Dagur - 07.07.1990, Síða 17

Dagur - 07.07.1990, Síða 17
efst í hugo Laugardagur 7. júlí 1990 - DAGUR - 17 í Af landsmótum og þýskum burgeisum Íþróttahátíð ÍSÍ, Landsmót skáta, Landsmót hestamanna, Landsmót UMFÍ. Hvað skyldu öll þessi mót eiga sameiginlegt? Jú, fyrir utan það að vera landsmót þá hafa þau öll farið fram siðustu daga, standa yfir um þessar mundir, eða eiga eftir að fara fram innan tíðar. Samkvæmt þátttökutölum á þess- um mótum lætur nærri að hátt í 20% þjóðarinnar hafi með einum eða öðrum hætti komið þarna nærri. Það gerir á milli 40 til 50 þúsund manns, sem hafa hlaup- ið, synt,stokkið, kastað, sparkað, buslað, leikið sér, riðið o.s.frv. Þar af, og síðast en ekki síst, hefur fólk horft á annað fólk hlaupa, synda, stökkva, kasta, sparka, busla, leika sér og ríða fögrum fákum á skagfirskri grundu. Það hefur verið sagt um landann að hann taki öll sín verkefni með áhlaupi og áorki margfalt á við kynsystkini sín er- lendis. Ef einhvern tímann hefur ekki verið hægt að sanna það, þá er það hægt nú í sambandi við öll þessi lands- mót og íþróttahátíðir. Það eru stórhuga menn sem standa á bak við þessar há- tíðir og fólk af öllum aldri tekur þátt. En það eru ekki aðeins íslendingar sem mæta á þessi landsins mót, því útlend- ingar úr öllum áttum láta líka sjá sig. Útlenskir skátar mættu í Úlfljótsvatn, útlenskir keppendur voru meðal þátttak- enda á Iþróttahátíð ÍSÍ og útlenskir áhugamenn um íslenska hestinn fjöl- menntu á Vindheimamelana. Hver var svo að tala um að aldrei væru alþjóðleg mót á (slandi? Það hefur verið skoðun undirritaðs að í himnalagi væri að sem flestir útlending- ar heimsæki Frón, svo framarlega sem hægt er að græða á þeim peningalega séð. Ekki veit ég hvort miklir peningar komu í kassann af erlendum skátum eða íþróttamönnum, en eitt er víst að Skagfirðingar græða á útlendingunum á Melunum. Þar eru aðallega á ferð þýskir burgeisar og barónar sem veifa þykkum seðlaveskjum, tilbúnir að greiða fúlgu fjár fyrir athyglisverða hesta, húsaskjól og aðra þá þjónustu sem þeir þurfa. Fengur er af slíkum gestum sem ekki spá í aurinn því viö höfum haft allt of mikið af „bakpokalýð" sem labbar eða hjólar um landið, borðandi kex og drekk- andi vatn úr lækjarsprænum. Þetta kall- ast kannski áróður, en er staðreynd engu að síður. Forystumenn ferðamála á íslandi þurfa að leita frekari ráða til að fá hingað fleiri erlenda ferðamenn sem eru góð- fúslega tilbúnir til að borga ríflega fyrir þá þjónustu sem í boði er. Landsmót hestamanna telst sjálfsagt undantekning hvað þetta varðar, en sem betur fer sjást þess merki að menn eru að vakna af Þyrnirósarsvefninum og snúa sér meira að „vænum“ ferðamönnum. En betur má ef duga skal. Björn Jóhann Björnsson. vísnaþáttur Fyrir mörgum árum heyrðist sú kenning flutt að breyta ætti hinu kuldalega nafni landsins okkar. Upp komu þessar vísur. Höf. ófundinn: Nú skal finna nýtt og flott nafn á þjóð og landið. Er ei Thule einkar gott útlenskunni blandið? Tískuorðum telja má tungur manna vanar, íslendingar yrðu þá allir Túlipanar. Hreiðar Pálmason fékk sviða- fótasendingu frá Akureyri og vísa fylgdi: Er sú gjöfin yfrið smá ætluð góðum vini. Kroppaðu þessar kjúkur frá Kristjáni Helgasyni. Karl Ágústsson var lengi starfsmaður Iðunnar á Akur- eyri. Hann sendi Sigurði frá Haukagili sérsmíðaða skó og lét vísu fylgja: Pó verðbólgunnar víkki dyr, versni í ári og lækki króna. Iðunn skaffar eins og fyr ódýrustu og bestu skóna. Kunningi Karls sagðist helst vilja fara ríðandi inn í eilífð- ina. Karl orti að bragði: Eilífðar á valinn veg vík úr lífsins glaumi, á þeim gráa ætla ég og með Jörp í taumi. Og enn kvað Karl Ágústsson: Nú er blik af sól um sjóinn sést þá fljótt í auða jörð. Þegar kominn þeyr í snjóinn, þokulaust um allan fjörð. „Meykerling“ sendi þættinum vísu og er ekki sammála Aðalsteini Ólafssyni um dimmu í göngum dyggðarinn- ar: Ávallt glöð minn arka veg ekki haldin pínum. Um dyggðagöngin dásamleg dilla ég skönkum mínum. Þuríður Bjarnadóttir ólst upp í Hellnaseli í Aðaldalshrauni. Síðar varð hún húsfreyja að Árbót. Hér birtast nokkrar vísur hennar: Ég er bundin bús við stjá, ber í lundu kvíða. Langar stundir líða hjá, lífsins undir svíða. Ég hef kafað kaldan snjó, kynnst við marga hrinu. Eg á ekki af neinu nóg nema mótlætinu. Tíminn líður, dagur dvín, dregur þrótt úr muna. Er á förum æska mín út í blámóðuna. Að mér þrengja ótal mein, ekki af miklu að taka þó að fljúgi ein og ein út í bláinn staka. Hjörleifur Jónsson á Gils- bakka hefur verið óvenju þungur á brún er hann kvað þessar: Nú er fremur illt í efni, orðið langt til næsta manns. Fyrir drottins dóm ég stefni djöflinum og þjónum hans. Kristindóminn mikils met ég á margan hátt og jafnvel finn að óvini mína elskað get ég alla nema djöfulinn. Ég var beðinn að „koma fram“ á samkomu. Svar: Efég færi, yrði það okkar beggja skaði því að ég er orðinn að útrissuðu blaði. Það er hart að hafa átt hjarta bak við drauminn, heyra svo þess hinsta slátt hverfa inn í glauminn. Næstu vísu orti Kristján Helgason á Akureyri. Áratuga elfan rann, eyðir dug hvert sporið. Éllin bugar aldrei þann sem á í huga vorið. Benedikt Valdemarsson frá Þröm kvað þessa hrollköldu vísu. Syngur tíðin sorgarlag sæld og blíðu dylur. Á mér nfðist nótt og dag norðanhríðarbylur. u Haraldur Hjálmarsson frá Kambi kvað næstu vísu: Flaskan oft mér leggur lið, læknar flestöll sárin. enda hef ég haldið við hana gegnum árin. Haraldur orti er maður veitt- ist að honum: Þessi kjáni þykist maður þó held ég hann sé það ekki. Hann er ekki ósvipaður öðrum kjána sem ég þekki. Laus staða Staða forstöðumanns Rannsóknastöðvar Skóg- ræktar ríkisins að Mógilsá er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1990. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 4. júlí 1990. AKUREYRARBÆR Frá Hitaveitu Akureyrar Vegna sumarleyfa verður starfsemi H.A. í lágmarki frá 14. júlí til 6. ágúst. Heimtaugar.verða ekki lagðar á þessum tíma. Tenginar verða framkvæmdar ef nauðsyn krefur. Bilanavakt verður með venjulegum hætti. Hitaveitustjóri. M Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Herðubreiðarlindir Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri, fyrirhugar ferð í Herðubreiðarlindir helgina 21.- 22 júlí n.k. ef næg þátttaka fæst. Gist verður í Þorsteinsskála í svefnpokaplássi. Ferðafélag Akureyrar mun aðstoða við skipulagn- ingu ferðarinnar og mun koma nánari auglýsing um hana í þriðjudagsblöðum. Stjórnin. Útsölu- markaður Opnum mánudaginn 9. júií kl. 13 útimarkað við Grænumýri 10. Höfum rnikið úrval af okkar vinsælu jersey-bóm- ullarbolum í mörgum litum og gerðum. Hlýra- bolir, toppar og ermabolir. Einnig náttföt, nátt- kjólar, svuntur og margt fleira. Allt á mjög hagstæðu verði. Ath. það er aðeins opið frá kl. 13 til 18 daglega. FATAGERÐIN ------------------------ . AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í byggingu á þjónustubyggingu við Víðilund 20. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofunni Form í Kaupangi v/Mýrarveg frá og með mánudeginum 9/7/90, gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Skilafrestur er til 20/7/90 og verða tilboðin opnuð á byggingadeild Akureyrarbæjar Kaupangi v/Mýrarveg kl. 11.00 þann dag. Akureyrarbær, byggingadeild.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.