Dagur - 05.07.1990, Qupperneq 1
Akureyrarbær:
Auglýst aftur eftir
jafnréttisráðgjafa
- Ráðning að loknum sumarleyfum
Eins og kunnugt er auglýsti
Akureyrarbær fyrir nokkru
eftir umsóknum um stöðu jafn-
réttisráðgjafa fyrir bæinn.
Einn umsækjenda var ráðinn
en síðan gekk sú ráðning til
baka og er því enn ómannað í
stöðuna. Stefnt er að því að
auglýsa stöðuna aftur scinni
hluta sumars.
Töluvert er nú um liðið síðan
bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti jafnréttisáætlun fyrir
Akureyrarbæ og inni í þeirri
áætlun er ráðning sérstaks jafn-
réttisráðgjafa. Ekki hefur hins
vegar tekist að ráða í starfið enn
sem komið er.
Hin nýja jafnréttisnefnd Akur-
eyrarbæjar er nýtekin til starfa og
segir Hugrún Sigmundsdóttir,
formaður hennar, að staðan
verði auglýst að nýju en ekki fyrr
en seinni hluta sumars. „Það eru
allir í sumarleyfi núna en við
munum auglýsa aftur og leita
með logandi ljósi að jafnréttis-
ráðgjafa,“ sagði Hugrún. -vs
Lögreglan:
Allharður árekstur
á Akureyri
Allharður árekstur varð við
gatnamót Strandgötu og Hjalt-
eyrargötu síðdegis í gær.
Tildrögin voru þau að önnur
bifreiðin kom akandi vestur
Strandgötuna en hin kom úr
gagnstæðri átt og ætlaði að
beygja norður Hjalteyrargötu.
Vitnum ber saman um að bifreið-
Viðbygging
Safnahússins á
Húsavík:
in sem ætlaði að beygja hafi
stöðvað við gatnamótin við
Hjalteyrargötu, en síðan er hon-
um skyndilega ekið aftur af stað
og í hliðina á hinni bifreiðinni
sem þá er bein fyrir framan hana.
Bifreiðin hentist um 20 metra
eftir götunni og munaði minnstu
að hún hafnaði þar á húsvegg.
Ökumaðurinn var einn í bifreið-
inni og slapp með mar og
skrámur, og má telja mesta mildi
að ekki fór ver. GG
■í ' ■ -V \
Kunn aflaskip bundin við bryggju
Alls bárust
fimmtilboð
Böggvisstaðir:
Loðdýrabúi hugsanlega breytt
í sláturhús eða triáræktarstöð
- framkvæmdir
heQast í sumar
í gær voru opnuð tilboð í
viðbyggingu Safnahússins á
Húsavík. Alls bárust 5
tilboð, 4 frá Húsavík og eitt
frá Reykjnhverfi. Verið er
að ytirfara tilboðin, en
þeirri vinnu lýkur í dag.
Kostnaðaráætlun hönnuða
hijóðaði upp á rúmar 23,6
milljónir króna.
Þrjú tilboðanna voru ylir
áætlun og tvö undir. Tilboð
bárust frá Trésntiöjunni Borg
hf., Trésm. Fjalari hf.,
Noröurvík hf., Naustavör hf.,
öll frá Húsavík og síðan frá
Trésmiðjunni Rein í Reykja-
hverfi.
Samkvæmt útboðsgögnum á
að byggja kjallara og tengi-
byggingu við Safnahúsið á
Húsavík, ásamt frágangi á
tengibyggingunni og nýju and-
dyri við eldra húsið. Alls eru
þetta 540 fermetrar og eiga
framkvæmdir að hefjast í
sumar. Samkvæmt útboðinu
ciga verklok að vcra á næsta
ári. Ekki er ákveðið hvenær
afgangur viðbyggingarinnar
verður boðinn út. -bjb
Loðdýrabúið að Böggvisstöð-
um við Dalvík var nýlega sleg-
ið Landsbankanum fyrir 9,5
milljónir króna, en áður hafði
einn af fimm minkaskálum
búsins verið sleginn Stol'nlána-
deild landbúnaðarins fyrir 2
milljónir króna. Að Böggvis-
stöðum var starfrækt stærsta
loðdýrabú landsins.
