Dagur - 08.09.1990, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 8. september 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON.
RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON.
UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON.
BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSQN (íþr.),______
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkrókl vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSCN, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON.
PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RlKARÐUR B.
JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON.
DREIFINGARSTJ.: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL.
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Um miðja þessa viku undirrit-
aði Ólafur Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, samning við
eigendur sjávarútvegsfyrir-
tækisins Ingimundar hf., eins
og greint hefur verið frá í Degi.
Með samningi þessum gerðist
tvennt sem sögulegt verður að
teljast. í fyrsta lagi er höggvið
á þann hnút óvissu sem ríkt
hefur um framtíð rækjuvinnslu
‘á Siglufirði. Hitt er raunar
merkilegra; að það gerist með
þeim hætti að það hlýtur að
marka tímamót í atvinnulegu
tilliti fyrir Siglufjörð, einnig
með tilliti til byggðaþróunar.
Ólafur Ragnar gat þess í
ávarpi við undirritun samning-
ana að sannarlega væri gleði-
legt að atvinnuöryggi starfs-
manna rækjuvinnslunnar væri
tryggt, auk þeirrar þjónustu
sem alltaf er kringum slíkan
rekstur og skapar bæði
atvinnu og verðmæti í hverju
bæjarfélagi. Hitt væri að sínum
dómi ekki minna vert, að
stöndugt og gamalgróið sjáv-
Sögulegur atburður í
atvinnulífi á Siglufirði
arútvegsfyrirtæki tæki sig upp
frá Reykjavík og flytti norður í
land. Fyrir utan rækjuvinnsl-
una eru þrjú skip á vegum
Ingimundar hf., og verða þau
skráð og gerð út frá Siglufirði.
Það væri því á margan hátt
hægt að líkja því sem gerst
hefði við þá uppsveiflu sem
önnur byggðarlög væntu af
staðsetningu álvers.
Fulltrúar Siglufjarðarbæjar
létu það álit í ljós að sannar-
lega væri ástæða til að gleðjast
yfir því að Ingimundur hf. hefði
flutt starfsemi sína til bæjar-
ins. Snerti það viðkvæman
streng í brjósti margra að fyrir-
tækið ætlaði að láta salta síld á
staðnum á næsta ári. Siglu-
fjörður grundvallaðist á sínum
tíma á silfri hafsins, og sjávar-
fangið er enn sá hornsteinn
sem byggðarlagið hvílir á.
Forseti bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar, Kristján Möller, sá sér-
staka ástæðu til að þakka fjár-
málaráðherra, starfsfólki ráðu-
neytisins og Ingimundi hf. þann
skilning sem þurft hefði til að
ná endum saman í samningun-
um. Sá skilningur bæri vott um
hlýjan hug allra viðkomandi
aðila til Siglfirðinga og um-
hyggju þeirra fyrir atvinnulífi á
staðnum.
Þeir sem kynnt hafa sér sögu
Siglufjarðar vita hversu gríðar-
legt áfall hvarf Noðurlandssíld-
arinnar á árunum 1966 til ’67
var fyrir kaupstaðinn. Fólki
fækkaði stórlega, fasteignir
féllu í verði og atvinnuleysi tók
við af blómlegri atvinnustarf-
semi. Þátttaka ríkisins í endur-
reisn atvinnulífsins í bænum
hófst fyrir alvöru fyrir rúmum
tveimur áratugum, en síðan
hefur Þormóður rammi hf. og
togaraútgerð í kringum hann
verið einn helsti máttarstólpi
atyinnulífsins þar.
í ræðum þingmanna kjör-
dæmisins kom fram að þver-
pólitískur vilji hefði verið fyrir
hendi hjá stjórnmálamönnum
til að mál þetta mætti komast í
höfn. Töldu þeir að hér væri
mikilsverðum áfanga náð til að
styrkja grundvöll atvinnulífs á
Siglufirði. Vonandi á Ingi-
mundur hf. bjarta framtíð í nýj-
um heimkynnum, eigendum
sínum og bæjarbúum til hag-
sældar. EHB
úr hugskotinu
Alver í plati
Reynir
Það virðist ekki ætla að láta standa á sér blessað haust-
ið, þessi makalausa árstíð þegar fjallalömbin eru til
slátrunar leidd, og þegar máttarvöldin halda myndlist-
arsýningu. Þessa hausts verður þó sjálfsagt ekki minnst
fyrir þetta, heldur verður þess áreiðanlega minnst sem
haustsins þegar allir fengu álverið. Fengu álverið að
minnsta kosti í plati. Að minnsta kosti í þykjustunni.
