Dagur


Dagur - 05.07.1990, Qupperneq 9

Dagur - 05.07.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 5. júlí 1990 - DAGUR - 9 Amnesty International: Samviskufangar Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli aimennings á máli þessara sam- viskufanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mannréttindabrotum á borð við þau, sem hér eru virt að vett- ugi. Islandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kort- um með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940. handtekin og margir voru drepnir fyrir andstöðu við þessa herferð yfirvalda. „Búlgarska“ nafn Hatibov er Belchin Perunov Perunov. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: President of the People’s Republic of Bulgaria Petar Mladenov Prezidentat na Narodna Repu- blika Bulgaria Blvd. Dondukov 2 Sofia Bulgaria haldi. Mariam Firouz er í Evin fangelsinu í Teheran. Hún er við slæma heilsu, þjáist af gigt og er hjartveik. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hún verði tafarlaust látin laus. Skrifið til: His Excellency Hojatoleslam Ali Akbar Has- hemi Rafsanjani President of the Islamic Rebublic of Iran The Presidency. Palestine Aven- ue Azerbaijan Intersection Tehran Iran Búlgaría: Enver Ahmedov Hati- bov; 46 ára gamall læknir af tyrk- nesku þjóðarbroti. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir njósnir. Enver Ahmedov Hatibov var handtekinn 5. júlí 1989 og þann 19. febrúar s.l. dæmdi héraðs- dómstóllinn í Shumen hann í 10 ára fangelsi fyrir njósnir. Hann var dæmdur skv. 104. grein hegn- ingarlaganna. Hann var sakaður um að hafa upplýst erlenda aðila um „ríkisleyndarmál Alþýðulýð- veldisins Búlgaríu er snertu skipulag, starfsemi og tækjaeign njósnadeildar innanríkisráðu- neytisins (MVR).“ Enver Hatibov var einnig sak- aður um að hafa á árunum 1987 og 1988 ljóstrað upp um njósnara innanríkisráðuneytisins og látið erlendum aðilum í té upplýsingar þar að lútandi. Einn þessara erlendu aðila var Yusuf Mutlu, sem er af tyrknesku bergi brotinn. Hann yfirgaf Búlgaríu 1978 og flutti til Tyrklands og er nú tyrkneskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann heimsötti Búlgaríu í júlí 1989. Yusuf Mutlu var leiddur fyrir rétt á sama tíma og Enver Hatibov og dæmdur í 12 ára fangelsi skv. 104. grein hegningarlaganna. Amnesty hef- ur lýst áhyggjum sínum yfir dómsúrskurðinum vegna þess að á þessu tímabili tók innanríkis- ráðuneytið þátt í mannréttinda- brotum gagnvart fólki af tyrk- neskum uppruna. Ráðuneytið stóð fyrir herferð þar sem þetta þjóðarbrot var neytt til að sam- lagast búlgörsku þjóðinni, en nú viðurkenna stjórnvöld að her- ferðin hafi verið ólögleg. Her- ferðin hófst í desember 1984. Tyrkir þurftu að afsala sér islömskum nöfnum sínum og taka búlgörsk upp í staðinn, bannað var að tala tyrknesku og ýmsir islamskir siðir voru bann- aðir. Hundruð manna voru fran: Mariani Firouz; rithöfund- ur og þýðandi. Hún er á áttræðis- aldri og hefur setið í fangelsi frá árinu 1983 vegna stjórnmálaþátt- töku. Mariam Firouz var handtekin í apríl 1983 ásamt tugum annarra sem stóðu í fararbroddi íranska kommúnistaflokksins. Flokkur- inn var bannaður skömmu eftir handtökurnar. Kommúnistaflokkurinn var sakaður um að hafa í hyggju, í samvinnu við Sovétríkin, að steypa af stóli hinni islömsku ríkisstjórn írans. Leiðtogar flokksins voru pyntaðir og neyddir til að játa á sig njósnir og aðra ólöglega starfsemi. Ríkisstjórn írans hafði þá stefnu að þagga niður í öllum skoðanaskiptum utan klerka- stéttarinnar og var íranski kommúnistaflokkurinn leystur upp. Þúsundir pólitískra fanga, þar á meðal mörg hundruð sam- viskufangar, voru tekin af lífi í kjölfar byltingarinnar í íran. Nokkrir hópar gripu til vopna gegn klerkastéttinni en kommún- istaflokkurinn studdi Ayatollah Khomeini sem leiðtoga þar til flokkurinn var leystur upp. Mariam Firouz var forseti Lýð- veldissamtaka íranskra kvenna. Hún skrifaði greinar um bók- menntir og málefni kvenna í flokksblöð og þýddi fjölda franskra bókmenntaverka á skál. Hún sat í þrjú ár í varðhaldi, oft í einangrun, áður en hún var leidd fyrir islamskan byltingar- herrétt. Málareksturinn féll ekki að alþjóðalegum reglum um sanngjörn réttarhöld og var Miriam dæmd til dauða