Dagur - 28.06.1990, Side 7
María Björk Ingvadóttir í ræðu&tól á stofnfundinum.
Þátttakendur á aðalfundi Sambands norðlenskra kvenna.
Aðalfundur Sambands norðlenskra kvenna:
Konur taki virkari þátt
í starfi búnaðarfélaganna
Hinn árlegi aðalfundur Sam-
bands norðlenskra kvenna var
haldinn að Lundi í Öxarfirði
dagana 12. og 13. maí sl.
Meðal mála sem fjallað var um
á fundinum var könnun sem
landbúnaðarráðuneytið lét gera á
síðasta ári á stöðu kvenna í land-
búnaði og atvinnumöguleikum
þeirra. Elín Líndal Lækjamóti í
V.-Húnavatnssýslu sagði frá
þessari könnun.
Sólveig Arnórsdóttir Útvík
Skagafirði talaði um Ferðaþjón-
ustu bænda. Kristín Sigfúsdóttir,
matvælafræðingur, flutti erindi
um hollustuhætti i mataræði.
Gerður Pálsdóttir, húsmæðra-
kennari, sagði frá könnun sem
hún vinnur að um matarvenjur
íslendinga á fyrri hluta þessarar
aldar.
Margar tillögur voru sam-
þykktar á fundinum. Meðal ann-
arra var tillaga þar sem skorað er
á konur í bændastétt að taka
virkari þátt en verið hefur í starf-
semi búnaðarfélaganna. Önnur
tillaga skorar á konur á sam-
bandssvæðinu að gangast fyrir
aukinni fræðslu um mataræði og
hollustuhætti í samræmi við
markmið Manneldisráðs íslands
og stuðla þannig að heilbrigði
fyrir alla.
Margt fleira var rætt á fundin-
um. Kvöldvaka var í Skúlagarði
kvöldið 11. maí, sem heimakon-
ur sáu um. Par voru mörg vönd-
uð skemmtiatriði og veisluföng á
boðstólum og var þetta hin besta
skemmtun sem endaði með Sam-
bandssöng norðlenskra kvenna,
en texti hans er eftir Laufeyju
Sigurðardóttur frá Torfufelli í
Eyjafirði en höfundur lags er
Björg Björnsdóttir Lóni í Keldu-
hverfi. Björg stjórnaði söngnum
af miklu öryggi, svo og öðrum
söng á kvöldvökunni.
Formannsskipti urðu á þessum
fundi. Elín Aradóttir Brún
Reykjadal, sem hefur verið for-
maður sl. 14 ár, lét af störfum og
í hennar stað var kosin Anna
Helgadóttir, kennari á Kópa-
skeri. Aðrar stjórn eru Sigríður
Hafstað Tjörn í Svarfaðardal og
Guðrún Óskarsdóttir Akureyri.
(Fréttatilkynning)
við verðum að safna að okkur
bókum, en það kemur allt með
tímanum.“
Sigríður P.: „Okkur langar
mikið til þess að geta haft opið í
ákveðinn tíma á hverjum degi,
þannig að þú vitir af því að þú
getur komið í kvennasmiðjuna
og sest þar niður annaðhvort einn
með sjálfum þér eða rabbað við
annað fólk.“
- Fóru undirtektirnar og þessi
fjöldi kvenna sem mætti á stofn-
fundinn ekki langt fram úr ykkar
björtustu vonum?
Sigríður P.: „Jú, svo sannar-
lega gerði fundarsóknin það.
Viðbrögðin eftir fundinn voru
líka góð, þá sögðu margar við
mann að þær hefðu ekki komist
og spurðu hvort þær gætu ekki
gengið í félagið seinna.“
Skilar heim betri konum
Af þessu spjalli og fjölda stofn-
félaga í kvennasmiðjunni í
Skagafirði að dæma er greinilegt
að þetta félag er komið til að
vera. Starfsemin hjá kvenna-
smiðjunni mun trúlega hefjast
áður en langt um líður hjá þess-
um eldhugum kvennastéttarinnar
og til marks um það er fyrsta
verkefni kvennasmiðjunnar, það
er að fá leikritið Sigrúnu Ástrósu
til Skagafjarðar og er búið að
koma því í kring svo að Skagfirð-
ingar geta bráðum farið á
leiksýningu sem kvennasmiðjan
stendur fyrir.
Að endingu fullyrtu þær stöllur
að kvennasmiðjan ætti örugglega
eftir að skila körlunum heim
betri konum, því ef maður finnur
sig í einhverjum félagsskap og
líður vel þá skilar það sér alltaf
heim til fjölskyldunnar.
Fimmtudagur 28. júní 1990 - DAGUR - 7
Veiðivöiur
útileguvörur
Eitt mesta
úrval
norðanlands.
Regnfatnaður,
hlífðarföt,
vöðlur og
veiðistígvél.
Við Leiruveg
Sími 21440
Ánamaðkar
og allt sem
þarf I
veiðiferðina.
Utvegsmenn!
Eigum á lager rækjutroll 1100 og 1400 möskva
spútnik.
Einnig dragnætur.
Nótastöðin Oddi
Símar 24466 og 23922.
Blóm í blíðu og stríðu
Viljir þú senda blóm til vina á höfiiðborgarsvæðinu
þá erum við til þjónustu reiðubúin
Krossar ★ Kransar ★ Kistuskreytingar ★
Samúðarkveðjur ★ Sendingarþjónusta
Blómahaíið, Stórhöfða 17 v/Gullinbrú, 112 R-vík, sími 91-671470
Blóm og gjafavara
Aiudýsendur
atiiiigíð
Skilafrestur auglýsinga sem eru 2ja dálka (10 cm) á
breidd eða smáauglýsinga er til kl. 11.00 daginn
fyrir útgáfudag, nema í helgarblað, þá er skila-
frestur til kl. 14.00 á fimmtudag.
Allar stærri auglýsingar og lit þarf að panta með
2ja daga fyrirvara. í helgarblað þarf að panta allar
stærri auglýsingar fyrir kl. 11.00 á fimmtudag.
augrlýsincradeilci,
sími 24222.