Dagur - 28.08.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 28. ágúst 1990
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Matarfræðingur, eða starfsmaður með
starfsreynslu í eldun sjúkrafræðis, óskast
strax eða eftir nánara samkomulagi í eldhús
F.S.A.
Uppl. um starfið veitir Valdemar í síma 96-
22100 (283).
AKUREYRARBÆR
Starf ritara
við Tónlistarskóla Akureyrar
Laus er til umsóknar hálf staða ritara við Tón-
listarskóla Akureyrar.
Umsóknarfrestur er til 7. september n.k.
Nánari upplýsingar í Tónlistarskólanum í síma
21755, hjá skólafulltrúa í síma 27245 og hjá
starfsmannadeild í síma 21000.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmaunadeild.
Starfsmannastjóri.
AKUREYRARB/ÍR
Lausar kennarastöður
Við GLERÁRSKÓLA, Akureyri vantar forfalla-
kennara í tímabundið starf, septembertil febrúar.
Upplýsingar í síma 96-21395.
Við LUNDARSKÓLA, Akureyri vantar bekkjar-
kennara í % stöðu.
Upplýsingar í síma 96-24888.
Við SÍÐUSKÓLA, Akureyri vantar ensku-
kennara, smíðakennara og kennara í sérkennslu
auk forfallakennara í % stöðu frá 23. september.
Upplýsingar í síma 96-22588.
Við grunnskólana á Akureyri vantar kennara í
norsku, 5-6 stundir á viku.
Upplýsingar í síma 96-27245.
Einnig veittar upplýsingar hjá skólafulltrúa í síma
96-27245.
Skólafulltrúi.
Auglýsendur
•Svpniwuiif
V OO'll 7Y JtMÍJoSuisfiSnv ínaajs
jv/jv viuvd qv þv(j QvjqjvSjatj
/ •VJVAJJJÍf vSvp VfZ Q3UÍ vfuvd QV
'fivíf jij So JvSutsfjSnv ujtois Jvjjy
•Svpmiutujf v 00‘PJ
‘jaj jt) jmsdjfvjttjs Jd v(f ‘QVjqjvSjdtj
t viuau ‘SvpnfvS)n jijxJ uutSvp
00'II 77 W J3 vSutsfjSnvvius VQ3
pppjq v (uto oj) vtjjvp vfz tud tuas
vSutskjSnv jmsajfvjtq
dy
auglýsingadeild
Sími 96-24222
Minning:
Bima Finnsdóttir
Fædd 18. ágúst 1917 - Dáin 11. ágúst 1990
Jón G. Sigurjónsson
Fæddur 14. október 1909 - Dáinn 22. mars 1986
Nú eru bæöi Birna og Jón í „Par-
inu" búin að kveöja hér og komin
í heiðurssess á öðru tilverustigi.
„Parið“ er parhús við Holtagötu
2 og við mamma fluttum í annan
hluta þess árið 1976, þegar ég var
3ja ára, og búum þar ennþá.
Birna og Jón hafa alltaf verið
svo umburðarlynd og notaleg við
okkur og þau hafa verið mér eins
og afi og amma. Þegar ég fór með
póstinn milli „Para“ fékk ég alltaf
eitthvað gott að maula. Ég mátti
líka skoða alla dýrgripina sem
þau áttu eins og fuglasafn, eggja-
safn, frímerkjasafn og margt
fleira. Ég mátti koma með alla
vini mína og sýna þeim þessi und-
ur sem ég var svo stolt af og ekki
má gleyma gauknum í klukkunni
því hann var toppurinn. Ég mátti
geyma hjólið mitt í bílskúrnum
þeirra og ég mátti hafa hund. Það
mátti sem sagt ævinlega allt,
ekkert var bannað, aldrei nöldur
og nag.
Við mamma söknum þessara
heiðurshjóna og óskum þeim
heilshugar velfarnaðar á nýjum
slóðum. Ættingjum og vinum
þeirra vottum við dýpstu samúð
okkar. Við mamma kveðjum Jón
og Birnu með þessum orðum:
Elsku Jón og Birna, hjartans
þakkir fyrir sambýlið og sam-
fylgdina.
Hvílið sæl í friði.
Pálína Arnadóttir.
Minning:
Eysteinn Hallgrínisson
Fæddur 19. nóvember 1929 - Dáinn 1. ágúst 1990
Pað kom mér á óvart er ég heyrði
að Eysteinn bóndi í Grímshúsum
í Aðaldal væri látinn.
Ég vissi raunar að hann hafði
farið í hjartaþræðingu snemma
vors og beið eftir hjartauppskurði.
En ég vonaði að hann ætti fleiri
ævidaga framundan og fengi betri
heilsu.
Það er erfitt að sætta sig við
það, að menn þurfi að bíða mán-
uðum saman eftir uppskurði. Hér
heima vantar peninga til að hafa i
fleira starfslið til hjartaskurða. >
Og senda til London er líka of |
dýrt. Þannig eru mannslífin metin.
Eysteinn var fæddur 19. nóvem-
ber 1929 í Grímshúsum og var
því 60 ára er hans lést skyndilega
á heimili sínu.
Hann var unglingur 15 ára er
ég flutti í Grenjaðarstað. Ég
kynntist honum fljótt og foreldr-
um hans og systkinum.
Foreldrar hans voru hjónin
Hallgrímur Óli Guðmundsson og
Kristjana Árnadóttir. Þau voru
bæði áhugasöm um mál kirkjunn-
ar. Hún var kirkjuorganisti og
hann söng í kirkjukórnum. Ung-
ur hóf Eysteinn að syngja með og
starfaði lengi í kirkjukórnum.
