Dagur - 05.07.1990, Page 7

Dagur - 05.07.1990, Page 7
Fimmtudagur 5. júlí 1990 - DAGUR - 7 Líkan af Gaukstaðaskipinu og teikningar sem sýna skipasmíði til forna. Mynd: SS ***** sem hafa fundist; spori, hnífur, hespa, brýni, slípisteinn, eld- sláttusteinn, perla, snældusnúð- ur, tafla úr hnefatafli, steinkerald og fleira. Þórslíkanið er ráðgáta Granastaðir munu hafa byggst strax á fyrstu árum byggðar í landinu en bærinn fór í eyði í lok 10. aldar. Við uppgröft hafa m.a. komið í ljós tvö athyglisverð jarðhýsi og er annað þeirra full- grafið. Má segja að það sé ein- stakt á Norðurlöndunum, en þetta jarðhýsi er fyrsta íveruhús landnemans á meðan hann var að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Síðar reisti hann skála, sem nú er Guðný Gerður við stcinkerald úr ummynduðu súru gjóskubergi, en keraldið fannst að Granastöðum. Það var grafið niður í skálagólfið upp við hellulagða þró. Mynd: SS á lokastigi rannsóknar. Lítum næst á fjalir frá Möðru- felli í Eyjafirði. Lítið hefur varð- veist af fornum húsviðum á ís- landi en útskurðurinn á fjölunum frá Möðrufelli bendir til að þær séu frá lokum 10. aldar. Kenn- ingar hafa verið settar fram um að fjalirnar séu úr skála sem afkomandi Helga magra byggði. Einn er sá gripur á sýningunni Landnám í Eyjafirði sem er fræðimönnum enn hulin ráðgáta. Þetta er Þórslíkan frá Eyrarlandi, afsteypa sem gerð er eftir frum- mynd sem er varðveitt í Þjóð- minjasafni íslands. Þetta mannslíkan fannt að Eyrarlandi við Eyjafjörð árið 1815 eða 1816. J. Gudmann, kaupmaður á Akureyri, komst yfir gripinn og sendi hann Forn- gripasafninu í Kaupmannahöfn árið 1817. Þar var líkanið til 1830 en þá var það afhent Þjóðminja- safni íslands til varðveislu. í upphafi voru settar fram kenningar um að líkanið væri af Þór, hinum forna guði, og hafa fræðimenn af ýmsum þjóðernum aðhyllst þessa kenningu þótt aðr- ar kenningar um Eyrarlandslík- anið hafi líka komið fram. Krist- ján Eldjárn varpaði þeirri hug- mynd fram að þetta væri ekki goðalíkneski heldur hnefi úr hnefatafli. Hvað aldurinn varðar er varla hægt að skera úr um hvort líkanið sé frá seinni hluta 10. aldar eða fyrri hluta 11. aldar og gátan um Eyrarlandslíkanið er enn óráðin og verður svo uns full kennsl verða borin á manninn. Sýningin Landnám í Eyjafirði er opin á opnunartíma Minja- safnsins á Akureyri, kl. 13.30- 17.00, alla daga vikunnar til 15. september. SS Húsavík-Reykj ahlíð-Akureyri: Sumartónleikar að heflast Sumartónleikar verða haldnir í þremur kirkjum á Norð- austurlandi í júlí og ágúst og er þetta fjórða sumarið sem þess- ar tónleikaferðir eru farnar undir yfirskriftinni Sumartón- leikar. Aðgangur á þessa tón- leika er ókeypis og skulum við líta á dagskrána í sumar. Kolbeinn Bjarnason, flautu- leikari, og Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, hefja ferðina um næstu helgi. Þau verða nreð tón- leika í Húsavíkurkirkju 6. júlí, Reykjahlíðarkirkju 7. júlí og Akureyrarkirkju 8. júlí. Næstur í röðinni er Kristinn Árnason, gítarleikari. Hann heldur tónleika í Húsavíkur- kirkju 13. júlí, Reykjahlíðar- kirkju 14. júlí og Akureyrar- kirkju 15. júlí. Laufey Sigurðardóttir, fiðlu- leikari, og Elísabet Waage, hörpuleikari, standa fyrir næstu sumartónleikum. Þær verða í Húsavíkurkirkju 20. júlí, Reykjahlíðarkirkju 21. júlí og Akureyrarkirkju 22. júlí. Söngurinn hljómar við orgel- undirleik á tónleikum í lok júlí. Carola Bischoff, sópran, Margrét Bóasdóttir, sópran, og prof. Heinz Markus Göttsche, orgel, halda tónleika í Húsavíkurkirkju 27. júlí, Reykjahlíðarkirkju 28. júlí og Akureyrarkirkju 29. júlí. Sönghópurinn Hljómeyki slær botninn í sumartónleikana undir stjórn Hjálmars H. Ragnarsson- ar. Hljómeyki verður á ferð í Húsavíkurkirkju 3. ágúst, Reykjahlíðarkirkju 4. ágúst og Akureyrarkirkju 5. ágúst. Sumartónleikarnir í Húsavík- urkirkju (föstudaga) og Reykja- hlíðarkirkju (laugardaga) hefjast ávallt kl. 20.30, en tónleikarnir í Akureyrarkirkju (sunnudaga) hefjast kl. 17.00. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. SS Nokkuö hcfur fundist af vopnum frá víkingaöld, spjót, sverð og öxi. Þessir gripir voru oft listilega smíðaöir og skreyttir. Mynd: ss Slysavarna- konur Skemmtiferð verður farin í Hafnarfjörð og ná- grenni dagana 17.-19. ágúst. Ýmsir áhugaverðir staðir skoðaðir. Nánari upplýsingar veita: Margrét í síma 21742, Bergljót í síma 23540 og Unnur í síma 27295. Ath! Panta verður sæti fyrir 25. júlí. Leigumiðlun Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri Félagsstofnun óskar eftir herbergjum og íbúðum af öllum stærðum og gerðum á skrá. Leiguhús- næðið þarf að vera laust í ágúst. Félagsstofnun kemur á sambandi milli leigusala og leigutaka. Félagsstofnun útvegar ábyrgðartryggingu ef óskað er eftir. Huseigendur sem geta hugsað sér að leigja stúdentum við Háskólann á Akureyri hafi samband við skrifstofu Háskólans í síma 27855 á skrifstofutíma. Nánari upp- lýsingar veitir Edda Kristjánsdóttir. ’ ,-<r ý Hbl iTHfeÉ Raufarhöfn - nærsveitir Guömundur og Valgerður verða til viðtals sem hérsegir: Félagsheimilinu Raufarhöfn, föstudaginn 6. júlí kl. 20.30. “ Komið og ræðið við þingmennina Framsóknarflokkurinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.