Dagur


Dagur - 08.09.1990, Qupperneq 3

Dagur - 08.09.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 8. september 1990 - DAGUR - 3 fréttir f Skotveiðimenn á Norðurlandi telja óvenju mikið af grágæs í ár: Tilfinnanlegur skortur á nauðsyn- legum upplýsingum um gæsastofninn - segir Ævar Petersen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Ævar Petersen, fuglafræðing- ingum sem Dagur hefur aflað sér ur á Náttúrufræðistofnun, seg- telja veiðimenn á Norðurlandi að ir að verulega skorti á upplýs- óvenju mikið sé af grágæs í ár. ingar um hegðun gæsarinnar til þess að segja til um ástæður sveiflna á stofnstærð hennar. Einu handbæru upplýsingarn- ar um stofnstærð gæsastofnsins séu byggðar á árlegri talningu á Bretlandseyjum. Samkvæmt nýjustu talningu megi ætla að grágæsastofninn sé um 200 þúsund fuglar. Gæsaveiðitíminn stendur nú sem hæst og samkvæmt upplýs- Ævar Petersen segir ekki gott að segja um hvernig á þessu standi. „Við höfum engar upplýsingar um hvernig varp gæsarinnar hef- ur gengið í ár. Hins vegar vitum við að töluverðar sveiflur geta verið milli ára. Það að mikið sé af gæs í ár getur bent til þess að varpið í ár hafi verið mjög gott. Vandinn er sá að það skortir upp- lýsingar um þetta og hér á landi er enginn sem vinnur að rann- sóknum á annars vegar nytjafugli Læknamál á Vopnafirði: Allt gert tU að af- stýra ófremdarástandi og hins vegar fugli sem rnenn telja gera einhvern óskunda,'- sagði Ævar. Talning á grágæsa- og heiða- gæsastofninum á Bretlandseyjum gefur til kynna að hann stækki ár frá ári og segir Ævar að gæsaveiði hér á landi sé eins og dropi í hafið og hafi engin áhrif til minnkunar á stærð stofnsins. Þá bendi þessi árlega talning til þess að heiða- gæsastofninn sé nú orðinn tölu- vert stærri en grágæsastofninn. Heiðagæsin heldur sig, eins og nafn hennar bendir til, aö mestu upp á hálendinu en Ævar segir að hún sé nú farin að hasla sér völl á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Sem dæmi nefnir hann botn Bárðardals, við Kráká og framar- lega í Skagafjarðardölum. „Við höfum meiri áhyggjur af blesgæsinni, en það er stofn sem virðist ekki fjölga og nú eru um 15 þúsund fuglar í honum. Ef fara ætti út í miklar veiðar á henni gæti sá stofn farið illa," segir Ævar. Ævar segir að í raun þurfi stcfnubreytingu stjórnvalda til þess að komið verði á nauðsyn- legum rannsóknum á gæsinni og öðrum nytjafuglum. Við endurskoðun fuglafriðun- arlaga árið 1987 voru smíðaðar tillögur sem gerðu ráð fyrir að Náttúrufræðistofnun íslands tæki að sér rannsóknir á nytjafuglum. Þessar tillögur segir Ævar að hafi lent niður í skúffu í mcnntamála- ráðuneytinu, sem þar til fyrr á þessu ári hafi verið yfir Náttúru- fræðistofnun, en síðan hafi ekk- ert til þeirra spurst. Nú hafi stofnunin hins vegar færst yfir til ráðuneytis umhverfismála, sem hugsanlega taki þessi mál upp að nýju. óþh Hrísey: 1~r / /XIX / Enn oraoio í kennarastöður Grunnskólinn í Hrísey er, að sögn Trausta Þorsteins- sonar, fræðslustjóra, cina skólastofnunin í Norður- landskjördæmi eystra þar sem enn vantar kennara. Lausar eru til umsóknar tvær til þrjár stöður við skólann, en nýlega var