Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 - DAGUR - 13 Uppsetnmgu raf- girðinga ábótavant - fúskið í fyrirrúmi, að mati Rafmagnseftirlits ríkisins Notkun rafgirðinga fer vaxandi í landinu. Helstu eigendur raf- girðinga eru Vegagerð ríkisins, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, sveitarfélög, félaga- samtök, bændur og einstakl- ingar. Fæstir þessara aðila ráða fagmenn til að setja upp rafgirðingar. Útkoman er sú, að girðingar leka víðast hvar spennunni til jarðar og þjóna ekki tilgangi sínum. Þessi spennuleki veldur víða síma- truflunum. Rafgirðingar eru víða settar inn í gamlar og úr sér gengnar gaddavírsgirðingar og skapa hættu fyrir menn og skepnur. Merkingum er ábóta- vant. Eigandi rafgirðingar sem veldur truflunum á símakerf- inu getur orðið skaðabóta- skyldur gagnvart Pósti og síma. Undanfarin ár hefur Rafmagns- eftirlit ríkisins haft talsverð afskipti af rafgirðingum, minnt á reglur urn uppsetningu þeirra og leiðbeint um frágang á vettvangi. Símatruflanir af völdum rafgirðinga Á sl. ári fór fram athugun á síma- truflunum í V.-Skaftafellssýslu af völdum rafgirðinga. Hálfur tugur tæknimanna frá RER og Pósti og síma vörðu hartnær viku í þessar rannsóknir á girðingu eins sveita- býlis. Ekki var bónda gert að greiða kostnað í þctta sinn. En lög kveða skýrt á um það, að sím- ann megi ekki trufla, og að „raf- orkuvirki skuli vcra þannig gerð, notuð og haldið við og eftir þeim litið að hætta eða truflanir af þeim verði svo litlar sem við verði komið“. Vítaverður frágangur Fyrir skömmu fór eftirlitsmaður frá Rafmagnseftirlitinu á vett- vang og mældi einar 20 rafgirð- ingar á svæðinu frá Hrútafiröi austur í Öxarfjörð. Er skemmst frá því að segja að engin þessara girðinga stóðst fyllilega þær kröf- ur sem gerðar eru um frágang og uppsetningu. Víða var spenna það lág, að girðingin var í raun gagnslaus. Merkingum var víðast hvar ábótavant, jafnvel á ferða- mannaslóðum, þar sem mikið er um mannaferðir. Rafgirðing get- ur verið hættuleg viðkomu, sér- staklega þeim sem eru með ein- hverjar hjartatruflanir. Slitnir spennuvírar námu við jörðu. Uttaki á spennuvír frá spenni að girðingu var víða ábótavant. Gamlar gaddavírsgirðingar með- fram vegi eða götuslóða voru sums staðar notaðar til að bera óeinangraðan spennuvírinn út á hina eiginlegu rafgirðingu, víðast hvar án nokkurrar auðkenningar. Petta er vítavert og ólöglegt. Víða vex jarðargróður upp í girð- ingu með þeim afleiðinguin að spenna glatast til jarðar og girð- ingin missir gildi sitt af þeim sökum. Faglegar leiöbeiningar virtar að vettugi Spenna glatast víða til jarðar af öðrum og alvarlegri orsökum, nefnilega þeiin, að ekki er farið eftir faglegum leiðbeiningum um uppsetningu spennugjafans, ein- angrun á spennuvírnum út á girð- inguna og á girðingunni sjálfri, svo og frágangi jarðskauta. Inn eru fluttir staurar úr svo- nefndu „INSUL" timbri, sérstak- lega ætlaðir í rafgirðingar, cnda mikið notaðir erlendis. Það hefur verið álit manna, að staurar þess- ir væru það einangrandi, að ekki þyrfti að nota sérstaka einangr- ara fyrir vírana, til að varna leiðni til jarðar, enda felur nafnið það í sér. Þetta er ekki svo. Þess- ir staurar, sem og aðrir tréstaur- ar, blotna í votviðrum, drekka í sig vatn í rökum jarðvegi og leiða rafmagn til jarðar. Sjávarselta gerir þá ennþá leiðnari. Ef tré- staurar eru notaðir í rafgirðingar, verður að nota einangrara fyrir vírana. Farið að settum reglum og leitið upplýsinga Innflytjendur hafa dreift leiö- beiningum til kaupenda um upp- setningu girðinganna, en svo virðist sem ekki sé hirt um að fara eftir þeim. En eigendur eru ábyrgir. Það er þeirra hagur að fara eftir settum rcglum um upp- setningu og frágang girðinganna: 1. Hafið samráð viö rafveitu svæðis þess sem girða á og fáið upplýsingar um legu jarðskauta húsveitna og legu spennistöðv- arskauta, svo og legu raf- magns- og símastrengja. Fjar- lægð rafgirðingar frá slíkum lögnum skiptir meginmáli. 