Dagur - 26.07.1990, Síða 12

Dagur - 26.07.1990, Síða 12
Húsavík: Hörð aftanákeyrsla Allhörð aftanákeyrsla varð á Húsavík sl. þriðjudagskvöld þegar tveir bflar skullu saman á Garðarsbraut. Flytja varð farþega bflanna á sjúkrahús til skoðunar, en þeir fengu flestir að fara heim með minniháttar meiðsl. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður annars bílsins ætlaði að stöðva til að ræða við bílstjóra sem kont akandi á móti, en öku- maður sem kom á eftir var annars hugar og skall á bílnum. Báðir bílarnir eru töluvert skemmdir. -bjb Akureyri: Kveikjari sprakk í tætlur - „ástæða til að vara fólk við“ Kona ein á Akureyri varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu fyrir skömmu. Kveikjari sem hún var nýbúin að festa kaup á sprakk í tætlur nokkrum mínútum eftir að hún kom heim úr innkaupaferðinni. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, sagði að um væri að ræða ódýra gerð vindlingakveikjara, sem stundum eru nefndir einnota, þ.e. ekki er hægt að fylla á þá eft- ir að gas tæmist af þeim. Konan kom heim, tók kveikj- Þannig leit kveikjarínn út eftir sprenginguna. arann upp úr tösku sinni og lagði hann á borð. Eftir andartak heyrðist hvellur, kveikjarinn sprakk og logaði glatt á borðinu. Ekki var um það að ræða að kveikjarinn hefði hitnað vegna sólarljóss eða af öðrum orsökum. „Það er ástæða til að vara fólk við, því ákaflega lítið þarf til að óhapp geti orðið í tilviki sem þessu. Hér er um afar eldfimt gas að ræða og kveikjararnir greini- lega ekki vandaðir. Ég hef aldrei vitað um tilvik sem þetta á jörðu niðri áður, en kveikjarar sem þesssir hafa stundum verið bann- aðir um borð í flugvélum,“ sagði Tómas Búi. EHB Sundlaugin á Grenivík verður fljútlega tekin í notkun, en dúkur var klæddur í laugina um, síðustu helgi. Sundlaugin á Grenivík: í notkun ínnan tíðar Mynd: KK Nú styttist óðum í að hin nýja og glæsilega útisundlaug á Grenivík verði tekin í notkun. Dúkurinn sem laugin er klædd með kom til Grenivíkur s.l. fimmtudag og var lagður um helgina. Sundlaugin er tæplega 17 m löng og 8 m á breidd og við hana er heitur pottur. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps sagði í samtali við Dag, að laugin yrði tekin í notkun fljótlega en vildi ekki nefna ákveðinn dag. „Það hafa komið upp ýmis vandamál í sambandi við bygg- ingu laugarinnar og þau hefur þurft að leysa. En hvort laugin verður tekin í notkun fyrir eða eftir verslunarmannahelgi er ekki gott að segja en hún verður alla vega komin í gagnið á þessu sumri,“ sagði Guðný. -KK Fiskmarkaður á Dalvík: 271,4 tonn hafa veríð seld á gólfmark aði það sem af er þessum mánuði Það sem af er þessum mánuði hafa 271,4 tonn af fiski verið seld á gólfmarkaði Fiskmiðlun- ar Norðurlands hf. á Dalvík, og er verðmæti þess 17,5 millj- ónir króna. Þetta er meiri sala en þeir bjartsýnustu þorðu að vona þegar markaðurinn hóf göngu sína í vor. Að undan- förnu hefur farið fram uppboð á hverjum virkum degi kl. 13.00. Mjólkursamlögin á Sauðárkróki og Blönduósi: Hefla framleiðslu á smjörva í haust - hingað til verið framleiddur í Mjólkursamlagi KEA Mjólkursamlögin á Sauðár- króki og Blönduósi hafa ákveðið að hefja framleiðslu á smjörva á komandi haustdög- um, en hingað til hafa samlög- in sent rjóma til smjörvagerðar í Mjólkursamlagi KEA á Ak- ureyri. Síðustu misseri hafa þessi samlög sent hvort um sig um 150 þúsund lítra af rjóma árlega til KEA vegna smjörv- ans. Snorri Evertsson, mjólkursam- lagsstjóri á Sauðárkróki, sagði í samtali við Dag að samlagið þyrfti ekki mikið að bæta við sig tækjum