Dagur - 21.07.1990, Side 20

Dagur - 21.07.1990, Side 20
Akureyri: Risastór loftbelgur hefur sig á loft á mánudagskvöld Næstkomandi mánudagskvöld mun geysistór loftbelgur hefja sig til „flugs“ á Akureyri. Hér er um að ræða annan tveggja loftbelgja, sem eru á ferðalagi um öll átján þátttökulönd Ferðamálaárs Evrópu 1990. Ferð loftbelgjanna hófst 27. maí sl. og stendur yfir þar til I lok september. Akureyri mun verða nyrsti viðkomustaður þeirra í Evrópuferðinni. Loftbelgurinn og áhöfn hans, Bandaríkjamaðurinn William Spreadbury og bresk kona, Susan Carden, komu til Reykjavíkur í gær frá Seyðisfirði, en þau komu hingað til lands með Norrænu. f dag kl. 11 er ætlunin að loftbelg- urinn hefji sig til flugs úr Laugar- dalnum með Steingrím J. Sigfús- son, samgönguráðherra, innan- borðs. Á morgun eða mánudag Helgarveðrið: Þurrt og hlýtt Það er útlit fyrir allrasæmi- legasta veíður norðanlands um helgina, samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofunnar, og þeir sem eitthvað ætla að bardúsa um helgina, t.a.m. grilla úti, ættu ao geta hugs- að sér gott til glóðarinnar. Veðurhorfurnar fyrir hélg- ina eru á þá leið, að fremur hæg vestanátt og síðar suð- vestanátt verður ríkjandi á Norðurlandi. í dag verður þurrt og skýjað á annesjum og í útsveitum en annars léttskýj- að. -vs er ferðinni síðan heitið norður í land. Hugsanlegt er að loftbelg- urinn bregði sér á loft á leiðinni, en að minnsta kosti er ákveðið að hann lyfti sér frá móður jörð á Akureyri. Tíma- eða staðsetning hafði ekki verið ákveðin í gær- morgun, en hún tekur mið af veðri á mánudagskvöldið. Að sögn Hauks Gunnarssonar, starfsmanns landsnefndar íslands vegna Ferðamálaárs Evrópu 1990, er inni í myndinni að „fljúga“ loftbelgnum einnig í Mývatnssveit í næstu viku. Hann segir að við það sé miðað að hann hefji sig til lofts á stöðum þar sem vænta megi fjölmargra ferða- manna. Haukur segir að um mik- ið ferlíki sé að ræða, uppblásinn sé loftbelgurinn 35 metrar á hæð. Þá segir hann loftbelginn skraut- legan með afbrigðum. Að vonum er á belgnum merki Ferðamála- árs Evrópu 1990 og fánar allra átján þjóðanna, sem þátt taka í Ferðamálaári Evrópu 1990. óþh Ibyggin œska. Mynd: Golli Hofsós/Siglufjörður: Ásgeir syndir um helgina Ásgeir Halldórsson málara- meistari og sjósundkappi í Hrísey hyggst synda í sjónum við Hofsós og Siglufjörð um helgina, en Lionsmenn á þess- um stöðum munu taka við áheitum til styrktar kaupum á heitum potti við sundlaugina í Hrísey meðan á sundinu stendur. Nýlega fór Ásgeir vestur í Furufjörð á Ströndum og víðar til viðræðna við menn þar um vænt- anlegt sund, en um næstu helgi hyggst hann synda á Hvamms- tanga og Hólmavík, en þá helgi fer einmitt fram mikil hátíð á Hólmavík vegna 100 ára versl- unarafmælis staðarins. í næstu viku er hugmyndin að synda við Dalvík, en aðrar sund- ferðir hafa ekki verið ákveðnar, en þó mega Vestfirðingar eiga von á Ásgeiri innan tíðar. Áheitum vegna þessa „potta- sunds“ er veitt viðtaka á reikn. nr. 300 hjá Sparisjóði Hríseyjar eða hjá Lionsklúbbunum um allt land. GG Eyjaflörður: „HorB með hryllingi til vetrarins - segir Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar, um atvinnuástandið 44 Það sem af er árinu eru verka- lýðsfélög á Akureyri búin að greiða í atvinnuleysisbætur langt umfram þær upphæðir sem voru greiddar á öllu síð- asta ári. Sem dæmi um það þá er Eining búin að greiða 54,5 milljónir á þessu ári, en greiddi á síðasta ári tæpar 49 milljónir í atvinnuleysisbætur. Um síð- ustu mánaðamót voru 256 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri, en eru í dag um 210. Ef teknar eru saman þær bætur sem Eining, Iðja, Félag verslun- ar- og skrifstofufólks og Tré- smiðafélag Akureyrar greiddu fyrstu 6 mánuði þessa árs þá kemur í ljós tala uppá um 85 milljónir króna. Á öllu síðasta ári greiddu þessi félög rúmlega 71 milljón kr. í atvinnuleysisbætur. „Þessar tölur segja meira en mörg orð um atvinnuástandið," Álver í Eyjafirði eða á Keilisnesi? „Jarðskjálftahætta setur strik í reíkiungiim á Reykjanesi“ - segir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri IFE Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar, segir að líkurnar til að nýtt álver verði staðsett í Eyjafírði hafí ekki minnkað undanfarið, þrátt fyrir miklar umræður um kosti þess að setja álverið niður á Keilisnesi. