léttum nóliim. Pá
koma meintir brandarar í Har-
lem afskaplega kunnulega fyrir
sjónir; það er ekki mikil hug-
kvæmni að baki stamandi hnefa-
leikara eða feitri konu að pína
karl. Síst meira hugmyndaflug
liggur í sköpun hetjunnar; blóð-
laus steinkarl sem skýtur tá af
kerlingu og bætir við þriðja aug-
anu í enni ástkonunnar. Þetta
kæruleysi fyrir lífi og dauða á víst
að vera fyndið; tilfinningadoði
hetjunnar á líka að vera fyndinn.
Harlemnætur verður aldrei
flokkuð með The Sting, svo mik-
ið er víst.
Akureyringar!
Frambjóðendur Fram-
sóknarflokksins bjóða
Akureyringum 60 óra
og eldri til kaffisam-
sœtis að Hótel KEA
sunnudaginn 20. maí
nk. kl. 15.00
Dagskró: Kór aldraðra syngur
undir stjórn frú Sigríðar Schiöth.
Frambjóðendur flytja óvörp.
Stefón Vilhjólmsson fer með
gamanmól.
Ingimar Eydal stjórnar
fjöldasöng.
Þeir sem þurfa á akstri að halda hringi í skrifstofu flokksins,
sími 21180 og 11180 á laugardag eða sunnudag.
Stjómandi:
Valgerður
Sverrisdóttir
alþingismaður