Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 15
myndosögur dags p- ARLAND ..og meö húsvagn meö sjón-| varpi og örbylgjuofni fyrir aft-J an þigl! ANDRES OND HERSIR Ég skal gera þetta sjálfur elskan ■ ég tek bara það nauðsynlegasta. Guð ætlaði karlmönnum ekki að pakka niður sjálfum. BJARGVÆTTIRNIR Snippet tekur til verka með hnífnum sínum... Varlega Matty! Haföu hendurnar fyrir aftan bak þar til Snippet hefur losað^ # Horfnú kýrnar Það bar við á bæ einum í Eyjafirði, seint á öldinni sem leið, að þegar heimilis- fólkið skundaði til fjóss árla morguns í endaðan ágúst, sást hvorki tangur né tetur af kúnum. Þótti mönnum þetta að vonum kyndugt og litu hver á annan í ráðaleysi og forundran án þess þó að nokkur fyndi hjá sér hvöt til að kenna hver öðrum um hvarfið, enda heimilismenn annáiuð prjiðmenni, guð- hræddir og kirkjuræknir svo af bár í héraðinu. Eftir drykklanga stund áræddi þó bóndinn að segja það sem þeim öllum bjó í brjósti. „Það er eitthvað bogið við þetta, sennilega yfirnáttúru- legt,“ sagði hann og greip til buxnastrengs síns í þeim tilgangi helstum að girða vaðmálið betur í mittið. Engum sögum fer af öðru en honum hafi lukkast það. • Vinnu- maðurinn Þrátt fyrir almenna' guð- hræðslu viðstaddra datt einhverjum í hug, óvíst hver það var, að um náttúrulegar orsakir væri að ræða. Beindust böndin einna helst að vinnumanninum, sem auk þess að vera Þingeying- ur, hafði heyrst blóta í laumi einhverju sinni á næstliðn- um áratug. Aukinheldur hafði hann sýnt kúnum óeðlilega mikinn áhuga, all- ar götur síðan hann kom fyrst á bæinn. Kvað svo, rammt að þessu um tíma að kýrnar voru orðnar ansi hvumpnar í viðmóti. En hvað um það, gengið var á vinnumanninn og hann krafinn sagna um ferðir sín- ar um nóttina. Vinnumaður kvaðst hafa legið sofandi á fleti sínu alla nóttina og frá- leitt farið úr húsi. Báru menn brigður á þessar útskýringar hans, þar eð hann var alræmdur fyrir að ganga um á nóttunni, þrátt fyrir að hann hafi alltaf neit- að þvílíkum aðdróttunum og sagst hafa verið sofandi. Stormaði bóndi og lið hans inn í húsið og að fleti vinnu- manns. Og viti menn, undir rúminu lágu rótnagaðar beinagrindur fjörutíu kúa og var greinilegt á öllu að nokkur svengd hafi gripið vinnumann um nóttina og hann lagt sér kýrnar til munns með húð og hala. Eftir sem áður hélt vinnu- maður því fram að hann hafi ekki brugðið blundi alla nóttina en sönnunargögnin voru slík aö heimilisfólkið réð sér ekki fyrir bræði, stökk á vinnumanninn og reif hann í sig. Slæmt þótti mönnum þó að hafa enga mjólk til að skola máltíðinni niður með. Segir svo ekki meira af því. Þriðjudagur 28. ágúst 1990 - DAGUR - 15 dagskrá fjölmiðla Sjónvarpid Þridjudagur 28. ágúst 17.50 Syrpan (18). 18.20 Beykigróf (4). (Byker Grove.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (143). 19.20 Hver á ad ráöa? (8). (Who's the Boss.) 19.50 Dick Tracy. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Allt í hers höndum. (Allo, Allo). Þáttaröö um gamalkunnar, seinheppnar hetjur andspyrnuhreyfingarinnar og mis- greinda mótherja þeirra. 20.55 Á langferðaleiðum (3). Þriðji þáttur: Á slóðum Hó Sjí Mínhs. í þessum breska heimildarmyndaflokki er slegist i för með frægu fólki eftir fornum verslunarleiðum og fleiri þjóðvegum heimsins frá gamalli tið. 21.50 Ef að er gáð. Þvagfæravandamál. í þessum þætti fjalla þær Guðlaug Maria Bjarnadóttir og Erla B. Skúladóttir um þvagfæravandamál sem sum börn eiga við að striða en Gestur Pálsson læknir aðstoðaði þær við handritsgerðina. 