Dagur - 29.06.1990, Síða 9
Föstudagur 29. júní 1990 - DAGUR - 9
Vegna mistaka í prcntvinnslu síðustu KEA-fregna speglaðist mynd af nýjum
húsakynnum skipaafgreiðslu KEA á Togarabryggju og starfsmönnum
hennar. Að beiðni hlutaðeigandi birtir Dagur téða mynd rétta. Frá vinstri
Jón Arnþórsson, Gunnlaugur Guðmundsson, Gunnlaugur Frímannsson og
Jóhanna Gunnlaugsdóttir.
Akurey rarprestakall.
Messað verður í Akureyrarkirkju
n.k. sunnudag kl. II f.h.
Sálmar: 52-342-181-348-527.
B.S.
Messað verður á Dvalarheimilinu
Hlíð kl. 4 e.h.
B.S.
HVÍTASUnnUKIRKJM úskamshlíd
Sunnudagur 1. júlí kl. 20.00,
almenn samkoma. Ræðumaður Jó-
hann Sigurðsson.
Samskot tekin til kirkjubyggingar-
innar á ísafirði.
Fjölbreyttur söngur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn
trrSf'nl Hvannavöllum 10.
^^gj^Sunnud. 1. júlí kl. 19.30,
Kl. 20.00, almenn samkoma.
Flokkstjórarnir kvaddir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Föstudaginn útisamkoma kl. 16.00
ef veður leyfir.
Minningarkort Hjarta- og æðavernd-
arfélagsins eru seld í Bókvali og
Bókabúð Jónasar.
Minningarspjöld Minningarsjóðs
Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð
Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð,
Blómabúðinni Akri og símaafgreiðslu
F.S.A.
Nonnahús Akureyri, Aðalstræti 54
er opið daglega frá kl. 13.00-17.00
frá 4. júní til 1. september.
Friðbjarnarhús.
Minjasafn I.O.G.T., Aðalstræti 46,
Akureyri, verður opnað almenningi
til sýnis sunnudaginn 1. júlí n.k. og
verður húsið opið á sunnudögum kl.
2-5 e.h. til ágústloka.
Á kvisti Friðbjarnarhúss er uppsett-
ur stúkusalur og þar var fyrsta stúk-
an á íslandi, stúkan ísafold nr. 1,
stofnuð. Einnig er að sjá í húsinu
myndir og muni frá upphafi Regl-
unnar.
Sjón er sögu ríkari.
Verið velkomin í Friðbjarnarhús.
Guðrún Friðriksdóttir, sími 24371.
Gullbrúðkaup eiga í dag þau heiðurshjón Teitur Björnsson og Elfn Aradóttir
á Brún í Reykjadal. Þau hjón eru vel þekkt fyrir ötult starf að félagsmálum.
Teitur hefur m.a. verið fulltrúi á Búnaðarþingi og oddviti um 16 ára skeið.
Elín hefur m.a. verið um árabil í forystu fyrir Sambandi norðlenskra kvenna.
Börn þeirra eru Björn, skólameistari á ísafirði, Ingvar, læknir á Akureyri,
Ari, ráðunautur á Hrísum, Erlingur, bóndi á Brún, Sigríður, kennari í Kópa-
vogi, og Helga, húsmæðrakennari á Flúðum.
Á þessum tímamótum ætla börnin sex og barnabörnin ellefu að koma saman
hjá þeim Teiti og Elínu.
300 ný störf í hugbún-
aðariðnaði á fimm árum
Þróunarfélag íslands og Iðn-
lánasjóður í samvinnu við
Félag ísl. iðnrekenda hafa
nýverið lokið við úttekt á
íslenskum hugbúnaðarfyrir-
tækjum þar sem lögð var sér-
stök áhersla á að kanna mögu-
leika þeirra til úttlutnings. í
framhaldi af úttektinni var
boðað til fundar með hugbún-
aðarfyrirtækjum þar sem
helstu niðurstöður voru
ræddar.
Meðal athyglisverðra atriða
sem komu fram við úttektina má
nefna eftirfarandi:
★ Um 50 fyrirtæki munu vera
starfandi í hugbúnaðariðnaði
hér á landi. Einungis er átt við
sjálfstæð einkafyrirtæki, þ.e.
ríkisreknar stofnanir og tölvu-
deildir stórfyrirtækja eru ekki
talin með.
★ Meðalaldur þessara fyrirtækja
er einungis fimm ár og meðal-
starfsmannafjöldi er sex
manns. Að framangreindum
forsendum gefnum má segja
að á s.l. fimm árum hafi ísl.
hugbúnaðariðnaður skapað
um 300 ný störf.
