Dagur - 21.07.1990, Page 17
Að standast prófraunina
Laugardagur 21. júlí 1990 - DAGUR - 17
Sýningarþjálfun
V7\ Hundaeigendur
Byrja meö sýningarþjálfun næstkomandi miövikud.
25. júlí.
(Sýning H.R.F.Í. 12. ágúst í Laugardalshöll.)
Skráningar í síma 33168. Súsanna.
Byltingin í samgöngumálum þjóðarinnar
undanfarna áratugi er eitt af því sem verður
talið einkenna 20. öldina öðru fremur í
fslandssögunni. Sú bylting hefur ekki gerst á
einni nóttu, en áhrif hennar eru varanleg og
hafa gert ákaflega mikið til að móta lífsvið-
horf og menningu fólksins í landinu.
Samgöngumál eru málaflokkur sem nán-
ast allir þykjast hafa vit, eða a.m.k. skoðun
á. Ungt fólk þekkir varla annað en að helstu
vegir séu lagðir bundnu slitlagi, góðan bif-
reiðakost og þægilegan fararmáta um þjóð-
vegl íslands. Þó er ekki svo ýkja langt síðan
að það heyrði til undantekninga ef íslenskur
vegur var lagður bundnu slitlagi. Keflavíkur-
vegurinn var fyrsti langi vegurinn sem þann-
ig var úr garði gerður, og þótti hann merki-
legt mannvirki á sínum tima.
Nú er orðið langt síðan að nokkuð þótti
merkilegt við Keflavíkurveginn. Reykvíking-
ar aka hann tæþlega lengur á sunnudögum
sér til skemmtunar í stórum stíl, eins og al-
gengt var á sjöunda áratugnum. Á þeim
tíma töldu sumir að íslendingar myndu varia
nokkurn tíma verða í stakk búnir til að aka
hringveginn á malbiki. Annað hefur þó kom-
ið í Ijós, sem betur fer, þótt talsvert vanti enn
upp á að settu marki hafi verið náð.
Það er annars einkennilegt hversu hraðar
breytingar nútíminn hefur haft í för með sér
á hugsunarhátt og afstöðu landsmanna til
þjóðmála. Með bættum samnöngumann-
virkjum hefur þjóðin á vissan hátt þjappast
saman; það er ekki lengur neitt tiltökumál
fyrir hvern sem er að skreppa svo að segja
hvert á land sem er á örfáum klukkustund-
um.
Varla er hægt að minnast svo á sam-
göngumál að utanlandsferðir íslendinga
komi ekki upp í hugann. Fyrir tveimur til
þremur áratugum var utanlandsferð meiri-
háttar mál í flestra augum, a.m.k. alls þorra
almennings sem þekkti ekki annað form á
sumarleyfum en tjaldútilegur í guðsgrænni
náttúrunni. Sumir sem betur máttu sín áttu
sumarbústað í fallegu rjóðri eða skógarreit.
Nú skipta þeir íslendingar mörgum þúsund-
um sem finnst ekkert sumarfrí standa undir
nafni nema því sé eytt á erlendri grund.
Afleiðingin af öllu þessu er breytt heims-
mynd. Löndin færast nær hvort öðru í huga
fólks, og meðvitund um lífskjör og viðhorf
annarra þjóða eykst. Fyrir nokkrum árum
sagði einn ágætur maður, sem mikið hafði
ferðast bæði innan lands og utan, aö dvöl
erlendis væri ákveðin prófraun á íslendinga.
Þeir stóðust prófið sem komu frá útlöndum
ríkari af reynslu og gátu sett þá reynslu í
samhengi við íslenskan raunveruleika, til
jákvæðrar uþþbyggingar. Hinir féllu að hans
mati á prófinu, sem fannst allt íslenskt
ómögulegt eftir að hafa dvalið erlendis.
Kannski átta íslendingar sig ekki á gæð-
um fósturjarðarinnar fyrr en þeir hafa fengið
samanburð af öðrum löndum - þ.e.a.s. þeir
sem standast prófraunina. EHB
vísnaþáttur
Jón Pétursson frá Nautabúi
kvað:
Fram úr aldafylgsnum þá
flóðið kalda streymir,
sérhver alda ógn og vá
efst í faldi geymir.
Björn Pétursson frá Sléttu í
Fljótum orti á fermingaraldri
þessa ágætu vorvísu:
Eftir vetrar kuldakíf
koma veðrin hlýju
þegar vorsins vald og líf
vermir allt að nýju.
Síðar mun Björn hafa ort
þessa sjóferðavísu:
Rennur gnoð um geddulá,
glennir voða Kári.
Spennast froðuföllin grá,
flennist boðinn súðum á.
Næstu vísu Björns þarf víst
ekki að gefa nafn:
Pegi binda þrána skalt
þú við skemmtun neina.
