Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 28. ógúst 1990 Fjölmenní á nemendamóti Laugaskóla Tveir nemendur skólans skemmtu með söng. Fjölmenni var á nemendamóti Laugaskóla sem haidið var á laugardaginn í tilefni af 65 ára starfsafmæli skólans. „Þetta tókst vonum framar og ég held ég megi segja að Laugamenn hafi verið mjög ánægðir með daginn,“ sagði Sigurður V. Sigmundsson, áfangastjóri Framhaldsskólans á Laugum. Nokkur hundruð manns sóttu samkomu í íþróttahúsinu á Laug- um og þar voru skólanum m.a. færðar gjafir. Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, færði skólan- um að gjöf málverk eftir Sigurð Hallmarsson, og börn Arnórs Sigurjónssonar, fyrsta skóla- stjóra Laugaskóla, færðu skólan- um mynd af Arnóri og auk þess útskorið ræðupúlt sem gert var að Miðhúsum. Mikið fjölmenni var við tveggja tíma grillveislu síðdegis og tæplega 400 manns fengu sér I hundrað gestir. Margir gestanna kaffi á hótelinu á eftir. Nemenda- gistu að Laugum um nóttina, mótinu lauk með dansleik á Iaug- ýmist á hóteli, í svefnpokaplássi ardagskvöld og sóttu hann á 6. eða tjöldum. IM. Friðrik Jónsson, Fikki frá Halldórsstöðum, rifjar upp gamlar Laugaminning- ar. Bílafjöldi við íþróttahúsið i s jn 'í^í'í . fF Sr. Sigurður Guðmundsson á Hólúm rifjar upp gamlar minningar frá Lauga- skóla. Jón Friðriksson, Hömrum, Reykjadal: Ekkert álver við Eyjafjörð horfa af heiðarbrún yfir fjörðinn, sem ljómaði af dýrð frá hafsbrún og suður til heiða svo langt sem „ Verja hinn vígða reit varðtröllin klettablá, máttug og mikilleit, Múlinn og Gjögurtá. Hljóti um breiða byggð blessun og þakkargjörð allir, sem tröllatryggð taka við Eyjafjörð. Allt það, sem augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér sögur og ævintýr. Mild ertu, móðir jörð. Margt hefur Guð þér veitt. Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt. “ Þannig farast hinu virta og vin- sæla skáldi, Davíð Stefánssyni orð um Eyjafjörð, fæðingar- byggð sína og nánast ævistöðvar. Tvímælalaust hefur hann elskað Eyjafjörð nógu heitt til þess að andmæla að þar yrði reist álver, er mengaði loft og spillti umhverfi meira og minna. En það eru fleiri en innfæddir Eyfirðingar, sem finna til hrifni af þeirri blómlegu byggð og bera til hennar ástarhug, sem sköp- unarverks Guðs. Þannig er með mig undirritaðan. Ekki veit ég, hvort þið, lesend- ur góðir, hafið stansað á Vaðla- heiðarbrún um sólstöður og horft yfir Eyjafjörð á síðkvöldi þann dag. Tvö ár í röð var undirritaður ásamt öðrum á ferð yfir heiðina þennan dag að kveldi og var svo heppinn að stíga út úr bílnum og augað eygði. Fjörðurinn var allur að heiðarbrúnum sem gulli sleg- inn af geislum sólarinnar, sem ekki settist. Sveitirnar í kring voru eins og ævintýralönd. Undr- andi horfði ég, Þingeyingurinn, orðvana á þessa fegurð, líkasta töfraheimi og það gerðu sam- ferðamenn mínireinnig. Þá skildi ég hughrif skáldanna, Davíðs og þess, sem kvað: „Eyjafjörður, finnst oss, er. Fegurst byggð á landi hér. Meðan guðleg sumarsól signir Norðra konungsstól. Ægisband innst í land. Undið blítt af guðamund. Festir suðra segulátt, silkimjúkt og himinblátt. Fornar stöðvar hreystihljóms, heilög óðul frægðarróms, gleðisveitin gullin fríð, glói lof þitt ár og síð. Aldrei drós lagði Ijós lokkakrans að brjósti manns fegri þér, sem ástin ól, Eyjafjarðar meyja-sól. “ Höfundur þessa ljóðs er eng- inn annar en Matthías Jochums- son. Hann skynjar fegurð þessa héraðs, stórbýlin og margháttaða ræktunarmöguleika. Enda hafa þessar byggðir staðið undir nafni fram á seinni ár og þær hafa verið lífæðar Akureyrarbæjar að stór- um hluta. Þar hafa margir bænd- ur setið að blómlegum búum og veiið sjálfstæðar stofneiningar í þjóðarbúinu, unnið að því að styrkja sjálfstæði og frelsi