Dagur


Dagur - 07.07.1990, Qupperneq 12

Dagur - 07.07.1990, Qupperneq 12
f ♦■ matarkrókur Hallfreður Örgumleiðason: Matarkrókur vikunnar: Hversdagsréttir Ilelenu Francis Helena Francis Edwards- dóttir er í matarkrók vik- unnar að þessu sinni. Hel- ena býður lesendum blaðs- ins upp á nokkrar upp- skriftir af því sem kalla mœtti hversdagsmat, réttum sem bœði eru fljótlegir, til- tölulega ódýrir og falla vel í kramið hjá yngri kynslóð- inni. Uppskriftin að kœfu- pœinu er hennar eigin hugarsmíð en skoski brauð- búðingurinn og pylsusnúð- arnir eru, eins og nafn brauðbúðingsins bendir til, sóttir á hennar heimaslóðir í Skotlandi. Lítum fyrst á kœfupœið, rétt sem er í senn ódýr og saðsamur. Kœfupœ Ca. 750 g bakaðar baunir 1 dós kindakœfa (270 g) 10 rneðalstórar kartöflur (soðnar og stappaðar) 1 stór laukur rifinn ostur Brytjið niöur kæfuna í smá- bita og setjið í eldfasta skál. Hellið baununum í skálina og stráið svo saxaða lauknum yfir. Hrúgið kartöflustöppunni ofan á, stráið svo rifnum osti yfir og bakið við 190-200 gráður þang- að til rétturinn er heitur í gegn. Fallegan lit má einnig fá á ost- inn með því að bregða fatinu undir grill í stutta stund. Bera má brúna sósu fram með þess- um rétti en Helcna segir þennan rétt njóta mikilla vinsælda á heimilinu. Skoskur brauðbúðingur 3 dl mjólk 15-20 g smjör eða smjörlfki 75 g brauð (helst franskbrauð) 170 g strásykur 2 meðalstór egg 4 matskeiðar sulta 1. Hitið mjólk ogsmjör í potti. 2. Þegar smjöriö er bráðnað skal bæta við brauðmylsnunni. Best er að rnylja brauðið niður í blöndunartæki, þá eru engir kögglar 3. Hrærið 50 g sykur sarnan við með skeið og takið pottinn af hitanum. 4. Skilja eggjarauðurnar frá og setja eggjahvíturnar í skál 5. Bæta rauðunum í brauð- blönduna. 6. Setjið í eldfasta skál og bak- ið í ca. 20 mín. þangað til búð- ingurinn er storknaður. 7. Smyrjið með sultu. 8. Þeytiö eggjahvíturnar þang- aö til þær eru stífar. Bætið við helmingnum af sykrinum sem eftir er (60 g) og þeytið þangað til hvíturnar eru stffar aftur. 9. Blandið afganginum af sykr- inum varlega saman við með skeið. 10. Hrúgiö marensblöndunni ofan á sultuna og bakið aftur í 5-10 inínútur. (Þangaö til oddarnir á marensinu eru ljós- brúnir). Einnig má bæta við nokkrum rúsínum í brauð- blönduna áður hún er sett í ofn- inn í fyrsta skipti. Þessi réttur er fyrir fjóra og tekur um 30 inín. að laga hann. Ofnhitinn skal vera 190gráður. Pylsusnúðar 1 plata smjördeig (ca. 750 g) 1 kg kjötfars Fietjið smjördegið þunnt út og skerið niður í bita, ca. 7x10 cm að stærð. Búið til „pylsur“ úr farsinu og leggið þvert á smjördeigsferninginn. Rúllið upp en athugið að loka ckki endunum. Bakið á plötu við 180 gráður í u.þ.b. 20 mín. eða þangað til snúðarnir cru orönir fallega brúnir. Athugið að stinga með gaffli á tveimur stöð- um í hvern snúð áður platan er sett í ofninn. Þessi uppskrift er mátulega stór ef nota á snúðana fyrr kokteilsnakk en hana má stækka og minnka að vild. Athugið að nota ekki tilbúnar pylsur - þá vcrða snúðarnir ekki eins góðir. Þá höfum við fengið hvers- dagsrétti Helenu. Hún hefur skorað á Michael John Clark, tónlistarkennara á Akureyri í næsta matarkrók og þar mun vera á ferðinni ágætur kokkur. JÓH Hallfreður er þreyttur á umhverfisverndarbrölti eiginkonunnar, sem felst m.a. í sunnudagsbíltúr upp á öskuhauga þar sem hún situr daglangt við sorpflokkun. ff9 P fm _ V.V* '-f:— v r.:, « ’ 12 - DAGUR - Laugardagur 7. júlí 1990 kannski ætlað að nota þær í nýjasta ofnréttinn. Ég myndi varla kippa mér upp við það. - Það er stórhættulegt að henda rafhlöðum. Þær menga