Dagur - 07.07.1990, Side 6

Dagur - 07.07.1990, Side 6
f _ Rilfl&fl — 000 f 'ili'ii V iimBhicwne I 6 - DAGUR - Laugardagur 7. júlí 1990 ÚTQEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMl: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÚHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ferðamál í brenni- depli á Norðurlandi Þessa dagana er mikið um að vera í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Ferðamenn streyma þúsundum saman á landsmót hestamanna á Vindheimamelum, en áætl- að er að milli tíu og fimmt- án þúsund manns verði á mótinu um helgina. Þar af eru tvö til þrjú þúsund er- lendir ferðamenn. Landsmót hestamanna eru alltaf merkir viðburðir. Frá sjónarmiði hesta- mennsku og hrossaræktar markar hvert mót ákveðin þáttaskil og er ánægjulegt að fylgjast með þeim fram- förum sem verða í kynbót- um og ræktun, þótt deilur hafi sett skugga á málefni hestamanna undanfarin ár. íslensk hrossarækt á mikla framtíð fyrir sér, og landsmótið á Vindheima- melum verður án efa til að styrkja stöðu hennar sem búgreinar. Á stórmót hestamanna koma alltaf margir sem ekki eru beinlínis tengdir hestamennsku sjálfir. Mót- ið á Vindheimamelum er mikilvæg landkynning, en fyrir þá aðila í Skagafirði sem á einhvern hátt koma nálægt ferðamannaþjón- ustu er það mikil uppgripa- tíð. Á Akureyri eru staddir um eitt þúsund manns í tengslum við knattspyrnu- viðburði þessa helgi. Polla- mót Þórs og Sjallans hófst í gær á íþróttasvæði Þórs við Glerárskóla. Þar eru 19 lið skráð til keppni frá 17 félögum víðs vegar af land- inu. í tengslum við þetta mót eru á þriðja hundrað manns á Akureyri, og í sambandi við Esso-mót K.A. mun fleiri, ekki innan við sjö til átta hundruð manns. Þriðji merkistatburður- inn í ferðamálum á Norðurlandi þessa dagana er beint flug Svisslendinga til Akureyrar frá Zurich. Beina flugið er áætlunar- flug á vegum Ferðaskrif- stofunnar Nonna. Dagur greindi frá því í gær að ekki komi færri en 700 ferða- menn til Akureyrar með þessu flugi í sumar. Þá gefst Akureyringum og Norðlendingum hér sér- stakt tækifæri til að fljúga beint til Sviss. Sérstök ástæða er til að fagna þessu merka fram- taki Ferðaskrifstofunnar Nonna. Vonandi hefur hér verið lagður hornsteinn að beinu flugi milli Akureyrar og meginlands Evrópu, sem á eftir að eflast í fram- tíðinni. Verði það raunin er risastökk stigið í ferðamál- um á Norðurlandi og á Akureyri sérstaklega. EHB til umhugsunar Byggðastefnan og tvö hagkerfi Á síðustu misserum hefur því verið haldið fram að tvö hagkerfi séu að myndast í landinu. Markaðskerfi þróist á höfuðborgarsvæðinu meðan miðstýringu sé beitt í auknum mæli á landsbyggðinni. Atvinnulíf höfuðborgarsvæðisins byggist að miklu leyti upp á þjónustu. Þar eru stjórnarstofnanir og höfuðstöðvar banka staðsettar. Þar fer mestur hluti skólastarfsemi fram. Nánast allur innflutningur til landsins er stundaður frá suð- vesturhorninu. Þar eru flestar verslanir og áfram mætti telja þegar um afleidd störf af framleiðsluatvinnuvegunum er að ræða. Mestur hluti þeirra fer hins vegar fram utan þessa þéttbýlissvæðis, það er að segja á landsbyggðinni. Landbúnaðurinn í sveitum því hann verður ekki stundað- ur annars staðar og gert er út frá bæjum og þorpum