Dagur - 23.08.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 23.08.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 23. ágúst 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kjarasamningur flugumferðarstjóra Kjarasamningur sá sem fjármálaráðuneytið gerði við Félag íslenskra flugumferðarstjóra á dögun- um er vægast sagt mjög umdeilanlegur. Talið er að hann feli í sér rúmlega 8 prósenta launahækk- un til handa flugumferðarstjórum umfram aðra launþega á samningstíma þjóðarsáttarinnar svokölluðu, þ.e. til haustsins 1991. Samkvæmt sérstöku samkomulagi kemur þá til viðbótar, í tveimur áföngum, hækkun upp á 8,76% og verði þær hækkanir komnar til framkvæmda eigi síðar en 1. júlí 1992. Af framansögðu er ljóst að í samningnum við flugumferðarstjóra er samið um mun meiri launa- hækkun en almennt var samið um í þjóðfélaginu í febrúar síðastliðnum. Þrátt fyrir það fullyrðir fjármálaráðherra að samningurinn sé innan ramma þjóðarsáttarinnar. Þá skoðun sína rök- styður hann með því að samningurinn við flug- umferðarstjórana sé tvíþættur. Annars vegar sé um að ræða almennan kjarasamning sem sé í full- komnu samræmi við þjóðarsáttina en hins vegar sé um að ræða samning sem feli í sér að starfsald- ur flugumferðarstjóra verði styttur um 10 ár. Sá samningur byggir á reglugerð sem samgöngu- ráðuneytið setti en þar er flugumferðarstjórum gert skylt að láta af störfum sextugir en ekki sjö- tugir eins og nú er. Breytingin á starfslokum flug- umferðarstjóra skerðir augljóslega þær ævitekjur sem þeir kynnu að hafa haft að óbreyttu. Á hinn bóginn virðist sem verið sé að bæta þeim skertan starfsaldur með verulegum launahækkunum. Kjarasamningur sem gengur út á slíkt á sér naumast nokkra hliðstæðu hér á landi, því hingað til hefur tíðkast að bæta skertan starfsaldur með auknum lífeyrissjóðsgreiðslum. Örn Friðriksson, varaforseti Alþyðusambands íslands, komst svo að orði í Morgunblaðinu um þetta atriði: .ég held að allir myndu telja það verulega kjarabót ef þeir gætu hætt 60 ára gamlir og fengið sem svarar launum til sjötugs í hærra kaupi.“ Það er auðvitað hárrétt athugað hjá varaforseta ASÍ. Sú þjóðarsátt sem náðist í kjaramálum í febrú- arsamningunum er einskis virði ef ýmsir sérhags- munahópar geta komið á eftir og samið um miklu meiri launahækkanir en láglaunfólkið hefur feng- ið í sinn hlut. Það hefur gerst ár eftir ár og sagan virðist enn ætla að endurtaka sig. Stjórnvöld settu bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir gildis- töku kjarasamnings Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna, þar sem samningurinn var talinn brjóta í bága við þjóðarsáttina. Kjarasamn- ingur flugumferðarstjóra hlýtur einnig að falla undir þá skilgreiningu. BB. Ár læsis 1990: Ólæsi stærra vandamál en flestír halda Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að tileinka árið 1990 baráttunni gegn ólæsi í heiminum. Menntamálaráðuneytið hefur í samvinnu við íslensku Unesco- nefndina staðið að kynningu málsins hér á landi. Ólæsi eða vandamál með lestur er meira vandamál en við gerum okkur í hugarlund og segir það sína sögu að fyrir fimm árum reyndust 889 milljónir manna í heiminum ólæsar. í gögnum sem menntamála- ráðuneytið hefur sent frá sér um þetta mál segir að meira en 100 milljónir barna á grunnskólaaldri í þróunarlöndunum stundi ekki skólanám. Hætt er því við að þessi börn verði ólæs á næstu öld, verði ekkert að gert. í>á eru fleiri konur ólæsar en karlar, hlutfall kvenna er 34,9% en karla 20,5%. Nærri 98% þeirra sem eru ólæsir búa í þróunarlöndum þar sem talið er að 48,9% kvenna séu ólæs en 27,9% karla. Undantekningarlítið