Dagur - 08.09.1990, Síða 11

Dagur - 08.09.1990, Síða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 8. september 1990 Það hefur oft verið talað með sérstöku dálœti um þá sem snemma byrja á því að „bjarga sér“ á vinnumark- aðinum hérlendis. Slíkir menn eru jafnvel taldir afbragð annarra manna. Þessi athafnasemi kemur þá venjulega niður á skóla- göngu þeirraf bœði til lengri og skemmri tíma. Einn þessara „athafna- manna“ er Sigurður Jóns- son á Dalvík, sem aðeins 15 ára keypti sér steypuvél í atvinnuskyni. Þau steypu- vélarkaup voru aðeins for- smekkurinn að öðru og meiru í atvinnusögu Sigurðar í byggingaiðnað- inum. Sigurður er fœddur í Dröfn á Dalvík 15. sept- ember 1941, og hefur alla sína tíð búið á Dalvík þótt stundum hafi verið sótt í önnur ver í atvinnuskyni. / „Eg m lengi eftir þetta kallakr Sigiakr som mm.. - Sigurður Jónsson myndbandakóngur á Dalvík í helgarviðtali Laugardagur 8. september 1990 - DAGUR - 11 Foreldrar hans, Hólm- fríður Magnúsdóttir og Jón Sigurðsson bygg- ingameistari, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum, bjuggu lengst af í Dröfn og þar var rek- ið bakarí í mörg herr- ans ár. Jón faðir Sigurð- ar bakaði ekki sjálfur heldur réði bakara til starfans. Fjölskyldan bjó ein í Dröfn meðan bakaríið var starfrækt þar enda fjölskyldan stór því börnin voru sjö og er Sigurður þriðji elstur. Húsið eyðilagðist að mestu í bruna, reyndar í tvígang, og við uppbygg- ingu þess í seinna skiptið var því breytt í fjórar íbúðir. Þannig var það allt þar til það var rifið fyrir nokkrum árum en það var þá orðið fyrir skipulaginu. Þegar Sigurður var sjö ára gamall flutti fjölskyldan í Goðabraut 11 þar sem hann bjó þar til hann hleypti heimdraganum. Lærbrotið reyndist lífgjöf - Nú fórstu snemma að vinna fyrir þér, hvað tókstu þér fyrst fyrir hendur? „Jú, það má segja að ég hafi ungur tekið þátt í atvinnulífinu, því ég var aðeins sex ára þegar ég vann mér inn fyrstu tekjurnar. Þá átti ég enn heima í Dröfn og bíóið var beint á móti. Þá framleiddi ég sleikipinna úr sykri og smjörlíki á pönnu og sneri þá upp á spýtu, einskonar kandís, og seldi í bíóinu. Þetta er reyndar eina atvikið sem ég man eftir frá veru minni í Dröfn. Ég man ekki hvað ég seldi kandísinn á en líklega hef ég notað ágóðann til að kaupa sælgæti í verslun Sigga Jóns sem þá var við hliðina á bíóinu." - Þín skólaganga var ekki löng, en manstu hverjir kenndu þér? „Mig minnir að Steingrímur Bernharðs- son hafi verið aðalkennarinn og mér fannst hann ágætur. En ég var skelfing feginii þeg- ar skólagöngunni lauk því mér leiddist þar alla tíð. Ég hafði engan áhuga á því að læra, en auðvitað sé ég eftir því í dag. Ég reyndi alltaf að koma mér hjá því að vera í skólanum og var stundum frammi á Auðnum hjá frænku minni. Um páskana þegar ég var 10 ára átti ég að dvelja þar. Nokkrir strákar höfðu verið að leika sér að stökkva ofan af gömlu símstöðinni, þar á meðal ég, og það endaði með því að ég lær- brotnaði. Ég var fluttur til Akureyrar til aðgerðar, en á meðan féll snjóflóð á bæinn sem varð íbúunum að fjörtjóni að undan- skildum einum. Þetta iærbrot varð því óbeint mér, strákstaulanum sem aldrei nennti að læra, lífgjöf.