Dagur - 05.07.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 5. júlí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Byggðastefha í verki
íslendingar standa á tímamótum í byggðaþróun.
Framvinda efnahags- og atvinnumála undanfarinna
ára hefur orsakað ójafnvægi í byggð landsins, og
margsinnis hefur verið varað við afleiðingunum ef
ekki verður gripið í taumana. Landsbyggðarfólk
spyr hvað sé til ráða, en fátt er um svör.
Hugtakið byggðastefna er því miður orðið að
hálfgerðu skammaryrði í íslenskri stjórnmálaum-
ræðu. Þeir sem þekkja til vita að raunhæf byggða-
stefna verður ekki framkvæmd nema með stjórn-
valdsaðgerðum. Það segir þó ekki nema hálfa sög-
una, því aðgerðir stjórnvalda virðast sífellt ráða
minna um þróunina. Önnur öfl verða stöðugt
áhrifameiri, og nægir að minna á stökkbreytingar í
fjármálalífi þjóðarinnar í því sambandi, og minnk-
andi áhrifamátt ríkisvaldsins í ýmsum greinum
efnahagslífsins.
Byggðastofnun sendi í fyrra frá sér skýrslu um
endurmat byggðastefnu. Þar er getið um nokkur
augljós merki um tímamót í byggðaþróun.
Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið nægilega
fjölmennt til að gegna hlutverki sínu, og hefur ekki
þörf fyrir meiri aðflutning fólks af landsbyggðinni.
Sjávarútvegur hefur þróast á þann veg að sífellt er
meira flutt út af óunnum afla, og skipum sem vinna
aflann um borð hefur fjölgað án þess að úr vinnslu-
getu í landi hafi dregið. Því er óhjákvæmilegt að
grundvallarbreyting verði á skipulagi útgerðar og
fiskvinnslu á næstu misserum.
Fjárfesting í sjúkrahúsum, skólum og heilsu-
gæslustöðvum hefur verið mikil, og í skýrslu Byggða-
stofnunar er talið að þjónusta á þessum sviðum
verði að teljast góð víða um land. Tæplega er að
vænta fleiri atvinnutækifæra af þeim vettvangi, en
sums staðar samdráttar í þjónustu, vegna fólks-
fækkunar.
Samgöngubætur valda því að stærri þéttbýlis-
kjarnar eflast á kostnað minni byggðarlaga. Þetta
er alþekkt, og er vöxtur verslunar og þjónustu í
Reykjavík skýrasta dæmið. Vegna yfirburða höfuð-
borgarsvæðisins í fólksfjölda myndast þar flest ný
atvinnutækifæri í þjónustugreinum.
Að lokum er bent á þá alkunnu staðreynd að
hefðbundinn landbúnaður mun halda áfram að
dragast saman, með tilheyrandi byggðaröskun og
til skaða fyrir þétbýliskjarna sem fyrst og fremst
byggja á þjónustu við hann. Reynslan af nýjum
búgreinum hefur ekki verið í samræmi við vænt-
ingar.
Staðsetning nýrrar stóriðju, álvers á suðvestur-
horni landsins, væri landsbyggðinni síst til fram-
dráttar. í Eyjafirði eins og á fleiri stöðum blasir við
að fjöldi fólks myndi flytjast á brott, og neikvæð
margfeldisáhrif hefðu alvarlegar afleiðingar fyrir
byggðarlagið, ekki síst Akureyri. Vonandi bera
stjórnvöld og aðrir aðilar sem einhverju ráða gæfu
til að efla atvinnulíf á Norðurlandi. Fólk vill sjá
byggðastefnu í verki, ekki á pappír. EHB
Séð heim að Reykjum í Hrútafirði.
Hótel Edda Reykjum í Hrútafirði:
„Stórir hópar, ættarmót og ráðstefiia“
- segir hótelstýran um sumarið
Ásrún Jónsdóttir hótelstýra (t.h.) og vinstri hönd hennar Ósk Ársælsdóttir
koklcur.
