Dagur - 21.07.1990, Page 15

Dagur - 21.07.1990, Page 15
Laugardagur 21. júlí 1990 - DAGUR - 15 Hjálparstofnun kirkjunnar: jónas Þórisson í stól fram- kvæmdastjóra í stað Sigríðar 7 dagskrá fjölmiðla Jf'-'W, f* Ljóöiö mitt er á dagskrá Sjónvarpsins á mánudagskvöld. Aö þessu sinni velur Hólmfríöur Karlsdóttir, fóstra og feguröardrottning, uppáhaldsljóöiö sitt. Aðalfundur Hjálparstofnunar kirkjunnar var haldinn hinn 9. júní sl. í starfsskýrslu stofnunar- innar fyrir árið 1989 kom fram, að fjárhagur hennar er nú traust- ur enda aðhald verið sýnt í rekstri hennar í hvívetna. Helstu verkefni, sem fé hefur verið veitt til, eru sem hér segir: Á íslandi hefur stofnunin stutt styrktarsjóð Sjálfsbjargar, sem hún átti þátt í að stofna á sínum tíma og vistheimilið að Sólheim- um í Grímsnesi, sem hún hefur stutt um árabil, auk stuðnings við einstaklinga fyrir milligöngu presta. Á erlendum vettvangi hefur stofnunin tekið þátt í verkefnum í eftirtöldum löndum: 1. Indlandi, þar sem stofnunin styrkir rúmlega 100 börn til skólanáms og byggingu dag- heimilis fyrir vangefin börn. 2. Eþíópíu, þar sem stofnunin er að láta reisa heilsugæslustöð í samvinnu við íslenska kristni- boða. 3. Kenya, þar sem stofnunin styrkir uppbyggingu starfsgreina fyrir einstæðar mæður í fátækra- hverfi í höfuðborg landsins Nair- obi. 4. Lesotho, þar sem stofnunin styrkir átak gegn áfengisvanda- málum. Þá hefur Hjálparstofnun kirkj- unnar stutt ungan mann frá Sene- gal til 2ja ára náms við bænda- Grpnn-brauð eru athyglisverð nýjung á íslenska brauðmarkaðn- um. Þessi brauð eru hugsuð sér- staklega fyrir ofætur og því bök- uð án þess að nota hvítt hveiti, sykur eða fitu. Ofætur þola ekki þessi efni frekar en alkóhólisti Nýr TENINGUR komíimút Út er komið 9. tölublað lista- og bókmenntatímaritsins Tenings, sem Almenna bókafélagið gefur út. Að venju kennir ýmissa grasa í umfjöllun blaðsins sem spannar frásagnarlist, ljóðlist, myndlist, tónlist og kvikmyndir. Af efni 9. tölublaðs má nefna áframhaldandi umfjöllun og kynningu á ungum breskum rit- höfundum og dönskum ljóð- skáldum. íslenskt efni er þó mjög áberandi, sérstaklega koma Ijóð- skáld mikið við sögu. Má þar nefna ljóð eftir Megas, Jón Hall Stefánsson og Magnús Gezzon. í myndlistarumfjöllun koma við sögu Kees Visser, Franz Graf og Marcel Duchamp. Áskriftarverð að Teningi er 690 kr. en verð í lausasölu 890 kr. skólann á Hvanneyri í samvinnu við Þróunarstofnun Islands og mun í ár styrkja unga stúlku frá Kenya til náms í Iðnskólanum í Reykjavík. Loks hefur stofnunin stvrkt ýmis samstarfsverkefni á \egum Lútherska heimssambandsins og alkirkjuráðsins. Nokkrar breytingar urðu á stjórn Hjálparstofnunar, þar sem þrír menn úr fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs, formaðurinn Árni Gunn- arsson, alþingismaður, Haraldur Ólafsson, lektor og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, biskupsritari. í stað þeirra voru kjörin í stjórnina Margrét Heinreksdóttir, lög- fræðingur, stjórnarformaður, Friðrik Sophusson, alþingismað- ur og Eysteinn Helgason, við- skiptafræðingur. Endurkjörnir voru stjórnarmennirnir Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir og sr. Úlfar Guðmundsson. Á fundinum kom fram, að Sig- ríður Guðmundsdóttir mun láta af störfum um næstu mánaða- mót sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar. í hennar stað hefur verið ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Jónas Þórisson. Hann er kennari að mennt, starf- aði í þrettán ár að kristniboðs- og hjálparstörfum í Eþíópíu og hefur undanfarin þrjú ár verið skrifstofustjóri hjá KFUM & K og Kristniboðssambandinu. þolir alkóhól og því hefur verið mikið