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum varðandi tilfærslu á lóð þeirri sem til greina kem- ur fyrir álver á Dysnesi. Sigurður bendir á að á Reykjanesi sé viðurkennt að jarðskjálftahætta sé fyrir hendi, og margt bendi til að álver þar yrði að vera ramm- gerðara mannvirki en við Eyjafjörð. Að sögn Sigurðar mun Almenna verkfræðistofan hf. í Reykjavík skila niðurstöðum vegna athugana á breyttri lóð á Dysnesi þessa dagana. í kjölfar þess mun Iðnþróunarfélagið skýra frá þessum niðurstöðum, en þær miðast við að færa lóð- ina á hagkvæmari stað á Dysn- esi. Eftir að sú lóð sem áður var talin koma til greina var stækk- uð lenti hluti hennar úti í mýri, en segja má að með breyttri staðsetningu sé lóðin færð út úr mýrinni. Við það mun umtals- verð fjárhæð sparast við bygg- inguna. Sigurður var spurður að því hvort minnispunktar ráðgjafa- nefndar iðnaðarráðuneytisins hefðu borist Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. Hann sagði að svo hefði ekki verið, heldur hefðu minnispunktarnir verið lagðir fyrir ríkisstjórnina og verið ræddir í þingflokkunum. Hann taldi óheppilegt að umræða um hugsanlegan kostnaðarauka við byggingu álvers á Dysnesi eða í Reyðarfirði hefðu borist í fjölmiðlaumræðu á þessu stigi málsins, m.a. vegna þess að þær upplýsingar sem fram hefðu komið væri hægt að túlka á margvíslegan hátt og væru ekki endanlegar. Engin vissa væri fyrir því að mismunur á kostn- aði væri svo mikill sem um er rætt, en varðandi álver hugsuðu menn fyrst og fremst um rekstr- arkostnað þegar til lengri tíma væri litið. Einn milljarður í stofnkostnaði gerði engan herslumun í því sambandi. Sr. Oddur Einarsson, tals- maður þeirra sem vilja álver á Keilisnesi, sagði í viðtali við Sjónvarpið að erlendu aðilarnir óttuðust afleiðingar mengunar í Eyjafirði, og að álverinu yrði kennt um allt sem miður færi í landbúnaði á svæðinu. Hvað Keilisnes snerti sé á hinn bóginn viðurkennt að þar væru aðstæð- ur allar eins góðar og hægt væri að hugsa sér. Sigurður segir að þetta sé fjarstæðukennt, slíkt hafi aldrei komið fram í viðræðum við erlendu aðilana. Hins vegar sé ástæða til að benda á verulega hættu á jarðhræringum á Reykjanesi, og allt bendi til að mannvirki fyrir álver þar yrðu að vera töluvert rammgerðari á Keilisnesi en í Eyjafirði. Allir vissu að kostnaður af þessum orsökunr gæti skipt verulegu máli, ef hætta væri talin á jarð- skjálftum. EHB sagði Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar, í samtali við Dag. Fyrir utan Einingu sér félagið um atvinnuleysisskrán- ingu fyrir sjómannafélög Eyja- fjarðar og Olafsfjarðar og félög skipstjóra, vélstjóra, verkstjóra og málmiðnaðarmanna á svæð- inu. Til Einingarfélaga á Akureyri er búið að greiða 23,2 milljónir á árinu, á móti 20,1 milljón króna á öllu síðasta ári. „Miðað við þann fjölda sem hefur verið á atvinnu- leysisskrá sé ég ekki annað en það verði 100% aukning á greiðslu atvinnuleysisbóta á milli ára. Það eru slæmir mánuðir framundan, þannig að ég horfi með hryllingi til vetrarins. Það er engin gróska í atvinnulífinu við Eyjafjörð um þessar mundir og allsherjar samdráttur í öllum atvinnugreinum, engin grein sem sker sig þar úr,“ sagði Björn. Félag verslunar- og skrifstofu- fólks var um síðustu mánaðamót búið að greiða rúmar 12 milljónir króna í atvinnuleysisbætur á árinu, en allt árið í fyrra voru um 8 milljónir greiddar. Trésmiða- félag Ákureyrar er búið að greiða tæpar 6 milljónir á árinu, miðað við tæpar 2 milljónir allt síðasta ár, sem aðallega var greitt út síð- ari hluta ársins. Iðja, félag verksmiðjufólks, hefur verið með um 40 manns á atvinnuleysisskrá á árinu ög um síðustu mánaðamót var búið að greiða tæpar 10,4 milljónir í atvinnuleysisbætur. Að sögn Ármanns Helgasonar stefnir í enn hærri bætur á þessu ári því á síðasta ári greiddi Iðja alls 12,6 milljónir í bætur. -bjb

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.