vegna framleiðslunnar, en óljóst hvort smjörvanum verð- ur pakkað á Sauðárkróki. Páll Svavarsson, samlagsstjóri á Blönduósi, hafði svipaða sögu að segja og Snorri. Mjólkursamlagið þar þarf ekki að bæta við sig miklum tækjabúnaði vegna smjörvans, þar sem smjörfram- leiðsla hefur farið fram í samlag- inu. Um pökkunina sagði Páll að hún færi líklega fram hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Pórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri KEA, sagði í samtali við blaðið að það myndi ekki skipta samlagið sjálft fjár- hagslega miklu máli að fá ekki rjómann frá Skagfirðingum og Húnvetningum til smjörvagerð- arinnar. „Hins vegar hef ég efa- semdir um að þetta sé hagkvæmt, en þeir kunna jafn mikið á reikni- vélar og ég. Þetta eykur ekki heildartekjur mjólkuriðnaðarins, heldur vinnslukostnaðinn. Þar með verður smjörvinn dýrari fyr- ir neytendur," sagði Þórarinn um fyrirhugaða smjörvaframleiðslu mjólkursamlaganna á Sauðár- króki og Blönduósi. -bjb Hólmavík 100 ára: Böm syngja í lögreglufylgd Á morgun hefst formlega mikil afmælishátið á Hólmavík, sem er haldin til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því Hólma- vík öðlaðist verslunarréttindi. Hluti hátíðarhaldanna tcngjast því, að Hólmavík og Raufar- höfn tengjast vináttuböndum og af því tilefni munu börn frá þessum stöðum hittast í Yarma- hlíð kl. 6 í dag og ferðast síðan saman vestur til Hólmavíkur. Dagskráin hefst á föstudag með opinberri móttöku fyrir Raufarhafnarbúa, opnun mynd- listarsýningar og sameiginlegum hreppsnefndarfundi. Á laugardag verður ellilífeyris- þegum færðar kökur með morg- unkaffinu og börn munu syngja í lögreglufylgd. Útimarkaður verður seinni part dagsins með alls kyns uppákomum og um kvöldið verður grillveisla aldarinnar. Á sunnudeginum kemur for- seti Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir í heimsókn, flutt verður revía sem ber heitið Hólmavík í 100 ár og afhjúpaður verður minnisvarði um Stefán frá Hvíta- dal. Ýmislegt fleira er að sjálf- sögðu á dagskrá, en sjón er sögu ríkari. í tengslum við hátíðina er rek- in útvarpsstöð, sem útvarpar all- an daginn meðan á hátíðinni stendur, en hún hóf útsendingar sl. þriðjudag. GG Fiskurinn hefur aðallega kom- ið frá bátum og togurum við Eyjafjörð og Grímsey, en einnig austan að, og t.d. hafa trillukarl- ar á Raufarhöfn verið iðnir við að senda fisk, en aflanum er þá landað á Raufarhöfn og ekið á bíl til Dalvíkur. Einnig hefur fiskur komið frá Vopnafirði og Bakka- firði. Uppistaðan, eða 85% aflans, er þorskur, en einnig hefur kom- ið þar til sölu ufsi, ýsa, karfi, keila, steinbítur, hlýri, lúða, grá- lúða og skarkoli. Meðalverð á þorski í þessum mánuði er kr. 73,40, á ýsu 77,36, á ufsa 28,88, karfa 16,97, steinbít 34,38 og grálúðu 40,01. Mest hefur salan eðlilega verið til fiskverkenda á Dalvík og ná- grenni, en einnig hefur Sjólastöð- in í Hafnarfirði keypt töluvert magn sem unnið hefur verið í frost, og nokkurt magn hefur einnig farið til Grenivíkur. Þrátt fyrir aflahrotu togara á Vest- fjarðamiðum að undanförnu hefur vantað fisk til sölu. Stærstu söludagarnir hafa verið mánu- dagar, og þá einnig oft hæsta verðið, en föstudagar lakastir, enda þurfa fiskkaupendur þá að láta vinna fiskinn í eftirvinnu sem kemur niður á markaðsverðinu. Eitthvað hafa trillur landað á markaðinn, en árlegt veiðibann sjávarútvegsráðuneytisins á trill- ur undir 10 tonn að stærð stendur frá 1. til 10. ágúst nk. svo fram- boð á fiski verður minna sem því nemur þann tíma. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.