★ Samkvæmt könnuninni er
áætlað að velta þessara fyrir-
tækja hafi verið um 750 millj-
ónir á s.l. ári. Laun eru talin
unr 60 til 70% af veltu fyrir-
tækjanna.
★ Fyrirtækin hafa lagt í umtals-
verða vöruþróun s.l. fimm ár.
Hjá þeim 14 fyrirtækjum sem
þátt tóku í könnuninni nam
þróunarvinna að meðaltali 5,3
ársverkum hjá hverju fyrir-
tæki. Miðað við að ársverk
kosti í dag 3 m. kr. nem-
ur heildarþróunarkostnaður
fyrirtækjanna í könnuninni
207 milljónum. Sé úrtakshóp-
urinn marktækur hvað þetta
varðar nemur heildarþróun-
arvinna þessara smáfyrirtækja
um 800 milljónum króna á
fimm ára tímabili.
★ Fyrirtækin eru almennt á háu
tæknistigi, starfsfólk er vel
menntað í forritun og hugbún-
aðargerð. Aðbúnaður er
almennt góður, tæki fyrsta
flokks og vel virðist fylgst með
tækniframförum.
* Að mati þeirra er könnunina
gerðu er helsta vandamál
fyrirtækjanna, að þau eru fjár-
hagslega veikburða og hafa
ekki yfir að ráða reyndu
starfsfólki til að annast sölu og
markaðsmál á erlendri grundu.
Að mati þeirra er stóðu að
könnuninni er athyglisvert
hversu mörg ný störf hafa hér
verið sköpuð í nýrri grein á ein-
ungis fimm árum. Þá er og eftir-
tektarvert hve óveruleg fjárfest-
ing er að baki hverju nýju starfi í
greininni. Ekki þarf að leggja í
miklar fjárfestingar varðandi
aðbúnað og framleiðslutæki, og
virðist hvert nýtt starf sem skap-
að er innan þessa sviðs einungis
krefjast lítils brots af því sem
þarf í öðrum greinum, þó ekki sé
minnst á stóriðju.
Á fundi með hugbúnaðarfyrir-
tækjum kom fram að aðstand-
endur þessara fyrirtækja eru
almennt sammála um að framtíð
hugbúnaðariðnaðar sé björt á ís-
landi. Greinin er talin eiga
örugga fótfestu á heimamarkaði.
Vandi greinarinnar er einkum
að fyrirtækin eru of smá til að
ráðast í kostnaðarfrekar
markaðsaðgerðir erlendis. Þá
kom fram að fyrirtækin eiga í
harðnandi samkeppni við ýmsar
ríkisreknar stofnanir sem að
undanförnu hafa byggt upp eigin
kerfisfræðideildir í stað þess að
kaupa þjónustu frá einkafyrir-
tækjum. Töldu ýmsir fundar-
menn að ríkið og ýmis stórfyrir-
tæki séu oftast að fá dýrari lausn-
ir með þessum hætti auk þess sem
erfitt sé að keppa við opinberar
hugbúnaðardeildir. Var talið
brýnt hagsmunamál að þessari
þróun sé snúið við og ríkisvaldið
geri frekar verksamninga við
sjálfstæð hugbúnaðarhús.
Ríkismat sjávarafurða:
Embættí fiskmats-
stjóra laust til
umsóknar
Embætti fiskmatsstjóra hjá Rík-
ismati sjávarafurða hefur verið
auglýst laust til umsóknar. Stað-
an er veitt til fjögurra ára í senn
og er umsóknarfrestur til 6. júlí
1990.
Halldór Árnason sem gegnt
hefur embætti fiskmatsstjóra frá
1. ágúst 1985 hefur verið ráðinn
verkefnisstjóri fyrir sérstöku
Gæðaátaki í sjávarútvegi frá 1.
sept. 1990. Hefur Halldóri Árna-
syni fiskmatsstjóra verið veitt
lausn frá störfum frá og með 15.
júlí 1990.
Dalvíkingar
Guðmundur og Valgerð-
ur verða til viðtals í Jón-
ínubúð milli kl. 16-18 á
laugardaginn 30. júní nk.
Komið og
ræðið við
þingmennina.
Framsóknarfélag
Dalvíkinga.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍ RTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1986
Hinn 10. júlí 1990 er níundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986.
Gegnframvísun vaxtamiðanr. 9 verðurfráog með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
__________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.259,55_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið
10. janúar1990 til 10. júlí 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgjahækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986
til 2905 hinn 1. júlí nk.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
innlausn vaxtamiða nr. 9 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1990.
Reykjavík, 29. júní 1990
SEÐLABANKIÍSLANDS