árið 1986. Dómurinn var síðan mild- aður. Ekki er vitað til fullnustu fyrir hvað hún var ákærð. Hún hafði engan rétt til að áfrýja dómsúrskurði og hún hefur ekki haft aðgang að lögfræðingi allan þann tíma sem hún hefur verið í Indónesía: Agil Riyanto bin Darmowiyoto er frá Brebes á eyjunni Jövu. Hann stundar laga- nám og alifuglarækt, en í apríl 1987 var hann dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir niðurrifsstarfsemi. Agil Ryanto var í hópi sjö ungra múslima sem handteknir i voru fyrir niðurrifsstarfsemi árið 1987. Þeir voru sakaðir um þátt- töku í hópi múslima sem nefnist usroh, en megintilgangur þess hóps er að stuðla að aukinni meðvitund múslima um islamsk- ar kenningar og lög. Rúmlega 40 félagar í usroh hópnum hafa ver- ið leiddir fyrir rétt á Jövu frá árinu 1985, sakaðir um að stefna að stofnun islamsks ríkis í Indó- nesíu og grafa þannig undan ríkisstjórn landsins. Flestir hafa verið dæmdir í 4-15 ára fangelsi. Við réttarhöldin yfir Agil Riyanto fullyrti ákæruvaldið að hann hefði gagnrýnt hugmynda- fræði ríkisins, Pancasila, og sak- aði hann um að hafa reynt að koma á fót liðskjarna sem tilbú- inn væri að reiða af hendi fé og deyja fyrir trúna. Agil neitaði þessum ásökunum og sagðist aðeins hafa flutt fyrirlestra um trúarleg efni eins og bænir, föstu, skatta og pílagrímsferðir. Vitni staðfestu að hann hefði hvorki rætt um stjórnmál né véfengt stjórnarskrána og Pancasila. Eft- ir því sem lögfræðingur Agil Riyanto segir lagði ákæruvaldið engar sannanir fram fyrir að usroh hóparnir hefðu pólitískan tilgang eða að fyrirlestrar Agils hefðu vakið óróa í þjóðfélaginu. Hvorki Agil Riyanto né félagar hans fengu að hafa lögfræðinga hjá sér við yfirheyrslur. Allmarg- ir sakborningar og vitni sögðu að þær yfirlýsingar sem lesnar voru upp við réttarhöldin hefðu verið neyddar upp úr viðkomandi. Er lögfræðingur Agils kvartaði yfir því að dómarinn beitti þrýstingi til að svara ekki spurningum sem Auglýsendiir auiugíð Skilafrestur auglýsinga sem eru 2ja dálka (10 cm) á breidd eða smáauglýsinga er til kl. 11.00 daginn fyrir útgáfudag, nema í helgarblað, þá er skila- frestur til kl. 14.00 á fimmtudag. Allar stærri auglýsingar og lit þarf að panta með 2ja daga fyrirvara. í helgarblað þarf að panta allar stærri auglýsingar fyrir kl. 11.00 á fimmtudag. auglýsingadeild, sími 24222. hann lagði fram í réttinum var honum skipað að yfirgefa réttar- salinn og réttarhöldin héldu áfram án hans. Agil Riyanto sagði frá því í réttinum að yfirlýs- ing hans hefði verið samin af þeim sem yfirheyrðu hann og hann hefði mátt sæta barsmíðar á meðan hann var í varðhaldi. Nýlega var hann fluttur í fang- elsi á eyjunni Nusukambangan, sem er langt frá heimili hans og fjölskyldu. Eyjan er ekki byggð að öðru leyti en því að þar eru fjögur fangelsi. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus og án skil- yrða. Skrifið til: President Suharto Bina Graha Jalan Veteran 17 Jakarta Indonesia Til leigu eða sölu er 2., 3. og 4. hæð að Glerárgötu 28. Einnig iðnaðarhúsnæði að Hvannavöllum 12. Upplýsingar gefur Aðalsteinn Jónsson í síma 21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn. AKUREYRARB/€R BREKKUKOT Skóladagheimilið Brekkukot, Brekkugötu 8, tekur til starfa 1. september n.k. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. ágúst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistardeildar, Eiðsvallagötu 18. Upplýsingar í síma 24600. Dagsvistarfulltrúi. Skrifstofustjóri Óskum eftir að ráða skrifstofustjóra á skrifstofu Hríseyjarhrepps. Starfssvið: ★ Staðgengill sveitarstjóra. ★ Umsjón með bókhaldi hreppsins. ★ Reikningsgerð og innheimta. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi viðskiptamennt- un og/eða reynslu í bókhaldi. Upplýsingar aðeins á skrifstofu okkar. □□□□RÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 Skrifstofustarf laust til umsóknar Viðkomandi starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Eyfirska sjónvarpsfélagið h.f., Grundargötu 1, sími 27400. Við auglýsum eftir fóstru eða starfsmanni sem þarf að geta tekið til starfa í haust. Einnig bráðvantar okkur starfsmann í afleysingar. Upplýsingar á staðnum. Hlíðarból v/Skarðshlíð:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.