Dagur - 07.07.1990, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 7. júlí 1990
Laugardagur 7. júlí 1990 - DAGUR - 11
„Spurningin er frekar um vilja en peninga og manni gremst auðvitað hvað afgreiðslukerfið er óskap-
lega þungt í vöfum,“ segir Sammi um sundlaugina. Mynd: kl
Hann er afshaplega rólegur að sjá, tottar pípu T maKindum og rifj-
ar upp liðna tíma. Fótboltinn og allt umstangið T Kringum Tþrótt-
irnar, stráKarnir á Eyrinni, praKKarastriK T sKólanum ogallarteiKn-
ingarnar. STðan Kemur að myndlistinni fyrir alvöru, Tþróttahúsinu
T QlerársKóla og nýju sundlauginni. Já, þótt Samúel Jóhannsson
sé gamansamur á sinn væruKæra hátt þá hvessir hann stundum
augnaráðið og lætur sKotin fjúKa. Brot af þessari blöndu fáum við
T helgarviðtalinu T dag. V/iðmælandinn var landsþeKKtur marK-
vörður T Knattspyrnunni en nú er hann T eldlTnunni sem forstöðu-
maður Tþróttahúss og umdeildrar sundlaugar T Qlerárhverfi.
Samúel býr í húsi við Oddeyrargötu
ásamt eiginkonunni, Ragnhildi Ingólfsdótt-
ur, og „berserkjunum" þremur, Ingólfi,
Jóhanni og Atla Þór. Pau keyptu íbúðina
fyrir um þremur árum og er Sammi búinn að
taka hana ærlega í gegn. Hann byggði líka
veglegan sólpall en veðrið þennan júnídag
ieyfði ekki neitt sólarspjall þannig að við
settumst í eldhúskrókinn þar sem áður var
salerni.
- Sammi, hvenær manstu fyrst eftir þér?
Hann setti hljóðan um stund og svo virtist
sem fyrirætlun blaðamanns hefði tekist, þ.e.
að koma viðmælandanum strax í bobba svo
hann vissi hver réði ferðinni. En Sammi
þagði bara meðan hann kveikti í pípunni og
síðan svaraði hann með hægð:
„Ætli ég muni ekki fyrst eftir mér þegar
ég var nokkurra ára gamall í foreldrahúsum
á 2. hæð við Glerárgötu. Þá stóð ég þar í
eins metra háum glugga og pissaði út á stétt-
ina. Mamma hefur sennilega skroppið í
búðina og á meðan fór ég í þessa glæfraferð
og hefði hæglega getað fylgt á eftir bununni.
Af einhverjum ástæðum man ég eftir þess-
um atburði á undan öllum öðrum.“
Strákarnir á Oddeyrinni
Samúel er Akureyringur, fæddur 1946, og
alinn upp á Oddeyrinni. Hann segir að Eyr-
in hafi verið tvískipt á þessum árum, mörkin
voru við Eiðsvöllinn. Sunnan við hann var
sérstakt hverfi og norðan við í Norðurgötu
og Fjólugötu var annað hverfi.