“ - Þú tókst þér ýmislegt fyrir hendur á yngri árum til þess að eignast einhverja aura eftir að kandísverslunni lauk. Hvað er þér minnisstæðast frá þeim tíma? Keypti steypuhrærivél 15 ára gamall „Ég fór snemma að vinna hjá pabba og keypti steypuhrærivél þegar ég var 15 ára gamall og fór sjálfur að selja steypu jafn- framt því að vinna í byggingavinnunni. Síð- an voru keyptar stærri steypuvélar og tæki til að moka upp í þær. Áður en þau komu varð að handmoka upp í þær og þurfti eina fimm karla til þess. En þegar ég fékk svo- kallaða tveggja poka vél þurfti ég að fá aðstoð vörubíls við að draga þær milli staða, enda voru þær þá orðnar svo þungar. Ég var á þessum tíma oft með þrjú tæki í vinnu, því auk steypuvélarinnar og dráttarvélar sem notuð var til moksturs, var ég með jeppa sem notaður var til að hífa steypuna upp á hæðir. Það var gert þannig að staur var reistur upp við húsið og efst á honum blökk og vír þar í gegn og þannig var steypan hífð upp. Þannig var öll steypuvinna á Dalvík framkvæmd þar til Dalvíkurbær keypti krana upp úr 1960. Síðan stofnaði ég ásamt Gísla Sigurðssyni Steypustöð Dalvíkur hf. og var hún starf- rækt á „Mölinni", skammt frá Árhóli við ósa Brimnesár. í upphafi voru aðallega steyptir útveggjasteinar, sem seldir voru víða, þó aðallega til Akureyrar og Dalvík- ur, en þegar stöðin brann síðan til kaldra kola var starfsemin flutt austur á Sand þar sem hún er enn þann dag í dag. Fljótlega eftir flutninginn austur á Sand keypti svo Símon Ellertsson hlut Gísla Sigurðssonar og fjárfest var í þremur steypubílum. Byggt var yfir starfsemina austur á Sandi úr útveggja- steinum sem framleiddir höfðu verið á „Mölinni'1. Ég rak svo stöðina með Vil- hjálmi Þórssyni í tvö ár eftir að Símon hætti og síðan í tvö ár einn, en þá seldi ég Steypu- stöðina. Þar lauk mínum afskiptum af bygg- ingaiðnaðinum hér á Dalvík og nágrenni sem staðið höfðu nær óslitið frá því ég var 15 ára, eða í rúm 30 ár.“ Flugferð í Múlanum - Nú hefur ýmislegt gengið á í þessum „bransa“, urðu aldrei nein stóróhöpp, t.d. í kringum steypubílana? „Jú, oft sprungu t.d. steypumót þegar verið var að dæla steypu úr bílunum í þau. Ég minnist þess líka að einu sinni, er verið var að steypa plötu á húsi, hrundi hún niður vegna þess að það gleymdist að setja undir hana „dregara". Það var óhemju vinna að ná henni upp aftur. Einu sinni misstum við svo tveggja hásinga bíl fullan af steypu fram af Ólafsfjarðarmúla og það sást hvorki tangur né tetur af honum eftir þá flugferð. Verið var að aka steypu til Ólafsfjarðar að haustlagi og bílstjórinn stoppaði skammt frá Ófærugjá til að lagfæra keðjur. Meðan hann lá undir bílnum rann bíllinn skyndilega af stað og dróst bílstjór- inn svolítið með honum, en þegar hann losnaði var bílinn að fara fram af svo engu varð bjargað. Þetta var eiginlega mjög slæmt því þetta var eini bíllinn sem við gát- um keyrt til Ólafsfjarðar að vetrarlagi. Auk þess var hann undirtryggður þannig að við fengum tiltölulega litlar bætur fyrir hann úr tryggingunum.