Dagur


Dagur - 18.07.1990, Qupperneq 4

Dagur - 18.07.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 18. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR, GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttlr), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Krossanes og ábyrgð bæjarstjómarmnar Hluthafafundur í Krossanesi hf. hefur ákveðið að verksmiðjan skuli endurbyggð í smækkaðri mynd. Þar með hefur verið höggvið á hnút í málefnum Krossanesverksmiðjunnar, en undanfarnar vikur hefur ríkt óvissa um hvaða örlög biðu fyrirtækisins. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að ráðast í endurnýjun Krossanesverksmiðjunnar. Sigfús Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og stjórnarformaður Krossaness, sagði að menn hefðu haft um tvennt að velja. Hægt væri að láta verk- smiðjuna ganga í óbreyttri mynd í nokkur ár enn og fresta endurnýjun tækjakostsins. Hagnaður var búinn að vera af rekstrinum í mörg ár, og ekki útlit fyrir að hann minnkaði. Væri þessi leið farin frest- uðu menn þeim vanda sem myndi bresta á síðar; verksmiðjan yrði smán saman úr sér gengin og miklu þyrfti að kosta til að endurnýja hana að nokkrum árum liðnum. Hinn kosturinn, að ráðast í endurbætur strax og einnig framleiðslu hágæða- mjöls, var tekinn, með samþykki bæjarstjórnar. Akureyrarbær var ábyrgur fyrir skuldum sem hlut- ust af fjárfestingunni. Áætlun var gerð um framkvæmdir og hvað þær myndu kosta. Sú áætlun fór á annað hundrað millj- ónir króna fram úr sjálfri sér. Skuldirnar námu 700 milljónum króna um síðustu áramót, þegar verk- smiðjan brann. Sá misskilningur er algengur á Akureyri að brun- inn hafi orsakað vanda Krossaness. Þetta er ekki rétt nema að litlu leyti. Vissulega varð bruninn til þess að Krossanes gat ekki brætt neina loðnu eftir áramótin. Hann breytti þó engu um að verksmiðjan var orðið skuldum vafin og að þar höfðu fram- kvæmdir farið mjög fram úr áætlun. Nú er það svo, þegar mál á borð við Krossanes koma upp, að mörgum finnst nauðsynlegt að finna einhverja sökudólga. Einhverjum verður að kenna um hvernig fór. Vissulega hafði Krossanesverk- smiðjan framkvæmdastjóra, stjórn og stjórnarfor- mann. Þessir aðilar hafa aldrei látið annað á sér skilja en að þeir hafi verið ábyrgir gerða sinna. En hver ber raunverulega ábyrgð á þessu fyrirtæki, sem er svo til alfarið í eigu Akureyrarbæjar? Það hljóta að vera kjörnir fulltrúar kjósenda á Akureyri í Bæjarstjórn Akureyrar. Bæjarfulltrúar, sérstaklega fulltrúar síðasta meirihluta, sem var ráðandi afl á fyrra kjörtímabili, geta ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð að þeir hljóta að hafa haft ákveðna eftirlits- skyldu með rekstri Krossaness. Hlutverk bæjarfull- trúa hlýtur að vera annað og meira en að vera „handauppréttingalið á bæjarstjórnarfundum," svo notuð sé setning sem stundum kemur fyrir í um- ræðum um bæjarstjórnarmál á Akureyri. Vonandi hefur tekist að ráða bót á vanda Krossa- nesverksmiðjunnar, þannig að rekstrargrundvöllur hennar sé tryggður til framtíðar. Það hefði verið meiriháttar áfall fyrir atvinnulíf og þjónustu á Akur- eyri og álitshnekkir fyrir bæjarfélagið, ef ógerlegt hefði reynst að reisa hana úr rústunum. EHB „Islandi allt“ - ávarp heilbrigðis- og tryggingaráðherra Guðmundar Bjarnasonar við setningu 20. Landsmóts U.M.F.Í. Mosfellsbæ 13. júlí 1990 Góðir Landsmótsgestir! „íslandi allt“, kveðjan sem fyrstu félagarnir í ungmennafé- lagshreyfingunni tileinkuðu sér, fól í sér þann anda sem ríkti á upphafsárum hreyfingarinnar og kvað á um tilgang og hlutverk hennar. Hún bar með sér kraft- inn og baráttuviljann sem bjó í æsku landsins um síðustu alda- mót, gömlu ungmennafélagskyn- slóðinni, sem átti sinn stóra þátt í því að gera ísland að frjálsu og fullvalda ríki. Ætíð síðan, í u.