„Þetta var ótrúlegt lið í Lundargötu og
Fróðasundi þar sem ég ólst upp, mest Þórs-
arar. Beggi skans og fleiri voru í næstu
húsum, en neðar á Eyrinni áttu Skúli
Ágústsson og þeir bræður heima, uxu upp
eins og liljur í grasinu. Móði var þarna líka
en KA-strákarnir voru í minnihluta. Manni
finnst það með ólíkindum að þarna á litlu
svæði voru nær allir strákarnir sem skipuðu
ÍBA-liðið í mörg ár; Drési, Guðni, Ævar,
Maggi, Sævar, Valsteinn, Móði, Skúli,
Eyvi, Gunni Aust, Jóndi og Númi.“
Sammi byrjaði auðvitað fljótt að sprikla í
boltaíþróttunum. Hann var spenntari fyrir
handboltanum í fyrstu og lagði það meira að
segja á sig að æfa með KA eitt sumar og fara
með þeim í keppnisferð til Færeyja þegar
handboltinn lá niðri hjá Þór. Hann þjálfaði
4. flokk aðeins 15 ára gamall og var þá í
handknattleiksráði. Þórsarar byggðu hand-
knattleiksdeildina upp á ný og Samúel lék
með þeim í 10-12 ár, en að sjálfsögðu var
hann þá líka á fullu í fótboltanum með Þór
og ÍBA. Hann byrjaði ekki í markinu held-
ur sem útispilari, en sumarið sem hann var
ekki í sveit ofreyndi hann fæturna við bolta-
spark í húsagörðum og þá fór Sammi í „ró-
legheitin“ í markinu. Hann lék lengi með
ÍBA í 1. deildinni en hætti fljótlega eftir að
ÍBA var skipt upp í Þór og KA og liðin hófu
keppni í 3. deild.
✓
„Eg var langt á undan Higuita“
- Við getum að sjálfsögðu ekki rifjað upp
allan markmannsferilinn en nokkur atriði
koma þó upp í huga mér. Varstu ekki ein-
hvern tíma svo frægur að verja vítaspyrnu
með bakhlutanum?
„Nei, það var ábyggilega ekki víti, en ég
man eftir þessum tilburðum í leik gegn ÍBK.
Pá var framherji þeirra kominn einn í gegn
og ég hreinlega sneri mér við og fékk bolt-
ann í mig. En það var dálítið skemmtilegt
þegar ég varði víti á Akranesi og heyrði lýs-
ingu á því í útvarpinu um leið. Pollarnir
voru komnir fyrir aftan markið og einhver
var með útvarp. Ríkharður Jónsson spilaði
enn með Skaganum, á annarri löppinni, og
hann tók vítið. Jón Ásgeirsson lýsti þessu
þannig: „Ríkharður spyrnir með vinstri en
Samúei ver með hægri.“ Menn vissu ekki
hvaða hægri hann átti við en ég náði boltan-
um með hægri fæti þegar ég var á leiðinni í
öfugt horn.“
Við ræddum dálítið um Heimsmeistara-
keppnina á Ítalíu, þótt hún komi málinu
kannski ekkert við, og Samúel sagðist hafa
fyigst sérstaklega vel með vftaspyrnukeppn-
inni í leik írlands og Rúmeníu. Hann veðj-
aði á hvort hornið leikmenn myndu skjóta í,
enda segist hann oft geta séð það á síðasta
skrefi vítaskyttunnar áður en skotið ríður af
— rætt við Samúel Jóhannsson um íþróttir, myndlist og umdeilda sundlaug
í hvort hornið skyttan ætlar að skjóta. „Það
er þægilegt að geta verið svona kiár heima í
sófa,“ sagði Sammi, sposkur á svip.
„Ég var iangt á undan minni samtíð sem
markvörður. Það sem Higuita, markvörður
Kólumbíu, hefur verið að gera á Heims-
meistaramótinu 1990 gerði ég 1967. Ég man
eftir a.m.k. tveimur leikjum sem ég greip
ósjálfrátt til takta sem betur hæfa útispilara
en markmanni. Það kom bolti inn í teig og
maður á eftir. Ég átti alla möguleika á að
taka hann upp en ég vippaði honum bara
upp í fangið og einu sinni lék ég á sóknar-
mann og allt varð brjálað. Sumir hefðu
keyrt á mig fyrir þessa framkomu ef þeir
hefðu verið á bíl.“
Fékk á sig 21 mark á 10 dögum
- Eru einhverjir leikir þér minnisstæðari en
aðrir?
