Dagur - 29.06.1990, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 29. júní 1990
Crawn Cfiidien
1 £ji'MngaSid
1 sk. jranskar.
Franskar stór sk
1 sk. sciíat...
1 sk. sósa ....
2 kjúklirujaóitar, jranskarj sósa; saíat og gos
Bamaharnborgari m/jrönskum og gosi........
Kórómóorgari m/jrönskum og gosi...........
Oséorgari m/jrönskum og gosi .............
Píta m/grœmmtij jrönskwn og gosi .........
Píta m/naatabujjij jrönskum og gosi.......
Píta m/kjúkkngasaíatij jrönskum og gosi ....
Píta m/jtskij jrönskum og gosi............
ójamanna... kr. 1266
4ramanna .. kr. 1688
5 manna ... .. kr. 2110
1,5 Cítrar af gosi jyítjja með
Skipagötu 12
Akureyri • Sími 21464
Komið
atmm
SkagaQörður:
Gróðursetningu
landgræðslu-
skóga að Ijúka
Gróðursetningu landgræðslu-
skóga í Skagafirði er nú að
verða lokið, aðeins er eftir að
setja niður örfáar plöntur á
Hólum í Hjaltadal. Solveig
Arnórsdóttir, forinaður átaks-
nefndarinnar í Skagafirði,
sagði við Dag að vel hefði
gengið að fá fólk í gróðursetn-
inguna, enda veður verið með
besta móti þar til undir það
síðasta.
Plantað var á þremur stöðum í
Skagafirði. í Varmahlíð voru
settar niður um 10.000 plöntur,
mest lerki en einnig birki og
bergfura. Par var sett niður í
rúma 20 hektara í nýrri girðingu
Skógræktarfélagsins austan í
Reykjarhólnum og voru það
aðailega ýmis félagasamtök sem
sáu um gróðursetninguna. Þó var
þann 19. júní auglýst gróðursetn-
ing og var mæting góð.
Á Hólum í Hjaltadal er verið
að ljúka við að setja niður um
36.000 plöntur og eru það að
stórum hluta birkiplöntur þó að
lerki og bergfura séu þar líka.
Plantað er í um 70 hektara sunn-
an við Víðinesána á svæði sem
nær niður að vegi. Möguleiki er
að meira verði sett niður, en í
upphafi áttu þetta að vera um
50.000 plöntur.
8000 plöntur fóru niður á
Sauðárkróki og þar var plantað í
svæði ofan við svokallað Hlíða-
hverfi næst Sauðá bæði lerki og
birki. Bæjarbúar unnu það verk
að mestu leyti á einni kvöld-
stund, en krakkar í vinnuskólan-
um kláruðu það. SBG
Hitaveita Akureyrar:
Minna borað,
meira mælt
Framkvæmdir á vegum Hita-
veitu Akureyrar í sumar verða
meira í átt til rannsókna frekar
en miklar boranir í nýjum
holum. Rannsóknir halda áfram
þar sem frá var horfið sl. sum-
ar inn við Botn og á Lauga-
landi á Þelamörk. Boraðar
verða tvær rannsóknarholur á
Laugalandi og eitthvað af
grunnum holum í iandi Botns
en ekkert verður um vinnslu-
holuboranir.
Sumarið hjá Hitaveitu Akur-
eyrar fer því meira í mælingar, en
síðasta sumar var mikið um bor-
anir á vegum veitunnar. Á öllu
síðasta ári fóru rúmar 3,9 millj-
ónir rúmmetra af vatni í gegnum
dælukerfi hitaveitunnar og að
sögn Magnúsar Finnssonar hjá
Hitaveitu Akureyrar fer dælingin
á þessu ári að öllum líkindum yfir
4 milljónir rúmmetra. Síðustu ár,
eða frá því markaðsátak veitunn-
ar hófst 1987, hefur aukningin
verið á bilinu 1-2% milli ára.
Átakið fólst í því að gera rafhita-
notendum tilboð um að breyta
sinni kyndingu yfir í hitaveitu.
Hitaveita Akureyrar á þó
nokkur ár í að slá vatnsnotkunar-
metið frá 1982 og sagði Magnús
Finnsson að með stækkandi bæ
yrði það met örugglega slegið fyr-
ir aldamót. -bjb