þ.b. heila öld, hefur þessi sami andi svifið yfir vötnunum og mót- að starfsemi þessara samtaka. Undir kjörorðinu „Ræktun lýðs og lands“ hefur Ungmenna- félag Islands síðan unnið að vexti og viðgangi lands og þjóðar og lagt áherslu á að þroska og þjálfa hið jákvæða og góða í fari hvers einstaklings til að gera hann að virkum, ábyrgum og dugandi þjóðfélagsþegn. Ungmennafélagshreyfingin er blönduð hreyfing með fjölþætta starfsemi og margvísleg viðfangs- efni þar sem fjöldaþátttaka er höfð að leiðarljósi. Þótt íþróttir beri e.t.v. hæst eru margvísleg félags-, menningar- og umhverfismál einnig verulegur hluti af starfsemi samtakanna. Landsmót U.M.F.Í. skipa ákveðinn sess í hugum lands- manna allra og eru áreiðanlega eftirminnileg öllum þátttakend- um, bæði keppendum og gestum, enda hápunktur starfsins og ein- hverjar viðamestu samkomur sinnar tegundar, bæði hvað fjöl- breytni og skipulag varðar. Landsmótin hafa einnig orðið mikilvæg hvatning þeim byggða- lögum og héruðum þar sem þau hafa verið haldin, til að byggja upp glæsileg mannvirki til íþrótta- og tómstundaiðkana. Á það ekki síst við hér í Mosfellsbæ þar sem byggt hefur verið af stór- hug og myndarbrag. Árið 1946 fór ég í fyrsta sinn á landsmót, sem þá var haldið að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, þá að vísu aðeins 2ja ára. Síðan hef ég verið gestur á mörgum landsmótum og fylgst með hinu mikilvæga starfi U.M.F.Í., - einkum þó undanfarin tvö ár vegna samstarfsverkefnis Ung- mennafélags íslands, íþrótta- sambands íslands og Æskulýðs- ráðs ríkisins við heilbrigðisyfir- völd um „Heilbrigða lífshætti æskufólks". Fyrirþessa samvinnu vil ég þakka sérstaklega, enda hefur hún verið bæði ánægjuleg og áhugaverð. Viðfangsefnið hef- ur verið forvarnarstarf eða heilsuhvatning með það að mark- miði að vekja einstaklinginn til vitundar um ábyrgð á eigin heilsu og hvað hann getur haft mikil áhrif á líðan sína í nútíð og framtíð með daglegri breytni. Ég tel þetta verkefni, þessa heilsuhvatningu, falla vel að stefnu og hugsjónum ungmenna- félagshreyfingarinnar og er það undirstrikað á margvíslegan hátt á lansdmóti þessu m.a. með útgáfu veggspjalda með svo- hljóðandi ábendingum: „Betra líf - með hollri hreyfingu, betra líf - með hollum mat, betra líf - án reykinga, betra líf- án áfengis. Á hverjum degi þarft þú bæði að velja og hafna. Miklu máli skiptir hvað þú velur því að hver ákvörðun getur haft áhrif á það hvernig líf þitt verður. Heilbrigt líf er það r.nikilvægasta sem þú getur valið þér, þín vegna og þeirra sem þú umgengst." Þessi hvatningarorð minna okkur einnig á hversu veigamiklu hlutverki hið öfluga félagsstarf ungmenna- og íþróttahreyfing- anna í landinu gegnir sem hollur og heilbrigður starfsvettvangur til að forða æskunni frá því að lenda á glapstigum fíkniefna og eitur- lyfja. Nýlegar athuganir á íþróttaiðkun og heilsufari ung- menna, sem framkvæmdar hafa verið að frumkvæði heilbrigðis- ráðuneytisins og skólayfirlæknis í samvinnu við Háskóla íslands, sýna að íþróttaiðkun unglinga virðist hafa mjög jákvæð áhrif á lifnaðarhætti og heilsu þeirra. Niðurstöður þessara athugana sýna að áfengisnotkun og reyk- ingar eru fátíðari meðal þeirra unglinga sem stunda íþróttir. Auk þess kvarta íþróttaiðkendur síður undan þreytu og sálrænni vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi og telja sig almennt heilsuhraustari en jafnaldrar þeirra sem ekki eru virkir þátt- takendur í íþróttum. Starf ung- mennafélaganna hefur því mikil- vægt uppeldislegt gildi. Ég vil leyfa mér að taka undir með forseta íslands í viðtali við> Skinfaxa er hún segir: „Stórkost- legasta fjárfesting þjóðfélagsins er að fjárfesta í æsku landsins. Við gerum það með menntun, fræðslu, ræktun og síðast en ekki síst með kærleika.