2. Fáið löggiltan rafverktaka til að sjá um uppsetningu spennu- gjafa, íagningu aðtauga að girðingunni og tilkynnið upp- setninguna til viðkomandi raf- veitu. 3. Merking rafgirðinga meðfram götuslóða eða vegi á að vera þannig, að vel sjáist milli viö- vörunarskiltanna. RER getur útvegað þessi skilti. Skilti sem innflytjendur nota jafnframt sem auglýsingu fyrir sjálfa sig eru ekki í samræmi við lög og reglur. 4. Orðsending RER nr. 1/83 og nr. 3/89 taka af öll tvímæli um tæknilega útfærslu rafgirð- inga, en eftirlitsmenn RER og rafveitna um land allt vcita allar nánari upplýsingar. Rafmagnseftirlit ríkisins. Endurreisn Þjóðleikhússins í fuilum gangi Framkvæmdir við endurreisn Þjóðleikhússins gangá vel. Múr- broti vegna lagfæringa og breyt- inga er nær lokið og uppbygging hafin af fullum krafti á vegum ístaks, en menntamálaráðherra og Páll Sigurjónsson forstjóri ístaks hafa undirritað verksamn- ing upp á urn 150 millj.kr. Búið er að slá upp mótum fyrir nýjar svalir og verða þær steyptar á næstu dögum. Þá er búið að panta ýmsan búnað sem þarf að endurnýja og menntamálaráð- herra og Stálhúsgögn hf. hafa undirritað samning um smíði stóla fyrir liðlega 15 millj. kr. Þeir verða eins útlits eins og gömlu stólarnir og með eins áklæði, nýofnu. Framkvæmdum við sal, ganga á annarri hæð og Kristalssal verður lokið 15. febrúar á næsta ári og þá hefst leikstarfsemi í húsinu á ný. í sumarlokun næsta sumar verður síðan m.a. lokið við frágang á göngum á jarðhæð, anddyri og í Leikhúskjallaranum, en hins veg- ar er gert ráð fyrir að Leikhús- kjallarinn verði opnaður aftur í næsta mánuði eftir lokun í sumar vegna framkvæmdanna. Vegna endurnýjunar og breyt- inga á lögnum og öðrum þáttum í innviðum Þjóðleikhússins má segja að hluti hússins hafi verið færður í fokhelt ástand, en nú er niðurrif á lokastigi og vinna iðn- aðarmanna á uppbyggingu hafin af fullum krafti, eins og áður segir. Árni Johnsen hefur tekið við formennsku í Bygginganefnd Þjóðleikhússins, en Skúli Guð- mundsson fráfarandi formaður sinnir sérstaklega framkvæmda- þáttum á vegum Framkvæmda- deildar Innkaupastofnunar ríkis- ins, sem hann veitir forstöðu. Gunnar St. Ólafsson verk- fræðingur, sent verið hefur verk- efnisstjóri bygginganefndar lætur af störfum í ágústmánuöi, en umsjónarmaöur verkkaupa er Gunnar Torfason ráögjafarverk- fræðingur og annast hann eftirlit ásamt Kolbeini Kolbeinssyni staðarverkfræöingi. Að jafnaði vinna um 30 manns daglega að endurreisn Þjóðleikhússins í hús- inu sjálfu en verða um 70 þegar líða tekur á haustið. (Frcttatilkynning). — AKUREYRARB/ER Frá Vatnsveitu Akureyrar Frá og með 1. sept. n.k. er hægt að sækja um tengingu við Vatnsveitu á skrifstofu Hita- veitu Akureyrar Hafnarstræti 88b. Þá er einnig hægt að sækja um á skrifstofu Vatnsveitunnar á Rangárvöllum. Ránargötubúðin auglysir! Sjósiginn gæðafiskur, hákarl, saltfiskflök, rækjur, frosin flök, fyrsta flokks Laxárlax, Hólmavaðsreyktur lax, stór- lúðubitar, Mývatnssaltreyð, skötuselur, fiskfars. Og með þessu fiskúrvali nýjar kartöflur, guilauga á ágætu verði. Opið alla daga frá 9.00 til 22.00. Erum ekki dyrarí - bara minni. Q/Tfl verslun-vinnsla Ránargötu 10 • Sími 27122. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför, BORGHILDAR JÓNSDÓTTUR Þingvallastræti 2, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Seli. Jakob Frímannsson, Jakob Frímann Magnússon, Borghildur Magnúsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR BENEDIKTU KRISTINSDÓTTUR, Vesturgötu 6, Ólafsfiröi. Gylfi Jóhannsson, Kristinn S. Gylfason, Fanney Jónsdóttir, Stefán Veigar Gylfason, Sigríður Svansdóttir, Steinunn S. Gylfadóttir, Ruth Gylfadóttir, Víðir B. Björnsson, Alda A. Gylfadóttir, Smári Sigurðsson og barnabörn. Útfararskreytlngar Kransar-krossar - kistuskreytúigar Sjáum um alla skrevtingu í kirkju/> upangi Aku.cy.i ímar 24800 og 24830 Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför, STEFÁNSJÓHANNESSONAR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Börn hins látna og aðrir aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.