Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 08.09.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 8. september 1990 Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Julia Roberts, nýjasta stórstimiö í Hoflywood Hún er 22ja ára, alin upp í Georgíuríki, fluttist til New York eftir gagnfræöaskólann og sneri sér þar að leiklistarnámi. Með hjálp systur sinnar tókst henni að ft í5B Nýttá söluskrá EINHOLT: 4ra herbergja endaraðhús á einni hæð, ca. 100 fm. ÞÓRUNNARSTRÆTI: 4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Falleg eign. FURULUNDUR: 3ja herbergja raðhús á e.h. i enda, 60 fm. EINHOLT: 2ja herbergja ibúð í raðhúsi á n.h. Góð eign. SMÁRAHLÍÐ: 3ja herbergja ibúð á 2. hæð. Falleg eign. fá hlutverk í spennumyndinni Blood Red. Sú kvikmynd þótti ekkert stórkostleg og var fljót- lega sett á myndbandamarkað- inn. Pá fékk hún hlutverk í Satis- faction, laufléttri unglingamynd um rokkhljómsveit skipaðri fjór- um unglingsstúlkum. Það var fyrst í Mystic Pizz að stúlkan fékk þá athygli er hún þóttist eiga skilið. í hluverki hinnar frjáls- lyndu og stórglæsilegu þjónustu- stúlku, Daisýar, komu gagnrýn- endur í fyrsta sinnið auga á Juliu Roberts. Orðrómur komst á kreik um að þarna færi sérlega hæfileikarík og efnileg leikkona. I Steel Magnolias staðfesti Roberts að hæfileikar hennar voru ekki orðum auknir. Sem sykursjúka dóttirin Shelby fór Roberts upp og niður allan til- finningaskalann á þann eina hátt er aðeins snillingar leiklistarinnar gera. Enn var andlit hennar þó ekki orðið neitt sérstaklega þekkt meðal bíófara. Pretty Woman, rómantískasti sumarsmellur ársins, breytti því þó allsnarlega. Par leikur Roberts gleðikonu á uppleið. Mótleikarinn er Richard Gere. Að lokinni Pretty Woman sneri Roberts blaðinu við og tók að sér hlutverk í Flatliners sem kom út í júlímánuði síðastliðn- um. Flatliners er vísindaskáld- saga þar sem Roberts reynir að afhjúpa leyndardóm dauðans, eða öllu heldur hvað bíði eftir að hinu jarðbundna lífi lýkur. Með- al mótleikara hennar eru Kiefer Sutherland og Kevin Bacon. Frá Flatliners rauk Roberts til Norður-Karólínu að leika eigin- konu hins stjórnsama Patricks Bergin í Sleeping With the Enemy. Leonard Golberg, fram- leiðandi myndarinnar, er í skýjunum yfir því að hafa valið Roberts í hlutverkið: „Upphaf- lega ætluðum við að fá Kim Bas- inger í hlutverkið og þegar hún ákvað að hafna því sáum við okk- ar sæng útbreidda. Kim hafði nýlega lokið að leika í Batman og var á forsíðum allra tímarita. Steel Magnolias var einnig að koma út og Julia var vissulega efnileg ung leikkona en ekkert meira. Við vorum að skipta á stórstjörnunni og annarri nálega óþekktri. En við kusum að gera þetta því að Julia virtist kjörin í hlutverkið og við hugsuðum sem svo að myndin yrði sjálfsagt betri með henni þó hún yrði ekki jafn arðbær. En núna líkjumst við snillingum," segir Goldberg glaðhlakkalega. Og er nema von að framleið- andanum sé skemmt. Hann réði efnilega leikkonu en óþekkta. Núna er hún heimsfræg og Sleep- ing With the Enemy í þann veg- inn að koma á markað. Julia Roberts hyggur nú á svolítið frí frá starfi, enda ætti hún að hafa efni á svolitlum munaði nú þegar laun hennar eru komin upp í 60 milljónir fyrir hverja mynd. Spurningin er aðeins þessi; hver verða launin orðin í haust? í Flatliners grefst Roberts fyrir um lífið eftir dauðann. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis því ekki verður betur séð en að Robcrts búi sig undir að blása lífsanda í vit Kicfers Sutherlands sem er raunar sambýlismaður hcnnar í hinu raunverulega lífi. Kevin Bacon, William Baldwin og Oliver Platt leggja henni lið. TJARNARLUNDUR: 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbylishúsi. Opið alla daga Irá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Gierárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 F.F. Félag Fasteignasala Sölumaður: Björn Kristjánsson. Heimasími 21776. Asmundur S. Johannsson, hdl. í nótt Jim Thompson heitir bandarísk- ur glæpasöguhöfundur sem hefur allt til þessa verið heldur lítils metinn í heimalandi sínu. Hvort maðurinn er lífs eða liðinn hef ég ekki hugmynd um og hef þó leit- að í bæði Britanníku og Colum- bíu sem er hreint út sagt frábær alfræðiorðabók í einu bindi, þykku. Thompson er þar ekki á skrá en á því gæti orðið breyting á næstunni því að kvikmynda- menn hafa tekið hann upp á arma elskan sína. Á yfirstandandi ári verða gerðar ekki færri en þrjár kvik- myndir eftir bókum Thompsons. Ein þessara þriggja er After Dark, My Sweet. Fyrrverandi hnefaleikari, Kevin „Kid“ Coll- ins (Jason Patric) reikar um eyði- legt landið. Lífið hefur tekið hann ómjúkum höndum, en hann er ungur enn og leitar í örvænt- ingu að einhverju til að gæða innihaldslaust líf sitt einhverri merkingu. Fay Andersen (Rach- Já! Þetta er... Auglýsendur! Blaðinu okkar verður dreift í öll hús á Akureyri vikuna 10.-15. september. Sími auglýsingadeildar er 24222. Opið frá.kl. 8.00-1 7.00, einnig í hádeginu. Leikstjórinn Jaincs Foley og Jason Patric ræða málin. el Ward) er glæsileg ekkja er lifir ákaflega einmanalegu lífi. Eini vinur hennar er draumóramaður- inn Bud (Bruce Dern), glæpa- hneigður rótleysingi. Hann gælir við að framkvæma hinn full- komna glæp en hefur ekki kjark til að hrinda honum í framkvæmd. En á því sama augnabliki og Collins stígur inn fyrir þröskuldinn hjá ekkjunni eru örlög þeirra ráðin; hann stíg- ur inn í helvítið sjálft og á sér þaðan enga undankomuleið. Og fljótlega breytist After Dark, My Sweet úr spennumynd í harm- leik. Leikstjórinn James Foley hef- ur þetta að segja um glímu sína við After Dark, My Sweet: „Mesti vandinn við þessa mynd var að samræma sjálft samsærið og samskipti samsærismannanna. Það sem hrífur mig einna mest við myndina er að þrátt fyrir glæpinn er hann alls ekki það sem vekur mesta athygli." Vissulega ræna þau barni og heimta lausnargjald fyrir það en mannránið er í raun ekki það sem myndin snýst um. Það eru samskipti þeirra þriggja sem vekja mesta athygli; hvernig þau nota og misnota hvert annað, Ijúga og baknaga. Öll eru þau svo önnum kafin í einhverju ráða- bruggi að það er erfitt oft á tíðum að greina lygina frá sannleikan- um. Myndin endar með ósköpum. Kevin Collins kaupir skamm- vinnar sælustundir sínar með ekkjunni dýru verði. Líklega er þessi fyrrverandi hnefaleikari athyglisverðasta persóna mynd- arinnar og sú sem ætti að vekja okkur til mestrar umhugsunar um skepnueðli Homo Sapiens. Collins er saklaus og kannski svo- lítið barnalegur eins og við köll- um þá menn er treysta náunga sínum skilyrðislaust. Fyrir vikið er hann grátt leikinn; sakleysi og gott siðferði eru ekki þeir eigin- leikar í fari manna er við metum mest.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.