á ströndinni einfaldlega af því að þaðan er hagkvæmast að sækja fiskinn á miðin. Mörgum er um megn að viðurkenna, að stór hluti undir- stöðu þess fjármagnsflæðis og þjónustulífs sem fram fer í fyrirtækjum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu á upptök sín og tilveru atvinnulífinu á landsbyggðinni að þakka. Af þeim skökum vakna spurningar um hvernig þeim sem njóta afurða annarra hefur tekist að þróa markaðskerfi á meðan aflamennirnir búa við miðstýringu og skömmtunar- vald. Eitt svar er ekki til við slíkum spurningum og verður að leita þeirra í þróun síðustu ára og jafnvel áratuga þegar árangur nýrra atvinnuhátta fór að hafa veruleg áhrif á mannlíf hér á landi. Togstreitan - varð til um aldamót Togstreitu milli byggða má rekja allt aftur til aldamóta er kauptún og þorp tóku að myndast utanum fiskveiðar. Þessi atvinna og byggðamyndun tók toll af sveitunum. Fólk fluttist burt. Býli fóru í eyði og margir hinna eldri sveita- manna horfðu með skelfingu á þróunina, einkum þegar búskapurinn gat ekki lengur keppt við nýja atvinnuvegi vegna peningamyndunar sem þar átti sér stað. Með árun- um hefur þessi togstreita síðan færst til og orðið á milli höfuðborgarsvæðisins við Faxaflóa og annarra byggða landsins. Þegar fiskiþorpin á ströndinni urðu að veruleika fór nokkur innflutningsstarfsemi að þróast þar. Um miðjan fjórða áratug aldarinnar var allur innflutn- ingur færður undir eina fámennisstjórn í Reykjavík og hef- ur tímabilið frá 1935 til 1960 oft verið nefnt haftaárin af þeim sökum. Með stofnun fjárhagsráðs og viðskiptanefnd- ar urðu allir að sækja innflutningsleyfi sín á Skólavörðustíg í Reykjavík og gefur auga leið að með slíku fyrirkomulagi fluttist innflutningsverslunin að langmestu leyti suður því innflytjendur urðu að vera í nábýli við úthlutunarvaldið til að tryggja að einhverjum umsóknum þeirra væri sinnt. Bygging landshafnanna raskaði einnig atvinnulífi því til- koma þeirra gerði bátum utan af landi auðveldara að stunda vertíðir fyrir Suður- og Vesturlandi í stað þess að styrkja aðstöðu þeirra í viðkomandi heimabyggðum. Framkvæmdir á vegum varnarliðsins hafa veitt fjár- magni í farveg atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu og dregið marga vinnandi hönd utan af landi. Stóriðjan í Straumsvík og bygging Breiðholtsins í Reykjavík komu síðar til og eiga einnig þátt í flutningi fólks og fjármuna af landsbyggðinni. Gengisskráning - ósamræmi við útflutningsverðmæti Fleira mætti nefna sem stuðlað hefur að neikvæðri byggða- þróun á íslandi og að öllum líkindum á sú stefna stjórn- valda á hverjum tíma, að skrá gengi krónunnar hærra en raunveruleg útflutningsverðmæti gera kleift, stærstan þátt í þeim peningaflutningi sem átt hefur sér stað frá fram- leiðsluatvinnuvegunum á landsbyggðinni til verslunar og þjónustustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Vegna gengis- stefnunnar hefur minna fengist fyrir afurðir sjávarútvegs- ins í íslenskum krónum en í raun kostar að afla þeirra og framleiða. Eigið fé atvinnulífsins hefur því eyðst við að brúa það bil sem myndast milli tilkostnaðar og söluverðmæta. Nú er hlutfall eigin fjár í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar komið niður í eins stafs tölu