„Það fer eftir því hvaða hlið málsins er
tekin. Mér finnst ógurlega merkilegt að hafa
leikið tvo Evrópuleiki og fengið 14 mörk á
mig þrátt fyrir að hafa varið eins og svín og
verið örþreyttur eftir leikina. Eftir að ÍBA
varð bikarmeistari 1969 lékum við tvo leiki
úti í Sviss 1970 og þeir fóru svona. Það sem
meira er, við spiluðum við Fram áður en við
fórum út og ég fékk á mig 21 mark á 10
dögum.“
Þrátt fyrir þessar ískyggilegu tölur sýndi
Sammi oft frábær tilþrif í markinu. Hann
hélt ávallt ró sinni og virtist stundum ætla að
svæfa mótherja sem komust einir inn fyrir
gegn honum.
- Notaðirðu einhverjar sálfræðibrellur í
þessum stöðum, maður gegn manni?
„Ég veit það ekki. Fyrstu árin hafði ég
passlega miklar áhyggjur af þessu og það
vantaði allan varg í mig, alla frekju. Mér
fannst það út í loftið að ég ætti að stjórna
stórspilurum fyrir framan mig eins og Jóni
Stefáns og fleirum. Þótt ég væri orðinn 18
ára var ég bara kríli í mér. Maður var eins
og sauður. Ég átti það til að bíða frekar og
freista þess að verja ef það var pressa á okk-
ur í stað þess að fara út í boltann. Ég var
bara syona seinþroska, en auðvitað kom
það fyrir að maður datt fyrir boltann. Síðar
fór maður að ná tökum á þessu og koma
framar þótt ég hafi aldrei farið eins langt og
Higuita, nema til að taka víti, sem ég gerði
stundum.“
- Þú hættir á besta aldri árið 1977. Finnst
þér það ekki synd?
„Jú, ég væri eflaust enn í markinu ef ég
hefði ekki farið svona illa í bakinu. Og þó.
Þetta var orðinn stanslaus vítahringur og ég
hélt að eitthvað væri að ef sá dagur liði sem
ég væri ekki kvalinn. Þessu var kippt í liðinn
fyrir nokkrum árum en þetta var orðin von-
laus barátta og ekkert annað hægt að gera
en hætta.“
Lifir ekki á gamalli frægö
Sammi átti skemmtilega endurkomu þegar
Manchester City lék á Akureyri nokkrum
árum síðar. Hann háði þá vítaspyrnukeppni
við hinn fræga markvörð Joe Corrigan og
sigraði eftirminnilega. Hann skoraði létti-
lega hjá tröllinu í tvígang, Corrigan spyrnti
boltanum út á Hólabraut í fyrri spyrnunni
en Sammi varði seinna skotið og var kallað-
ur „Corrigan-Killer“ eftir þetta ævintýri.
- Nú skulum við senn kveðja knattspyrn-
una en mig langar að biðja þig að lygna aft-
ur augum og segja að gullaldarlið IBA hafi
verið miklu betra en KA og Þór í dag.
„Nei, þú færð mig ekki til þess. Eg veit
um fólk sem hefur ekki farið á völlinn síðan
ÍBA var og hét sem hugsar svona en auðvit-
að hefur knattspyrnan batnað, þótt vissu-
lega hafi verið góðir einstaklingar í ÍBA og
liðið spilaði oft skemmtilega. En við sjáum
bara hvað gengi liðanna í Evrópukeppni er
miklu betra nú en áður fyrr. Menn gleyrna
því líka að auðvitað var ÍBA hampað meira
en KA og Þór nú. Þetta var eina liðið á
Norðurlandi í hópi þeirra bestu og menn
lögðu á sig mikil ferðalög til að sjá leiki með
ÍBA á Akureyrarvelli. Mér finnst fáránlegt
að bera þetta saman og hallærislegt að lifa á
gamalli frægð.“
Og Samúel veit hvað hann er að tala um.
Hann hefur fylgst með þróun boltaíþrótta
gegnum þjálfun, syni sína og starfið í kring-
um Þór og íþróttahúsið. Hann þekkir vel til
unglinganna og breytinga á þeirra háttum.