“ - Horfir þú með eftirsjá til þessa tíma? „Ég veit það satt að segja ekki. Ég hef nú lifað af þessu alla tíð og komið mér og mín- um alveg sæmilega fyrir. Ég hélt reyndar að ég gæti aldrei hætt í þessu, en það er auðvit- að margt sem maður losnar við og eins er margs að sakna." - Þú fórst síðan út í rekstur á mynd- bandaleigu í bílskúrnum heinia hjá þér, var ekki samkeppnin á þeim markaði oft hörð? „Nei ekki svo mjög. Um tíma voru reynd- ar reknar hér þrjár myndbandaleigur en við erum ein á markaðinum í dag. Ég keypti hinar leigurnar. Það er eflaust hægt að lifa af þessu með öðru, en ég er hins vegar enn að greiða skuldirnar. Vonandi getur þessi rekstur orðið mitt lifibrauð alfarið þegar fram í sækir.“ - Eru ekki talsverðar sveiflur í rekstri myndbandaleigna eftir árstíðum? „Það er mest að gera í þessu í svartasta skammdeginu, en það er einnig furðanlega mikið að gera á sumrin. Þá eru bátarnir stór þáttur í útleigunni. Þegar verið er á rækj- unni á sumrin er rólegra líf hjá þeim en á veturna þegar þeir eru á netum. Á veturna mega þeir varla vera að því að fá sér spólu." Hænsnaviðskipti Sigurðar „sonar míns“ - Mig langar að fara aðeins til baka og rifja upp þekkta sögu á þínum atvinnuferli. Þú munt hafa keypt hænur með einhverjum klækjum og átt í talsverðan tíma. „Það hafa gengið margar útgáfur af sög- unni um þessi hænsnaviðskipti mín. Sann- leikurinn er sá að þegar ég var 11 ára voru auglýstar hænur til sölu á Brautarhóli. Mig langaði til að eignast þær og nauðaði í pabba að kaupa þær en ég ætlaði að leggja kaupið mitt í það. Á þeim tíma voru fjárhús þar sem nú eru raðhús í Hjarðarslóð og ég var búinn að innrétta þau fyrir hænsni. Ég suðaði í pabba í hverjum matartíma að hringja nú í Sigurð á Brautarhóli og kaupa hænurnar því það þýddi ekkert fyrir mig að tala við hann. En pabbi hummaði það fram af sér og sagði að ég hefði ekkert við þeita að gera. Ég tók mig því til einu sinni þegar hann var farinn í vinnuna og hringdi sjálfur fram á Brautarhól og sagðist vera Jón Sig- urðsson og spurði hvort ég gæti ekki fengið keyptar einar tíu hænur. Sigurður sá ekkert því til fyrirstöðu og ég sagði því: „Jæja, ég sendi þá Sigurð son minn eftir hænunum." Ég fór því næst á stúfana og talaði við góðan kunningja minn, Össa Baldvins, sem keyrði bláan Chevrolet vörubíl módel 1942 hjá Steina Sím., og hann sótti hænurnar frameftir. Ég átti svo þessar hænur í mörg ár. Seinna meir komst ég svo að því að Sigurður vissi hvernig í málinu lá og hafði lúmskt gaman af, en pabbi komst hins vegar strax að þessu og hafði gaman af. Þetta var á þeim tíma þegar allir gátu hlustað á símtöl í sveitum og þess vegna vissu allir hvernig í málum lá næstum strax. Ég var lengi eftir þetta kallaður Sigurður sonur minn, og eitthvað eimir eftir af því enn.“ Laug til um aldur til að komast á vertíð - Nú var ekki svo mikið um vinnu að vetrarlagi á Dalvík á þínum yngri árum. Hvað gerðirðu þegar byggingavinnu hjá föður þínum lauk á haustin? „Ég hef líklega verið 15 ára þegar ég fór á mína fyrstu vertíð til Vestmannaeyja - og laug þá til um aldur, sagðist vera 16 ára. Ég var á þremur vertíðum í landi og þremur vertíðum á sjó, en auk Vestmannaeyja var ég einnig á bátum frá Keflavík og Reykja- vík. Eitt sumar var ég reyndar á síld, og það hefur verið með síðustu árunum sem snurpubátarnir voru í notkun. Það var á Einari Þveræing frá Ólafsfirði, og það er fljótsagt hvernig sú síldarvertíð gekk: Við fengum sáralítið eða næstum ekki neitt. Þá var bara leitað að vaðandi síldartorfum, en tæknin var