Dagur - 08.09.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 8. september 1990
fréttir
Öxnadalsheiði:
Ilarður árekstur á brú
- engin meiðsl
Harður árekstur yarð á brúnni
yfir Valagilsá á Öxnadalsheiði
á fímmtudagskvöld. Engin slys
urðu á fólki, en bílarnir eru
mikið skemmdir ef ekki ónýtir
að sögn lögreglu.
Toyota Corolla á austurleið og
Nissan Sunny á vesturleið mætt-
ust með þessum afleiðingum á
brúnni sem er einbreið og má
teljast gott að enginn slasaðist við
áreksturinn. SBG
Öxarfjarðarheiði:
Varadekk úti í móum
lýst eftir eiganda
Það óhapp átti sér stað nýlega
á Öxarfjarðarheiði að einhver
týndi dekkinu sínu. Dekkið er
á felgu og líklegt er að það
hafí verið notað sem varadekk
á kerru eða fólksbíl, en það
yfírgaf eigandann og rúllaði út
í móa.
Gunnlaugur Theódórsson á
Austaralandi í Öxarfirði fann
dekkið og bauð því með sér
heim, þar sem það bíður eftir að
eigandinn hafi samband. Ef les-
andinn veit um einhvern sem týnt
Leiðrétting:
Nafliabrengl í
ftmmtudagsopnu
I fimmtudagsopnu var rangt nafn
sett við eina myndina. t>ar sem
stóð „Einar og Bjössi léttir í
iund“ átti að standa „Hinni og
BjössÍ léttir í lund“. Eru hlutað-
eigandi vinsamlegast beðnir vel-
virðingar á þessum ruglingi af
greinarhöfundi.
hefur dekki á felgu á Öxarfjarð-
arheiði er því ráð að hringja í
Gunnlaug í síma 52253. IM
Æfingar eru hafnar á fyrsta verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári, nýju leikriti eftir Jóhann Ævar Jakobs-
son. Myndin er tekin á fyrsta samlestri. F.v.: Gestur Einar Jónasson, leikari, Jóhann Ævar Jakobsson, höfundur,
Sunna Borg, leikstjóri, Þráinn Karlsson, leikari, og séra Hannes Örn Blandon, leikari, sem virðist þegar hafa sett
sig í viðeigandi stellingar. Leikritið fjallar um þrjá utangarðsmenn í íslensku þjóðfélagi. Mynd: Goiii
Pjóðarflokkurinn hyggst boða til landsfundar í lok næsta mánaðar:
Stoftiun kjördæmisfélags á Nl.-eystra
fyrsta skref kosningaharáttunnar
Tónleikar Bubba
Morthens í Grímsey:
Yngsti tón-
leikagest-
urinn þriggja
mánaða
Um sextíu manns sóttu tón-
leika Bubba Morthens í Gríms-
ey sl. fímmtudagskvöld.
Nærri mun láta að það séu
tveir þriðju hlutar þeirra sem nú
eru í Grímsey. Mjög góður róm-
ur var gerður að tónleikunum og
trúbadúrnum vel fagnað.
Bubbi spilaði í rúmar tvær
klukkustundir og var stemmning-
in á meðal tónleikagesta með
miklum ágætum. Þetta var í
fyrsta skipti sem Bubbi kom til
Grímseyjar.
Samkvæmt upplýsingum Dags
var yngsti tónleikagesturinn
þriggja mánaða en sá elsti áttatíu
og tveggja ára. óþh
Á fundi Þjóðarflokksins þann
1. september sl. á Húsavík var
stofnað kjördæmisfélag Þjóð-
arflokksins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, sem er fyrsta
kjördæmisfélag flokksins á
landinu. Benedikt Sigurðar-
son, skólastjóri á Akureyri,
var kjörinn formaður þess, en
aðrir í aðalstjórn voru kjörin
Anna Helgadóttir Kópaskeri,
Gunnlaugur Sigvaldason Svarf-
aðardal, Þórdís Vilhljálms-
dóttir Húsavík og Klara Geirs-
dóttir Akureyri.
Benedikt Sigurðarson segir að
líta megi á stofnun félagsins sem
fyrsta skref flokksins í kosninga-
baráttunni fyrir komandi alþing-
iskosningar. Hann leggur áherslu
á, í tilefni frétta í fjölmiðlum, að
Þjóðarflokkurinn hyggist bjóða
fram í öiium kjördæmum og eng-
ar formlegar viðræður hafi farið
fram milli flokksins og annarra
stjórnmálasamtaka um framboð
við næstu alþingiskosningar.
Benedikt og Pétur Valdimarsson,
formaður Þjóðarflokksins, segja
hins vegar að einstaklingar og
skipulögð samtök þeirra, sem séu
reiðubúin til að vinna að fram-
gangi stefnumála flokksins, séu
boðin velkomin til samstarfs.
Pétur segist gera sér vonir um
að Þjóðarflokkurinn nái frekar
eyrum kjósenda nú en fyrir fjór-
um árum. Hann bendir á að
flokkurinn hafi verið stofnaður
þrem vikum áður en framboðs-
frestur rann út fyrir síðustu
alþingiskosningar og því ekki
gefist mikill tími til að kynna
stefnu og baráttumál flokksins.
