Dagur


Dagur - 21.07.1990, Qupperneq 6

Dagur - 21.07.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 21. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Mun rödd íslands heyrast innan EB? Hugsanleg aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu er að margra mati mál málanna fyrir framtíð íslensku þjóðar- innar. Hvort sem menn eru með eða á móti aðild breytir það ekki þeirri staðreynd að afstaða eða samband íslands og ríkja EB mun ráða miklu um framtíðarlífskjör hér á landi. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, bendir á að ríki Evrópubandalagsins hafi fyrst og fremst áhuga á íslensku sjávarfangi, og muni í sjálfu sér ekkert um að halda uppi svipuðum lífskjörum og nú tíðkast. Steingrímur segir einnig að hætta sé á að ísland glati í raun fullveldinu, ef fisk- vinnslufyrirtækin komist í eigu útlendinga. Þá munu áhrif landsmanna á eigin atvinnu- vegi fara þverrandi. „Þetta er margslungið mál, og það getur vel verið að að auðvelt sé að setjast niður og reikna út að hér verði peninga- leg lífsafkoma nokkuð góð ef við vörpum okkur í faðminn á Evrópubandalaginu. Þá munar ekkert um að halda okkur hér í svipuðum lífskjörum og nú eru. Ég er hinsvegar sannfærður um að við yrðum ekkert meira í EB en afskekktustu byggðarlög íslands, sem nú eiga í erfiðleik- um, gagnvart þéttbýlisstöðun- um. Við yrðum ekki meira í EB en t.d. Kópasker gagnvart Reykjavík. Við erum afar fá- mennir í samanburði við sam- steypu ríkja með 350 milljónir íbúa,“ segir Steingrímur Her- mannsson. Þeir eru margir sem sjá aðild íslands að EB í hyllingum. Vissulega myndi samtengt myntkerfi tryggja að verðbólga og vextir yrði ekki hærri hér á landi en í öðrum aðildarríkjum EB, ef ísland gerðist aðili. Efna- hagslegur stöðugleiki í lang- flestum Evrópuríkjum er miklu meiri en íslendingar hafa þekkt. Það er þó brennandi spurning hversu miklu sé fórn- andi fyrir slíkan stöðugleika. Danir eru sú Norðurlanda- þjóð sem íslendingar hafa löng- um miðað sig við. í Danmörku hækkuðu erlendar skuldir eftir aðildina að EB. Ýmsir töldu það vega þyngra að fá tryggan markað fyrir danskar landbún- aðarvörur og iðnvarning ásamt þáttöku í verslun. En þjóðernis- kennd margra Dana var særð þegar þýsku Aldi-verslanirnar fóru að rísa hver á fætur annarri í borgum og bæjum Danaveld- is. Opinn markaður ríkja EB þýðir að hvaða aðildarþjóð sem er getur komið og sett á fót fyrirtæki í hinum aðildarríkjun- um. Þetta er grundvallaratriði í milliríkjasamningum EB. Væru íslendingar aðilar mætti t.d. hugsa sér að Þjóðverjar eða Frakkar kæmu hingað til lands og notuðu jarðhitann til að stunda fiskeldi í stórum stíl. Við því gætu íslendingar ekki amast, þar sem um gagnkvæm réttindi væri að ræða gagnvart öðrum ríkjum bandalagsins. Menn geta svo deilt um hvort þetta sé jákvætt eða neikvætt og hvernig eigi að haga samn- ingum með tilliti til sérstöðu íslands. Á það hefur verið bent með réttu að flestar greinar íslensks landbúnaðar yrðu fljótlega undir í samkeppni við ódýrar landbúnaðarvörur EB ríkja. Því hefur ekki verið svarað hvernig bregðast eigi við stórfelldu atvinnuleysi í kjölfar slíkrar breytingar á atvinnuháttum þjóðarinnar. Sá raunveruleiki blasir við að nánast er ógerlegt að spá með nokkurri vissu fyrir um áhrif aðildar íslands, þjóð- inni til góðs eða ills. En þeir eru reyndar alltaf margir sem segja að ástandið á hverjum tíma sé það slæmt að það geti varla versnað. EHB ri til umhugsunar Fólksflótti hvaðan - fólksflótti hvert í minnisblaði ráðgjafanefndar iðnaðarráðuneytisins, sem opinbert