Dagur


Dagur - 18.07.1990, Qupperneq 12

Dagur - 18.07.1990, Qupperneq 12
Landsvirkjun: Grænt ljós frá ríkisstjóm um áfram- haldandi undirbúning Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hcimila Landsvirkjun að halda áfram undirbúningi byggingar Fljótsdalsvirkjunar og stækkunar Búrfellsvirkjun- ar og Þórisvatnsmiðlunar ásamt lokaframkvæmdum við Kvíslaveitu og taki lán í því skyni. Iðnaðarráðherra staðfesti þessa ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar með bréfi til Landsvirkjunar dagsettu í gær. I þessum og næsta mánuði er áætlað að til undirbúningsfram- kvæmda verði varið um 100 millj- ónum króna. Hér er um að ræða hönnunar- og rannsóknarvinnu og útboðsgagnagerð ásamt vinnu við vegagerð á Fljótsdalsheiði og opnun á aðkomugöngum stöðv- arhúss Fljótsdalsvirkjunar. Þessi undirbúningur er nauðsynlegur liður í því að tryggja að Lands- virkjun geti hafið afhendingu á raforku 1994 til álvers Atlantsáls- hópsins hér á iandi. A grundvelli þessarar sam- þykktar ríkisstjórnarinnar hefur stjórn Landsvirkjunar ákveðið að fyrirtækið haldi áfram virkjana- undirbúningnum og verður vega- gerðin á Fljótsdalsheiði boðin út næstu daga. Staða málsins verður metin á ný í september. óþh Töffarar á tryllitœkjum. Mynd: Golli Fundur bænda kringum Þórshöfn um sláturhúsmálið: Iiklegt að bændur sameinist slá - stefnt að stofnun félags með 25-30 þúsund pr um sláturhúsið á Kópaskeri Veruleg aukning hefur oró- ið í sumar á ferðamönnum til Hríseyjar, og virðist sem markviss augiýsingastarf- semi undanfarinna ára sé að skila sér. í erlendum fcrða- pésum má víða sjá Hrísey auglýstu undir nafninu Perla Eyjaljarðar. Víkingur Smárason í Veitingahúsinu Brekku segir að gestir í júnímánuði hafi vcrið 40% lleiri en í santa mánuði 1989, og munar þar mestu að útlendingum hefur fjölgaö mjög mikiö, en sífellt stærri og flciri hópar útlend- inga koma nú til Hríseyjar. Yfirleitt stansar þettar fólk aðeins dagpart, borðar og fer í skoðunarferðir um eyjuna cft- ir merktum gönguleiðum. Gisting og svefnpokapláss mun vera fáanlegt í Brekku, og eins eru til leigu nokkur sumarhús í eyjunní, og uppi eru hugmyndir um að fjölga þeim. Nokkuð er um það að ferða- menn, aðallega íslendingar, komi að Einangrunarstöð holdanauta og vilji komast inn til að skoða, en það er ekki leyft, en auðvitað er frjálst að skoða þá gripi sem utandyra eru, Farþegar með Hríseyjar- ferjunni Sævari voru um sex þúsund í júní sem er um 20% auktting milli ára, og aukning í júltmánuði virðist ætla aö verða enn mciri. Þessar ferðir viröist þó ekki tengjast á neinn hátt ferðum með ferjunni Sæ- fara út í Grímsey. Atvinnuástand er mjög gott í Hrísey, og hjá Frystihúsi KF.A vantar nú þegar fólk í vinnu sem vant er snyrtingu. Frystihúsinu verður ekki lok- að vegna sumarleyfa eins og víða verður gert hér við Eyjafjörð. GG Eftir fund bænda í hreppunum kringum Þórshöfn sl. mánu- dagskvöld um sláturhúsamálin á Norðausturlandi er Ijóst að líklegasta framhaldið í stöð- unni er það að sláturhúsið á Kópaskeri verði keypt. Til þess að það megi takast verða bændur á svæðinu frá Jökulsá austur að Langanesi að ná samstöðu um málið. Jóhannes Sigfússon á Gunnars- stöðum, oddviti Svalbarðs- hrepps, sagði að á fundinum hefði nefnd bænda, sem unnið hafa að sláturhúsamálunum að undanförnu, fengið umboð til að velja á milli tveggja kosta og ganga frá samningum um þann kost sem .fyrir valinu verður. Hér er annars vegar um að ræða þann möguleika að bænd- urnir taki sig saman með bænd- um í Öxarfirði og kaupi slátur- húsið á Kópaskeri, sem er f eigu Samvinnubankans og er falt fyrir 48,5 milljónir króna. Hinn kost- urinn er endurbygging slátur- hússins á Þórshöfn, en Jóhannes sagði að í því dæmi hefðu komið fram nýjar upplýsingar sem væru ekki árennilegar. „Það var lesin upp bókun frá stjórn Kaupfélags Langnesinga og þar segir að hún