Dagur - 07.07.1990, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 7. júlí 1990
f ■ wm
P-Ti: r‘vW •
á einni hæö.
4ra herbergja íbúð. Laus
5 herbergja ibúð á n.h. í tvíbýlis-
húsi.
FYRIRTÆKI j
Matvalalðnaði, upplýsingar á
skrifstofunni.
BORGARHLÍB:
4ra herbergja ibúð f svalablokk.
strax.
VESTURBERG, REYKJAVÍK:
4ra herbergja ibúð i góðu standi i
fjðlbýllshúsi i skiptum fyrir eign á
Opið alla daga M kl. 9-19.
Mkl. 14-16.
Fasteigna-Torgið
Glerárgötu 28, Akureyri
Sími: 96-21967
F.F. Féiag
Fasteignasala
Sölumaður: Björn Kristjánsson.
Neimasími 21776.
lur S. Jóhannsson, bdl.
Rafgeymar
09
hjólbarðar
Gott verð.
HLOÐUM
GEYMA
GEYMATEST
KYNNIÐ YKKUR VERÐIÐ
tómstundir
©\
íþróttir fommanna
Gúmmivinnslan hf.
RiMl.iilw.immi 1 Akureyri Simi 96-26776
íþróttaiðkun má án efa telja
eitt helsta tómstundagaman
manna og raunar eru margir
sem hafa atvinnu sína af henni.
Ekki er ætlunin að fjalla um þá
hlið íþróttaiðkunar hér, ein-
ungis „áhugamennskuna“ ef
svo mætti að orði komast.
Iþróttir sem tómstundagaman
er víðtækt hugtak og ógjörn-
ingur að gera því fullnægjandi
skil í stuttri blaðagrein. Því
verður látið nægja að fjalla um
afmarkaðan hluta þess að
sinni. Fyrir valinu varð við-
fangsefni sem ber yfirskriftina
„íþróttir fornmanna“ og er
ætlunin að forvitnast um það,
hvers lags íþróttir menn iðk-
uðu til forna á Norðurlöndum,
en plássins vegna verður stikl-
að á stóru.
Á öldum áður var óneitanlega
meira um að menn bæru vopn
heldur en tíðkast í nútímanum.
Enda komu vopn töluvert við
sögu ýmissa íþróttagreina í þá
daga. Má þar nefna skylmingar,
bogaskot og kastfimi. Að vísu má
finna íþróttagreinar í samtíman-
um sem svipar til þeirra en verk-
færi þau sem notuð eru í dag eru
fráieitt jafn voldug eða skeinu-
hætt eins og útbúnaðurinn sem
notaður var þá. Auðvitað gerðu
fommenn sér ýmislegt til dund-
urs vopnlausir, þeir iðkuðu sund,
hlaup, skrið, stökk, jafnvægis-
göngu, brattgengni, knattleika,
glímu og aðrar aflraunir og þann-
ig mætti lengi telja. Við skulum
Iíta nánar á nokkrar þessara
greina.
Skrið
Ein tegund skriðs kallast leggja-
hlaup og svipar því nokkuð til
skautaíþróttar vorra daga. Eigin-
lega skauta þekktu menn ekki í
fornöld en snemma á tímum tóku
Norðurlandabúar að iðka þá list
að renna sér á svellum með dýra-
leggi bundna undir fætur sér;
höfðu menn broddstaf mikinn í
höndum, stungu honum við svell-
inu og hrundu sér þannig áfram.
Til ísleggja völdu menn einkum
afturfótaleggi af hjörtum, naut-
um eða hestum. Voru þeir klofn-
ir að endilöngu, tilhöggnir í báða
enda og gerðir sem beinastir og
hálastir. Oftast voru boruð tvö
göt gegnum legginn og þvengir
dregnir í, til að binda mætti upp
um fótinn, að aftan og framan.