vandamál fram að þessu að finna brauð fyrir ofætur hér á ís- landi. Nú hefur þetta vandamál verið leysta víða um land. I Reykjavík er Grönn-brauð bakað og selt hjá Óðni bakara, Silfurgötu 11. í Keflavík er Gr0nn-brauð bakað og selt í Sigurjónsbakaríi, Hólm- garði 2 og á Akureyri hefur nú Kristjánsbakarí, Hrísalundi 3 hafið bakstur og sölu þessara brauða. Annars staðar á landsbyggð- inni er þetta vandamál enn óleyst en bakarar sem áhuga hafa á að bjóða upp á Gr0nn-brauð geta hringt í ór0nn allt lífið í s: 91- 625717 eða 985-22277 og fengið uppskriftina að uppfylltum viss- um skilyrðum. Kaupfélög og aðrir smásöluaðilar geta sömuleiðis pantað tilbúin Gr0nn-brauð hjá fyrrnefndum bakaríum. (Fréttatilkynning) DAGUR Sauðárkróki 0 95-35960 Xorðlcnskt dagblað Sjónvarpid Laugardagur 21. júlí 16.00 Fridarleikarnir. Sýnt frá setningarhátíðinni í Seattle. 18.00 Skytturnar þrjár (15). 18.25 Magni Mús. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Steinaldarmennirnir. 19.30 Fréttir og vedur. 20.00 Múrinn. (The Wall) Bein útsending frá Berlín þar sem fjöldi heimsfrægra skemmtikrafta flytur verkið Múrinn eftir Roger Waters. 21.45 Lottó. 21.50 Fólkið í landinu. Frá Reykjavík inn í Laugarnes. Þorgrimur Gestsson ræðir við Ragnar Þor- grímsson um liðna daga. 22.15 Hjónalíf (10). (A Fine Romance.) 22.40 Sannanir vantar. (Body of Evidence). Bandarísk spennumynd frá árinu 1988. Kona nokkur gengst fyrir stofnun íbúa- samtaka í bæjarfélagi sínu þar sem nokk- ur óhugnanleg morð hafa verið framin. Öllum fórnarlömbunum svipar til hennar og hún hefur ástæðu til að óttast um líf sitt. Aðalhlutverk Margot Kidder, Barry Bostwick og Tony Lo Bianco. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 22. júlí 16.00 Friðarleikarnir í Seattle. 17.40 Sunnudagshugvekja. Flytjandi er sr. Hulda Hr. M. Helgadóttir sóknarprestur í Hrísey. 17.50 Pókó (3). (Poco). 18.05 Rauði sófinn. (Den lyseröde sofa.) Þessi barnamynd er liður í norrænu samstarfsverkefni 18.25 Ungmennafélagid (14). Úti í Eyjum. Umsjón Valgeir Guðjónsson. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti. 19.30 Kastljós. 20.30 Safnarinn. Hann fleygir ekki fróðleik. Haraldur Sigurðsson, bankafulltrúi á Akureyri, er mikiil blaða- og gagnasafn- ari, sérstaklega hvað snertir menningu og listir, og er um þessar mundir að skrifa leiklistarsögu Akureyrar. Umsjón: Örn Ingi. 20.50 A fertugsaldri (6). 21.40 Upp komast svik um sídir. (Hunted Down) Þessi breska sjónvarpsmynd er byggð á smásögu eftir Charles Dickens og atburðarásin hefst þar sem öðrum sögum lýkur, í kirkjugarði. Aðalhlutverk Alec McCowen, Philip Dunbar, Stephen Moore og Polly Walker. 22.35 Hringurinn. Kvikmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson með tónlist eftir Lárus H. Grímsson. Sjónvarpsáhorfendum gefst nú kostur á að sjá þessa einstöku kvikmynd og njóta um leið útsýnisins af þjóðvegi númer eitt. Myndavélin var tengd við hraðamæli bíls og smellti af einum ramma á hverjum tólf metrum sem eknir voru. 23.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 23. júlí 17.50 Tumi. (Dommel). 18.20 Litlu prúðuleikararnir. (Muppet Babies.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (127). 19.25 Við feðginin. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Ljóðid mitt (8). Að þessu sinni velur sér ljóð Hólmfríður Karlsdóttir, fóstra og fegurðardrottning. 20.40 Ofurskyn (2). (Supersense). Annar þáttur: Það sem augað sér. Einstaklega vel gerður breskur fræðslu- myndaflokkur í sjö þáttum þar sem fylgst er með því hvernig dýrin skynja veröldina í kringum sig. 21.10 í dreifbýlinu. (Out of Town). Bresk stuttmynd frá árinu 1988. Ungur maður sem er á ferðalagi festist í forarpytti og getur ekki losað sig. Flestir láta sem þeir sjái hann ekki en þeim sem virða hann viðlits er efst í huga að nýta sér vamarleysi mannsins. Aðalhlutverk: Norman Hull. 21.25 Skildingar af himnum. (Pennies from Heaven). Fjórði þáttur. 