Dagur - 21.07.1990, Page 13
í kýrhausnum
gamansögur, sannar og
uppdiktaðar
Laugardagur 21. júlí 1990 - DAGUR - 13
Ættfærsla
Liliukalani, drottning á Hawai-
eyjum, kom til Bretlands á 60 ára
ríkisstjórnarafmæli Viktoríu
drottningar og þá var henni boð-
ið til Windsorkastala. Þær spjöll-
uðu ýmislegt saman við þetta
tækifæri, drottningarnar, og sú
frá Hawai gat þess m.a. að hún
hefði enskt blóð í æðum.
- Nú, hvernig má það vera?
spurði Viktoría.
- Jú, einn af forfeðrum mín-
um át Cook skipstjóra, svaraði
hin.
Úr öskunni í eldinn
Frederik North lávarður (1732-
1792) var forsætisráðherra Bret-
lands í nieira en áratug og eitt
sinn meðan hann gegndi þessu
embætti sat hann í leikhúsi ásamt
fleira fólki. Maður nokkur, sem
sat nálægt forsætisráðherranum,
teygði sig í áttina til hans og
spurði:
- Hver er þessi ljóta kerling
sem var rétt að koma inn?
- Hún, sagði North lávarður,
það er nú konan mín.
- Ó, herra minn, getið þér
nokkurn tíma fyrirgefið mér?
stamaði maðurinn, fullur
örvæntingar. Ég átti ekki við
hennar hágöfgi heldur þessa
herfu sem er með henni.
- Það . . . það er dóttir mín.
Sá gamli
Konrad Adenauer, kanslari
Vestur-Þýskalands, þurfti að
stjórna með aðstoð annarra
flokka en síns eigin og gekk sam-
komulagið stundum skrykkjótt,
enda var sá gamli með afbrigðum
einþykkur og ráðríkur. Eitt sinn
sagði einn foringi Kristilegra
demókrata, eins samstarfsflokks-
ins, við hann:
- Já, en dr. Adenauer! Þér
getið nú alls ekki heimtað, að við
segjum já og amen við öllum sem
þér hafið gert upp á eigin spýtur!
- Ég heimta alls ekki að þið
segið amen, svaraði Adenauer.
Hin hinsta bón
Þegar franski rithöfundurinn
Francois Rabelais (1494-1553) lá
banaleguna heyrði hann að lækn-
arnir voru að hvíslast á og ráð-
gera að reyna á honum nýja
lækningaaðferð. Hann notaði
síðustu krafta sína til að setjast
upp í rúminu og segja biðjandi
rómi:
- Æ, herrar mínir, leyfið mér
nú að deyja eðlilegum dauða.
En ég drekk koníak
Bindindissamtök kvenna í Dan-
mörku héldu landsfund og meðal
ræðumanna á þinginu var fyrr-
verandi verslunarmálaráðherra,
frú Lis Groes. Frúin lýsti því yfir
á þinginu að hún væri heilshugar
hlynnt bindindi og bindindis-
starfi.
- En ég drekk að vísu koníak,
bætti hún við.
- Guð forði okkur frá öllum
þessum „hlynntu mönnum", var
þá sagt.
Hendur í vösum
Bandaríski húmoristinn George
Aden (1866-1944) hélt einu sinni
ræðu í veislu nokkurri, en til þess
hafði hann verið ráðinn. Næsti
ræðumaður, sem var frægur lög-
fræðingur, stakk höndunum
djúpt í vasana, ræskti sig bros-
andi og hóf mál sitt á þessa leið:
- Finnst mönnum það ekki
dálítið óvenjulegt að atvinnu-
skemmtikraftur skuli geta verið
fyndinn?
Er hér var komið hallaði
George Aden sér aftur á bak í
stólnum og kallaði:
- Finnst mönnum það ekki
dálítið óvenjulegt að lögfræðing-
ur skuli vera með hendurnar á
kafi í sínum eigin vösum?
SS tók saman
Guðmundur á Egilsá og ég
Guðmundur skáld á Egilsá heim-
sótti mig í gær og af því tilefni
skrifa ég það sem hér fer á eftir.
í mörgu er líkt á komið með
okkur Guðmundi, en ekki öllu.
Við erum báðir fæddir 1905.
„Það er besti árgangur aldarinn-
ar,“ sagði Stefán frá Bláskógum,
ég hef ekki aðrar heimildir um
það. Við trúum báðir á guð og
peninga. Við trúum því báðir að
við séum á leiðinni upp til guðs.
Við fengum báðir góða fræðslu í
kristindómi hjá merkisklerkum,
ég hjá séra Sigfúsi á Mælifelli,
hann hjá séra Birni á Miklabæ.
Kristnihald hefur verið gott í
Skagafirði alla þess öld, bæði
vestan Vatna og handan Vatna.
Þó er óvíst að nokkurt kristni-
hald sé í Stórahvammi Akra-
hreppsmegin. Við höfum báðir
komist til mannvirðinga. Ég
komst í hreppsnefnd, en hann
var lengi og er kannski enn,
fjármálafulltrúi í Akrahreppi fyr-
ir Kaupfélag Eyfirðinga. Hafi
hann ekki komist í hreppsnefnd
er það vegna þess, að í Akra-
hreppi eru svo ráðríkir höfðingj-
ar, að þeir trúa ekki öðrum en sér
sjálfum fyrir málum sveitarinnar
og síst þeim sem eru að dunda
við skáldskap.
Við erum báðir málglaðir. Ég
get talað allan daginn og Guð-
mundur mun geta það líka ef
honum sýnist svo. Aftur á móti er
það dregið í efa að við getum
þagað heilan dag.