Þessi skriðfæri tíðkuðust um
öll Norðurlönd, þar til snemma á
öldinni sem leið og hér á íslandi
jafnvel langt fram yfir miðbik
aldarinnar. í gömlum ritum
sænskum er það nefnt að það hafi
verið algeng skemmtun meðal
Svía að fjölmenna til kapphlaupa
á skriðleggjum á hálum svellum
og var þá oftast keppt um verð-
launagripi, s.s. silfurskeiðar,
eirker, sverð og hesta.
Einfaldari tegund skriðu var
einfaldlega fótskriða. Það var
siður fjallvanra ferðamanna á
vetrum, er hjarn og harðfenni
þakti ójöfnur, að flýta för sinni
með því að leggjast á staf sinn og
renna sér fótskriðu niður brekk-
urnar. Þess konar Ieikni gat líka
komið sér vel í daglega lífinu,
eins og eftirfarandi verknaður
Skarphéðins Njálssonar, er hann
vó Þráin á Markarfljóti, ber með
sér: „Skarphéðinn hefur sig á loft
og hleypur yfir fljótið meðal
höfuðísa og stöðvar sig ekki og
rennir þegar af fram fótskriðu;
svellið var hált mjög og fór hann
svo hart sem fugl flygi. Þráinn
ætlaði í því að setja á sig
hjálminn. Skarphéðin bar nú að
fyrr og leggur til Þráins með
öxinni Rimmugýgi og kom í
höfuðið og klauf ofan jaxlana,
svo að þeir féllu niður á ísinn.
Þessi atburður varð með svo
skjótri svipan, að enginn kom
höggi á hann; hann renndi þegar
frá óðfluga."
Fang (glíma)
Fang eða fangbrögð í víðtækasta
skilningi var hver sú viðureign
vopnlausra manna, er þeir tókust
tökum og leituðust við að leggja
hvor annan að velli. Lausatök
eru það nú kölluð, þegar viður-
eignin er af handahófi og hver
beitir þeim tökum eða tilræðum
sem best verður komið við í
svipinn; í fornmálinu var það
nefnt ýmsum nöfnum, s.s. svipt-
ingar, ryskingar o.s.frv. í þrengri
merkingu tákna orðin fang og
fangbrögð reglubundna viður-
eign tveggja manna, er tókust á,
og voru til í fornöld tvær tegundir
reglubundinna fangbragða, sem
sé hryggspenning og glíma.
Hryggspenningu, sem við
bræðurnir kölluðum hrygg-
spennu í gamla daga er við tusk-
uðumst, kannast flesir við. Tveir
menn tóku hvor utan um annan
og spenntu saman höndum um
spjaldhrygginn, þannig að þum-
alknúinn á þeirri hendinni er
undir var, vissi inn í bakið á mót-
stöðumanninum. Aflið réð svo
mestu um úrslitin, bæði bak- og
handstyrkur, þótt lipurð og leikni
kæmu líka að góðum notum.
Þessi tegund fangbragða var
sameiginleg öllum Norðurlanda-
þjóðum. Hún var í miklum
metum, þegar á öndverðri vík-
ingaöldinni, sem aflraun er
nytsamleg þótti til æfingar
líkamskröftunum. í fornum sög-
um er oft getið um þessa íþrótt
og má sem dæmi nefna að í
íslenskum ævintýrasögum á 13.
og 14. öld eru hetjurnar löngum
látnar þreyta hryggspennu við
blámenn og berserki í augsýn
norrænna konunga. Leikslokin
urðu ævinlega þau, að hetjan
braut andstæðing sinn á bak aftur
yfir stein einn mikinn og upp-
þunnan, er reistur var á fangvell-
inum og nefndist fanghella.
Glíman, þessi gamla góða
íslenska glíma, hefur lítið breyst
í aldanna rás. Hún átti þó mun
meira fylgis að fagna í þjóðlífi
fornmanna en nútímamanna,
enda var hún gagnleg í tvennu til-
liti. Annars vegar var uppeldis-
þýðing hennar; hún miðaði mjög
til þess að gera líkamann styrkan,
fiman og þolgóðan til allrar
áreynslu og efldi hugprýði
manna, þrek og snarræði. Hins
vegar mátti hún koma að góðum
notum í lífsbaráttunni, þá er
hættu bar að höndum. Þess vegna
lögðu menn stund á fangbrögð
frá blautu barnsbeini.
