Dagur - 07.07.1990, Síða 3

Dagur - 07.07.1990, Síða 3
Laugardagur 7. júlí 1990 - DAGUR - 3 fréftir Endurbætur á umboðsmannakerfi Vífilfells: „Þjónusta við Siglfirðinga mun ekki minnka“ - segir Lýður Friðjónsson framkvæmdastjóri Nokkur urgur er í kaupmönn- um á Siglufírði vegna þeirrar ákvörðunar verksmiðjunnar Vífílfells, að Ieggja niður gos- drykkjaumboð sitt á Siglufírði og þjónusta Siglfírðinga þess í stað frá Sauðárkróki. Siglfirsk- ir kaupmenn hafa tekið hönd- um saman um að hætta að kaupa vörur frá Vífílfelli og vilja með því mótmæla því að missa starf úr bænum og einnig telja þeir að þjónusta við sig muni skerðast. Vífilfell hf. hefur unnið að því undanfarin 2-3 ár að endurskipu- leggja umboðsmannakerfi sitt úti á landi og var þessi aðgerð liður í því. Áður er búið að hagræða umboðsmannakerfinu á Aust- fjörðum og Vestfjörðum og í Eyjafirði með stofnun umboðs- skrifstofu á Akureyri. Lýður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Vífilfells, segir að sú krafa hafi komið fram fyrir nokkrum árum, að verð á gos- drykkjum yrði það sama á lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæð- inu. „Við byrjuðum á því að lækka verð á gosdrykkjum úti á landi verulega og í kjölfarið á því höfum við verið að reyna að ná einhverju af því til baka með sparnaði. Þetta var ekki mögu- legt í gamla umboðsmannakerf- inu, með mjög marga umboðs- menn og litla hagkvæmni. Þetta er 2-3 ára skipulagsstarf við að finna út hagkvæmustu flutninga- leiðir og annað en þetta verður maður bara að gera í rekstri í dag. Það verður að gera þessa hluti eins hagkvæmt og hægt er,“ sagði Lýður í samtali við Dag. Aðspurður um hvort þjónusta við Siglfirðinga muni skerðast, sagði Lýður það ekki vera. „Við erum boðnir og búnir til að selja þeim og veita þeim þá bestu þjónustu sem völ er á eins og ég tel að við höfum gert í gegnum árin. I>að er enginn kominn til með að segja að einungis verði farin ein ferð í viku með vörur, þær gætu allt eins orðið tvær. Petta er fyrst og fremst okkar viðleitni til að bæta þjónustuna Nýjung hjá Silfurstjörnunni hf. á Kópaskeri: Þróar kaldreyktan eldislax Silfurstjarnan hf. á Kópaskeri er um þessar mundir að þróa sig áfram með kaldreykingu á laxi og að sögn Björns Bene- dikssonar, framkvæmdastjóra, hefur nokkur hundruð kílóum af laxi verið slátrað í því skyni. Varan hefur verið kynnt hjá ferðaskrifstofum hérlendis og huga Silfurstjörnumenn að útflutningi á vörunni ef vel tekst til. Kaldreyking á laxi tekur meiri tíma en venjuleg reyking og lax- inn verður mun stinnari fyrir vikið. Björn sagði að þetta væri hinn besti matur og menn bjart- sýnir á að geta selt nokkurt magn af honum. Að öðru leyti er allt gott að frétta af Silfurstjörnunni hf. í sumar er búið að slátra 30 tonn- um af laxi og verður hann seldur aðallega á markað í Bandaríkj- unum. Fram að áramótum er áætlað að slátra 60 tonnum í við- bót af laxinum. Um áramót er síðan meiningin að hefja bleikjúslátrun, en Silfurstjarnan hóf bleikjueldi á síðasta ári. Vegna góðra aðstæðna hefur fyrirtækinu tekist að ná góðum vaxtarhraða hjá fiskinum og sem dæmi um það þá hefur sú bleikja, sem byrjað verður að slátra um næstu áramót, verið í kerjum frá síðasta sumri. Núna eru 200 þúsund laxar í eldiskerjum hjá Silfurstjörnunni og hálf milljón bleikjuseiða frá síðasta sumri, sem telst efni í 7- 800 tonn af matfiski. Aðstaða er fyrir 600 tonna ársframleiðslu hjá Silfurstjörnunni og stefnt að því að ná því á næsta ári. Silfur- stjarnan er með 14 stór eldisker og í allt 15 þúsund rúmmetra pláss. Að undanförnu hafa 26 manns verið í vinnu hjá fyrirtæk- inu og sagðist Björn Benedikts- son ná að halda því að mestu út árið. -bjb Eyfjörð: Sumarsýning í dag I dag stendur verslunin Ey- fjörö fyrir sumarsýningu frá kI.10-16. Meðal þess sem verð- ur til sýnis eru tjaldvagnar, fellihýsi, plastbátar og garð- húsgögn. Eyfjörð sýnir 7 gerðir af plast- bátum og eru þeir taldir ósökkv- anlegir, enda samþykktir af Sigl- ingamálastofnun. Og kosta frá kr. 50 þúsund. Á sumarsýningunni verður einnig kynning á grillmat frá Kjarnafæði og gosdrykkjum frá Sanitas frá kl. 13-17. Tölvufræðslan Alaireyri h.f. mun á komandi hausti eins og undanfama vetixr standa fyrir alhliða töhamámi ásamt námskeiðum í hefðbundnum greinum verslunar- og skrifstofustarfa. Námsskrá fyri r haustönn 1990 verðirr auglýst í ágúst. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34IV. hæð Akureyri, sími 96-27899. og gera hana hagkvæmari. Ég vona að þessar aðgerðir kaup- mannanna séu bara stundarfyrir- brigði, því ekki viljum við vera þess valdir að Coca-Cola unn- endur á Siglufirði fái ekki sinn drykk,“ sagði Lýður að lokum. -vs Sýsluheimsóknir forseta íslands: Vigdís á eftir 4 sýslur af 21 Á skrifstofu embættis forseta Islands fengust þær upplýsing- ar að frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti, fer ekki í neinar opinberar heimsóknir í sýslur innanlands í sumar. A.m.k. hefur fram að þessu ekki borist boð þess efnis og verður sjálf- sagt ekki, því slíkar heimsókn- ir eru undirbúnar með löngum fyrirvara. Vigdís á aðeins eftir að sækja heim fjórar sýslur. En Vigdís verður engu að síð- ur á faraldsfæti innanlands í sumar. Hún mun m.a. heimsækja hestamenn á Vindheimamelum og skáta við Úlfljótsvatn nú um helgina. Síðar í mánuðinum verður hún viðstödd 100 ára afmælishátíð verslunar á Hólma- vík. Sá háttur er hafður á opinber- um sýsluheimsóknum forseta íslands að boð þarf að koma frá viðkomandi sýslum eða sýslu- nefndum. Þær fjórar sýslur sem : eftir eru eru Skagafjarðarsýsla, Mýrar- og Borgarfjarðarsýsla, V-Skaftafellssýsla og Gullbringu- og Kjósarsýsla. Að baki eru því heimsóknir í 17 sýslur. -bjb Producc of lccland Produce of lceland enn meiri háttar 0STATILB0Ð nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum Áður kostuðu 3 dósiru.þ.bATfTkr., IIÚ 345 far.* um 25% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Tilboðið slenduitil 15. jiilí Producc of lceland stojö*° Tilvalið í ferðalagið!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.