og orðið neikvætt í sumum greinum hennar vegna mikillar skuldasöfnunar. Skuldir - í stað tekna Vegna þess að sjávarútvegurinn fær ekki að framleiða fyrir tilkostnaði verður að brúa bilið annars staðar frá. Þegar eigið fé útvegsaðila þrýtur er þeim komið til bjargar með greiðslum úr sjóðum, hverju nafni sem þeir nefnast, og fyrirtækin láta skuldaviðurkenningu af hendi í staðinn. Slíkt rekstrarfyrirkomulag gengur að sjálfssögðu ekki endalaust og því þarf sífellt að bjarga þeim atvinnuvegi sem stendur undir nánast allri verðmætasköpun og vel- megun í landinu. Þessi rekstrarskilyrði sjávarútvegsins, atvinnuvegs landsbyggðarinnar gera það að verkum að miðstýringin verður óumflýjanleg. Þegar búið er að flytja tekjurnar burt þarf eitthvað að koma í staðinn til þess að Eftir Þórð Ingimarsson. starfsemin geti haldið áfram. Fjármagnsflutningurinn til baka fer því um hendur stjórnvalda í formi lánafyrir greiðslna og úthlutana úr sjóðakerfi hins opinbera. Hagnaður - undirstaða frjáls atvinnulífs Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðskiptalífið náð að skilja efnahagsbata eftir sig í heild sinni. Gjaldþrotahrinur er gengið hafa yfir eru fremur afleiðingar óstjórnar og vit- leysisgangs einstakra aðila en vísbendingar um að markaðs- búskapur geti ekki farið fram og myndað hagnað. Sá hagnaður sem atvinnustarfsemi á höfuðborgarsvæð- inu hefur skilað er undirstaða þess að frjálst atvinnulíf og markaðbúskapur hefur náð að þróast og festast í sessi. Ef sjávarútvegurinn byggi við þau skilyrði að vera sjálf- um sér nógur og þyrfti ekki sífellt að leita eftir aðstoð í formi opinberra fyrirgreiðslna má ganga út frá því vísu að aðstæður landsbyggðarinnar væru á annan veg. Byggðastefnan - hefur hún þá brugðist? Á árunum eftir 1970 varð nokkur vaxtarkippur á lands- byggðinni. Um 1976 var jafnvægi komið á fólksflutninga til höfuðborgarsvæðisins og til landsbyggðarinnar. Þetta jafn- vægi hefur hins vegar ekki náð að haldast. Þrátt fyrir yfir- lýsta byggðastefnu og aðgerðir til að halda hjólum atvinnu- lífsins gangandi út um land hefur öll þróun verið á þann veg að fólk og fjármagn hefur streymt til höfuðborgar- svæðisins. Það er því til umhugsunar af hverju byggða- stefnan hefur brugðist. Tilvist tveggja hagkerfa í landinu verður ekki skrifuð á reikning eins stjórnmálaflokks umfram annars. Stjórnmálamenn allra flokka hafa annað hvort gleýmt sér við björgunaraðgerðir eða ekki haft tíma til að athuga málin í víðara samhengi. Framkvæmd byggðastefnu er að ljúka við að skila af sér tveimur hag- kerfum í landinu. Þótt hugarfarsbreyting verði í stjórnmál- um þarf langan tíma til að snúa þeirri þróun, sem orðið hefur í atvinnuháttum og búsetu við. Enn er þó stund til stefnu. Til þess verður að miða gengi íslensku krónunnar við þau verðmæti sem útflutningurinn skilar. Til þess verð- ur að beina fleiri stofnunum stjórnkerfis og mennta út á landsbyggðina. Til þess verður að velja nýjum atvinnu- möguleikum stað utan byggðanna við Faxaflóla og á Reykjanesi. Ef framleiðsluatvinnuvegirnir á landsbyggð- inni verða færir um að skila hagnaði fylgir önnur starfsemi í kjölfarið og hagkerfin í landinu sameinast á nýjan leik.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.