umhverfið, hélt konan mín áfram. Hún reri tuldrandi í gráðið og virtist fallin í trans. - Það er umhverfismeng- andi hvernig þú lætur, sagði ég ■og reyndi að slá á létta strengi. Slíka léttúð hefði ég betur látið vera því nú ærðist hún endan- lega og fór að rifja upp hryll- ingssögur af dekkjum, pappír, rafgeymum, leysiefnum og öðru sorpi sem ég hafði hent á öskuhaugana. - Endurvinnsla, umhverfis- mengun, náttúra, endurmeng- un; þannig röflaði hún í sífellu. Ég hugsaði með skelfingu um þróunina í sorpmálum heimilisins. Konan safnar nú tómum mjólkurfernum, göml- um dagblöðum, eggjabökkum, jógúrtdollum og aðskiljanlegu sorpi í von um að þetta verði einhvern tíma endurunnið á Akureyri, sem auðvitað er borin von. Þetta ófremdarástand hefur varað síðan Heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu hófst og hef ég liðið miklar þrautir vegna þessa. Konan er alltaf á kafi við sorpflokkun þegar leikirnir hefjast í sjónvarpinu og skammirnar dynja á mér. Ég má auðvitað hvorki reykja né henda nokkrum hlut frá mér. Allán úrgang þarf að flokka sérstaklega. Ég er þolinmóður og blíð- lyndur dýravinur að eðlisfari en það keyrði fyrst um þver- bak þegar konan braust inn á salerni til mín þar sem ég sat í hægðum mínum við mikilvæga athöfn. - Hvert ætlarðu að láta þetta fara? spurði hún með þjósti og bénti á bakhluta minn sem flæddiýfir sálernisskálina. - Hvaö er þetta, kona! Má maður ekki (xxx) lengur? - Nei, ég ætla sko ekki að láta þig drepa allt dýralíf í Pollinum. Fjörurrtar eru orðn- ar méngáðár af öþverranum úr þér og nú skaltu gjöra svo vel að safna þessu saman og með- höndla sérstaklega. Mér var öllum lokið. Nú var þetta umhverfisbull komið út í öfgar og tímabært að kveða það niður. Ég hafði sætt mig við sorpflokkunina á heimilinu og sunnudagsferðirnar upp á öskuhauga þar sem konan rót- aði í ruslinu og skammaði mannfólkið. En að trufla mig í miðri athöfn er meira en ég læt bjóða mér. á ruslahaugum Rótað Góðan daginn, kæru lesendur. Sem betur fer þurfum við hjónin lítið að sjá um hið nöturlega garðkropp sem lam- ar heilu fjölskyldurnar yfir sumartímann. Af þessum sök- um eru frístundir fleiri en ella og nota ég þær óspart við að hugsa og rækta andann. Þessar frjálsu stundir hafa þannig eflt persónuleika minn en það sama verður ekki sagt um and- legt atgervi konu minnar. Því hefur farið stöðugt hrakandi og kenni ég þar um kolröngu áhugamáli og of löngum fjar- vistum frá heimilisverkunum. Þessi ómstríða elska er nefni- Iega orðin umhverfisverndar- sinni án þess að vita hvað í hugtakinu felst og held ég að hún hefði frekar átt að halda sig við uppvask og tiltekt. Auðvitað er ekkert rangt við það að bera umhyggju fyrir umhverfinu, viðkvæmri nátt- úru og þess háttar. Ég er ekk- ert hrifinn af kjarnorkuúrgangi í mannabyggðum og vil líka gjarnan hafa ósónlag fyrir ofan mig. Á hinn bóginn get ég ekki sætt við mig að fá ekki að lifa eðlilegu lífi fyrir öfgafullu umhverfisblaðri. Maður má ekki einu sinni láta frá sér sorp með eðlilegum hætti. Tökum bara dæmi frá hinu friðhelga heimili í Glerárhverfi. - Stopp! Þetta er óhæfa. Ég kæri þig fyrir morðtilræði, siðlausi karlafglapi. Konan frísaði af gerðshrær- ingu yfir ímynduðu voðaverki mínu, en það eina sem ég hafði gert var að taka rafhlöðurnar úr skáktölvunni og henda þeim í rusladallinn. Þetta er ofur venjuleg athöfn sem allir stunda. Foreldrar mínir hafa gert þetta, amma og afi og líka langafi. Reyndar átti hann ekki skáktölvu. Ég var einfald- lega að henda rafhlöðum líkt og öðru sorpi en konan hefur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.