helst ólæsi og fátækt í hendur. Um það má hins vegar deila hvort ólæsi sé orsök eða afleiðing fátæktar en lítill vafi er á að því að tengsl eru milli menntunar og efnahagslegr- ar velferðar. Tölur gefa til kynna að ólæsi sé eitt helsta vandamál samtímans. Þegar hefur verið gripið til sérstakra aðgerða í bar- áttunni gegn ólæsi í mörgum þróunarlöndum og sýnir það að hægt er að ná árangri á þessu sviði. Hlutfallslega hefur dregið úr ólæsi fullorðinna á síðustu árum, eða úr 33% árið 1970 í 27% árið 1985 en samt fjölgar ólæsu fólki stöðugt vegna örrar fólksfjölgunar í mörgum þróun- arlöndum. Líka vandamál í iðnríkjum Nú kunna menn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þetta vandamál sé ekki fyrst og fremst bundið við þróunarlöndin. Svo er þó ekki. í háþróuðum iðnríkjum hefur ólæsi verið talið óverulegt en þó til. Sagt er að 98% fólks sem not- ið hefur venjulegrar skólagöngu læri að lesa. Á seinni árum hefur þó komið í ljós að ekki er allt sem sýnist hér á Vesturlöndum þar sem talið var að ólæsi hefði verið útrýmt fyrir meira en hálfri öld. Komið hefur á daginn að svokallað dulið ólæsi virðist ná til um eða yfir 10% íbúa en nákvæmar upplýsingar eru ekki fyrir hendi. Hvað er dulið ólæsi? Dulið ólæsi felur í sér skerta lestrar- og ritunarhæfni. Fólk á erfitt með að tileinka sér inntak texta og getur því ekki lesið bækur, tímarit og blaðagreinar sér til gagns. Það getur ekki leit- að sér að fróðleik og sumir geta jafnvel ekki lesið stutta texta, s.s. leiðarvísa og skjátexta í sjón- varpi. Dulið ólæsi kemur m.a. í veg fyrir að viðkomandi geti mætt vaxandi kröfum um læsi í nútímaþjóðfélagi og uppgötvast oft þegar breytingar verða á hög- um fólks, t.d. þegar starfsfólk þarf að tileinka sér nýja hluti vegna tækniframfara, en þá reyn- ist erfitt að endurmennta og endurhæfa starfsfólk vegna tak- markaðrar lestrarkunnáttu þess. Dulið ólæsi er oft ómeðvitað, þ.e. viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir því. Reynt hefur verið að taka á þessum vanda með ýmsu móti, til dæmis með því að fylgjast betur með færni barna og unglinga í lestri og grípa í taum- ana áður en börnin gefast upp. Dulið ólæsi hefur áhrif á alla þætti samfélagsins en kemur oft verst niður á þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Vandinn leystur fyrir aldamót Unesco hefur nú frumkvæði að aðgerðum gegn ólæsi. Takmarkið er að því verði útrýmt fyrir alda- mót með hvatningu til almenn- ings og einstakra ríkja um að efla menntun í löndum sínum. Engu samfélagi hefur tekist að útrýma ólæsi og alltaf verður um að ræða fámenna hópa sem sökum and- legrar eða líkamlegrar fötlunar eiga í erfiðleikum með að tileinka sér lestur og ritleikni. „Samt er mögulegt að ná áþreif- anlegum árangri í baráttunni gegn ólæsi og er mikilvægt að það takist,“ er mat Unesco. Fyrsta skrefið í baráttunni gegn ólæsi er Ár læsis. Á þessu ári er ætlunin að leita allra leiða til að draga verulega úr ólæsi í heiminum, virkja almenning, samtök af ýmsu tagi og stjórn- völd með það að markmiði að auka skilning manna á því að ólæsi og dulið ólæsi er bæði vandamál í iðnríkjum ogjiróun- arlöndum. í gögnum frá Unsesco segir að koma þurfi í veg fyrir að átak gegn ólæsi verði túlkað sem aðför að ólæsu fólki, frernur beri að tengja félagslegar, efnahagsleg- ar, menningarlegar og pólitískar framfarir betri lestrarkunnáttu og aukinni menntun. Efla þurfi sam- tök og samstöðu kvenna, fátækra, atvinnulausra og arinarra hópa. Þess er vænst að árangurinn komi síðan fram í aukriu sjálfstæði fólks og betri menntun. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.