Að Reykjum í Hrútafirði er
eitt af sautján Edduhótelum
sem starfa á landinu í sumar.
Hótelstýra þar er Ásrún Jóns-
dóttir og er þetta fjórða sumar-
ið sem hún sér um reksturinn á
Reykjum, en þar hefur verið
starfandi Edduhótel um
margra ára skeið.
„Hér erum við með fasta hópa-
daga. Við fáum ákveðna hópa
bæði á föstudögum og mánudög-
um og síðan koma alltaf ein-
hverjir á iaugardögum líka. Af
einstaklingum er það að segja að
mikið er um að útlendingar gisti
hér, en íslendingarnir eru ekki
farnir að koma neitt að ráði enn.
Þeir koma samt alltaf töluvert í
júlí,“ segir Ásrún.
Á Edduhótelinu að Reykjum
eru starfandi níu manneskjur og
veitir víst ekki af því að gistipláss
á hótelinu er fyrir tæplega hundr-
að manns. Góð 25 metra útisund-
laug er við hótelið og einnig gufu-
bað. Síðan geta menn farið í
borðtennis ef þeir vilja. Að sögn
Ásrúnar er mikið um það að fólk
stoppi hjá þeim til að skreppa í
sund og skola af sér ferðarykið.
Er það aðallega þegar veður er
gott og sólin skín. Hótelið var
opnað 15. júní í ár, en á veturna
eru reknar skólabúðir í þessu
húsnæði.
Ásrún segir að mest sé um það
að fólk sé bara yfir eina nótt á
hótelinu, en þó komi fyrir að
eldra fólk gisti lengur.
„Rólegast er hjá okkur um
miðjan daginn, því að fólkið
kemur yfirleitt á kvöldin og fer
síðan snemma á morgnana. Það
er svo sem ágætt því að þá fáum
við tíma til að þrífa.
Sumarið lítur vel út og fjöldi
gistinátta verður mikill. Við
verðum með marga stóra hópa og
nokkur ættarmót, síðan verður
hér ein ráðstefna í lok ágúst og
þegar henni er lokið skellum við í
lás og lokum þetta árið,“ sagði
Ásrún Jónsdóttir, hótelstýra að
Reykjum í Hrútafirði, að lokum
þegar Dagur hitti hana að máli í
síðustu viku. SBG
Forsætisráðherra skipar nefnd þingmanna:
Á að yfirfara og endursemja frumvarp
til laga um Stjómarráð íslands
Forsætisráðherra hefur skipað
nefnd þingmanna til þess að yfir-
fara og endursemja frumvarp til
laga um Stjórnarráð íslands sem
lagt var fram á 112. löggjafar-
þingi 1989-1990 en varð ekki
útrætt.
í nefndinni eiga sæti alþingis-
mennirnir Páll Pétursson, sem
jafnframt er formaður nefndar-
innar, Eiður Guðnason, Margrét
Frímannsdóttir, Guðmundur
Ágústsson, Ólafur G. Einarsson,
Birgir ísleifur Gunnarsson og
Danfríður Skarphéðinsdóttir.
Með • nefndinni starfar Jón
Sveinsson aðstoðarmaður for-
sætisráðherra, en hann var for-
maður nefndar er samdi fyrra
frumvarp um Stjórnarráð
íslands. Nefndinni er heimilt að
ráða sér starfsmann.
Áhersla er lögð á að í frum-
varpinu verði staða einstakra
ráðuneyta og stjórnarráðsins í
heild styrkt í stjórnarkerfinu
með því að sameina ráðuneyti og
fækka þeim. Jafnframt verði
stuðlað að hagræðingu og sparn-
aði í stjórnsýslu ríkisins m.a.
með því að færa til og sameina
skyld verkefni ráðuneyta. Skal
nefndin í störfum sínum kynna
sér undirbúningsvinnu fyrra
frumvarps og fara yfir umsagnir
sem borist hafa um málið.
Ætlast er til að nefndin skili til
forsætisráðherra endurskoðuðu
frumvarpi um Stjórnarráð
íslands fyrir 20. október 1990.