Dagur - 26.07.1990, Síða 3

Dagur - 26.07.1990, Síða 3
Fimmtudagur 26. júlí 1990 - DAGUR - 3 fréttir f Iiklegt að girt verði frá Gæsavatnagirðingu og norður í Sæluhúsamúla á næsta ári, alls 20 km leið Á undanförnum misserum hafa staðið yfir viðræður milli forráðamanna Keldunes- hrepps og Aðaldælahrepps um girðingu á mörkum hreppanna frá Gæsvatnagirðingu og norð- ur og vestur í Sæluhúsamúla sem er syðst á Tjörnesfjall- garðinum. Einnig er rætt um girðingu sunnan Tjörness þ.e. milli Húsavíkur og Reykja- hverfis annars vegar og Tjör- ness hins vegar þannig að norðan þessarar girðingar yrðu Kelduneshreppur og Tjörnes- hreppur. Suður-f*ingeyjarsýsla hefur verið skilgreind sem gróðurfars- lega veikt svæði af hálfu Náttúru- verndarráðs og Landgræðslu rík- isins, og það er óumdeilanlegt að hlutar hennar eru það, en t.d. heiðarlöndin milli Mývatnssveit- ar, Bárðardals og Reykjadals og Fljótsheiðin norður eftir geta ekki flokkast undir þá skilgrein- ingu. Björn Guðmundsson í Lóni segir að látið hafi verið í veðri vaka, að fullvirðisrétti í sauðfé yrði úthlutað í samræmi við slík- ar skilgreiningar að einhverju marki, og ef Norður-Þingeyingar yrðu ekki á nokkurn hátt greindir frá Suður-Þingeyjarsýslu í þessu tilliti, þá yrði sýslurnar báðar skilgreindar saman á þennan hátt og Keldhverfingar þannig tapað fullvirðisrétti. Hins vegar séu hugmyndir um girðingaframkvæmdir upp komn- ar vegna hagræðingar á fjallskil- um, en sífellt verður erfiðara að manna göngur vegna fólksfækk- unar til sveita. Á undanförnum árum hefur fé, aðallega úr Reykjahverfi sótt í afréttarlöndin austan við, en Aðaldælingar hafa búið við það undanfarin ár að Landgræðslan hefur raunveru- lega haft stjórn á beitarmálum þeirra að hluta, og leyfir ekki upprekstur á Þeistareykjaland fyrr en eftir nákvæma skoðun, sem venjulega er ekki fyrr en um mánaðamótin júní/júlí. Uppi eru hugmyndir um að Landgræðslan eigi að taka þátt í kostnaði vegna þessara girðinga- framkvæmda, og eru rökin þau „Fjölskyldudagur Þórs ’90“: Útiskeirnntiui á laugardag fyrir Þórs- ara og aðra velunnara félagsins íþróttafélagið Þór á Akureyri gengst fyrir fjölskyldudegi á íþróttasvæði sínu við Glerár- skóla á laugardaginn kemur. 23 ára Akureyringur: Fékk inngöngu í einn virtasta tónlistarskóla heims - þar sem m.a. Quince Jones er heiðursdoktor Jóhann Ólafur Ingvason, 23 ára Akureyringur, hefur feng- ið inngöngu í einn þekktasta og virtasta tónlistarskóla í heimi, Berklee College of Music í Boston í Bandaríkjun- um. Jóhann heldur utan í janúar nk. til að iæra útsetn- ingar á tónlist og upptöku- stjórnun í hljóðveri. Jóhann komst inn í skólann í fyrstu til- raun, sótti um í maí sl. og fékk svar fyrir skömmu. Nokkrir íslendingar hafa stundað nám í Berklee og fjöldi þekktra tónlistarmanna á erlend- an mælikvarða einnig, s.s. eins og Earnie Watts, Peter Eskin, Art Blakey og Quince Jones. Þeir tveir síðasttöldu eru heiðursdokt- orar við skólann. I samtali við blaðið sagði Jó- hann Ólafur að það hafi komið sér á óvart að hafa fengið inn- göngu í skólann svona skjótt. „Umsóknin var ítarleg og meðal skilyrða var að hafa stundað tón- listarnám síðustu tvö ár,“ sagði Jóhann en hann hefur síðustu vetur verið í djassdeild tónlistar- skóla FÍH. Þá á Jóhann rúmlega 5 ára píanónám að baki í Tónlist- arskólanum á Akureyri. Jóhann var hljómborðsleikari Skriðjökla fram til ársloka 1987. Þá fór hann einn vetur í frönskunám til Frakklands, en síðan hefur hann spilað með Rokkbandinu á Ak- ureyri. Námið í Berklee tekur 3-4 ár og gefur sá tími B.A. gráðu í tónlist. Jóhann sagði að eftir fyrstu önnina væru próf metin og þá væri hægt að byrja á aðal- greininni, þ.e. hjá honum útsetn- ing og upptökustjórnun á tónlist. „Námið sem ég ætla í er metið á samkeppnisgrundvelli, þannig að maður verður að standa sig til að komast áfram,“ sagði Jóhann að lokum. -bjb Nýtt héraðsráð í Skagafirði Aðalfundur Héraðsnefndar Skagfirðinga var haldinn þann 12. júlí sl. Kosið var í nýtt héraðsráð og í 137 nefndir og ráð sem heyrðu áður undir gömlu