þá orðin allt öðruvísi við þessar veiðar, margir bátar komnir með kraftblökk o.fl. sem auðveldaði leitina að silfri hafsins. Eitt sinn er ég var á loðnuvertíð á Eski- firði keypti ég myndavél sem framkallað sjálf. Ég fór með hana á böll bæði á Norð- firði og Eskifirði og tók myndir og hafði talsverðan pening upp úr því. Og þótt vélin væri dýr var ég langt kominn með að borga hana þegar ég fór heim. Þessa vél á ég enn í geymslu einhvers staðar." Keypti bát af Alla ríka „Á meðan ég var á Eskifirði keypti ég þriggja tonna bát af Alla ríka. Báturinn hafði skemmst við fall og ég kom með hann hingað heim á vörubíl. Við Þórir mágur gerðum svo við hann og gerðum út á grá- sleppu í einar fjórar vertíðir og höfðum ágætt upp úr því, en þá saltaði hver fyrir sig. í dag er ekki komandi nálægt þessu vegna lágs verðlags." - Konan þín er ættuð frá Þórshöfn. Þú hefur kannski kynnst henni þetta síldar- leysissumar þarna fyrir austan? „Nei, pabbi tók að sér einhverjar bygg- ingaframkvæmdir þarna fyrir austan sumar- ið sem ég var 16 ára, en konan mín, Alda Kristjánsdóttir, var þá ráðskona þar. Nú, ég sagðist vera 17 ára, sennilega til að ganga í augun á henni, en þetta var hreint ekki í eina skiptið sem ég sagði rangt til um aldur. Alda er fjórum árum eldri en ég svo eitt- hvað varð strákur að gera. Hún minnti mig reyndar á þetta um daginn, en ég held að hún sé löngu búin að fyrirgefa mér þetta." Líkkistur á ganginum - Hvað tók svo við? „Við fórum bæði á vertíð í Vestmanna- eyjum þennan vetur og þar opinberuðum við með hring eitt kvöldið á leið í bíó.“ - Svo kemurðu með kærustuna til Dal- víkur og þið setjist þar að. „Já, við komum til Dalvíkur um vorið og gistum auðvitað heima í Goðabrautinni. Pabbi var þá með trésmíðaverkstæði á neðri hæðinni þar sem hann smíðaði líkkistur og átti þær á lager en lagerinn var gangurinn við hliðina á herbergisdyrunum mínum. Það var orðið mér svo eðlilegt að sjá líkkistur þarna að ég uggði ekki að mér þegar ég bauð kærustunni í herbergið. Hún tók and- köf þarna á ganginum þegar hún sá ekkert nema líkkistur og leist ekkert á blikuna; hefur eflaust hugsað með sér hvers konar fjölskylda þetta eiginlega væri sem hún væri að tengjast. Við fórum fljótlega að búa þarna á neðri hæðinni í Goðabrautinni, en henni leiddist alveg ógurlega og var held ég alveg að gefast upp. Fyrsta barnið okkar eignaðist hún austur á Þórshöfn, því hún gat ekki hugsað sér að eiga það á Dalvík. En þetta breyttist og nú getur hún ekki hugsað sér að vera annars staðar en á Dalvík.“ - Ef þú gætir snúið tímahjólinu til baka og orðið 15 ára að nýju, mundir þú vilja fara út í svipaðan atvinnurekstur og þú hófst þá? „Já, ég býst fastlega við því, en þá með þeirri tækni sem stendur manni til boða í dag. En tímarnir eru að breytast svo mikið að ef um stórar framkvæmdir er að ræða eru þær boðnar út. Þá kemur jafnvel einhver annar í þær framkvæmdir á svæðinu." - Er eitthvað sem þú hefur verið að gæla við gegnum tíðina sem þú gætir vel hugsað þér að hrinda í framkvæmd á næstu miss- erum? „Já, ég hef lengi gengið með ákveðna hugmynd í kollinum en veit varla hvort ég á að vera að segja frá henni hér því ég kem henni sjálfsagt aldrei í framkvæmd. Eg hef talsvert velt vöngum yfir líkkistusmíði