“ Ég vænti þess að þetta 20. Landsmót U.M.F.Í. fari fram í sönnum ungmennafélagsanda og óska ungmennafélagshreyfing- unni hamingju og heilla í sínu mikilvæga starfi við „ræktun lýðs og lands“. lesendahornið Svar við lesendabréfi í Degi 10. júlí sl.: Af símamálum Heilsugæslustöðvarmnar Vegna greinar sem birtist í þriðjudagsblaði Dags 10. júlí undir fyrirsögninni „Erfitt að ná sambandi við heilsugæslu- iækna“ langar mig að skýra frá eftirfarandi: Fyrir þremur árum síðan kom nýtt símaborð á Heilsugæslustöð- ina og var þá bætt við fleiri línum þannig að nú er hægt að hringja inn á tíu línum. Það kom þá í ljós að við þessa aukningu gátu mun fleiri beðið eftir lækninum sínum á símatímum og auðvitað lengir það þessa bið sem verið er að kvarta yfir. Það geta hringt tíu í einu. Ef þeir allir biðja um viðtal við sama lækninn getur orðið .löng bið fyrir þann síðasta í tíu manna röðinni. Ef læknirinn talar við hvern í þrjár mínútur kemst hann yfir að tala við tíu manns í hálftíma. Oft taka þó samtölin lengri tíma en þann sem ég nefndi. Við reynum að segja fólki hvað margir bíði og ráðleggjum þeim að hringja held- ur þegar líður á símatímann. Sumir fara eftir því, en aðrir eru fastir á því að bíða, hversu marg- ir sem eru á undan þeim, og kvarta svo hvað hæst. Við höfum reynslu af að hringja út til fólks og hafði einn læknirinn þann háttinn á um tíma. Það reyndist ekki nógu vel, bæði tók það þónokkurn tíma að skrifa niður númerin, sem voru oft á milli 30 og 40, og símatími læknisins lengdist um nærri klukkutíma því númerin voru ýmist á tali eða svöruðu ekki. Af þeim sökum þurfti að hringa oft í hvern og einn. Flestir læknarnir, þó ekki allir, hafa tvo símatíma á dag. Ég vil benda fólki á að nota þá tíma meira en það gerir. Einnig að hringja frekar þegar líður á símatímana en í byrjun. Ef um neyðartilfelli er að ræða á við- komandi að taka það fram. Lög- regla og slökkvilið gefa upp neyðarsíma Heilsugæslustöðvar- innar ef þörf krefur, en fólk er vinsamlegast beðið að misnota það ekki. Þá er og vaktlæknis- síminn 985-23221 staðsettur inni á stöðinni yfir daginn. Ég vona að fólk hafi örlítið betri hugmynd um símamál Heilsugæslustöðvar- innar núna, en ef einhver hefur lausnir á vandamálunum eru allar ábendingar vel þegnar.“ Freygerður Magnúsdóttir, móttökuritari hjá Heilsugæslustöð Akureyrar Hjólbarðaverkstæði á Akureyri: Samkomulag um helgarlokun? Ferðamaður hringdi. „Þannig er mál með vexti að ég var staddur á Akureyri, í höfuðvígi ferðamannaþjónustu á íslandi, um síðustu helgi og þurfti á þeirri þjóntistu að halda sent algengt er að akandi ferðamenn þurfi að kaupa, þ.e. hjólbarðaviðgerð. Ekki þarf að orðlengja það að ég fékk ekki gert við sprungið dekk um helgina á Akureyri, ein- faldlega vegna þess að ekkert hjólbarðaviðgerðarverkstæði í bænum var opið. Þegar leitað var upplýsinga um hverju þetta sætti fengust þau svör að forsvarsmenn hjólbarðaverkstæða á Akureyri hefðu orðið sammála um að hafa þau lokuð um helgar. Ef þetta er rétt, þá á ég vart orð til að lýsa undrun minni. Get- ur það virkilega verið að í einum helsta ferðamannabæ á íslandi sé samkomulag samkeppnisaðila um að hafa ekki opin hjólbarða- verkstæði. Ótrúlegt ef satt er!“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.