Knattleikar
Það þótti mikilsvert atgervi með
fornmönnum að vera handviss
bæði til kasts og grips. Gerðu
menn sér far um að æfa þann fim-
leik á ýmsa lund. Menn skutu
sköftum hver að öðrum og hentu
Fornmönnum gat oft hlaupið kapp í kinn í íþróttaleikjum, eins og reyndar
nútímamönnum líka. Þessi mynd á að sýna þegar Gísla Súrssyni sinnaðist við
Þorgrím, er lið þcirra áttust við í knattleik.
þau á lofti. Menn skiptu um vopn
í hendi sér; köstuðu t.d. sverðinu
og skildinum báðum í senn í loft
upp og gripu það með hægri er
þeir höfðu áður í vinstri o.s.frv.
Urðu margir svo leiknir í því, að
þeir gjörðu það skeikunarlaust
með svo skjótri svipan, að varla
mátti auga á festa.
Ýmsar tegundir gripleika voru
iðkaðar til forna, sem kalla mætti
fyrirrennara knattleikanna. Ein
þeirra var hnútukast. í fyrndinni
var það títt er menn sátu að
máltíð, að kasta beinunum í
hrúgu á gólfið. Síðan fóru ein-
hverjir gamansamir menn að
kasta beinunum að einhverjum
gestanna, senda þeim hnútu, og
vita hvort karlmannlega væri tek-
ið á móti. Úr þessu varð alvana-
legt veislugaman; greip hver sem
best hann kunni og sendi aftur
hnútuna jafnharðan. í fornri
sögu er getið um brúðkaupsveislu
þar sem gestirnir tóku upp þann
leik, þegar þeir voru orðnir ölir,
að kasta hnútum að manni einum
sem þótti manna handfimastur.
Þá vildi svo bagalega til að ein
hnútan lenti í höfði sessunautar
þess handfima. Sá brást reiður
við og snaraði aftur hnútunni á
vanga þeim, er kastað hafði, með
svo miklu afli að höfuðið snerist á
bolnum. Brúðgumanum féll illa
að hann skyldi spilla friðnum og
berja á gestum hans, og skoraði
hann á hólm. Fer ekki fleiri sög-
um af þeirri veislu.
Knattleikar sem slíkir voru
afar vinsælir meðal fornmanna og
varðveittar eru heimildir um
margs konar tegundir knattleika.
Of langt mál yrði að fara nánar út
í þá, enda lítt frábrugðnir þeim
er börn iðka nú á dögum.
Aflraunir
Það væri til að æra óstöðugan að
telja upp allar þær tegundir afl-
rauna sem iðkaðar voru til forna,
enda mikið karlmennskumerki
að vera vel búinn afli. Ein er þó
skemmtileg grein aflrauna, sem
nefndist skinndráttur. Tveir
menn er þreyta vildu afl með sér,
tóku hvor í sinn enda á hráblautri
húð eða skinni, og sviptust á
standandi. Til að gera leikinn
áhættumeiri og átakanlegri fyrir
áhorfendur, stóðu aflrauna-
mennirnir stundum sinn hvorum
megin við eldstóna, þar sem bál
og glæður glottu við þeim geig-
vænlega, reiðubúin að verma
þeim er eigi gættu sín. Enda
gránaði þá gamanið og urðu lykt-
ir oft þær, að öðrum hvorum var
hnykkt fram á eldinn.
Lengra verður ekki farið að
sinni í umfjöllun um íþróttir
fornmanna og verður margt að
bíða betri tíma sem athyglivert
mætti teljast meðal þess sem
þótti dægrastytting fyrr á öldum.
-vs
Heimild:
Björn Bjarnason. Iþróttir fornmanna á
Norðurlöndum. Bókfellsútgáfan lif. 2.
útgáfa, Reykjavík 1950.