Dagur - 23.08.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 23.08.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. ágúst 1990 - DAGUR - 3 fréttir F Sauðárkrókur: punktar ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt verksamning við Dýpk- unarfélagið hf. um tlýpkun í Sauðárkrókshöfn. Heildar- upphæð samningsins er rúmar 10 miiljónir króna og kveður samningurinn á um fimmtán þúsund rúmmetra dýpkun fastefna og tvö þúsund rúm- metra dýpkun lausefna. Verk- lok verða 20. september nk. ■ Gert er ráð fyrir að mal- bika 1800 fermetra á hafnar- svæðinu, austan olnboga og í kringum hafnarhúsið. Bæjar- tæknifræöingur kynnti þetta á futidi hafnarstjórnar fyrir stuttu og féllst hún á þessar framkvæmdir. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt tiliögu um 74 bílastæða plan á lóð fjölbrautaskólans. ■ Eftirtaldir aöilar hafa feng- ið úthlutað upprekstrarleyfum vegna hrossabeitar á ; afrétti Sauðárkröksbæjar: Sigurgeir Þórarinsson 4 liross, Ingólfur Ómar Ármannsson 7 hross, Bjarni Bragason 6 hross, Stef- án Reynisson 3 hross, Gunn- laugur Þórarinsson 8 hross, Lárus Sveinsson 6 hross, Sæmundur Hermannsson 9 hross, Ragnar Eiríksson 4 hross, Friðrik Margeirssón 2 hross, Björn Ásgrímsson 3 hross, Sveinn Guðmundsson 24 hross, Gísli Gunnarsson I, hross og Haraldur Hermanns- son 5 hross. ■ Gerður hefur verið samn- ingur við Ómar Kjartansson urn sorphretnsun á Sauöár- króki. Gildir samningurinn frá 1. júní 1990 til 31. maí 1992. Er heildarupphæð allt tímabil- ið kr. 2.943.499. Húsavík: Fyrstu hraðahindranimar konmar á Garðarsbrautina Tvær hraðahindranir hafa ver- ið settar upp til reynslu á Húsavík og eru þær staðsettar sunnarlega á Garðarsbraut- inni. Hindranirnar eru úr mal- biki og virka vel - á þann hátt að eins gott er fyrir bílstjóra sem vilja komast áfallalaust yfir að draga veruiega úr ferð ökutækis síns. Það var Val- gerður Gunnarsdóttir, bæjar- fulltrúi sem lagði fram tillögu um uppsetningu hraðahindr- ana i bænum og samþykkti bæjarstjórn að setja upp tvær hindranir til reynslu. Umferð- arnefnd hafði síðan samráð við lögreglu varðandi staðsetningu þeirra. Þröstur Brynjólfsson, yfirlög- regluþjónn sagði að hraðahindr- ununum hefði verið valinn staður þarna á Garðarsbrautinni því þar væri mikið af hættulegri umferð og syðst við götuna væru þrjár íbúðablokkir og stór verslun á móti þeim. Þröstur sagði að það væri ekki nokkur vafi á að hraða- hindranir drægju úr hraða þar sem þær væru settar niður en annað mál hvaða áhrif þær hefðu á umferðarhraðann í bænum almennt. Of snemmt mun vera að segja tii um hvaða áhrif hraða- Staða sveitarstjóra á Þórshöfn: Tveir umsækjendur kallaðir íyrir Hreppsnefnd Þórshafnar- hrepps hefur haldið tvo fundi vegna ráðningu nýs sveitar- stjóra, en fjórar umsóknir bár- ust um stöðuna. Ekki hefur verið ákveðið hver hreppir hnossið. Á fundi nefndarinnar sl. þriðju- dag var ákveðið að kalla tvo af umsækjendunum fyrir og fá þá til Þórshafnar til viðræðna. Búist er við að nýr sveitarstjóri verði ráð- inn um eða eftir næstu helgi. -bjb Öskubíll og rólksbííl í árekstri á Húsavík Harður árekstur varð á gatnamótum Lyngbrekku og Höfðavegar á Húsavík síðdegis á þriðjudaginn. Miklar skemmdir urðu við óhappið á nýlegum fólks- bíl og einnig skemmdist lítill vörubíll, öskubíllinn, töluvert. Engin meiðsli urðu á fólki. Mynd: IM hindranirnar rnuni hafa en þó sagði Þröstur að þegar hefði þess orðið vart að umferð og hrað- akstur hefði færst af Garðars- braut og niður á Mararbraut. Aðspurður um hraðaksturinn í bænum sagði Þröstur aö lögregi- an væri stöðugt að atast í þessurn málum og tæki menn fyrir of hraðan akstur, bæði innan bæjar og utan. Vonandi sjá ökuntenn á Húsa- vík nú að sér og stilla hraða farar- tækja sinna svo í hóf að ekki þyki ástæða til að klessa niður hraða- hindrunum á allar götur bæjar- ins. IM Möl og sandur: Minni steypusala og óvissa um vetrarverkefiii - „útlitið er ekki björgulegt“ „Við erum langt undir því sem var í fyrra, þannig að útlitið er ekki björgulegt,“ sagði Hólm- steinn T. Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri Malar og sands á Akureyri, er hann var spurður um verkefni sumarsins og horfur er litið væri til vetrarins. „Steypusalan er 25% minni fyrstu sjö mánuði ársins, sé mið tekið af árinu í fyrra, og 50% minni þá litið er til ársins 1988. Steypusalan fór seint af stað. enda voru lóðir seint tilbúnar frá hendi Akureyrarbæjar í Gilja- hverfinu. Þetta ástand gefur raunsæja mynd af byggingariðn- aðinum. Rólegt er í sölu einingahúsa, en allgóð sala í gólf- og þakplöt- um. Steinrör og hellur seljast vel, þar er mikil aukning. Steypan er stór þáttur í starfseminni, þann- ig aö horfur eru ekki góðar og rnikil óvissa er um vetrarverk- efni. Haustið mun skera úr um franthaldið," sagði Hólmsteinn. ój Hestaíþróttir: Bikaraiót Norður- lands um helgina Bikarmót Norðurlands í hesta- íþróttum verður haldið á laugardag og sunnudag við Húnaver í Húnavatnssýslu. Á laugardag verður undankeppni, en á sunnudag verður keppt til úrslita. Það eru íþróttadeildir hesta- mannafélaga á Norðurlandi sern standa að mótinu, en um fram- kvæmd þess sér hestaíþróttadcild Austur-Húnvetninga. Að sögn Magnúsar Jósefssonar má búast við góðu móti um helg- ina, því fjölmargir góðir hestar og knapar af Norðurlandi eru skráöir til leiks. Aöstaða öll er með ágætum við Húnaver og ckki sakar að keppt verður á nýj- um og góðum velli. óþh VER&HROiu Takmarkaður Qöldi ^ o/ /o Verðlœkkun FO - 420 Faxtæki Eitt með öllu Verð nú m/ VSK: 59% Verð lækkun FO - 800 Faxtæki Eitt með öllu og 1,2 MB minni Verð nú nV VSK: 79.200,- 135.000,- Sérfrœðingar frá SHARP kynna SHARP skrifstofutœkin í verslun okkar fóstud. 24. ágúst NaUSt ©21300 • Glerárgötu 26 • 600 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.