Dagur - 23.08.1990, Blaðsíða 5
lesendahornið
Fimmtudagur 23. ágúst 1990 - DAGUR - 5
Ótrúlegur yíírgangur
berjatínslufólks
Sunnudagur 19. ágúst 1990.
Eins og flestir vita, þá hafa sumir
bændur auglýst berjamóa sína og
leyft almenningi að tína þar ber
gegn vægu gjaldi. Svo eru aðrir
sem eiga móa og hyggjast nýta
í tilefni af
aftanákeyrslu:
Er ekki úrvals
fólkí
Svarfaðardal
og Dalvík?
í Degi hinn 19. júlí sl. er pistill
frá konu á Dalvík. Tilefnið er að
þakka, sem maklegt er, 17 ára
pilti fyrir að gefa sig fram og til-
kynna að hann hafi hent það
óhapp að bakka á kyrrstæðan bíl
konunnar. Sennilega hefir hún
aldrei heyrt að hægt sé að lofa
svo einn að lasta ekki annan. í
lok pistilsins segir hún:
„Hefði fullorðin manneskja
bakkað aftan á bílinn, þá hefði
hún örugglega keyrt í burtu, þar
sem ekkert vitni var að þessari
aftanákeyrslu."
Ég hefi alltaf haft þá skoðun að
úrvals fólk væri í Svarfaðardal og
þá einnig á Dalvík. En eftir þessa
staðhæfingu konunnar hvarflar
að mér hvort ég þurfi að endur-
skoða þessa afstöðu mína.
Sigurveig Guðmundsdóttir.
berin sjálfir en eru svo óheppnir
að hann liggur meðfram fjölförn-
unt þjóðvegum.
Nú hefur það borið við, trekk í
trekk, að bláókunnugt fólk ryðst
inn fyrir girðingu, án þess að
spyrja kóng né prest og fyllir þar
dunka sína og dollur af berjum
og heldur svo heint, býsna stolt
og hreykið með afraksturinn.
Skyldi þessu fólki nokkurn tíma
verða bumbult eða fá berjaskitu
af stolnum berjunum???!!!
Sem dæmi um yfirganginn urð-
um við vitni að því að maður á
besta aldri hugðist hjálpa rosk-
inni móður sinni yfir girðinguna
að berjamónum. Nú var vandi á
höndum, ekki gat hann vippað
þeirri gömlu yfir vandræðalaust.
Vinurinn fann þó ráð, girðingin
var einfaldlega troðin niður og
eyðilögð!!
Ansi er ég hrædd um að lóða-
eigendum á Akureyri (eða hvar
sem er) brygði í brún ef einhverj-
ir birtust í görðunum þeirra með
ílát sín og ætluðu „bara“ að tína
rifsber! Hvað þá ef þessir sömu
brytu niður girðinguna?
Gott fólk! Ég skora á ykkur að
tína berin góðu í auglýstum
berjalöndum eða að minnsta
kosti að biðja um leyfi hjá land-
eigendum.
Og hana nú!
Heimasæta.
PS. 20. ágúst 1990.
í dag hófst gæsaveiðitíminn og
strax í morgun birtist fyrsti veiði-
maðurinn óboðinn með hagla-
byssu í berjamónum!
f--------------------
f
Vaglaskógur og verslunarmannahelgin:
Röng mynd af ástandinu
hefur verið dregin upp
- nær væri að taka á þessu máli í stað
þess að níða unglingana niður
Skóláitíurfyrir
strh og stelpur
í miklu únái
•Lvt^
\<&
Vandaðar vörur - gotl vero
Vöruhús KEA
Sigurður Bjarklind hringdi:
„Mér finnst að það sem komið
hefur fram um hegðun unglinga í
Vaglaskógi um verslunarmanna-
helgina sé fyrst og fremst
þrennt: a) að þau hafi öll verið 13
ára; b) að þau hafi öll verið
dauðadrukkin og c) að þau hafi
eyðilagt skóginn áður en þau
fóru.
Þetta er þvílík vitleysa að ekki
er hægt að sætta sig við umfjöllun
sem þessa. Ég sé það líka að sum
af þessum bréfum sem birst hafa í
fjölmiðlum um þetta mál eru frá
fólki sem aldrei kom í skóginn á
þessu tímabili. Sjálfur fór ég
þrisvar sinnum í skóginn þessa
daga, bæði sem embættismaður í
eftirlitsferð og í einkaerindum.