„Við fórum í bíó í gamla daga og þurftum
ekki að hugsa meira um það í hálfan
mánuð. Nú geta unglingar gert allt mögu-
legt. Ef þeim finnst ekki skemmtilegt í
íþróttum þá gera þeir bara eitthvað annað.
Én mér finnst mjög mikilvægt að krakkarnir
séu í íþróttum. Éf þeir eru ekki þar þá lenda
þeir í mötun og öðlast aldrei sjálfstæðan
metnað.“
Markvörður í myndlistinni
- Yfir í aðra sálma. Þú hefur haslað þér völl
í myndlistinni á síðustu árum, en hvenær
byrjaðir þú að teikna og mála?
„Ég teiknaði dálítið á unglingsárunum og
var einu sinni tekinn til fyrirmyndar í
skólanum í stærðfræðitíma. Þá voru
nemendur beðnir að þegja eins og Samúel
og teikna í bækurnar og leyfa þeim að
reikna sem vildu.
Krotið kom mér stundum í koll. I eitt af
fáum skiptum sem ég þorði að svindla á
skyndiprófi með því að krota ártöl í lófann
þá var prófið svo létt að ég var öruggur með
11 í einkunn. Ég skrifaði af kappi og lagði
höndina á borðið, en handarbakið var alltaf
rækilega myndskreytt á þessum árum. Svo
kemur kennarinn og lyftir upp hendinni.
Sennilega hefur hann fundið að ég stífnaði
upp því hann sneri henni við og ég fékk
núll. Þetta hefur alltaf verið dálítil brekka
hjá mér í sambandi við myndlistina.“
- Hvenær komstu fyrst fram sem mynd-
listarmaður?
„Fyrstu viðbrögðin sem ég man eftir voru
á skólasýningu í Gagganum þegar ég var 14
ára. Þegar ég kom sjálfur á sýninguna hitti
ég fólk sem var eitthvað að tala um mynd-
irnar mínar og ég varð skelfingu lostinn.
Það lá við að ég tæki til fótanna því mér
fannst mjög óþægilegt að vera orðinn áber-
andi.
En fyrsta sýningin kom svo 1980 eða ’81,
þá átti ég þrjár myndir á samsýningu í
Safnahúsinu á Húsavík. Svo var ég með
einkasýningu á Akureyri ’81 eða ’82. Þá
þurfti maður að búa sýningarsalinn til
sjálfur, verða sér úti um húsnæði og setja
upp ljósabúnað og allar græjur inni í Hafn-
arstræti. Þetta hefur ekkert breyst, nema
Gamli Lundur, en það væri bara til að æra
óstöðugan að tala um sýningaraðstöðuleys-
ið. Það er samt alveg með ólíkindum að það
skuli þurfa ellilífeyrisþega sem berst í bökk-
um til að standa í þessu (Jón í Gamla
Lundi).“
„Ég fékk útreið“
Veggirnir í íbúð Samúels skarta myndum
hans og teikningum, en Gunnar Orn og
Guðmundur Ármann fá einnig rými, svo og
ljósmyndir af gömlum Þórsurum. Víkjum
að viðtökunum sem Sammi fékk í Reykja-
vík.
„Við sýndum þrír í Norræna húsinu og
fengum passlega jákvæða gagnrýni. Það er
öllum mönnum hollt að fá hæfilega golu í
seglin en oflof er sennilega verra en allt
annað. Ég hef kynnst bæði jákvæðri og nei-
kvæðri gagnrýni, en íþróttirnar hafa kennt
mér það að maður verður að taka því sem er
sagt og skrifað.“
- Ég man eftir ægilega harðri gagnrýni
sem þú fékkst eftir sýningu í Reykjavík.
Hvenær var það?