úr plasti, því við vitum að þessar hefðbundnu líkkistur hrynja saman á tiltölulega skömm- um tíma. Ég man að þegar pabbi var að smíða kistur voru þær úr massívu timbri, ein og hálf tomma hefluð. Þær entust árum saman en í dag eru kisturnar úr spónaplöt- um sem ekkert endast eins og allir vita. í gamla daga voru þær jafnvel úr eik. Ég er viss um að ef þú værir að kaupa kistu handa þínum nánustu þá mundir þú frekar kaupa kistu úr plasti ef þú værir með endingu í huga. Ég er hins vegar ekkert viss um að kirkjugarðayfirvöld væru hrifin af þessari framleiðslu, því plastið eyðist auðvitað alveg ógurlega hægt og samlagast því mjög seint jörðinni. En ég held líka að næstu árhundruðin verði ekki grafið upp úr þess- um kirkjugörðum, og þá verður ellaust komið eitthvað annað í staðinn." Barði húöirnar í tríói - Á þínum yngri árum gafst þú þér tíma til að spila í hljómsveit. Hvaða hljómsveit var það og hverjir spiluðu með þér? „Ég hef líklega verið 15 eða 16 ára þegar við byrjuðum með þessa hljómsveit, en lngólfur Jónsson spilaði á píanó og harmoniku og Villi á Karlsá á harmoniku og saxafón og ég barði trommuhúðirnar. Við kölluðum okkur Tónatríó og héldum úti í ein sjö sumur, en einnig á vetrum eftir að ég hætti á vertíðum og var farinn að búa. Þá var það orðin atvinnugrein að spila í hljóm- sveitinni og við spiluðum í Hrísey, um Eyjafjörð og austur í Þingeyjarsýslum. Þá voru ekki böll um hverja helgi eins og nú, heldur kannski fjórum sinnum yfirsumarið. Stundum héldum við böllin sjálfir og á sum- um stöðunum voru engin borð til að sitja við licldur aðeins borð með veggjunum. Á gólf- in var síðan stráð sápuflögum til þess að þau væru ekki eins stöm. Keyrslulagið þannig að brúsinn kláraðist Seinna vorum við komnir með söngvara, Jóhann Daníelsson, og eitt sinn áttum við að spila í Skúlagarði í Kelduhverfi á balli sem hefjast átti klukkan tíu, en klukkan átta vorum við enn heima á Dalvík. Þá var ekki einn einasti bútur malbikaður og allir hlykk- irnir í Vaðlaheiðinni, og við með heilmikið drasl með okkur sem við fórum með á tveimur bílum til Akureyrar. Á Akureyri fengum við leigðan Volkswagen-rúgbrauð hjá Oddi í Höfn. Villi keyrði síðan austur þrátt fyrir það að við Ingólfur værum ekki allt of öruggir í bíl hjá honum, enda sátum við afturí. Við höfðum með okkur einn pott af sjenever sem við ætluðum að geyma þangað til eftir ballið, því það var nú „mottó“ að vera ekki að sulla í þessu fyrr en eftir ballið. En keyrslulagið hjá Villa var þannig að þegar komið var í Skúlagarð var sjeneverbrúsinn búinn, en við á réttum tíma. Ballið gekk vel, en aðallagið á þessum tíma var „Kvöld í Moskvu" sungið af Jóa Dan, og gerði mikla lukku.“ - Hefur þér, Dalvíkingnum, aldrei dottið í hug að setjast að í öðru byggðarlagi? „Mér hefur einu sinni dottið í hug að flytja til Húsavíkur og vera þar með gröfu, en þegar ég minntist á þetta við konuna þvertók hún fyrir það og sagðist aldrei fara frá Dalvík. Það kom mér á óvart, því ég mundi hversu treg hún var að setjast hér að í upphafi.“ I dag er Sigurður Jónsson „sonur minn“ ókrýndur myndbandakóngur Dalvíkinga en kannski á hann eftir að hasla sér völl á fleiri sviðum. Spurningin er aðeins hvenær. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.