Heims er yndishnossið valt.
Hreyfimynd er lífið allt.
Næsta vísa mun ort á Akur-
eyri, þótt mér bærist hún úr
fjarlægð:
Mér er sagt að byggi ból
baulu rétt hjá salnum
meður nettri menjasól
Magnús flott frá Norðurpól.
Þá kemur gamanvísa sem
Bjarni frá Gröf skaut að frú
sinni:
Ekki virðist vatnið þykkt
vera að þessu sinni,
kom þó af því kaffilykt
hjá kerlingunni minni.
Þá koma heimagerðar veður-
vísur frá síðasta vori.
í maí miðjum:
Veturinn er voðalegur
vinum mfnum fjær og nær.
Engar snapir, enginn vegur.
Öskuhríð í dag og gær.
20. maí:
Svarið kom við bóndans bæn,
býsna seint í förum.
Bráðum verður björkin græn,
bros á allra vörum.
í riti sem út kom um miðja
öldina, en varð skammlíft,
rakst ég á þessar vísur eftir
„Gamlan fjallamann":
Ógn eru tilþrif orðin smá,
alíur hljómur veikur,
hörpu Þorsteins ekkert á
ungra skálda leikur.
Það er sér þau senda frá
sýnir ei listir miklar,
hugsun mun þar finnast fá,
flest eru þokuhnyklar.
Rímlaust hnoð að hlýða á
hljómkært þreytir eyra.
Skyldum við aldrei aftur fá
íslenskt Ijóð að heyra.
í sama riti sá ég þessa vísu:
(Höfunda ekki getið.)
Spilltur heimur hlær og lokkar
heiða feiminn álf.
Hver mun geyma arfleifð okkar
ef við gleymum sjálf?
Teitur Hartmann Jónsson sat
að drykkju með háttsettum
embættismanni. Hann kvað:
Von er að bjánar verði tól
vitra glæpamanna.
Ég er orðinn skálkaskjól
skálkaforingjanna.
Kaldur vetur. (Höf. óvís.)
Kaldur vetur mæðir mig,
mold og keldur frjósa.
Betra væri að bæla sig
við brjóstin á þér, Rósa.
Umsjón:
Jón
Bjarnason
frá Garðsvík
Einnar bónar bið ég þig
best sem mundi gleðja.
Hún er sú að muna mig
meðan þú ert að kveðja.
Næsta vísa er eftir séra Jón
Þorláksson á Bægisá:
Hryssutjón ei hrellir oss.
Hress er ég þó drepist ess.
Missa gerði margur hross.
Messað get ég vegna þess.
Ekki liefur Jósep Húnfjörð
litist vel á þjóðfélagið er hann
kvað:
Allt er lífið orðið breytt.
Ýmsir dauðann sötra.
Skipulagt er allt og eitt,
alþjóð lögð í fjötra.
Allt er kúgað allt um kring
óréttlætis gjöldum.
Seigdrepandi svívirðing
situr nú að völdum.
Eftir lestur bókar Jóns Helga-
sonar um Jóhann bera,
„Þrettán rifur ofan í hvatt“,
orti Haraldur Zóphoníasson:
Illum kynnum olli snót,
eldi, snjó og frera.
Taka inn í innstu rót
örlög Jóhanns bera.
Gekk harmþrunginn, griðafár,
grimmum tungum skorinn
um lífs klungur, iljasár
ofurþungu sporin.
Langa ævi lifði í banni.
Lúði mótgangsklifið bratt.
Þar voru ristar þrautamanni
þrettán rifur ofan í hvatt.
o
Dagana 28.-30. júlí n.k. verður staddur
á Akureyri sölumaður frá okkur!
Þeir sem óska eftir máltökum, faglegri ráögjöf og til-
boðum, yður að kostnaðarlausu, hafi samband við
umboðsmann okkar Kára Hermannsson, Grundar-
gerði 7 a, Akureyri, sími 96-23997.
Álnabær h.f.
Síðumúla 32, 108 Reykjavík .
Jy|||í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
mw.Laus staða
Dósentsstaða í stjarnvísindum við eðlisfræðiskor raun-
vísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar.
Dósentinum er ætlað að stunda rannsóknir í stjarnvís-
indum, hafa forystu um kennslu í þeim við deildina og
stuðla að aukinni þekkingu á þessari vísindagrein í
landinu. Ennfremur þarf umsækjandi að geta tekið að
sér almenna kennslu í eðlisfræði. Óskað er eftir grein-
argerð um rannsóknir sem umsækjandi hyggst stunda,
verði honum veitt staðan.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil
og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. ágúst
1990.
Menntamálaráðuneytið, 19. júlí 1990.
Gullfalleg smávara í stórum stíl
svo sem: Eftirprentanir, fondue,
wok, steikarsteinar og margt fleira.