Þá kem ég að því sem er ólíkt
um okkur Guðmund. Þegar hann
heimsótti mig spurði ég hann
hvort hann væri að skrifa. Svarið
var einfalt og ákveðið. „Ég skrifa
aldrei á sumrin.“ En ég skrifa alla
daga í dagbók mína, líka í brak-
andi þurrki um hásláttinn. Þar af
leiðandi gæti munurinn verið á
efnahag okkar. Hann er stórrík-
ur, en ég á lítið.
Guðmundur fékk góða konu af
Keflavíkurætt. Drottinn hefur
hvíslað því að mér að ég geti ekki
fengið konu af þeirri ætt, fyrr en
í næstu jarðvist og skuli ég bíða
rólegur. Samt eru ættartengsl,
föðurætt mín og Keflavíkurættin
eru báðar komnar af Magnúsi
Magnússyni presti í Glaumbæ.
Séra Magnús vann upp í Þing-
vallasveit og flutti með sér brot af
dýrð þeirrar sveitar norður í
Skagafjörð.
Við Guðmundur höfum verið
vinir, nema stuttan tíma fyrir
meira en 30 árum. Það var þegar
rætt var um byggingu brúar á
Norðurá. Guðmundur vildi að
brúin yrði byggð við svonefnt
Gvendarnes fram á Norðurárdal.
Þar er ágætt brúarstæði og kostn-
aður við brú þar ekki nema brot á
móti því að gera brú á eyrunum
fyrir sunnan Silfrastaði. En það
voru fleiri hliðar á þessu máli.
Fyrir framan Norðurá á Kjálka
voru þá sex bæir og fólkið á þeim
hafði ekki aðra leið að fara, en út
yfir Norðurá til þess að komast í
snertingu við landsmenninguna.
Ef brúin hefði verið byggð við
Gvendarnes var það 8 eða 10 km
lengri leið, sveigur inn í dalinn.
Ef fólkið á Kjálka fór út fyrir á að
morgni varð það að fara sömu
leið heim að kvöldi og þá var það
búið að fara 16 eða 20 km lengri
leið, en venjulega var farið beint
yfir eyrarnar.
Hjörleifur Jónsson á Gils-
bakka kvað gamanvísur um brú-
armálið og þar ber hann fram ósk
í auðmýkt um „að brúa Norður-
ána hjá Skeljungshöfðanum.“
Og Norðurá var brúuð hjá Skelj-
ungshöfða, þó dýrt væri. Hún er
mikið mannvirki sem gleður augu
ferðamanna.
Það varð hlutskipti Guðmund-
ar á Egilsá að færa sveiginn ofan
á brúna, sem er dæmi um það
þegar einn líður fyrir marga.
Guðmundur á Égilsá veit ekki
um það hvað ég virði hann vel
fyrir það hvað hann er góður rit-
höfundur. Það er ekki efnið í
sögum hans sem gerir hann
góðan, heldur hvað hann hefur
góð tök á íslenskri tungu. Málfar
hans er þróttmikið og fagurt.
Skrifað á Jónsmessu 24. júní
1990.
Björn Egilsson.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ásamt Arnfinn Straume, riddara af hinni íslensku fálkaoröu, og konu hans Angelu Straume.
Arnfinn Straume sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
Frú Vigdís Finnbogadóttir,
forseti Islands, hefur sæmt
Norðmanninn Arnfinn Straume
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu fyrir vel unnin störf í
þágu íslenska ullariðnaðarins.
Arnfinn Straume hefur um
langt árabil verið mikill áhuga-
maður um úrbætur í ullarmálum
hér á landi. Hann er einn helsti
hvatamaður að haustrúningi fjár
hérlendis.
í fyrra ferðaðist Arnfinn
Straume vítt og breitt um landið
ásamt ullarhópnum, en svo nefn-
ist starfshópur sem vinnur að
úrbótum í ullarmálum og tók til
starfa að frumkvæði Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins í byrjun síð-
asta árs. Markmið ferðarinnar
var að kynna haustrúning og
aðrar aðferðir til að bæta
íslensku ullina. Síðastliðið haust
tvöfaldaðist magn haustrúinnar
ullar, fór úr 6 prósentum í 12
prósent eða úr 70 tonnum í 140
tonn. Þennan góða árangur má
að miklu leyti þakka brennandi
áhuga og óeigingjörnu starfi Arn-
finns Straume í þágu íslenskra
ullarframleiðenda.
Nýttá
söluskrá
ASABYGGÐ:
Einbýlishús á tveimur hæð-
um ásamt bílskúr.
Góð eign á góðum stað.
TJARNARLUNDUR:
2ja herb. íbúð í fjölbýlis-
húsi.
Laus eftir samkomulagi.
RIMASÍÐA:
Góð raðhúsíbúð á einni
hæð.
Laus eftir samkomulagi.
SUNNUHLÍD:
Gott verslunarpláss, ca.
90 fm.
Laust strax.
Opið alla daga frá kl. 9-19.
Laugardaga frá kl. 14-16.
Fasteigna-Torgið
Glerárgötu 28, Akureyri
Sími: 96-21967
F.F. Félag
Fasteignasala
Sölumaður: Björn Kristjánsson.
Heimasími 21776.
Ásmundur S. Johannsson, hdl.
HJA OKKUR
ER ALLTAF
BÍLASÝNING
ISUZU
&■
OPEL
/manI
ISUZU
□AIHATSU
iþÓRSHAHARHF.
V«A I ryggvjhiuul Akuicyn Simi 2271KI