22.05 Samsæri (1). (A Ouiet Conspiracy). Fyrsti þáttur. Breskur spennumyndaflokkur i fjórum þáttum, byggður á sögu Erics Amblers. Maður að nafni Carter er ritstjón frétta- bréfs, sem gefið er út í Strassbourg, en hann man sinn fífil fegurri. Vinnuveitandi hans deyr í bílslysi en þegar Carter fer aö rannsaka málið kemst hann aö því að maðkar eru í mysunm. Aðalhlutverk: Joss Ackland, Sarah Winman, Jack Hedley og Mason Adams. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 28. ágúst 16.45 Nágrannar. 17.30 Krakkasport. 17.45 Einherjinn. 18.05 Mímisbrunnur. (Tell Me Why.) 18.35 Eðaltónar. 19.19 19:19. 20.30 Neyðarlinan. (Rescue 911.) 21.20 Ungir eldhugar. (Young Riders.) 22.10 Tracy. Áströlsk framhaldsmynd um hvirfilbylinn Tracy sem lagði borgina Darwin í rúst. Lokaþáttur: Aðalhlutverk: Chris Haywood, Tracy Mann og Nicholas Hamrnond. 23.45 Sofið hjá. (Cross My Heart). Þetta er mannleg gamanmynd um þau David og Kathy sem bæði eru einhleyp og eru að fara á sitt þriðja stefnumót. Aðalhlutverk: Martin Short, Annette O'Toole, Paul Reiser og Joanna Kerns. Bönnuð börnum. 01.15 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 28. ágúst 6.45 Veðurfregnir Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn - „Á Saltkráku" eftir Astrid Lindgren. Silja Aðalsteinsdóttir les (17). 9.20 Morgunleikfimi - Trimm og teygjur. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. 10.00 Fréttir. 10.03 Þjónustu- og neytendahorniö. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Barnaheimilið Ástjörn. 13.30 Miðdegissagan: „ManiUareipið“ eft- ir Veijo Meri. Eyvindur Erlendsson les (7). 14.00 Fréttir. 14.03 Eftirlætislögin. 15.00 Fróttir. 15.03 Basil fursti - konungur leynilög- reglumannanna. 16.00 Fréttir. 16.03 Aö utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tóniist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Fágæti. 20.15 Tónskáidatími. 21.00 Innlit. 21.30 Sumarsagan: „Á ódáinsakri" eftir Kamala Markandaya. Einar Bragi les þýðingu sína (5). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Simavinir" eftir Jónas Jónasson. 23.15 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 28. ágúst 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lifsins. ' Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfróttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. Heimspressan kl. 8.25. 09.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.10 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. - Veiðihornið rétt fyrir kl. 17.00. 18.03 Þjóðarsálin. - Þjóðfundur i beinni útsendingu, sími 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. 20.30 Gullskifan. 21.00 Nú er lag. 22.07 Landið og miðin. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11,12,12.20, 14,15, 16, 17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Nætursól. 02.00 Fréttir. 02.05 Gleymdar stjörnur. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Fréttir. 04.03 Vélmenniö. 04.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur áfram leik sinum. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Áfram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 28. ágúst 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Þriðjudagur 28. ágúst 07.00 Eiríkur Jónsson og talmálsdeild Bylgjunnar. 09.00 Fróttir. 09.10 Páll Þorsteinsson. 11.00 Valdis Gunnarsdóttir. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 Síðdegisfréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. 18.30 Haraldur Gislason. 22.00 Ágúst Héðinsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 28. égúst 17.00-19.00 Axel Axelsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.