Eysteinn var heilsuveill frá
barnsaldri, en áhugasamur um
marga hluti. Þótt hann gæti ekki
tekið þátt í íþróttum með jafn-
öldrum sínum, sýndi hann þeim
málum mikinn áhuga. Hann tók
saman skrár yfir íþróttaafrek
HSÞ og endurnýjaði þær nokkr-
um sinnum. Einnig tók hann
saman skrá yfir íþróttamót Ung-
„Afmælisdagur Akureyrarbæjar
er á morgun. í tilefni af því verð-
ur komið fyrir fánaborgum í
göngugötunni og einnig verða í
gangi þann dag og næstu daga á
eftir nokkrar uppákomur á palli
í nprðurhluta göngugötunnar.
Á miðvikudaginn, sjálfan
afmælisdaginn, verða fimleika-
stúlkur með sýningu kl. 4 síðdeg-
is og klukkutíma seinna eða kl. 5,
mun Lúðrasveit Akureyrar
skemmta þeim sem leið eiga um
göngugötuna. Föstudaginn 31.
ágúst mun Hornaflokkur Akur-
mennafélagsins Geisla í Aðaldal,
allt frá upphafi félagsins og fram
eftir árum.
Var þetta merkilegt framtak og
þarna er hægt að lesa sögu
íþrótta í S.-Þing. um langt árabil.
Þetta sýnir áhuga Eysteins og
dugnað.
Hann gerðist snemma áhuga-
samur um frímerkjasöfnun og
var einn af stofnendum Frí-
merkjaklúbbsins Öskju á Húsa-
vík og nágrenni. Var hann vak-
andi félagsmaður. Hann skrifaðist
á við marga vegna frímerkja-
söfnunar bæði hér heima og víða
um lönd. Málanám hafði hann
ekki stundað nema lítilsháttar í
bréfaskóla. En hann hafði sam-
band við marga og varð fróður
vel í þessari grein söfnunar. Það
eyrar síðan hressa uppá andrúms-
loftið með lúðrablæstri um kl. 4.
Fyrirhugað er að pallurinn
verði áfram við göngugötuna
fyrstu dagana í september og
býðst þá þeim sem áhuga hefðu
kostur á að koma á framfæri sín-
um hugðarefnum til fróðleiks eða
skemmtunar. Þeir sem hafa
áhuga fyrir slíku geta pantað
tíma á skrifstofu menningarmála,
Strandgötu 19b, eða í síma
27245.“
Menningarfulltrúi
Akureyrarbæjar.
var gaman að ræða við hann um
það efni og fræðast af honunt.
Énda átti Eysteinn létt með að
læra og var fróðleiksfús. Hann
rannsakaði póstsögu Suður-Þing-
eyjarsýslu og leitaði heimilda
víða. Var mjög fróðlegt að blaða
í þeirri sögu og kom þar fram
margt merkilegt úr sögu héraðs-
ins.
Þegar ég lét af því að vera
umboðsmaður happdrættis SÍBS,
þá vissi ég engan betri né traust-
ari en Eystein að taka við því.
Hann sinnti því af mikilli trú-
mennsku og dugnaði allt til
dauðadags.
Þegar stofnaður var Lions-
klúbburinn Náttfari 1965 gerðist
Eysteinn stofnfélagi og starfaði æ
síðan í klúbbnum. Þar sem ann-
ars staðar var hann hinn trausti
liðsmaður allt til enda. Félagar
Náttfara sýndu honum líka virð-
ingu sína og þökk með því að
mæta vel við útför hans og bera
kistu hans úr kirkju.
Lengi var Eysteinn umboðs-
maður Almenna bókafélagsins.
Hann hafði áhuga á bókum og
átti gott safn bóka.
í nokkur ár hafði hann bóka- og
ritfangasölu fyrir bókaverslun á
Húsavík. Skólabörn í Aðaldal
minnast þessa með þökk og segja
að það hafi alltaf verið svo gaman
að koma í búðina til Steina.
Þannig fékkst hann við ýmis-
legt um ævina. En aðalstarf hans
voru þó bústörfin fyrst með for-
eldrum sínum en síðar í félagsbúi
með bróður sínum. Þrátt fyrir
skerta heilsu erfiðaði hann við
búskapinn og lagði oft hart að
sér.
Samviskusamur og trúr var
hann í öllu er hann tók að sér.
Oft hittumst við bæði heima
hjá mér og honum, enda stutt á
milli bæja og höfðum margt sam-
an að sælda. Hann gat verið gam-
ansamur og átti til kímni sem
engan meiddi. Hann sá alltaf
björtu hliðarnar á hverju máli.
Fróður og vel lesinn í ýmsum
greinum. Hann var velviljaður og
vildi gera öðrum greiða ef hann
gat. Þjóna öðrum eins og sönnum
lionsmanni ber.
Eftir að ég flutti frá Grenjað-
arstað hittumst við sjaldnar, en
nokkrum sinnum töluðumst við
við í síma og ræddum margt.
Gott var að tala við hann þá sem
endranær.
Ég vil þakka honum trygga
vináttu og gott samstarf. Við
hjónin sendum systkinum hans
samúðarkveðjur og biðjum Guð
að blessa minningu góðs vinar.
Sigurður Guðmundsson.
Akureyrarbær:
Afmælisdagurinn
á morgun