Ljóst er að báðar þessar stofn-
anir vilja selja þessa eign ef um
semst, og hafa nokkrir aðilar sýnt
því máli áhuga. Rætt hefur verið
um að rífa skálana en selja húsið
undir hótel- og gistirekstur og er
þá verið að horfa til nálægðarinn-
ar við vaxandi skíðasvæði Dal-
víkinga.
Einnig hafa þeir bændur í
Svarfaðardal sem óánægðastir
voru með þá ákvörðun KEA að
leggja niður sláturhúsið á Dalvík
sýnt þessari eign áhuga, en inn í
þá umræðu blandast vangaveltur
um það hvort gamla sláturhúsið
yrði hugsanlega úrelt að hluta og
þá leyfð kálfa- og stórgripaslátr-
un þar tímabundið. Þessir bænd-
ur hafa litið svo á, að KEA geti
ekki tekið við úreldingabótum
fyrir sláturhúsið án þess að á móti
komi einhver þjónusta við bænd-
ur vegna aukins kostnaðar sem
þeir telja sig verða fyrir ef aka
þarf öllum sláturgripum til Akur-
eyrar.
Einar og Björgvin Hjörleifs-
synir á Dalvík hafa einnig verið
að athuga möguleika á því að
konta á fót ylrækt og/eða trjárækt
í Aálunum á Böggvisstöðum og
m.a. leitað til Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar um ráðgjöf. Sigurður
Sigmundsson hjá Iðnþróunarfé-
laginu segir að það sé nánast for-
senda þess að reka þar trjá-
plönturækt að það sé rekið af fag-
manni, þ.e. lærðum garðyrkju-
manni, og eins sé nú sérstakt
skógræktarátak í gangi, og við-
búið að talsverður samdráttur
verði í eftirspurn eftir trjáplönt-
un þegar því lýkur.
Einar Hjörleifsson segir könn-
un þeirra bræðra á algjöru frum-
stigi, en þeir vilja fara hægt af
stað og hugsanlega ekki nota
nema einn skála í upphafi ef af
þessu yrði. Skálarnir séu hins
vegar ekki mjög hentugir, bæði
þurfi að setja gróðurhúsagler á
skálann og svo þurfi að fækka
stoðum.
Ljóst er að ýmsir hafa áhuga á
einhvers konar starfsemi að
Böggvissstöðum, enda staðsetn-
ing að mörgu leyti hentug. GG
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri:
Valtýr formaður stjórnar
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra hefur skipað í
stjórn Fjórðungssjúkrahúsins á
Akureyri, og verður Valtýr
Sigurbjarnarson útibússtjóri
Byggðastofnunar á Akureyri,
formaður stjórnar.
Aðrir í stjórn eru Ársæll
Magnússon umdæmisstjóri Pósts
og síma, Kristín Hjálmarsdóttir
formaður Iðju og Björn Magnús-
sori forstöðumaður Fasteigna-
mats ríkisins í Norðurlandsum-
dæmi eystra sem voru tilnefnd af
Akureyrarbæ, og Friðrik Ingva-
son læknir sem tilnefndur var af
starfsfólki F.S.A.
Fyrir stjórninni liggur að ráða
framkvæmdastjóra fyrir F.S.A. í
stað Halldórs Jónssonar sem tek-
ur við starfi bæjarstjóra á Akur-
eyri um næstu mánaðamót.
Umsóknarfrestur um starfið rann
út 20. júní sl.
Stjórnarformaður taldi líklegt
að fyrsti fundur hinnar nýju
stjórnar yrði í byrjun næstu viku.
GG