varð nokkru eftir síðustu fundahöld íslenskra stjórn- valda með forsvarsmönnum Atlantalhópsins, kemur fram að stofnkostnaður við að reisa álver á Keilisnesi gæti orðið yfir 20 milljónum bandaríkjadala lægri en ef verksmiðjan yrði reist í Eyjafirði eða við Reyðarfjörð. Lægri stofnkostnaður álverksmiðju á Keilisnesi er að sjálfssögðu vatn á myllu þeirra sem vilja staðsetja áframhaldandi uppbyggingu stóriðju á ís- landi suður með sjó. Ef þessar kostnaðarspár reynast réttar má búast við að eigendur Atlantal fyrirtækjanna leggi meiri áherslu á byggingu á Keilisnesi en hingað til hefur virst. Af þeim sökum kemur til með að reyna meira á íslensk stjórn- völd í þeim samningaviðræðum sem framundan eru vilji þau á annað borð koma í veg fyrir að byggð í landinu sporðreisist á þeim áratug sem eftir er fram til aldamóta. Morgunblaðið - álver á landsbyggðinni í forustugrein í Morgunblaðinu var nýlega fjallað um stað- setningu álvers og bent á að áhyggjur manna af byggðaröskun væru ekki ástæðulausar. Eftir að hafa látið það í ljósi sagði greinarhöfundur að „ef ákvörðun yrði tekin um að reisa nýtt álver utan suðvestur-horns landsins yrði stigið stærsta skrefið sem unnt er að taka nú á tímum til byggðajöfnuðar." Hann benti einnig á að ef sá kostnaðarauki, sem ncfndur hefur verið vegna staðsetningar álvers fyrir norðan eða austan yrði mæld- ur með þeim kvarða sem notaður hefur verið til að mæla fjár- streymi til landsbyggðarinnar ættu þessar upphæðir ekki að vaxa mönnum í augum. En ef álver yrði reist á Reykjanesi gæti farið svo að opinber byggðaaðstoð myndi hækka örar og meira en áður hefur verið. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér, meðal annar á fundi á Akureyri á síðast liðnum vetri, að vel komi til greina að veita Atlantalfyrirtækjunum einhverjar ívilanir á öðrum sviðum til að mæta kostnaðarauka er hlytist af að staðsetja stóriðjuna utan Reykjavíkursvæðis- ins. Fólksflótti - hvaðan? Framkvæmdir við uppbyggingu og síðan sá stöðugi vinnustað- ur, sem 200 þúsund tonna álbræðsla er, orsakar mikinn fólks- flótta af landsbyggðinni verði hún byggð á Reykjanesi. íslensk stjórnvöld verða því að hugsa sig alvarlega um áður en þau ljá máls á þeirri staðsetningu. Við stöndum nefnilega ekki einvörðungu frammi fyrir fólksflótta frá strandlengju landsins til höfuðborgar, heldur hugsanlega einnig frá landinu og þar með talinni höfuðborginni til meginlandsins þegar sameigin- legur markaður Evrópubandalagsins verður orðinn að veru- leika. Evrópumálin hafa ekki fengið þá umfjöllun sem skyldi hér á landi. í>að er eins og íslendingar nenni ekki að leiða hugann að þeim. Ef til vill telja menn þetta svo fjarlægt, svo langt í burtu, að það snerti okkur ekki verulega. Við eigum þó lífsafkomu okkar ekkert síður undir viðskiptum við þessi ríki eða bráðlega ríkjasamsteypu en fiskinum í sjónum. Og ef vel er að gáð þá kemur fiskurinn einnig við þann kafla Evrópusögunnar þegar landamæri fara að taka á sig óljósari myndir. Öfgar - áhugaleysi Þau skoðanaskipti sem á annað borð hafa farið fram um Evrópumálin bera fremur keim af öfgum en þeirri skynsemi sem upplýstu 20. aldar fólki ætti að vera eiginleg. Annars veg- ar heyrast þær raddir að hugmyndir um þjóðríki séu 19. aldar rómantík og við eigunr að ganga til fulls samstarfs við samein- aða Evrópu. Þróað samspil upplýsinga og viðskipta sé að gera landamæri óþörf, markaðurinn yfirstígi mismunandi þjóðern- isleg einkenni og tilfinningar. Aðrir óttast að tilveru okkar sem þjóðar verði ógnað. Að útlendir taki að ráða framleiðslu landsins