sýslunefndina, en heyra nú undir Héraðsnefnd. Magn- ús Sigurjónsson er nú orðinn framkvæmdastjóri Héraðs- nefndar í stað Jóns Guð- mundssonar. Magnús hefur setið í bæjar- stjórn Sauðárkróks síðastliðin 12 ár og héraðsráði frá stofnun þess. Á fyrsta fundi nýkjörins héraðs- ráðs var samþykkt að leita eftir samingum við Magnús um að 'taka þetta starf að sér og nú eru þeir samningar fullfrágengnir að sögn hans sjálfs. I Héraðsráði eru nú: Þorsteinn Ásgrímsson oddviti Héraðs- nefndar, Trausti Pálsson, Björn Sigurbjörnsson, Knútur Aadne- gaard og Stefán Logi Haraldsson. Varaoddviti er síðan Guðmann Tobíasson, en hann situr héraðs- ráðsfundi sem ritari nefndarinn- ar. Vinna Héraðsnefndarinnar er bundin af fjárhagsáætlun, en það sem heyrir undir Héraðsnefndina eru verkefni sem sýslunefnd sá áður um. Má þar nefna sem dæmi: framhaldsskólar í Skaga- firði, sjúkrahúsið og safnamál. SBG Þessi útisamkoma hefur hlotið nafnið „Fjölskyldudagur Þórs ’90“ og stendur frá kl. 13.00- 18.00. Dagurinn er tileinkaður öllum börnum sem æfa hjá félaginu og ekki síst foreldrum þeirra og öðrum velunnurum félagsins. Ýmislegt verður boðið uppá til skemmtunar en þó er hugmynd aðstandenda skemmtunarinnar sú að fólk komi saman og því þarf að hafa hjólin með. Einnig verður þrautaboðhlaup, þar sem mamma og pabba eiga einnig að vera þátttakendur. Þá er stefnt að því að hafa gógartbíla til leigu á malbikinu norðan við skólann. Auk þess verður hægt að fara í blak, skallablak, badminton og margt fl. Fólk má gjarnan hal'a það með sér sem því þykir hæfa degi sem þessum, eins og badmintonspaða og net, krittket- sett, flugdisk, (frisbee-disk) o.fl. Loks má geta þess að kl. 14.00 leika Þór og Fram í undanúrslit- um 2. flokks í bikarkeppni KSÍ og má búast við hörku viðureign þar. Á meðan skemmtunin stendur yfir, verður á svæðinu veitinga- sala, þar sem hægt verður að kaupa t.d. gos, sælgæti, grillaðar pylsur, kaffi og kökur gegn vægu verði. Það er von aðstandenda skemmtunarinar að allir foreldr- ar komi á staðinn, sjálfum sér og börnum sínum til skemmtunar á þessum fyrsta og vonandi ekki síð- asta „Fjölskyldudegi Þórs“. KK að Landgræðslan geti illa haft afskipti og stjórn á beitinni og landnýtingu ef hún tekur ekki þátt í aðgerðum sem stuðla að betri nýtingu landsins. Dagur Jóhannesson í Haga í Aðaldal segist hafa trú á því að í þessar framkvæmdir verði ráðist á næsta ári, en höfðumálið sé að með þessu fáist betri stjórn á göngum og smölun á fé, og hvernig nýting lands er fram- kvæmd en með girðingum sé hægt að halda fénu í fyrirfram ákveðnum hólfum. Umrædd girðing milli Keidu- neshrepps og Aðaldælahrepps verður um 20 km löng en öll norður á Tjörnes um 40 km. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri segir að þessi girð- ingamál hafi verið í umræðunni síðan 1983 eða jafnvel fyrr, en inn í þessa umræðu hafi einnig blandast vangaveltur um riðu- varnir, en einnig hafi Suður-Þing- eyingar talið sig verða fyrir ágangi sauðfjár úr norðursýsl- unni. Vegna aðildar Landgræðslunn- ar að girðingamálum, segir Sveinn að hrepparnir þurfi form- lega að fara fram á aðild Land- græðslunnar, en ekki séu líkur á því að fjármagn fáist eins og fjár- veitingum sé háttað í dag til Landgræðslunnar. Aðild Land- græðslunnar gæti verið í umræð- unni fyrir árið 1991. Landgræðsljuvélin var við land- græðslu, bæði í suður og norður- sýslunni frá 5. til 12. júlí sl., en stærsta verkefnið var við Krákár- botna. Húsvíkingar eru byrjaðir að girða bæjarlandið af, en viðræður við Tjörnesinga um girðingamál eru ekki hafnar. GG 20" sjónvarp m/fjarst. Tilboðsverð 45.000. 12" s/h ferðasjónvarp. Staðgreitt 14.030 ferðatæki. Staðgreitt 5.678 ferðatæki. Tilboðsverð 8.700* ferðatæki. Tilboðsverð 6.990* flö PIOIVIEER S-lll hljómflutningssamstæða. Staðgreitt 86.018 PHILIPS TOSHIBA PHILIPS JVC öri PIONEER SHARP MAJ=U-s: • Allir nýjustu sumarsmellirnir • Mikið úrval af kassettum • Mikið úrval af geisladiskum HLJOMDEILD - þar sem úrvalið er * miðað við staðgreiðslu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.