Dagur - 08.09.1990, Page 8

Dagur - 08.09.1990, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 8. september 1990 spurning vikunnar Jóhann Einarsson: „Nokkuö vel. Sérstaklega frí- mínúturnar og svo íþróttirnar." Kári Jóhannesson: „Ég fékk ekkert sérstaklega góðar móttökur, annars leggst þaö vel í mig.“ Erna Gunnarsdóttir: „Afskaplega vel aö undanskildri kjarabaráttunni. Ég á von á góöum vetri í skólastarfinu.“ Helgi Níelsson: „Skólastarfið leggst mjög vel í mig aö ööru leyti en því að ég held að áfangakerfið drepi allan bekkjarmóral og félagslíf verði erfiöara." Guðrún Harpa Örvarsdóttir: „Vel. Þaö var tekiö vel á móti mér." m Hvernig leggst skólastarfið í þig? Spurt í Verkmenntaskólanum á _____fyrsta kennsludegi._ n poppsíðan Svipmyndir frá Doningtonhátíðinni 1990 Þann átjánda ágúst síöastliöinn var í tíunda sinn haldin rokkhá- tíðin Monsters of Rock á Doning- tonkappakstursbrautinni í Eng- landi. Voru aö þessu sinni fimm hljómsveitir sem komu fram en þær eru (í réttri röð), Thunder, Quireboys, Poison, sérstöku gestirnir Aerosmith og aöalnúm- erið Whitesnake. Það er óhætt að segja aö mikil pressa hafi hvílt á aðstandendum hátíðarinnar aö þessu sinni því eftir atburöi þá sem áttu sér staö á hátíðinni árið 1988 þegar tveir ungir drengir létust vegna troönings við sviðið á meöan Guns ’N’ Roses spil- uöu, sem svo síðan leiddi til þess aö ekki var hægt að halda hátíð í fyrra, var mjög mikilvægt að vel tækist til nú ef hátíðin ætti að eiga frekari framtíö fyrir sér. Til að svo mætti verða var gripið til ýmissa aðgerða sem m.a. fólust í Bret Michaels söngvari Poison fór hamförum á sviðinu í Donington. Steven Tyler og félagar hans í Aerosmith þóttu mjög góðir þrátt fyrir slæman hljómburð. Umsjón: Magnús Geir Guðmundsson því að fjöldi seldra aðgöngumiða var takmarkaður við töluna 72.000 (talið er að nær 100.000 hafi verið á Donington 1988) og þá var svæðið skipulagt þannig að forðast mátti troðning. Það fór líka svo aö með þessum aðgerð- um þótti hátíðin hafa heppnast mjög vel og til engra óhappa kom sem alvarleg gætu talist. Þá lék veðrið við hátíðargesti sem ekki hefur verið alltof algeng stað- reynd hvað Doningtonhátíðina snertir, því oftar en ekki hefur rignt. Það sem skipti þó höfuð- máli var að sveitirnar sem fram komu þóttu að þessu sinni vera hver annarri betri, en eins og jafnan áður á Donington var hljómburðurinn ærið misjafn hjá öllum nema aðalnúmerinu, Whitesnake, en þar var hann áberandi bestur. David Coverdale og Steve Vai á fullu á Donington. Hítt og þetta Judas Priest Það fór eins og flestir höfðu spáð að, breska þungarokkssveitin Judas Priest og útgáfufyrirtæki hennar CBS voru sýknuð af ákæru um að eiga sök á sjálfs- morðum tveggja unglingspilta áriö 1985. Eins og Poppsíðan greindi rækilega frá fyrir skömmu var ákæran byggð á því að rétt áður en piltarnir frömdu verknað- inn höfðu þeir verið að hlusta á plötu Judas Priest Stained Class og var því haldið fram að á henni væru duld skilaboð um hvatningu til sjálfsmorðs sem skýrt kæmu fram með því að spila plötuna afturábak og hefðu þeir verið undir áhrifum frá þessum skila- boðum. En niðurstaða dómstóls- ins í Reno, Nevada, þar sem málssóknin fór fram varð sem sagt sú að hljómsveit og útgáfu- fyrirtæki voru að fullu sýknuð. UB40 í vondum málum Reggi/popphljómsveitin ágæta UB40 slapp sannarlega með skrekkinn nú nýiega í heimsókn sinni til Seychelleseyja. Þannig var að fimm af meðlimum hennar urðu uppvísir að því að hafa í fórum sínum kannabisefni og var þeim umsvifalaust stungið í steininn. Þar þurftu þeir þó ekki að dúsa nema eina nótt og var fallið frá ákæru á hendur þeim UB40 ekki barnanna bestir. þar sem yfirvöld vildu ekki vera þekkt fyrir að handtaka fræga gesti þegar þeir loksins láta sjá sig, en UB40 mun vera langfræg- asta hljómsveitin sem þangað hefur komið. Hefði ákæra verið lögð fram hefðu meðlimirnirfimm átt á hættu allt að fimm ára fang- elsisvist því viðurlög á Seychell- eseyjum varðandi eiturlyf munu vera ein þau ströngustu í heimin- um. Electronic Hljómsveitin Electronic vakti mikla athygli undir lok síðasta árs með laginu Betting away with it en það lag var með þeim vin- sælli á þeim tíma. Það sem vakti þó athygli á henni í fyrstunni var að hún var saman sett af þeim Johnny Marr fyrrum gítarleikara The Smiths og Barney Summer úr New Order Eftir útkomu Getting away hefur hins vegar lítið boriö á sveitinni þar til nú nýlega að hún kom fram í fyrsta skipti á sviði sem upphitunarhljómsveit fyrir Depeche Mode í Los Angeles. Þá mun vinnu við gerð fyrstu plötu Electronic vera að mestu lokið og er áætlað að platan komi út nú seint í haust eða snemma næsta vetrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.