í krafti fjármagns og benda jafnvel á tilurð Gamla sáttmála, er landið var selt í hendur Hákonar Noregskonungs árið 1262. Þrátt fyrir öfgar hafa báðir nokkuð til síns máls. Sú hætta sem fyrir hendi er felst í smæð landsins, fólksfæð og ein- hæfu atvinnulífi. Evrópuhæf - eða ekki Hannes Jónson, félagsfræðingur og fyrrum sendiherra er einn þeirra sem varað hefur við þeim hættum sem við stönd- um frammi fyrir vegna sameiningar Evrópu. I Utverði, blaði Samtaka um jafnrétti milli landshluta og nú síðar í Degi dreg- ur hann fram mjög dökka mynd af afleiðingum þess að ganga of langt í þá átt að afmá landamæri okkar við meginlandsrík- in. Hannes segir meðal annars að ísland yrði eftir sem áður fámennt smáríki, sem byggði útflutningstekjur á lítt unnum hráefnisútflutningi sjávarafurða og seldi raforku jafnvel um kapla yfir hafið þannig að landsmenn nytu ekki nægrar atvinnu af framleiðslu þeirrar orku. Erlend stórfyrirtæki myndu fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi og fiskirækt og ráða Eftir Þórð Ingimarsson. þeirri starfsemi að fullu áður langt um liði. Þá nefnir hann að hingað yrði flutt vinnuafl frá láglaunalöndum innan Evrópu- hringsins eins og Grikklandi og Portúgal en betur menntaðir íslendingar legðu leið út í heim þar sem þeirra biðu tækifæri en aðrir sætu eftir og yrðu að treysta á að njóta velvilja útlendinga til vinnu. Mynd Hannesar er dökk ekki síður en þeirra er vilja leggja Island niður sem frjálst og fullvalda ríki. En íslenskt atvinnulíf er fábrotnara, þróun viðskipta skemmra á veg komin og tilhneiging til miðstýringar ríkari en í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Því er spurningin um hvort við séum „Evrópuhæf" ákaflega áleitin. Við henni er ekki einhlítt svar en ljóst að við getum ekki opnað hurðina til Evr- ópu upp á gátt. En við getum heldur ekki lokað henni að fullu. Bil verður að vera milli stafs og hurðar. í þessu máli erum við í hlutverki línudansarans. Ef hann stígur fæti á rang- an hátt eða beitir líkamsþunga sínum ekki hárnákvæmt eins og hann hefur alltaf gert á línunni fellur hann niður og verður trauðla bjargað. Sömu sögu er að segja um íslensku þjóðina. Samskipti hennar við Evrópubandalagið, sameiginlegan markað Evrópu, er eins og línudans. Hvert skref þarf að taka af fullkominni yfirvegun. Hvað vinnum við. Hverju erum við að tapa, eru spurningar sem brenna við hvert fótmál í væntan- legum og óumflýjanlegum samningum við stórveldið hið nýja. Fólksflótti - hvert? í upphafi ræddi ég nokkuð um augljósan fólksflótta frá lands- byggðinni til suðvesturhorns landsins ef til bygginga stórra atvinnutæka kemur á því svæði. Þegar við veltum því fyrir okkur hvort við séum Evrópðuhæf fer ekki hjá því að fólks- flótti komi aftur í hugann. Þegar samdráttur verður hverfa þeir fyrst af vettvangi sem betur eru á vegi staddir að taka að sér vandasöm störf. Ef of mikil eftirgjöf í samskiptum við sameiginlega Evrópu verður þess valdandi að betur menntað fólk fer að flytja héðan til annarra landa í leit að störfum við sitt hæfi skapast vandamál sem við getum ekki leyst í náinni framtíð. Vandamál sem ég hygg að enginn vilji leiða yfir okkur. Hvorki landsbyggð eða höfuðborgarsvæði. Það er því til umhugsunar hvort við stöndum ef til vill ekki frammi fyrir fleiri en einni tegund af fólksflótta. Flótti frá landsbyggð til höfuðborgar og frá íslandi til annarra Evrópulanda verði von bráðar að veruleika ef við höfum ekki fyllstu gát á atburðarás og aðstæðum á hverjum tíma.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.