Frágengið mál
Þær sögur hafa nokkuð heyrst, að staðsetning álversins
á Keilisnesinu, þarna í túnfætinum hjá honum Guð-
mundi Árna, þess sem illar tungur segja að rekið hafi á
sínum tíma eins konar „ferðaskrifstofu" fyrir vini sína
og vandamenn undir nafni Sambands ungra jafnaðar-
manna, hafi í rauninni verið frágengið mál og ákveðið
þegar er ljóst var að það risi ekki í Straumsvíkinni. Lík-
legt má þó telja, að sé þetta raunin, þá hafi þar endilega
ekkert verið að verki þeir Atlantsálarnir, og tæplega
iðnaðarráðherra heldur. Miklu sennilegra er að þar
hefðu þá verið að verki einhverjir, jafnvel lágt settir
embættismenn í ráðuneytinu, tengdir verktakaklíkum í
Hafnarfirði á einn eða annan hátt. Þeir hafi einfaldlega
dregið skýrt fram í dagsljósið alla kosti Keilisnessins og
ókosti hinna staðanna fyrir ókunnugum útlendingum,
og gert þeim þannig valið næsta sjálfgefið.
Sé þetta raunin, að Keilisnesið hafi fyrir löngu orðið
fyrir valinu, þá er ljóst að æði margir hafa verið bein-
línis plataðir upp úr skónum. Sennilega hafa þó engir
verið gabbaðir eins mikið og Eyfirðingar, sem í þó
nokkuð marga mánuði hafa margir hverjir lifað í þeirri
að því er virtist mjög raunhæfu von að álverið kæmi
norður, enda haft fyrir því vilyrði hinna ábyrgustu
manna, sem margir hverjir hafa hugsanlega líka verið
alvarlega blekktir. Og vel má vera að margir ráðamenn
syðra vilji jafnvel í einlægni koma álverinu norður, ein-
faldlega vegna þess að þeir sjá fram á það hvílíkt vand-
ræðaástand kann að skapast vegna mikils flutnings fólks
suður. Þarna eru jú fleiri stórframkvæmdir fyrirhugaðar
en bara álverið á næstunni, og má m.a. nefna Þjóðar-
höllina sem reisa á í Kópavogf og Tónlistarhöllina sem
einhverjir vilja að þjóðin reisi hið snarasta handa Reyk-
víkingum. Má í þessu sambandi einnig nefna það vand-
ræðaástand sem þegar ríkir í sjálfri borg Davíðs í bæði
öldrunarmálum og dagvistarmálum.
Hið sálræna álver
Hér skal í sjálfu sér ekki tekin til þess afstaða hvort
æskilegt er að staðsetja álver í Eyjafirði. Það má vel
vera að umhverfið á svæðinu þoli slíkt iðjuver ekki, þó
svo að vitaskuld sé það þvættingur að um fimmtíu jarðir
myndu fara í eyði vegna þess. Þó væri það óneitanlega
freistandi lausn á þessum offramleiðsluvanda sem sífellt
er verið að tala um í landbúnaðinum! Vera má að álver-
ið ntyndi skaða ýmsar atvinnugreinar sem fyrir eru á
svæðinu, til að mynda ferðaþjónustu, sem farin er að
blómstra hér um slóðir, þökk sé ósérhlífnu hugsjóna-
fólki, og, liggur manni við að segja, þrátt fyrir þátttöku
Byggðastofnunar. Sem kunnugt er liggja afrek hennar
einkum í tjörnum gjaldþrota fiskeldisfyrirtækja sem nú
þjóna einkum sem leiksvæði barna og hornsíla, eða
hálfföllnum loðdýraskúrum; órækum minnisvörðum
mannlegra harmleikja vítt og breitt um landið. Og ef til
vill er það ekki heldur sjálf staðsetning álversins sem
skiptir máli, heldur það sem við getum kallað „hið sál-
ræna álver“. Það er vitað mál að mikill fjöldi Eyfirð-
inga, og þá ekki síst iðnaðarmanna, hefur treyst á það
að álverinu verði valinn hér staður. Verði því dritað
niður á Keilisnesið eins og allar líkur benda til í augna-
blikinu, mun þetta fólk sem fljótast flýja suður í yfir-
borganirnar með þeim afleiðingum sem allir þekkja,
svo sem hruni fasteignamarkaðarins, hruni í verslun og
þjónustu og loks í ýmsu mann- og menningarlífi. Verði
álverið sett á Keilisnes er næsta ljóst að þegar í haust
þyrfti í rauninni að setja upp eins konar neyðaráætlun
til að forða því sálræna hruni sem við blasir. Og eigin-
lega finnst manni að stjórnvöldum beri siðferðileg
skylda til slíks eftir að hafa dregið fólk hér um slóðir á
asnaeyrunum í marga mánuði.