„Já, ég fékk útreið eftir stóra einkasýn-
ingu í ASÍ-salnum. Gagnrýnin var rosaleg
og ég man eftir því að ég hitti kunningja fyr-
ir sunnan sem spurði mig: „Hvað hefurðu
gert þessum gæja?“ Honum fannst gagnrýn-
in svo persónuleg, sem hún vissulega var.
Ég lagði ekki upp laupana heldur reiddist og
sparkaði frá mér, en ég gerði það í gegnum
myndirnar.
Við ræddum þetta mál nánar en förum
ekki út í það hér. Samúel lýsti vinnubrögð-
um sínum og sagði að hann málaði fyrir
sjálfan sig. Þemað í myndum hans er erótík-
in og umhyggja, en hann segist ekki mála til
að koma tilteknum boðskap á framfæri.
Samúel hefur ekki verið ýkja áberandi í
myndlistinni að undanförnu en sýndi þó
teikningar í Gamla Lundi í fyrravor. Hann
var frá í hálft ár vegna bakveikinda og fór
síðan að gera upp íbúðina, þannig að tæki-
færin hafa verið færri en hann hefði kosið.
„Andlegu málin í rassgati
hjá okkur“
„Myndlistin gefur manni eitthvað eins og
aðrar listgreinar, fyllingu sem maður getur
ekki keypt. Þessi andlegu mál eru í rassgati
hjá okkur hérna fyrir norðan eins og ýmis-
legt annað.
Við segjum að Akureyri sé mikill ferða-
mannastaður, en höfum við nokkuð upp á
annað að bjóða en Lystigarðinn og svo
Mývatnssveit? Hvar eru tónlistin og mynd-
listin? Hvað Lystigarðinn varðar þá mætti
setja þar upp kaffitjald eða bjórstofu yfir
sumartímann svo túristarnir þurfi ekki að
liggja á gluggum flotta hússins sem er kaffi-
stofa starfsfólks. Nú, við getum ekki lengur
gert þarfir okkar fyrir 50 kall í Miðbænum
og verslanir kvarta undan ágangi.
Mér líst vel á hugmyndina með Gilið, að
breyta því í lista- og menningarmiðstöð með
kaffihúsum og tilheyrandi. Þetta gæti orðið
mikil sprauta fyrir Ákureyri."
Þarna vorum við komnir út í ferðaþjón-
ustu og önnur mál. Næst liggur leiðin út í
Glerárhverfi en undanfarin 12 ár hefur Sam-
úel verið húsvörður í íþróttahúsi Glerár-
skóla og ber nú titilinn forstöðumaður fyrir
íþróttahús og sundlaug.
- Sundlaugin er komin en nú vilja menn
heita potta, sólpall og frágang á lóðinni.
Hvernig standa þessi mál?
„í upphafi var miðað við litla kennslu-
sundlaug og hönnuðir voru bundnir af því.
Auðvitað máttu menn vita það að þegar
loks kæmi sundlaug í hverfið þá kæmi ekki
önnur á morgun, en menn þráuðust við að
hafa hana svona. Þegar almenningur fór að
nota hana kom strax í ljós að mikið vantaði
upp á að laugin gegndi því hlutverki.“
„Hallæri bak við hús eða
skemmtileg sundlaug“
Og Samúel heldur áfram.
„Það er fullur vilji fyrir því hjá mörgum
bæjarfulltrúum að koma þarna upp heitum
pottum og aðstöðu fyrir almenning. Fyrst
þessir aðilar eru búnir að samþykkja opnun-
artíma og starfsmannahald fyrir almenning
þá verður auðvitað að koma upp skikkan-
legri aðstöðu. Sundlaugin er mjög vinsæl af
barnafólki en það er frumskilyrði að ganga
frá lóðinni. Þrátt fyrir allt er ég viss um að
þessi aðstaða verður komin upp innan tíðar
þótt ekki fáist fjárveiting nú, enda er verið
að vinna í þessum málum.