þjóðar- innar og skaffað fjölda fólks atvinnu. Þarna eru enn bændur, sem reyna að halda vöku sinni og bregðast félagslega við að verjast þeirri kjaraskerðingu, sem að þeim og bændum almennt, er beint. Nóg virðist að gert. Sú er þó ekki raunin. Það virðist kald- hæðni örlaganna að á sama tíma, sem hvatt er til umhverfis- og landverndar og átak á að gera í skógræktarmálum, þá er rætt um að reisa álver við Eyjafjörð í þessari fögru og gróskumiklu landbúnaðarsveit. Fari svo að álver verði þar reist, má gera ráð fyrir meiri eða minni mengun, búum fækki til muna og landgæði leggist í órækt og óhirðu og sveitin, sem skart- aði fegurð, taki á sig auðnarsvip hins yfirgefna lands. Hvaða kennd fer þá um manninn, sem stansar á Vaðlaheiðarbrún og lít- ur yfir fjörð og byggð? Trúlega skynjar hann fegurð fjarðarins, en sú fegurð verður svalari vegna þess að auðnargust leggur frá eyðibýlunum, sem misst hafa hlutverk sitt í lífskeðju þjóðar- innar. Auk þess styngi í augun fegurðarlaus verksmiðjubygging eða byggingar, þar sem fjöldi fólks vinnur að óhollum störfum. Vinna í verksmiðjum er þó í mín- um augum ekki eftirsóknarverð, einkum ef hún er borin saman við starf sjálfseignarbóndans og þá hollustu, sem því er samofin. Hvers vegna þá þessa verk- smiðju? Mér er vel ljóst að þörf er fyrir atvinnuaukningu á Akureyri og vil ég þeim bæ gott eitt. Eg veit líka, að Akureyringar hyggja gott til vinnu, ef álver yrði reist við Eyjafjörð og eru því þess vegna meðmæltir og hvetjandi þess að það verði reist, þótt afleiðingarnar verði í líkingu þess, er hér hefur verið sagt. Fleira má þó telja til. Þegar hafin yrði bygging álvers við Eyjafjörð, má telja víst að auk þeirra, sem yfirgæfu sveitir í Eyjafirði, leit- uðu margir úr norðursýslunum eftir vinnu við byggingu álvers- ins. Það flýtti fyrir eyðingu Norð- ur-Þingeyjarsýslu og gæti raunar gert þeim, sem þar vildu vera áfram, ókleift að lifa þar lengur. Jafnvel mætti láta sér detta í hug, að þingmenn þessara héraða hlypu frá þeim vanda að bjarga byggðinni og hvettu íbúa til að leita sér vinnu og athvarfa við álverið. Gætu nefnt þessa íbúa sem forgangshóp. Væri þá atvinnuaukning Akureyringa eins mikil og vonast er til? Á það hefur verið bent, að Akureyri væri heppileg til mót- vægis við Reykjavík og þar þyrfti að myndast sá þéttbýliskjarni, er drægi til sín fólk, þá vitanlega átt við Norðlendinga, með því yrði fólksflutningur suður stöðvaður. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig. En er Akureyri þörf á meiri fólksfjölda? Það dreg ég í efa. Okkur vantar ekki aðra Reykja- vík, því það hefur sýnt sig að því fleiri, sem safnast á einn stað, því meiri verða félagsleg vandamál og mannlífið mislitara, svo ekki sé meira sagt. Ég viðurkenni þörfina fyrir að reyna að halda fólkinu í byggðar- lögunum, en mér sýnist að það verði raunhæfast gert með því að sveitirnar verði í byggð, blóm- legri byggð, og smá byggðakjarn- ar hér og þar, er best hentar og náið samstarf verði á stórum svæðum. Þessi svæði fái meiru að ráða um sín mál en nú er bæði í verslun og athöfnum, en verði ekki lengur einskonar skattlönd Reykjavíkur. Eyjafjörður er ein þeirra byggða, er skipar öndvegi í þessu sambandi vegna fegurðar og veðurblíðu og má því ekki spilla honum né byggðum hans á neinn hátt. Þess vegna ekkert álver þar og EKKI FLEIRI ÁLVER Á ÍSLANDI. Jón Friðriksson, Hömrum Reykjadal. Grcinin hér að otan barst Degi þann 27. júlí sl. Grcinarhöfundur, Jón Friðriks- son, Hömrum, lést þremur dögum síðar, þann 30. júlí sl. og var þá horfið frá birt- ingu greinarinnar. Það er hins vcgar ein- drcgin ósk ættingja Jóns að greinin verði birt og verður Dagur góöfúslega við þeirri ósk hér með. -Ritstj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.