Það má sitthvað gera til að draga úr þeim sársauka
sem hinar fölsku álversvæntingar hafa valdið. Hér áðan
var minnst á ferðaþjónustuna sem hér er farin að
blómstra. Stjórnvöld gætu þegar í stað stutt verulega
við bakið á þessari þróun, og dettur manni þá fyrst í
hug hvort Arnarflugsmálið gæti ekki komið hér inn í
með einhverju móti. Þá gætu stjórnvöld beint ráð-
stefnuhaldi á sínum vegum í auknum mæli hingað og
hví ekki lagt fé í byggingu stórs og myndarlegs ráð-
stefnu- og sýningarhúss á Akureyri, jafnvel sjálfrar
Þjóðarhallarinnar. Og maður spyr sig líka í þessu sam-
bandi hvort bændasamtökin þurfi eingöngu að byggja
skrifar
! Reiðhallir sínar í Reykjavík (ekki aðeins Sögu, heldur
líka hina þar sem þungarokkið verður um helgina, hvað
sem það á nú sameiginlegt að rækta hross og spila
þungarokk). Og svona í framhjáhlaupi þá getur maður
ekki stillt sig um að gauka því að þeim þrjátíu búand-
körlum sem skrifuðu Denna út af álverinu, hvort þeir
væru til með að beita sér fyrir því að næsta Búnaðar-
þing verði haldið á Akureyri þegar fremur dauft er yfir
öllum hótelrekstri. Líklega ekki. íslenskir bændur kæra
sig víst fæstir um að fleiri öflugir þéttbýliskjarnar rísi á
landinu en Reykjavík.
En þar sem það eru fyrst og fremst umhverfismálin
sem virðast mæla gegn staðsetningu álversins í Eyja-
firði, þá getur maður ekki látið hjá líða að geta þess, að
heldur var það lítilmótlegt hjá honum Júlla umhverfis-
ráðherra, að hann skyldi ekki hafa haft að því er virðist
neitt merkilegra að segja á Fjórðungsþingi Norðlend-
inga, en að til standi að setja upp enn eina stofnunina í
Reykjavík. Einhvern veginn finnst manni það rökrétt-
ast, að ef umhverfið í Eyjafirði er svona mikilvægt, þá
eigi umhverfisstofnun hvergi heima nema þar og í þessu
sambandi er auðvitað rétt að minna á að hann Júlli er
nú barasta Akureyringur að uppruna.
Suðurnesin líka
En það eru ekki bara Eyfirðingar, og að nokkru leyti
Austfirðingar líka, sem plataðir hafa verið í þessu
álmáli. Suðurnesjamenn hafa nefnilega líka verið
plataðir upp úr skónum, og það eiginlega hvort sem
álverið verður sett niður á Keilisnesinu eður ei. Það
verða nefnilega ekki svo mjög Suðurnesjamenn sem
njóta munu góðs af þessu. Megnið af vinnuaflinu mun
að líkindum búa í Hafnarfirði, ef ekki Reykjavík,
Kópavogi og Garðabæ, þar sem þar er að finna starfs-
menn sem þegar hafa unnið við ál og munu verða
keyptir dýru verði af hinu nýja fyrirtæki. Við mun svo
bætast hæft, aðflutt vinnuafl, til að mynda verkefna-
lausir iðnaðarmenn úr Eyjafirði. Það alvarlegasta í
þessu máli er þó það að Suðurnesjamenn hafa glapist til
að selja hingað norður dýrmæta kvóta, sem eitt hentug-
asta sjávarútvegssvæði þessa lands hefur tæpast efni á
að missa. Illt verk að glepja gamlan öðlingsmann eins
og hann Karl Steinar af mönnum sem aðeins vilja
sporðreisa landið áður en því verður rúllað inn í Evr-
ópubandalagið.