Tökum eitt lítið dæmi. Ég benti á að það
væri þörf fyrir sólpall en framgangur málsins
var með ólíkindum. Þú sérð að ég er búinn
með minn! Málið var komið á góðan rek-
spöl í bæjarkerfinu, en hraðinn hefur senni-
lega verið of mikill því skyndilega varð allt
stopp.“
- Fékk laugin ekki óvenju neikvæða
umfjöllun þegar hún var tekin í notkun?
„Jú, hún lenti vissulega í neikvæðri
umræðu. Það var talað um skemmdarstarf-
Gulldrengirnir sem urðu Norðurlandsmeistarar 1965. Aftari röð f.v.: Guðni Jónsson, Magnús Jóna-
tansson, Gunnar Austfjörð, Anton Sölvason, Pétur Sigurðsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson. Fremri
röð f.v.: Steingrímur Björnsson, Valsteinn Jónsson, Samúel Jóhannsson, Ævar Jónsson og Páll
Jónsson.
semi, sem ekki er rétta orðið. Sturturnar
voru veigalitlar og ekki vel festar þannig að
þær gáfu undan við minnsta óhapp. Þetta
var rusl og fleira átti eftir að koma í ljós
þannig að starfsemin fór illa af stað og það
varð að loka sundlauginni fljótlega til að
ljúka framkvæmdum.
Aðkoman er líka kolvitlaus og menn gera
sér grein fyrir því. Það verður sett upp skilti
á suðurenda íþróttahússins og þar verður
væntanlega inngangurinn. Við höfum það í
hendi okkar hvort þessi laug verður bara
hallæri bak við hús eða skemmtileg sund-
laug. Hún getur orðið stórskemmtileg án
mikils tilkostnaðar. Spurningin er frekar um
vilja en peninga og manni gremst auðvitað
hvað afgreiðslukerfið er óskaplega þungt í
vöfum jafnvel þótt um smáatriði sé að
ræða.“
Sætti mig við álver
ef mengun verður engin
Samúel talaði um skort á ferskleika í
afgreiðslukerfinu en þetta væri þó aðeins að
breytast. Menn væru líka að átta sig á því að
Glerárhverfi væri líka á Akureyri, en hann
sagði að þó gæti verið nauðsynlegt að hafa
búandi bæjarfulltrúa í hverfinu. Hann sagð-
ist líka hafa búist við meiri pressu frá íbúum
í hverfinu.
- Það er ljóst að verkefnin eru mörg en
manni skilst að fjárlög bæjarins séu að
mestu rígbundin við fasta útgjaldaliði. Þurf-
um við ekki álver til að geta gert eitthvað
fyrir Akureyri?
„Komstu nú með stóru spurninguna!
Persónulega finnst mér það hroðalegt ef það
er ekki hægt að búa á þessu svakalega fína
svæði án þess að fá álver. Það er eiginlega
alveg bölvað. Menn setja sig of rnikið í þær
stellingar að ef álverið kemur ekki þá þýði
það dauða og djöful. Ef menn eru almennt
komnir í þessar stellingar þá verðum við
auðvitað að fá álver til að lifa þetta af, en
auðvitað er bull að sitja bara og bíða í stað
þess að gera eitthvað á meðan. Ég sætti mig
við þessa stóriðju ef menn geta sannfært mig
um að það sé engin mengun af henni. Ef
það er hins vegar einhver hætta á mengun
sem getur verið heilsuspillandi fyrir allt lif-
andi þá finnst mér það vont mál og þá mega
menn flytja í burtu mín vegna.“
Hér gefst ekki tóm til að prenta meira af
samræðum okkar Samúels. Eftir nokkrar
sviptingar um atvinnumál fórum við aftur í
íþróttirnar. Hann á þrjá arftaka á þessu
sviði. Ingólfur, Jóhann og Atli Þór eru allir
í handboltanum og sá yngsti og síðastnefndi
er einnig í fótboltanum, markvörður eins og
faðirinn. SS