Að sögn Péturs er ætlunin að
boða til landsfundar Þjóðar-
flokksins í lok næsta mánaðar þar
sem strengir verði stilltir saman.
Landsfundurinn verður annað-
hvort í Norðurlandskjördæmi
Húseigendur
Húsbyggjendur
Getum tekið að okkur hvers konar við-
haldsverkefni og nýsmíði.
Uppl. gefur Páll Alfreðsson í síma 96-21603.
vestra eða á Vestfjörðum.
Á áðurnefndum fundi Þjóðar-
flokksins á Húsavík var sam-
þykkt ályktun þar sem þau
„vinnubrögð ríkisstjórnarinnar
að hafa að engu sína eigin samn-
inga“ eru átalin harðlega. Bent er
á að „óeðlileg samtrygging
fámennrar klíku forystumanna úr
launþegahreyfingu og frá sam-
tökum atvinnurekenda leiðir til
ófrelsis í samfélaginu sem bitnar
á hinum smæstu og er einungis
sátt hinna ríku og valdamiklu, en
engin raunveruleg þjóðarsátt."
Þjóðarflokkurinn telur slíkar
aðgerðir afleiðingu miðstýringar.
Þá er í ályktun fundarins fagn-
að umræðu á nýafstöðnu Fjórð-
ungsþingi Norðlendinga um
stofnun héraðsrafveitna. Tekið
er fram að Þjóðarflokkurinn hafi
á stefnuskrá sinni að leggja Raf-
magnsveitur ríkisins niður og
dreifikerfi rafveitna landsins
verði rekið af landshlutunum.
óþh
Barnaskólinn á Húsavík:
hrjú hundruð og tuttugu
nemendur stunda nám í vetur
kennarar flestir réttindamenn
Barnaskólinn á Húsavík var
settur í gær, miðvikudag. Alls
munu 320 nemendur stunda
nám við skólann í vetur eða
ellefu fleiri en í fyrravetur. Að
sögn Halldórs Valdimarssun-
ar, skólastjóra, gekk mjög vel
að fá kennara til starfa að
skólanum og eru þeir flestallir
réttindamenn. Kennarar við
skólann eru 25 og auk þeirra
vinna þar átta aðrir
starfsmenn.
í setningarræðu sinni gat Hall-
dór þess að í haust eru 30 ár liðin
síðan skólabyggingin var vígð. í
tilefni af þessum tímamótum
barst skólanum gjöf, 145 þúsund
Akureyri:
Dávaldur með reyk-
ingafólk í meðferð
Um 20-30 manns sóttu nám-
skeið dávaldsins Peters Cassons
í Sjallanum á Akureyri í fyrra-
dag þar sem hann Ieiðbeindi
fólki við að hætta að reykja.
Námskeið þetta var lokað öðr-
um en þeim sem vildu njóta
aðstoðar dávaldsins við að
hætta að reykja.
Margir muna eflaust atriði Peters
Cassons í þætti Hermanns Gunn-
arssonar í Sjónvarpinu í vetur
þar sem hann dáleiddi fólk úr sal
með miklum tilþrifum. Casson
efndi til slíkrar sýningar í Sjallan-
um í fyrrakvöld þar sem hann tók
gesti upp á svið og lét þá gera
hinar ýmsu kúnstir við mikla
kátínu þeirra sem á horfðu.
Aðeins var um þessa einu sýn-
ingu að ræða og var hún ágætlega
sótt. JÓH
krónur til kaupa á tölvu og eru
gefendur Verkalýðsfélag Húsa-
víkur, Verslunarmannafélag
Húsavíkur, Sveinafélag járniðn-
aðarmanna og Byggingamanna-
félagið Árvakur.
í sumar hófust byggingafram-
kvæmdir við skólann. Verið er að
reisa viðbyggingu vegna mikils
húsnæðisskorts. Á næstu árum
þarf skólinn að rúma allar grunn-
skóladeildir, þar er nú kennt sjö
yngstu bekkjum grunnskóla en
þeim eldri í Framhaldsskólanum.
Halldór sagðist vona að fyrsti
áfangi viðbyggingarinnar yrði til-
búinn 1992.
Halldór minntist Haraldar Þór-
arinssonar húsvarðar í setningar-
ræðu sinni og þakkaði honum
sérstaklega vel unnin störf. Har-
aldur lést 13. ágúst sl. aðeins 53
ára að aldri. IM
Grenivík:
Uppskeruhátíð
Magna í kvöld
Liö Magna leikur í dag síðasta
leik sinn í úrslitakeppni 4.
deildar íslandsmótsins í knatt-
spyrnu, er liðið mætir Víkverja
í Reykjavík.
Magni hefur þegar tryggt sér
sigurinn í 4. deildinni og að leik
loknum í dag, fær liðið afhent
sigurlaunin.
I kvöld ætla Magnamenn síðan
að halda uppskeruhátíð í félags-
heimilinu á Grenivík ásamt
stuðningsmönnum sínum. Þar
verður örugglega glatt á hjalla,
enda hafa Grenvíkingar ærna
ástæðu til þess að fagna góðum
árangri á knattspyrnuvellinum í
sumar.