ráðiö í stöðu skólastjóra. Sá heitir Einar Már Guðvarðarson og kemur alla leið frá Danmörku. Trausti segir að allt kenn- aralið viö grunnskólann í Hrísey hafi látið af störfum sl. vor. Hann segir að endurnýj- un á kennaraliði á nokkurra ára fresti sé nánast orðin regla í Hrisey. Farið er að styttast í skóla- byrjun í Hrísey og því slæmt að ekki skuli'hafa enn verið gengið frá ráðningu kennara. Trausti segir að spurt hafi ver- iö um stööurnar, en enn sem komið er hafi lítið komið út úr þeim fyrirspurnum. óþh - segir heilbrigðisráðherra „Við munum auðvitað reyna að ráða annan Iækni að stöð- inni á Vopnafirði. Hins vegar er þetta Hl-stöð, þ.e. við hana er ekki nema eitt stöðugildi,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, en eins og fram kom í blaðinu sl. fimmtu- dag gengur mjög erfiðlega að fá lækni til starfa á Vopnafirði í stað Jens Magnússonar, sem lét af störfum um síðustu mán- aðamót. Guðmundur sagði að allt yrði gert til þess að afstýra því að á Vopnafirði yrði sama ófremdar- ástandið og á Þórshöfn, en þar hefur læknir ekki haft fast aðset- ur mörg undanfarin misseri. Heilbrigðisráðherra gerir sér góðar vonir um að nú sé í höfn bráðabirgðalausn til áramóta með læknisþjónustu á Þórshöfn. Hún felst í því að heilsugæslu- læknar á Akureyri fara austur og skipta með sér læknisþjónustu til áramóta. „En því miður gerðist það á aðalfundi Læknafélags íslands um síðustu helgi að í ályktun leggst félagið gegn öllum bráða- birgðaúrlausnum og krefst þess að heilbrigðisyfirvöld finni varan- legar lausnir í þessum málum. Auðvitað erum við að vinna í að finna þær, en mér þætti það afar ntiður og alvarlegt áfall ef svona ályktun leiddi til þess að læknar á Akureyri væru ekki tilbúnir til að taka þátt í þessari bráðabirgða- lausn á Þórshöfn," sagði Guð- mundur Bjarnason. óþh Heilsuleysi í ágúst? Alls 351 sjúkdómstilfelli voru skráö hjá Heilsugæslustööinni á Akureyri í ágústmánuði en í júlímánuði voru þau 289 talsins. Kvef og hálsbólga herj- uðu meira á Akureyringa í ágústmánuði en júlí auk heldur sem iðrakvef og niðurgangur var tíðari. í júlí voru skráð 202 kvef- og hálsbólgutilfelli, 14 tilfelli streptó- kokka-hálsbólgu, 3 inflúensutil- felli og 7 lungnabólgutilfelli. í tveimur tilfellum var um kirtla- fár að ræða, 6 reyndust með hlaupabólu, 48 með iðrakvef og niðutgang, 5 nteð kláðamaur og 2 tilfelli voru af öðrum lúsum. í ágúst voru hins vegar 263 kvef- og hálsbólgutilfelli, 8 lungnabólgutilfelli og 15 tilfelli streptókokka-hálsbólgu. Þá reyndist í einu atviki um hlaupa- bólu að ræða, í 60 skipti var um að ræða niðurgang og iðrakvef og í 4 skipt greindist kláðamaur. JÓH Pað er opið Igá okkur Vlrka daga írá M. 09.00 til 22.00. Um helgar frá kl. 13.00 til 17.00. Það er alltaf heitt á könnunni. Verið velkomin eða haíið samband í síma 27899 og við sendum þér bækling um vetrarstarfið. Töhníræðslan Akureyri lif. Glerárgötu 34, IV. hæð. Síini 27899. 8 i < (f) * 3 < meirí háttar osm- THBOÐ stendur til 15. sept. á kílóastykkjum af brauðostinum góða Verð áður: Kr.777.90 kflóið Tilboðsverð: kr.661.-í> kflóið 15% lækkun! Q

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.