geti engan þátt tekið í uppbyggingu slátur- hússins á Þórshöfn og að hún verði að fá úreldingarféð í sinn rekstur. Þetta þykir mér dálítið hart og gerir það að verkum að Þórshöfn er sennilega út úr myndinni,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að hugmyndir um að aka fénu til Vopnafjarðar og slátra því þar hefðu lítinn hljómgrunn fengið á fundinum og áðurnefndir kostir verið settir á oddinn. Nefndin mun halda fund í vik- unni um framhaldið og líklegt er að farið verði í formlegar samn- ingaviðræður um kaup á slátur- húsinu á Kópaskeri og ljúka mál- inu þannig að hægt verði að slátra í haust. Ef samstaða næst um málið er hér um að ræða félag með um 25-30 þúsund fjár. SS Jarðgöngin í Ólafsfjarðarmúla: Óvíst með slitlag til Dalvíkur Unnið er við vegalagningu beggja vegna gangamunnans í Ólafsfjarðarmúla, en Krafttak sf. sem er verktaki við jarð- gangagerðina mun leggja bundið slitlag á 1,1 km Dalvík- urmegin munnans og 1,5 km Ólafsfjarðarmegin. Þegar umferð verður hleypt í gegnum Múlann seinna á þessu ári, verður samfellt bundið slitlag á veginum frá Ólafsfirði og og 1,1 km suður fyrir enda vegsvala, en vegagerðin er nú að byrja vega- lagningu á um 800 metrum til við- bótar. Því verða ökumenn að leggja á sig um 8 km akstur á möl þar til bundnu slitlagi er náð við bæinn Hól norðan Dalvíkur. Sam- kvæmt vegaáætlun sem gildir fyr- ir árin 1991 og 1992 er ekki gert ráð fyrir neinum vegafram- kvæmdum á þessum slóðum. Vegaáætlun verður endurskoðuð í vetur, og líkur á því að áætlun- inni verði breytt eru hverfandi litlar, að sögn Guðmundar Svaf- arssonar umdæmisverkfræðings, enda þarf að lagfæra veginn tais- vert og styrkja áður en hægt verður að leggja bundið slitlag á hann. GG Biskupsstofa: Laus staða fræðslu- fulltrúa á Norðurlandi Embætti biskups Islands hefur auglýst laust til umsóknar stöðu fræðslufulltrúa með búsetu á Norðurlandi. Fulltrú- anum er ætlað að starfa á veg- um fræðsludeildar kirkjunnar Búið að bjóða út vegi tengda Blönduvirkjun: Kjalvegur færður vegna uppistöðulóns 1 sumar verða umtalsverðar vegaframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar í sambandi við Blönduvirkjun og er nú búið að auglýsa útboðin. Lagður verður nýr hluti Kjalvegar vegna þess að hluti gamla veg- arins fer undir vatn þegar uppi- stöðulónið verður orðið fullt. Einnig verður lagður vegslóði vegna byggingar Blöndulínu. „Við erum búnir að leggja veg með lóninu að norðanverðu út að Kolkustíflu, en það sem vantar er vegur suður með lóninu vestan- verðu og það er vegurinn sem nú er boðinn út. Hann mun liggja suður um Áfangafell og tengjast gamla Kjalveginum aftur sunnan við lónið,“ sagði Ólafur Jensson, yfirstaðarverkfræðingur við Blönduvirkjun. Lengd þessa vegar er um 12 km og áætlað magn 70.000 rúm- metrar. Verkinu á að vera lokið 15. september á þessu ári, en til- boðum þarf að skila fyrir 23. júlí. Nú er einnig óskað eftir tiíboð- um í vegslóða sem gera þarf vegna lagningar háspennulínu frá byggðalínu og niður í Blöndudal og inn að Blönduvirkjun. Þar er um að ræða ca. 27.000 rúmmetra af aðfluttri malarfyllingu og 40 ræsi. Verklok á þessu eru 8. október 1990. SBG og mun vinna að kirkjulegri fræðslu meðal ákveðinna hópa með námskeiðum, heimsókn- um og námsefnisgerð. Að sögn Jóns Ragnarssonar, fræðslufulltrúa á Biskupsstofu, hefur ámóta starf verið um hríð á Norðurlandi, en undir heitinu aðstoðaræskulýðsfulltrúi. „Fræðslufulltrúa er ekki ætlað að vera bundnum við æskulýðsverk- efni. Það geta verið önnur kirkju- leg verkefni. Hins vegar verður örugglega áfram áhersla á æsku- lýðsmál,“ sagði Jón. Hann sagði ekki áskilið hvar fræðslufulltrúi hefði búsetu á Norðurlandi, en hins vegar hefði fræðsludeild haft aðsetur í Gler- árkirkju á Akureyri. Umsóknarfrestur um stöðu fræðslufulltrúa er til 7. ágúst nk. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.