Ég kom í skóginn bæði á föstu-
dag, laugardag og sunnudag og
get ekki annað sagt en mikill
meirihluti þess fólks sem þarna
var hafi hagað sér ágætlega og að
drykkjuskapur hafi ekki verið
áberandi mikill þó að ég sé ekki
að draga fjöður yfir það að
krakkarnir hafi þarna verið til að
drekka og skemmta sér. Og
þarna voru ekki eingöngu ungl-
ingar þó vel megi vera að ein-
hverjir hafi verið niður í 13 ára.
Flestir voru liins vegar frá 15 til
20 ára. Við skulunt heldur ekki
gleyma því að þarna var fólk sem
komið var vel yfir þennan aldur
og á það hefur ekki verið minnst
einu orði. Lýsingarnar hafa því
verið mjög ýktar.
En það sem mér fannst hins
vegar ljótast að sjá þarna var
hópur af fólki sem komið var vel
yfir 20 ára aldur sem var dauða-
drukkið og með mjög ógnandi
framkomu. Ég reyndi þetta
persónulega og ég veit að krakk-
arnir voru til hópa mjög hrædd
við þetta lið enda hafði það í hót-
unum.
Ég hef kynnst unglingum bæði
í leik og starfi og get ekki annað
en borið þeim vel söguna. Petta
er langflest fyrirmyndarfólk. Þau
eru hreint ekki verri en sú kyn-
slóð sent nú er að skrifa urh þessi
mál. Við skulum ekki gleyma því
hvernig sú kynslóð gekk um í
Þjórsárdal og Þórsmörk á sínum
tíma. Því kynntist ég af eigin
raun og þetta er hreint ekki
verra.
Það sem fór úrskeiðis í Vagla-
skógi ætti að vera okkur umræðu-
efni í stað þess að krakkarnir séu
níddir niður og þeim fundið allt
til foráttu. Við ættum frekar að
reyna að finna leiðir til úrbóta.
Það sem ég held að farið hafi
úrskeiðis þarna og gerði að verk-
um hvernig svæðið leit út hafi
verið aðfaranótt mánudagsins og
þegar liðið var að yfirgefa
skóginn. Þá held ég að þau hafi
hreinlega tæmt ruslið út úr tjöld-
unum. Þetta byggi ég fyrst á
fremst á því sem ég sá þarna.
Fyrir okkur er betra að hafa
krakkana aðeins nær okkur því
auðvitað vilja þau fara eitthvað
um þessa helgi. Ég veit um marga
foreldra sem heimsóttu börn sín í
skóginn um þessa helgi til að
grennslast um að allt væri í lagi
hjá þeim og þannig á þetta auð-
vitað að vera. Ég tek það fram að
ég er ekki að segja að þarna hafi
allt verið í lagi en það sem þarna
gerðist er ekki í samræmi við þá
mynd sem dregin hefur verið upp.
Að mínu mati ætti að vera lítill
vandi að koma þannig málunt fyrir
að gæsla og sorphirða væri á svæð-
inu. Nú er verið að tala um að
loka skóginum vegna þessa sem
er algjör firra. Nærtækara væri að
gariga í þctta mál og bæta það
sem bæta þarf.“
Opið liús
24.-26. ágúst
Föstudagur 34. ágúst 0900-1800
Laugardagur 25. ágúst 1000-1700
Sunnudagur 26. ágúst 1300-1700
Kynnt verður starfseml Tölvufrœðsliuuiar á
komandi mánuðum td. eftirtalin námskeið:
★ Skrifstofutækni
★ PC-grunn
★ MS-DOS stýrikerfið
★ Ritvinnslu
★ Töflttreikni
★ Gagnagrunn
★ Forritun
★ Windows
Ásamt mörgum öðrum áhugaverðum nám-
skeiðum. Komið og kynnið yklcur starfsemi
Töhatfræðslunnar.
Innritun og upplýsingar á námskeið vetrarins
er hafin í síma 27899.
Aulviii iiiciiiitiiii betri
atviiiiiiiiiiöí>iileikar
Greiðslulcjör við allra liæfi.
ALLIR VELKOMNIR - VEITINGAR. (M
Töivufræðslan Aktireyri hf.
Glerárgötu 34, IV. hæð, 600 Akureyri, síxni 27899.