22.40 Friðarleikarnir. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Fridarleikarnir framhald. 00.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 21. júlí 09.00 Morgunstund með Erlu. 10.30 Júlli og töfraljósid. 10.40 Perla. 11.05 Stjörnusveitin. 11.30 Tinna. 12.00 Smithsonian. (Smithsonian World.) 12.50 Heil og sæl. Fíkniefnamisnotkun. 13.30 Brotthvarf úr Eden. (Eden’s Lost) Þriðji og síðasti hluti. 14.15 Veröld - Sagan í sjónvarpi. (The World - A Television History.) 15.00 Kysstu mig bless. (Kiss Me Goodbye.) Rómantísk gamanmynd um ekkju sem fær óvænta heimsókn þegar hún er að undirbúa brúðkaup sitt. Aðalhlutverk: Sally Field, Jeff Bridges og James Caan. 17.00 Glys. (Gloss.) 18.00 Popp og kók. 18.30 Bílaíþróttir. 19.19 19.19. 20.00 Séra Dowling. (Father Dowling.) 20.50 Prinsinn fer til Ameriku.# (Coming to America.) Myndin greinir frá prinsi nokkrum sem vill sjálfur finna sér eiginkonu sem á að elska hann meira en auðævi hans og völd. 22.45 Ekki mín manngerð.# (But Not For Me.) Myndin greinir frá leikhúsmanni sem hafnar ástum ungs einkaritara þar sem önnur og fágaðri dama, sem einnig er inni i myndinni, er meira við hans hæfi. Aðalhlutverk: Clark Gable, CarroU Baker og LUU Palmer. 00.25 Undirheimar Miami. (Miami Vice.) 01.10 Mannaveiðar. (The Eiger Sanction.) Hörkuspennandi taugatryUir byggður á samnefndri skáldsögu sem komið hefur út í islenskri þýðingu. AðaUilutverk: CUnt Eastwood, George Kennedy og Varnetta McGee. Stranglega bönnuð börnum. 03.10 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 22. júlí 09.00 í Bangsalandi. 09.20 Popparnir. 09.30 Tao Tao. 09.55 Vélmennin. 10.05 Krakkasport. '10.20 Þrumukettirnir. 10.45 Töfraferdin. 11.10 Draugabanar. 11.35 Lassý. 12.00 Popp og kók. 12.30 Viðskipti í Evrópu. 13.00 Rusalka. Ópera í þremur þáttum eftir Antonin Dvorák flutt af English National Opera. Flytjendur: EUene Hannan, Ann Howard, Rodney Macann og John Teleaven. 16.00 íþróttir. 19.19 19.19. 20.00 í fréttum er þetta helst. (Capital News.) 20.50 Björtu hliðarnar. 21.20 Hneykslismál. (Scandal) 22.30 Alfred Hitchcock. 22.55 Þinn ótrúr ... (Unfaithfully Yours.) Hún er lauflétt þessi og fjallar um hljóm- sveitarstjóra nokkurn sem grunar konu sína um að vera sér ótrú. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Nastassja Kinski og Armand Assante. 00.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 23. júlí 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Kátur og hjólakrilin. 17.40 Hetjur himingeimsins. 18.05 Steini og Olli. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19.19. 20.30 Dallas. 21.20 Opni glugginn. 21.35 Töfrar. (Secret Cabaret.) Töfrar, sjónhverfingar og brellur sem líkj- ast ekki neinu sem þú hefur séð áður. 22.00 Doobie Brothers. Það er ekki dónalegt að baða sig i sól og suðræðnum svala í Honolulu með þeim Doobie bræðrum. 23.20 Fjalakötturinn. Lífvördurinn. (Yojimbo) Þetta er mynd eftir sniUinginn Akira Kurosawa sem greinir frá samúræa sem reynir að stilla til friðar milli tveggja strið- andi fylkinga í borg nokkurri í Japan. Aðalhlutverk: Toshiro Mifune, Yoko Tsukasa og Tatsuya Nakadis. 01.05 Dagskrálok. Hér er rétt aö minna á kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Okkar á milli i hita og þunga dagsins, sem sýnd verður í Sjónvarpinu nk. miðvikudags- kvöld. Akureyri: Kristjánsbakarí bakar Grennbrauð

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.